Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 39
LISTIR
sem eru að svipuðum stigi og ég.
Þetta er gott veganesti þegar - og
ef ég ákveð að fara í framhalds-
nám.“
f forkeppninni átti miðhópurinn
að leika eitt barokkverk, einn kafla
úr sónötu og barokkverk. Kristján
lék Gigue eftir Bach en fór dálítið
framhjá sónötunni og lék Adagio
eftir Mozart - sem var samþykkt.
Þegar kom að 20. aldar verkinu lék
hann etýðu eftir pólska tónskáldið
Szymanowski og sem æfingu spil-
aði hann etýðu op. 25, nr. 1 eftir
Chopin.
í úrslitunum átti hópurinn að
spila íslenskt verk og valdi Kristján
Tvo dansa eftir Hjálmar H. Ragn-
ars. „Síðan var frjálst, val,“ segir
hann, „og ég valdi að spila Polon-
aise op. 40 nr. 2 eftir Chopin."
Hversu mikla þýðingu hefur
kennarinn í píanónámi?
„Hann skiptir mjög miklu máli.
Eg er með kennara sem er pró-
fessor í tónvi'sindum, með tvær
doktorsgráður og er mjög virtur
píanófræðingur, þannig að ég er í
mjög góðum höndum."
Áttu þér sjálfur einhverja uppá-
halds píanóleikara?
„Þeir eru margir. Polini er í
uppáhaldi hjá mér í verkum Chop-
ins, Glen Gould í Bach. Það er nefni-
lega oft þannig að þótt hinir bestu
píanóleikarar geti spilað hvaða efn-
isskrá sem er, þá er eins og þeir lifi
í timabilum, þar sem þeir leggja
áherslu á ólík tónskáld hveiju sinni.
Það er því ekki hægt að velja einn
píanóleikara og segja hann er í
uppáhaldi hjá mér, eða hann er
bestur.“
Hefur keppnin að einhveiju leyti
breytt afstöðu þinnig til píanónáms-
ins og framtíðarinnar?
„Nei. Mér finnst hljóðfærið alveg
jafnspennandi og áður - að minnsta
kosti ekki minna en áður. En það
hefði verið skemmtilegra að byija
fyrr.
Kem sterkari út eftir svona keppni
SÉRSTÖK verðlaun í píanókeppn-
inni hlaut Ami Björn Arnason fyrir
flutning á Sindri eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson. Árni hefur lokið 8.
stigi í píanóleik og undirbýr sig
núna fyrii’ forpróf fyrir einleikara-
próf hjá kennara sínum, Halldóri
Hansen.
Árni hóf nám í píanóleik þegar
hann var átta ára eftir að hafa lært
á fiðlu frá fimm ára aldri. Eftir
þrjú ár í Suzuki-námi vildi hann
söðla um. En hvers vegna?
„I rauninni var ég alltaf að
glamra á píanóið þegar ég var lítill,
meira að segja svo pínulítill að ég
varð að sitja í kjöltunni á pabba til
þess að geta glamrað."
Píanónámið hófst í Nýja tónlist-
arskólanum hjá Brynju Tryggva-
dóttur, þar sem hann var í þrjú ár,
fór þá til Þorsteins Gauta Sigurðs-
sonar og var hjá honum í einn vet-
ur í Nýja tónlistarskólanum en
fylgdi honum síðan yfir í Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Þar stundaði
Ami Björn námið i einn vetur áður
en hann skipti aftur og fór til Hall-
dórs Hansen.
Árni segir að í hljóðfæraleik
skipti kennarar miklu máli. „Ég
hef alltaf verið ótrúlega heppinn
með kennara," segir hann, „ekki
síst fyrsta kennarann. Ég var mjög
heppinn að fá Brynju til að byija
með. Hún er yndisleg kona og var
ekki með neinn þrýsting strax.“
Fannstu strax að þú og píanóið
ættuð samleið?
„Já, það má alveg segja það.
Píanóið hefur alltaf verið númer
eitt hjá mér.“
Hvað er það við þetta hljóðfæri
sem nær svona til þín?
„Það hefur stöðugt verið að
breytast frá því að ég
byijaði að læra og til
dagsins í dag.
Þegar maður er lítill
hugsar maður ekki eins
mikið. Þegar ég byrjaði
var ég bara að glamra
á píanó. Svo fór ég
snemma að hlusta á
tónlist eftir Chopin og
heillaðist af henni - og
hún er eiginlega bara
skrifuð fyrir píanó.
Með meiri þroska fer
maður síðan að upplifa
tónlistina sjálfa án til-
lits til hljóðfærisins,
auk þess að sjá alltaf
betur og betur hvaða möguleikum
hljóðfærið býr yfir. Eftir því sem
maður verður eldri kemur síðan
stóra spurningin: Er þetta eitthvað
sem ég mundi vilja leggja fyrir
mig?
Það er ljóst að það að starfa sem
konsertpíanisti er - eins og Ashk-
enasy sagði - þrældómur. Þetta
eru ekki bara þrotlausar æfingar,
heldur þurfa sannir listamenn að
vera tilbúnir að tjá sínar innstu til-
finningar á sviði fyrir framan fullt
af fólki.
Ég man eftir því að einn píanó-
leikari sagði að þetta væri eins og
að njóta ásta á sviðinu, þetta væri
svo persónulegt."
Þú sérð þetta þá ekki sem auð-
velt starf?
„Nei, þetta er erfitt starf en á
móti kemur að tónlistin hefur að
geyma óendanlega möguleika. Hún
er mjög krefjandi - en það er nú
líka einmitt það sem gerir hana
heillandi."
Ertu búinn að taka ákvörðun um
að leggja píanóleikinn
fyrir þig?
„Já, ég hugsa það.
Ég er farinn að stefna
að . framhaldsnámi.
Eftir að ég lauk 8. stig-
inu, ákvað ég að halda
áfram, fara í forprófi
til einleikaraprófs og
ljúka því síðan. Ég
ætla að sjá hvernig það
gengur. Ég reyni mitt
besta og ef það gengur
vel, stefni ég á fram-
haldsnám einhvers
staðar úti í heimi.“
Árni Bjöm er á 3.
ári í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, á tónlistarbraut, og
segist vera heppinn að hafa verið
einn af þeim síðustu til að komast
inn á hana áður en námskránni var
breytt.
„Kennaraverkfallið kom að góð-
um notum fyrir mig,“ segir hann.
„Það bjargaði æfingatímanum fyr-
m keppnina. Ég get líka haldið
áfram hluta af náminu þótt fram-
haldsskólakennarar séu í verkfalli.
Að vísu er það ekki annað en
skammtímakostur, vegna þess að
álagið eykst bara í náminu héðan í
frá.“
Hvaða verk lékstu í keppninni?
„Það var skylda að leika eina
prelúdíu og eina fúgu eftir Bach.
Það er kallað Gamla testamentið í
tónlistinni, síðan eru sónötur Beet-
hovens kallaðar Nýja testamentið.
En við máttum velja eina klassíska
sónötu og ég valdi Schubert. Síðan
áttum við að velja eina etýðu og
það er nóg til af þeim. Ég valdi
Scriabin. Að lokum áttum við að
velja eitt 20. aldar, eða rómantískt
stykki og þá valdi ég Scherzo nr. 3
eftir Chopin.
í úrslitakeppninni áttum við að
spila Sindur eftir Þorkel Sigur-
bjömsson og kafla úr píanó-
konsert. Þar valdi ég annan góðan
Rússa, Prokofieff og síðan var
frjálst val en allt prógrammið
mátti aðeins taka hálfa klukku-
stund. Þá valdi ég aftur Prokofieff,
2. og 3. kaflann úr 7. sónötunni en
6., 7. og 8. sónöturnar eru kallaðar
stríðssónöturnar vegna þess að
hann skrifaði þær í seinni heims-
styrjöldinni.“
Varstu kvíðinn fyrir keppnina?
„Ég kynntist alveg nýrri hlið á
stressi. Það var allt öðruvísi en fyr-
ir tónleika. Ég svaf til dæmis lítið
nóttina fyrir lokakeppnina og þeg-
ar ég náði að dotta voru draumfar-
irnar vægast sagt alger sýra.“
Finnst þér keppni af þessu tagi
vera mikils virði?
„Já, alveg tvímælalaust. Það er
staðreynd að mannskja sem undir-
býr sig fyrir svona keppni kemur
sterkari til baka - ef hún fer ekki á
taugum.“
Og ekki er það til að draga úr
sjálfstraustinu að hljóta viðurkenn-
ingu í keppninni. Það er góður
meðbyr í næstu keppni og Árni
Bjöm stefnir óhikað á norræna
píanókeppni sem haldin verður í
Danmörku í júlí 2001.
Sú keppni er mun viðameiri en
sú sem hér var haldin þar sem for-
keppnirnar verða tvær áður en til
úrslitakeppni kemur. Og auðvitað
óskum við þessum frábæra, unga
píanóleikara góðs gengis í keppn-
inni og bíðum spennt eftir að sjá
hvað framtíðin ber í skauti sér hon-
um til handa.
co
>
TOiYunnm soo i
Kerfi/lrœdi
Þ e k ki n g í þína þ á g u
íldum/jónj
í núlímoreMri
Kerfisfræði TV er tveggja anna diplómnám
sem stendur fiá janúarbyrjuntil lokadesember
með 3ja mánaða sumarfifi.
Námið er sniðið að þörfum þeirra sem vilja
sjá um rekstur og viðhald upplýsingakerfa,
þjónustu við notendur og kerfisgreiningu og
-gerð hjá litlum eða meðalstórum fyrirtækjum.
Að loknu námskeiði eiga þátttakendur að
geta séð um rekstur lítillar tölvudeildar, séð
um innkaup og rekstur tölvukerfa, leyst algeng
forritunar- og greiningarverkefni og mótað
tölvustefnu.
Hclstu námsgreinar:
• Stýrikerfi. Umsjón og rekstur algengra
stýrikerfa.
• Gagnagrunnar og forritun.
Kerfisgreining, hönnun, Access
gagnagrunnar, VBA og Visual Basic
forritun.
• Netfræði. Uppsetning og rekstur
Windows 2000 server neta og
Intemetþjóna.
• Internetið og vefsíðugerð. Gerð, viðhald
og rekstur vefja ásamt notkun vafra og
tölvupósts. HTML forritun.
• Notendaforrit. Word, Excel og
PowerPoint.
• Öflunarferli. Val á búnaði og innkaup.
• Lokaverkefni. Metið til lokaeinkunnar.
Prófað er í öllum greinum.
Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og
góð enskukunnátta.
Lengd: 400 kennslustundir eða 267
klukkustundir.
Tímar: Tvisvar í viku kl. 16:15-19:15 og
einu sinni í hveijum mánuði á laugardegi.
Staðgreiðsluverð: 369.900,-
Þetta geysivinsæla námskeið er sniðið að
þörfum þeirra sem vilja sjá um netrekstur í
fyrirtækjum eða skapa sér ný tækifæri á
vinnumarkaði.
Námskeiðið er sérsniðið fyrir þá sem vilja
verða góðir netstjórar með mikla þekkingu á
eðli neta og stjómun þeirra en einnig fyrir þá
sem vilja vita meira um tölvur og tölvutælaii
og notkun neta sem eru í nær öllum
fyrirtækjum og stofhunum landsins.
Helstu námsgreinar:
• Netfræði og búnaður. Ethemet,
kapalkerfi, beinar, netþjónar,
notendatölvur, netbúnaður og hönnun
neta.
• Windows 98. Netvinnsla með Win98,
uppsetning útstöðva og lykilatriði
stýrikerfisins.
• Netstýrikerfi. ítarleg kennsla á
netstýrikerfið Windows 2000.
• Internet- og Intranetþjónar. Uppsetning
og rekstur Intemetþjónustu og innranets
fyrirtækja.
Nemendur taka próf að loknu námi.
Forkröfur: Almenn þekking á tölvum og
ensku.
Lengd: 120kennslustundireða81
klukkustund.
Tímar: Tvisvar í viku frá kl. 16:15-19:15,
alls 27 skipti.
Staðgreiðsluverð: 149.900,-
YeMdu9eiö
nútimorek/tri
TöMiuflurjón
i nútímorek/tri
Námskeiðið er ætlað þeim fjölmörgu sem
vilja ná þeirri fæmi sem þarf til þess að starfa
við vefsíðugerð og hönnun.
Námskeiðið er góður grannur undir frekara
nám og þekkingaröflun á þessu sviði.
Helstu námsgreinar:
• Hönnun og skipulagning vefja. Lögð er
rík áhersla á skipulega og gagnlega vefi.
• Vefsíðugerð. Kennt er á FrontPage frá
Microsoft, DreamWeaver og Flash frá
Macromedia. Einnig er kennd
myndvinnsla.
• Forritun vefja. Kennd er HTML forritun
og tenging vefja við gagnagrann. Þá er
kennt að nota tilbúnar Java og Active
Script einingar á vefsíðum.
• Lokaverkefni. Gerður er vefur sem byggir
á þvi sem kennt er á námskeiðinu. Geftn
er einkunn fyrir lokaverkefnið.
Forkröfur: Góð þekking á notkun tölva,
ritvinnslu og ensku.
Lengd: 120 kennslustundir eða 81
klukkustund.
Tímar: Tvisvar í viku frá kl. 16:15-19:15,
eða á tímanum 13:00-16:00, alls 27 skipti.
Staðgreiðsluverð: 159.900,-
Þetta námskeið er vinsælasta námskeið okkar
frá upphafi. Það er sniðið að þörfúm þeirra
sem sjá um tölvur í fyrirtækjum,
umsjónarmanna tölvuvera eða þeirra sem
vilja bara vita meira um tölvur.
Þátttakendur verða kröftugir notendur með
mikla þekkingu og yfirsýn yfir möguleika
einkatölvunnar í rekstri fyrirtækja og
hagnýtingu nýjustu tækni.
Helstu námsgreinar:
• Stýrikerfi. Windows 98 og vélbúnaður.
• Notendaforrít. Word, Excel, Access,
PowerPoint og Outlook.
• Vefsíðugerð. FrontPage og Internetið.
• Netstýrikerfi. Umsjón Windows 2000
tölvuneta og Windows 98.
Námið er mjög ítarlegt og fjöldi íslenskra
handbóka fylgir.
Forkröfur: Grunnþekking á tölvum.
Lengd: 145 kennslustundir eða 99
klukkustundir.
Tímar: Tvisvar í viku frá kl. 19:15-22:30,
alls 33 skipti, eða á tímanum kl. 13:00-
16:00, tvisvar í viku.
Staðgreiðsluverð: 119.900,-
Mikið úrval styfírí og lengrí námskeiða!
Nánari upplýsingar á http://www.tv.is
Grensásvegi 1 6
108 Reykjavík
Sfmi: 520 9000
Fex: 520 9009
Netfeng: tv@tv.ls
pöntuna r s f m i
Simenvmer
?s'm getí'tr xðmutoá!
rPM Raðgreiðslulán til allt að 36 mánaða.
Wswæai UfcÍLJ ............... ........"
J Hagstæð námslán hjá Sparisjóði Hafharfjarðar.
T ö I v u % o g
v e r k f r m ð i þ j ó n % s t a n