Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 42

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Trúarleg minni Jakob Wcidcmann; Þoka í Getsemane, olía á léreft, 229x202 sm. Hannah Ryggen; Dauði Kaj Munchs, 1946, ull, 125x106 sm. MYNPLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar/ X s m u n d a r s a f n MYNDVERK Olivia Holm Möller/ J.A. Jerichau/ Ásmundur Sveinsson/ Hannah Ryggen/Samuel Joensen Mykines/ Sigurjón Ólafsson/Robert Jacobsen/ Jacob Weidemann/ Svendwig Hansen. Opið alla daga frá 13-16 á báðum stöðunum. Til 4. janúar. Aðgangur 400 krónur á báða staðina. Sýningarskrá 1.600 krónur. HÆRRA TIL ÞÍN, trúarleg minni í vestnorrænni myndlist, er heiti á sýningu sem er sameiginlegt framlag Listasafns Sigurjóns Ólafs- spnar og Listasafns Reykjavíkur /Asmundarsafns til hátíðahalda Kristnihátíðar og Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Þetta er mikil og vegleg framkvæmd og henni fylgir skilvirk og vönduð sýningarskrá þar sem hver lista- maður er kynntur með stuttu ævi- ágripi og tveim til þrem litmyndum ásamt greinargerð um inntak listar þeirra. Aðfaraorð eru eftir Bodil Kaalund, Birgittu Spur og Eirík Þorláksson, en um hvern og einn listamanninn skrifa eftir upptalinni röð; Charlotte Christiansen, Troels Andersen, Eiríkur Þorláksson, Hákon A. Andersen, Bárdur Ják- upsson, Charlotte Christensen, Per Hovednakk og Charlotte Christen- sen. Formála hefur herra Karl Sig- urbjörnsson biskup ritað og ber hann nafnið, Hærra til þín, sem er stef úr þekktum sálmi eftir ensku skáldkonuna, Sarah Adams, sem er tilvísan í draum Jakobs, sem sagt er frá í fyrstu Mósebók, og er líka heiti á einu verka Sigurjóns Ólafssonar á sýningunni sem hann lauk við 1979. Um farandsýningu er að ræða með Reykjavík sem fýrsta áfangastað, en hún mun einnig verða sett upp á Listasafni Færeyja, Sophienholm, Lyngby, Safninu í Sönderborgarhöll og loks, Safninu fyrir trúarlega list, Bodil Kaalund safnið, Lemvig. Allir listamennirnir eru vel þekkt- ir í heimalöndum sínum, en trauðla gerði neinn þeirra trúarleg minni að aðalinntaki listar sinnar, sumir voru hér efasemdarmenn og lengstum meira eða minna á öndverðum meiði við kirkjuna. Á einkum við um Sig- urjón Ólafsson og Svend Wiig Han- sen, en trúarleg viðfangsefni skör- uðu allt um það viðfang þeirra. Hið formrænt upphafna var þó iðulega veigurinn í sköpunarferlinu, þótt ekki tengdist það beint trúarbrögð- um, og hvað Wiig- Hansen snertir var tilvistarkreppa mannsins í hættulegum heimi honum einkum hugleikin, tvíræðni hins djöfullega og aðdráttarafl þess á nútímamann- inn. Hér er þannig ekki stílað á al- menna og viðtekna trúarlega list um daga listamannanna, þvert á móti voru verk flestra lengi misskilin og þeir áttu framan af, og sumir lengst- um erfitt uppdráttar á heimaslóðum. Allir eru látnir að þeim yngsta, Norðmanninum Jakob Weidemann, undanskildum (f. 1923), en þeir sem náðu háum aldri nutu mikillar virð- ingar síðustu æviárin svo sem elsti þátttakandinn Olivia Holm Möller (1875-1970). Hún var þó umdeild fyrir hina hráu lit- og formrænu út- færslu viðfangsefna sinna, einkum meðal málara sem voru hallir undir franska fágun og rökfræði í mynd- list. Allt eru þetta listamenn sem skrifari þekkir vel til, enda flestir áberandi í norrænu listalífi á náms- árum hans og var að auk persónu- lega kunnugur Wiig-Hansen. Til við- bótar var Bodil Kaalund sem kemur við sögu varðandi samsetningu sýn- ingarinnar hjá sama prófessor og í sömu stofu listakademíunnar K. höfn, á upphafsreit fyrir nákvæm- lega hálfri öld. Málverkin tvö eftir Oliviu Holm Möller sem eru í Sigurjónssafni, má telja mjög einkennandi fyrir mynd- stíl hennar, hvort tveggja hinar fág- aðari sem grófari hliðar hans. Líkt má segja um málverk og málmæt- ingar hins skammlífa Jens Adolfs Jerichau (1890-1916), sem þrátt fyr- ir að yrði einungis 26 ára festi nafn sitt í danskri listasögu, málverk hans nútímaleg fyrir þá tíma sem þau voru máluð. Ólíkt samlöndum sínum í París var hann hrifnastur af Henri Matisse, en andstætt lífsgleðinni í verkum meistarans og þrátt fyrir líf- mikla liti voru myndir Jerichau þrungnar norrænu þunglyndi, sem varð svo skapadægur hans. Vefarinn Hannah Ryggen (1894-1970), var einn íremsti listamaður Norðmanna um sína daga og þó sjálfmenntuð í faginu. Hóf listferil sinn sem málari og vann í vefina á líkan hátt og mál- ari sem festir hugmyndir sínar beint og vafningalaust með pentskúfnum á grunnflötinn, gerði þannig aldrei frumdrætti að vefum sínum. Hinir stóru vefir Ryggen á sýningunum setja afar hlýlegan og skemmtilegan blæ á næsta umhverfi og kynna list hennar mjög vel. Sennilega er Sámal Joensen Mykines (1908-1982) al- mennt best kunnur útlenzku lista- mannanna á sýningunni, en hér get- ur að sjá minna þekkta hlið á verkum hans, en þó ekki síður áhugaverða. Litaflæðið í þessum þrem myndum listamannsins alls ekki ólíkt því hjá Jerichau, þótt 37 ár skilji á milli, en úrvinnsla önnur og líflegri. Myndhöggvarann Robert Jacobsen (1912-1993) þekkja ís- lenzkir myndlistarmenn vel, enda einn af risunum í norrænni og evrópskri skúlptúrlist, en háðskum kíminleitum og leikrænum brúðu- myndum hans minna haldið fram en járnskúlptúrunum svartmáluðu eða ryðrauðu. Jakob Weidemann (f. 1923) þekkja fáir hér á landi, en hann er einn af þekktustu og fram- sæknustu málurum Noregs, eins og málverk hans í Ásmundarsafni mega vera til vitnis um. Ýmsir hljóta að muna eftir kynningu á grafikverkum Svend Wiig Hansens (1922-1997) í Norræna húsinu fyrir fáum árum, en hann var einnig afkastamikill málari, myndhöggvari og teiknari, lengi einn framsæknasti og umdeildasti myndlistamaður Danmerkur. Eftir að hafa verið nokkuð til hlés við nýja málverkið um stund slóu myndir hans eftirminnilega í gegn á Tvíær- inginum í Sao Paulo stuttu fyrir ótómabært andlát hans. Hin dökku þunglyndislegu málverk Wiig Han- sens í Ásmundarsafni geta ekki tal- ist yfrið einkennandi fyrir myndstíl hans, mun frekar olíkukrítarmynd- irnar í Sigurjónssafni. Að sjálfsögðu er óþarfi að kynna þá Ásmund og Sigurjón sérstaklega, en þeir standa vel fyrir sínu í þess- um hópi fyrir mjög einkennandi verk, einkum er athyglisvert hve Ijósir tréskúlptúrar Sigurjóns njóta sín frábærilega í Ásmundarsafni. Hnitmiðuð, ávöl sem skörp form þeirra ber fagurlega við hvítan marmarann þannig að skoðandinn sér þær í alveg nýju ljósi. Þetta er gagnleg kynning á trúar- legri list á Norðurlöndum, þó æski- legt hefði verið að umfang hennar væri öllu meira, því hér er af nógu að taka úr nútíð sem fortíð sem landinn er alls ófróður um. Geldur þess eðli- lega að vera tvískipt, þótt vel sé staðið að verki og einkum er fengur að hinni eigulegu sýningarskrá, sem fer afar vel í hendi og er til fyrir- myndar. Litgreining þó ekki hnökralaus, einkum hve rauða liti áhrærir sem eru fullskærir. Um er að ræða brotabrot af öllu því sem gert hefur verið í trúarlegri list á Norðurlöndum í áranna rás og gefur einungis örlitla innsýn í það allt. Hvað skyldu íslendingar til að mynda vita um málverkin einstæðu í dönskum miðaldakirkjum sem kalk- að var yfir á tímum siðaskiptanna og enn eru að koma í Ijós, eða af við- horfum enn yngri kynslóða? En hvað sem öllum þess lags vangaveltum líður er þetta mikils- háttar og þakkarverður listviðburð- ur og myndverkunum hnökralítið komið _ íyrir á báðum stöðunum. Hvað Ásmundarsafn snertir er það trúa mín að í húsakynnunum hafi myndverk aldrei notið sín betur eftir hina gagngerðu og umdeildu endur- nýjun um árið. Bragi Ásgeirsson 3 Llstasjóður Pennans MYNDLISTARMENN WHMi Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árfð 2000 Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í níunda sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 11, éemmim 2000. Veittur er styrkur að upphæð 44HL0OO kí. og keypt listaverk af tveimur umsækjendum að upphæð 150,000 Itr. hvort. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. Einnig er hægt að sækja um á netinu á slóðinni WWW.petittUin.h Djass- tímabils- ins minnst DJASSSKÁLIN, eins og púnsskál- in er hér sést hefur gjarnan verið nefnd, er eitt þekktasta verk Viktors Schreckengost. Skálina hannaði Schrencken- gost fyrir Eleanor Roosevelt, eig- inkonu Franklins D. Roosevelt, fyrrum forseta Bandaríkjanna, árið 1931 og varð hún á áttunda áratugnum þekkt sem eitt af meistaraverkum Art Deco- tímabilsins og eins konar minnis- merki djasstímabilsins. Djassskálina er þessa dagana að finna í listasafninu í Cleveland þar sem hún er meðal annarra muna Schrenckengost á sýningu sem er tileinkuð honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.