Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 50

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Listnám/ Nýlega var ráðstefna á vegum kennaradeildar Háskólans á Akureyri um áhríf lista á daglegt líf, en kennsla í listum og um listir á að þroska sköpunargáfu og efla sjálfsvitund. Gunnar Hersveinn endursegir erindi um hvernig listir geti hjálpað börnum til að verða læs á umhverfí sitt. Listir hjálpa til við að lesa í óyrt tákn. Að lesa óskrifuðu skilaboðin • Aðferð lista 1 vísindavinnu leysir sköpunarkraftinn úr læðingi • Börnum þarf að kenna að lesa ósögðu táknin sem ráða merkingu LISTIR eru góðar til að bæta líðan fólks og einnig hæfni til að takast á við daglegt líf, hæfnina til að mæta því *■ óþekkta. „Ég hvet til þess að listir séu nýttar í grunnnámi hvers einstaklings til þess að gera hann sér meira með- vitandi um eigin hæfni til náms,“ sagði Ama G. Valsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, á ráðstefnunni Er líf í listum sem kennardeild HA og Félag áhugafólks um heimspeld á Ak- ureyri hélt í nóvember. Arna fjallaði sérstaklega um mildlvægi listar til að gera nemendur læsa á óyrt skilaboð í umhverfínu. Mikilvægi þess að kenna þeim að greina og túlka þessi skila- boð. „Ég á við það táknmál sem felst í meðferð lista, forma, í myndbygg- ingu, hljómfalli, hreyfingu o.s.frv. með óyrtum skilaboðum,11 sagði Ama. Hún sagði að þessir þættir hafi sterk áhrif á tilfinningar okkar og líðan, skoðanir og athafnir. Böm skynja þessi tákn áður en þau læra að tala og litir, form og hljóð hafa áhrif á hvem- ig þeim líður. „Þetta er í raun fyrsta tungumálið sem við tileinkum okkur,“ sagði hún. Ósögð tákn Að kunna að undrast eins og bam er ef til vill hæfileiki sem listamenn, heimspekingar og vísindamenn þurfa að búa yfir þegar þeir feta sig áfram á ~ milli áfangastaða. Spyrja eins og bam, vera forvitinn eins og bam, en lifa ekki hugsunarlaust. „Eins og bam sem er að uppgötva sjálft sig og heiminn sem það býr í eram við rekin áfram af þörfinni fyrir það að standa ekki í stað heldur reyna að átta okkur á tilverunni, sjálfum okkur og sam- spilinu þama á milli. Við leitum teng- inga. Hvar enda ég og hvar byrjar þú? Hvað er langt frá mér til þín? Öll til- vera okkar gengur út á samskipti," sagði Ama. Hún ræddi svo hæfileikann til að afla sér þekkingar og reynslu, og benti á að þar er áherslan á ferlið en ekki útkomuna. Bam fer til dæmis að skríða og nýtur þess, en lítur ekki á þetta sem undirbúning íyrir göngu. Bam krotar sömuleiðis og nýtur þess. En krot er í raun forsenda fyrir öllu rituðu máli, myndlist og öðrum sýni- legum tjáskiptum. En bamið krotar ekki af því að það ætlar að verða rit- höfundur eða málari. Sköpunarkraft- urinn hvetur það hins vegar áfram til að setja samhengi í krotið. Sköpunarkrafturinn býr í öllum. Ama sagðist njóta þess að sjá þegar verðandi leikskólakennarar átta sig á eigin tilfinningu fyrir litum og for- mum. Að það hefur sjálft sterka til- finningu fyrir td. myndbyggingu og getur gert sér grein fyrir henni og sett í samhengi við aðra þætti í lífi sínu. ,Að það er ekki tilviljun að það sækir frekar í tiltekna hti í tilteknu samhengi frekar en aðra, eða hengir myndina á þennan vegg en ekki hinn. Ef við lærum að treysta eigin hugboð- um, geram við okkur grein fyrir því að við búum yfir mikið meiri þekkingu og skilningi á fyrirbæram náttúrann- ar en við héldum. Við eram ekki bara óvirkir þiggjendur.“ Ama vek svo að samhenginu milli lista og vísinda, sem er til dæmis aug- Uós milli myndlistar og stærðfræði. Morgunblaðið/Kristj án Á leiksýningu geta (fiest)öll form listarinnar birst; orðlist, myndlist, tónlist, dans, hönnun ... Leikskólabörn á sýningunni Skralli og Lalli. (Leikfélag Akureyrar í samstarfi við Vitlausa leikhópinn.) Þessar greinar eiga það sameiginlegt að fagmenn á báðum sviðum velta t.d. fyrir sér stærð, rými, afstöðu hluta hver til annars í tilteknu rými, hlut- falli, rúmmáli o.s.frv. Hún benti einn- ig á að undanfarin ár hafi nýir kennsluhættir í stærðfræði gefist vel. En þar er lögð áhersla á vinnuferlið í stað útkomu. Nemendur eiga að nota eigin aðferðir (þrautalausn) til að finna lausn og geta svo tjáð þær fyrir öðram. Sköpunarkraftinum er ekki úthýst. Hann er markvisst nýttur í þágu vísinda. Ama vill nota þennan þráð. „Listir og vísindi birtast ekki bara í sætum litlum sýningum sem við fullorðna fólkið getum glaðst yfir, heldur í því þegar við virkilega föram að hlusta/ horfa, skynja hvemig þau vinna. Hvemig þau leita leiða til þess að leysa vandamál og finna úrlausnir verkefna ef þau bara fá tíma til og eru ekki strax sett undir þá pressu að koma skilningi sínum yfir í orð svo við getum mælt hversu mikið þau skilja af okkar skilningi.“ OII óbeinu skilaboðin Ama segir að þessi leið að sam- þætta listir og vísinda gefi öllum böm- um tækifæri í skólum, og skapi vinnu- hvetjandi andrúmsloft, sem dragi úr agaleysi. Verðugasta verkefni kennara er að hjálpa barninu til að gera sér grein fyrir hæfileikum sínum. Orðin sem við notum segja ekki allt. Manneskjan tjáir sig, hún beitir hugsun sinni og velur orð til að tjá hana. Hlustandinn gerir síðan tilraun til að túlka þau til að skilja út frá sam- hengi, áherslu og öðra. Áherslan á orðið er þó mest, það er tengt sann- leikanum. „í upphafi var orðið." En í raun skilur fóík einnig hið óræða táknmál. „Við skiljum miklu meira en við áttum okkur á,“ sagði Ama, „Við skynjum alls kyns óyrt skilaboð frá umhverfmu en við skiljum ekki að við skiljum þau. Öll óbeinu skilaboðin í umhverfinu, sem við köllum óbein af því að þau era ekki sögð með orðum, hafa áhrif á okkur, við skiljum þau en gerum okkur ekki grein fyrir því að við geram það.“ Hér birtist hlutverk listamannsins. Hann skynjar dulda táknmálið og er læs á það, og hann getur komið því á framfæri við aðra með verkum sínum. Hann opinberar það sem hvarf í und- irvitundina. Ama brýndi í erindi sínu mikilvægi þess að læra að lesa, ekki aðeins orðin, heldur einnigtáknin. Því læsari sem einstaklingur er á um- hverfi sitt því minni líkur era á mis- tökum, sefjun, blekkingu. Hún nefndi síðan dæmi um illgjaman stjómanda sem blekkti þjóð sína til ódáðisverka. Einstaklingamir námu aðeins orðin, yfirborðið, en kunnu ekki að lesa táknin, hið óyrta. Hver er aðferð listarinnar? „I seinni tíð heyram við æ oftar minnst á það að gera bömin okkar læs á umhverfi sitt,“ sagði Ama. En við hvað er átt? „Eram við kannski bara að einblína á það að gera þau læs á staðreyndir svo sem heiti á náttúra- fyrirbæram og hinn hlutlæga heim Hvaða listir? Listasvið samkvæmt aðal- námskrá tekur til fimm list- greina. Sviðin skiptast í dans, leikræna tjáningu, myndlist, textflmennt og tónmennt. f grunnskóla eru myndlist, text- flmennt og tónmennt sjálf- stæðar skyldunámsgreinar fyrstu átta skólaárin en val- greinar á 9. og 10. ári. Dans og leikræn tjáning er samþætt öðrum námsgreinum eða í formi námskeiða og valgreina. okkar? Viljum við að þau verði leik- soppar þess að meðtaka sldlaboð frá umhverfinu án þess að gera sér grein fyrir því að þau geri það?“ Táknmál hins óritaða máls verður sífellt sterk- ara að mati Ömu. Myndin, hið mynd- ræna hefur verið mest áberandi for- mið á undanfómum árum; auglýsingar, tíska, sjónvarp, kvik- myndir, tölvur. Myndin sendir mörg skilaboð í birtingu sinni. Orðið þarfn- ast oftast atburðarásar. Ama leggur því til að bömum verði kennd listin að lesa á milli línanna, því öll táknin sem umlykja orðin geta breytt þýðingu þeirra. ,Aðferð listar- innar er að virkja aðrar boðskiptaleið- ir en eingöngu hið ritaða, talaða mál. Hún spyr spuminga, rannsakar, velt- ir upp öllum sýnilegum og ósýnileg- um möguleikum og reynir að finna nýtt samhengi," sagði hún. Listin í þjóðsögum Ljósmynd/Pétur Ingi Bjömsson Þjóðsagan um nornina Baba Jaga. (Leikfélags Sauðárkróks.) LISTGREINARNAR í skólum era fimm: myndlist, tónmennt, leikræn tjáning, dans og textílmennt, en vissulega læra nemendur margt um listir, t.d. í bókmenntakennslu. Þjóð- sögur rúmast innan þeirra og þær voru til umræðu á ráðstefnunni „Er líf í listum?" Þjóðsögur era ef til vill elsta listformið í gjörvallri bókmenntasög- unni og taldi Kristján Kristjánsson heimspekingur þess virði að fjalla um þær. „Þjóðfræðilegt gildi þeirra, mannfræðilegt og Iistrænt er óum- deilt, að ógleymdu skemmtigildinu. En hafa þær eitthvert siðlegt gildi , einnig; geta þær kennt okkur eitthvað um manneðlið og siðferðið, um það hvemig stilla beri hugarfar og hátt- emi til félagslegrar farsældar?" spurði hann. Kristján leggur áherslu á greinar- muninn á ævintýrum og þjóðsögum. Ævintýri lýsa framandi hetjum í fjar- lægum löndum, hetjum sem einatt . láta náttúraöflin ekki aftra sér frá því að bregða sér í ýmissa kvikinda lfld og fremja ofurmannlegar dáðir. Þjóð- sögumar era hins vegar sprottnar upp úr hversdagslífi þjóðarinnar. Að- alsögupersónan er persóna af holdi og blóði úr minni sveit eða þeirri næstu og smalinn er raunveralegur smali. „Fim þjóðsögunnar birtast ekki í því hvað söguhetjan getur, eins og í ævin- týrinu, heldur í þeim aðstæðum sem hún, venjuleg manneskjan, lendir í. Lærdómurinn felst í hvemig hún, þegar best lætur, nær að þræða með- alhófið milli lágkúru og ofætlunar: lætur hvorki tryllast né telur sig guði lflca. Þjóðsagan er, með öðrum orðum, um það hvemig söguhetjan ber sig að sem maður, um hvað það er að vera maður. I vissum skilningi er hún veg- vísir á meðalhófið, eins og dyggða- fræði Aristótelesar - drambið er of, auðmýktin van, hógværðin hinn gullni meðalvegur - en hún er þó fremur leiðsögn um viðfang dyggðanna, ger- anda þeirra og þolanda, manninn sjálfan, en einstakar dyggðir hans,“ sagði Kristján. „Þjóðsögumar minna okkur á mörk okkar, hvað gerist ef við seil- umst of hátt upp fyrir okkur eða lát- um seiða okkur í björg, en benda jafn- framt á útgönguleið - að minnsta kosti stundum. Ýmsar tískukenning- ar samtíðarinnar sem afneita sameig- inlegu manneðli og gylla sundrangina hvetja okkur á sinn hátt til þess að kasta mannshamnum og hugsa þann- ig út fyrir vébönd veraleikans. Rétt eins og ráðið við kenningum sem hvetja fólk til þess að hugsa upp eða niður fyrir þessi vébönd - að sam- sama sig hinu goðræna eða tröllræna - er ráðið við afneitunarkenningunum þetta: Lesið þjóðsögur,“ sagði hann meðal annars í erindi sínu. • Með hjálp listarinnar hefur maðurinn tjáð tilgang og merkingu mannlegrar tilveru og mótað umhverfi sitt. f list- iðkun öðlast einstaklingurinn lífsfyllingu og finnur tilfinn- ingum si'num og hugmyndum farveg. Skólinn er samfélag og þar leika listir sama hlutverk og í þjóðfélaginu í heild sinni. • Listnám; stuðlar að alhliða þroska einstaklingsins, eflir sköpunargáfu þar sem listir reyna jafnt á ímyndunarafl og rökhyggju, veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta, eflir sjálfsmynd og sjálfsskiln- ing sem er grundvöllur far- sældar í lífi og starfi, eykur til- finningaþroska, félagsþroska og meðvitund um fagurfræði, þjálfar hæfni til þátttöku í menningu samfélagsins. • Listir; eru einn helsti áhrifavaldur samfélagsins, eru mikilvæg atvinnugrein, eru kveikja hugmynda og ný- sköpunar í efnahagslífi og samfélagi manna. Listir móta og endurspegla sjálfsmynd og gildismat samfélagsins. Aðalnámskrá grunnskóla; Listgreinar 1999, bls. 7-9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.