Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 05.12.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 55 RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR + Ragnheiður Bjarnadóttir fæddist á Hesteyri við Isafjarðardjúp 20. september 1923. Hún lést á heimili sínu Reynimel 43 miðvikudaginn 29. nóvember síðastlið- inn. Móðir hennar var Margrét Guð- mundsdóttir, f. 29. maí 1904, d. 1. des- ember 1992. Faðir hennar var Bjarni Guðmundsson, f. 26. júlí 1900, d. 4. jan- úar 1999. Ragnheiður var í sambúð með Þorsteini Þorgeirssyni, f. 10. júní 1914. Börn þeirra eru 1) Jón Helgi, f. 12.3. 1945, ókvæntur. 2) Gunnar, f. 16.3. 1946, maki Arn- dís Eva Bjarnadóttir, f. 2.11. 1946 og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn. 3) Katrín, f. 14.10. 1948, maki Eyjólfur Vil- Elsku hjartans mamma mín, mér er ekki unnt að gleyma er hlúði að mér höndin þín. Hreinan kærleik fann ég streyma frá þér inn í æðar mínar. Allar blessa ég gjörðir þínar Meðan ég hef sólar sýn sinna vil ég boði þínu, virða, göfga verkin þín, vefja þig að hjarta mínu. Þakkir áttu þúsund faldar. Þínar dyggðir verða ei taldar. Mæðraprýðin, móðir kær, mikil er þín handasnilli. Hjá þér kærleiksgróður grær. Guðs og manna áttu hylli. Elsku mamma, okkar fundir eru mínar gleðistundir. (Unndór Jónsson.) Börnin. Þakklæti og virðing er efst í huga þegar við kveðjum Ragnheiði bergsson, f. 4.11. 1948, eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn. Hinn 4.12. 1954 giftist Ragnheiður Guðmundi Benja- mín Árnasyni, f. 27.10. 1926, d. 17.4. 1979, dóttir þeirra er Elísabet Jasína, f. 3.9. 1953,_ maki Jóhannes Ágústs- son ogeiga þau tvo syni. Ragnheiður flutti ung til Reykjavíkur og fór í vist hjá Katrínu Viðar. Vann síðar við ýmis störf í Reykjavík. Hún var virkur félagi í Kvennadeild Slysavarnafélags Reykjavíkur. Lengst af bjó Ragnheiður á Smiðjustíg 6 en síðast á Reynimel 43. títför Ragnheiðar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Bjarnadóttur eða hana Rögnu okk- ar eins og hún var nefnd meðal Slysavarnakvenna. Þakklæti yfir að hafa fengið að njóta hennar hæglátu kímni og starfa hvort sem var á hlutaveltum eða kökubakstri fyrir deildina og eigum við eftir að sakna þess að fá ekki kúfaða diska af pönnukökum frá henni á Sjómannadaginn. Um árabil hefur Ragna verið fé- lagi í Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík og var ein þeirra kvenna sem vann verk sín af mikilli hóg- værð, ekki fjasað yfm neinu, og eins og hjá góðri Slysavarnakonu var tekið á móti verkefnum hvernig sem á stóð og þau unnin af æðruleysi. Ragna tók virkan þátt í öllu fé- lagsstarfi og frá því að ég sá hana fyrst fyrir um það bil 25 árum finnst mér eins og hún hafi ekkert breyst. Hún lét sig aldrei vanta á fundi ef hún hafði tækifæri á að komast. Hún fór með okkur í nokkrar sumarferðii* og hafði gaman af. Ég minnist sérstaklega ferðar- SIGURÐUR GUÐJÓNSSON tSigurður Guð- jónsson fæddist í Vogatungu í Leirár- sveit 14. september 1924. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akranes- kirkju 1. desember. Okkur langar að kveðja vin okkar, afa Sigga, með nokkram orðum. Það er alltaf erfitt að kveðja vini sína. Elsku Siggi, við erum afskaplega þakklát fyi-ir að hafa fengið að kynn- ast þér og ömmu Buggu, ykkur höf- um við þekkt frá því við fyrst munum eftir okkur. Við systkinin fengum ömmu- og afa-nöfnin lánuð frá fyrstu kynnum en höfum aldrei skilað þeim aftur, amma Bugga og afi Siggi er það sem börnin okkar kalla ykkur í dag, því þau hafa aldrei kynnst ykkur öðruvísi en undir þessum nöfnum. Þú vai’st góður maður með skemmtilegan persónuleika. Við höldum hreinlega að þú hafír aldrei orðið alveg fullorðinn, þrátt fyrir að áitalið segði annað. Þú hafðir ótrúlegt hugmyndaflug og þar sem þú varst ákaflega hand- laginn maður var afskaplega fátt sem hindraði þig í að framkvæma það sem þér datt í hug og eru því ófáir munim- ir til eftir þig í þessum bæ og senni- legavíðar. Skopskyn var eitt af því sem ein- kenndi þig, þú hafðir þann sérstaka eiginleika að fá fólk til að brosa eða hlæja í kringum þig. Þú sást alltaf skoplegu hliðam- ar á öllum málum við ótrúlegustu tækifæri. Við eram nokkuð viss um að ef þú sæir til okk- ar núna reyna að koma þessum fáu orðum nið- ur á blað myndir þú ef- laust brosa eða jafnvel skella upp úr. Við erum stolt af því að geta sagt að þú sért vinur okkar. Kæri vinur, við vitum að þú stendur við hlið ömmu Buggu núna og heldur í höndina á henni á þessum erfiðu tímum sorgar og sakn- aðar um leið og þú styður við bakið á börnum þínum og fjölskyldum þeirra. Þú varst vinur vina þinna og verður það um ókomna tíð. Elsku amma Bugga: Vertualltafhressíhuga hvað sem karrn að mæta þér lát ei sorg né böl þig buga baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er enþúhefuraflaðbera orkablundarnægíþér. Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf.ók) Sigurþór, Inga Maren og Ásta Laufey. innar góðu til Glasgow og Edin- borgar þegar 39 konur á öllum aldri settu upp sparihattana sína og fóru síðan út að borða á fínan veitinga- stað. Allar með hatta, glaðar og hressar, og var svo sannarlega tekið eftir þessum föngulega flokki Slysa- varnakvenna. Fyrir hönd Slysa- vamakvenna í Reykjavík vil ég þakka samfylgd Ragnheiðar Bjarnadóttur og biðja aðstandend- um hennar blessunar. Birna Björnsdóttir, formaður. Elsku Ragna mín. Sjónarsviðið er fátækara nú eftir að þú hefur gengið þinn veg úr lífi þessu. í gegnum fjóra áratugi höf- um við þekkst og verið vinkonur, allt frá því að við kynntumst í ísbirninum forðum daga. Síðan þá höfum við deilt saman mörgum stundum, m.a. í Slysavarnafélaginu og svo heima hjá þér, fyrst á Smiðjustígnum og síðar á Reyni- melnum. Það var gott og gaman að koma við hjá þér að loknum vinnu- degi. Við höfðum um svo margt að spjalla, liðna tíð, væntingar og von- ir. En um veikindi þín síðustu ár vildir þú aldrei tala. Sagðir bara: „Æ, þetta gengur allt svona.“ Ég kom síðast við hjá þér á mánudeginum. Komst ekki á þriðju- deginum, þar sem ég þurfti að vera í Grafarvogskirkju, og á miðviku- deginum varst þú gengin þinn veg á vit forfeðra þinna. Þann veg sem við öll þurfum að lokum að ganga. A mánudeginum varð þér að vanda tíðrætt um bamabörn þín og barnabarnabörn. Hvað þú ætlaðir að gefa þeim í jólagjöf og hvernig þú ætlaðir að gleðja þau um jólin. Afkomendur þínir voru þér hugleik- nir og þú ræddir oft við mig um þessa arfleifð þína, en þeir vora því miður allt of langt í burtu. Sagðir gjai’nan, að ef ég kæmi ekki í heim- sókn, þá kæmi enginn til þín. Börn- in þín og barnabörnin væru of fjarri. Sæir þau of sjaldan. Elsku Ragna mín. Þú varst hug- ljúf kona, góð vinkona og trygglynd. Eg þakka þér innilega fyrir góða viðkynningu í gegnum samferðarár okkar. Megi góður Guð taka vel á móti þér. Þín vinkona, Edith. Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Bágt eigum við með að trúa því að þú sért farinn yfir móð- una miklu, þó að við vitum öU að þangað förum við. Það var okkur áfall að trúa að hann Siggi væri orðinn veikur. Hann sem var alltaf svo kátur og hress og gat alltaf komið manni í gott skap með húmor sínum og bröndurum. Hann var mikill leikari og húmoristi og lék mikið á yngri ár- um. í yfir 30 ár höfum við verið nágr- annar og eins og ein stór fjölskylda. Samhent í öllu við okkar fallega hús sem við fengum viðurkenningu fyrir og eram svo stolt af. Þar lögðu margir hönd á plóginn, þar á meðal börnin okkar og tengdabörn. Siggi var sérstaklega laginn í höndunum og vil ég sérstaklega nefna fallega sveitabæinn sem hann smíðaði og setti út á tún og lýsti svo upp með ijósum, okkur er það augnayndi að horfa á út um eldhúsgluggann. Þá má ekki gleyma hnífnum til að opna gluggapóstinn og alls konar bréf eins og stóð á miðanum sem með fylgdi og undir stóð: „Námskeið fylgja, Siggi.“ Alltaf fylgdi grín með öllu. Hann kunni mikið af vísum og kvæðum og margar skemmtilegar sögur sem hann hafði gaman af að segja okkur. Elsku Siggi, hafðu þökk íyrir allt í gegnum árin, við biðjum góðan Guð að vernda þig og varðveita og biðjum fyrir bestu kveðjur blæinn yfir Dular- haf. Elsku Bugga, megi Guð vera með þér, bömum og fjölskyldu. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minnmgum hlýjum. (Hallgrímur J. Hallgrímsson.) Ingibjörg og Ömar. ARNI KRIS TJÁNSS ON (ARNE KRISTIAN MARIUS WIND) + Árni Kristjáns- son (Arne Krist- ian Marius Wind), Reykjavegi 52 (Vindási) í Mosfells- bæ fæddist í Dan- mörku 19. nóvem- ber 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sören Christ- ensen Wind og Ane Kristina Marie Ped- ersen og var Arne yngstur sjö barna þeirra. Ein systir lifir bróður sinn. Arne flutti til íslands árið 1946 og bjó hér siðan. Fyrstu tvö árin vann hann í Brautar- holti og á Móum á Kjalarnesi en Við systkinin viljum með þessum fáu orðum kveðja góðan vin til margra ára, hann Ame sem við höf- um þekkt frá blautu bamsbeini. Hann kom hér upphaflega inn í fjöl- skylduna er hann hóf störf með föður okkar, Jowa, á garðyrkjustöð afa okkar, Bjarna Ásgeirssonar á Reykj- um. í minningunni er Ame stór hluti af bemsku okkar og síðar unnum við með honum við hin ýmsu störf í garð- yrkjunni svo sem að „knúppa" og binda upp nellikur, leggja lauka og búnta blómvendi og höfðum við mjög gaman af. Hann var mjög vinnusamur og trúr sínu starfi og samvinna hans og pabba var einstök, svo að aldrei bar skugga á hvort sem var umönnun blóma eða viðhald og uppbygging síðan og til starfs- loka árið 1998 á Suður-Reykjum og Reykjagarði í Mos- fellsbæ. Hinn 14. ágúst 1952 kvæntist Arne Elsu Pétursdóttur * (Else Pedersen), f. 24.1. 1915, d. 6.1. 1964, og bjuggu þau í Mosfellsbæ. Dóttir _ þeirra er Rósa Árnadóttir, f 30.10. 1954. Synir hennar eru: Ingi- mar Þór Þorsteins- son, f. 27.3. 1984, og Árni Jökull Þorsteinsson, f. 10.3. 1979. títför Árna fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. gróðurhúsanna. Ame var einstakur hugljúfi og öll- um þótti vænt um hann. Alltaf í góðu * skapi með sína gömlu dönsku glettni, Hann var félagslyndur og duglegur að sækja danskar og íslenskar sam- komur, dansa, syngja og „ha det hyggeligt". Arið 1951 kynntist hann Elsu og 1954 kom Rósa inn í þeirra líf. Ame og Rósa misstu Elsu langt um aldur fram, þegar Rósa var á 10. ári og var fráfall hennar þeim mikill missir. Arne og fjölskylda hafa alla tíð verið sem partur af okkar fjölskyldu. Að lokum vill móðir okkar, Haddý, og við systkinin þakka Ame okkar samfylgdina og óskum Rósu og son- um hennar, Ama Jökli og Ingimar Þór, jguðs blessunar. Asta, Bjami Ásgeir, Kristján Ingi, Baldur og fjölskyldur. GUÐRIÐUR FRIÐRIKKA ÞORLEIFSDÓTTIR + Guðríður Frið- rikka Þorleifs- dóttir, fyrrverandi húsfreyja í Viðfirði, fæddist í Hofi í Norð- firði 4. nóvember 1908. Hún lést í Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 14. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Nor ðljarðarkirkju 21. október. Nú er amma okkar látin og langar okkur til að kveðja hana með fáeinum orðum. Það var alltaf gaman að koma í Naustahvamm þar sem amma og afi bjuggu lengst. Maður notaði öll tæki- færi sem maður gat til þess að koma þangað. Það var sérstaklega gaman að koma í heyskap, þá byrjaði maður á að raka og hljóp svo á eftir böggunum til að henda í heyvagninn eða sat uppi á heyvagninum til að taka á móti böggunum og svo þegar baggamir vora settir í hús þá stökk maður af vagnin- um á heyið í hlöðunni og var að leika sér þar. Hún var alltaf dug- leg að prjóna og prjón- aði alltaf góða og þykka sokka og vettlinga sem hafa komið að góðum notum. Við sendum Guðna afa okkar bestu samúðarkveðjur. Ykkar barnabörn, Sigurborg, Guðríður og Þórarinn. Vesturhlíð 2 Sfmi 551 1266 www.utfor.Is Þegar andlát ber að höndum Önnumst aila þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónUstU allan sólarhringinn. UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja m: \ ÍK •^GA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.