Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
V élindabakflæði
og astmi
Höfuðeinkenni sjúk-
legs vélindabakflæðis
eru brjóstsviði og nábít-
ur (þegar súrt magainni-
hald leitar alía leið upp í
háls eða kok). Á síðustu
árum hafa æ betur kom-
ið í ljós tengsl vélinda-
bakflæðis og sjúkdóms-
einkenna utan vélinda
eins og hósta, hæsis og
brjóstverkja. Bakflæði
lrá maga til vélinda get-
ur einnig haft mikil áhrif
við kæfisvefn. Ef fólki
hættir til að svelgjast á
og fá lungnabólgu á
sýrubakflæði líka stund-
um hlut að máli.
Astmi er algengur sjúkdómur (um
5-7% hjá fullorðnum) og einkennist af
breytilegri mæði, hósta og flautu-
hljóðum fyrir bijósti sem koma og
fara. Fjöldi utanaðkomandi áhrifa-
valda eins og til dæmis ryk, kufdi og
reykur geta ert öndunarveg og fram-
kallað astmaeinkenni. Talið er að vél-
indabakflæði geti orsakað slík ein-
kenni með óbeinum eða beinum hætti
þegar súrt magainnihald leitar upp í
vélinda og eða kok. Súrt magainni-
hald getur ert slímhúð neðst í vélinda
og taugaboð þaðan valda því óbeint að
berkjur í lungum þrengjast. Einnig
getur súrt magainnihald gúlpast upp í
kok og öndunarveg og ert barka eða
lungnaberkjur beint, sérstaklega
þegar legið er út af.
Bakflæði hjá astmasjúklingum
Vélindabakflæði finnst hjá um
tveimur af hverjum þremur astma-
sjúklingum. Þar með er ekki sagt að
það valdi astmanum. Astmi getur
sjálfur framkallað bakflæði og jafnvel
sum astmalyf í inntöku (töfluformi)
eins og teófyllamín-lyf. Aðrir áhrifa-
valdar astma eru mun algengari en
bakflæði og aðeins þriðjungur þeirra
astmasjúklinga sem hafa bakflæði
finna fyrir einkennum af því.
Vélindabakflæði og astmi?
Astmasjúkfingar sem hugsanlega
hafa vélindabakflæði eru helst þeir
sem fá einkenni fyrst á fullorðins-
aldri, þeir sem vakna upp með astma-
einkenni, þeir sem svara illa astma-
meðferð og þeir sem hafa slæman
bijóstsviða eða nábít. Oft er ertings-
hósti sem virðist liggja hátt í öndun-
arvegioghæsi.
Ef sterkur grunur leikur á að bak-
flæði sé orsök astma má gera maga-
speglun sem getur leitt í ljós sýrubólg-
ur neðst í vélinda og þindarslit. Eirrnig
má gera sýrustigsmælingu í vélinda til
að meta samfellt í 24 tíma hvort um
bakflæði sé að ræða. Eins kemur til
greina að prófa tímabundna meðferð
með kröftugum sýruhemjandi lyfjum
og sjá hvort astmaeinkenni minnka í
kjölfarið. Læknir verður að meta í
hveiju tilfelfi hvemig á að standa að
sjúkdómsgreiningu. Ekki er þörf á að
rannsaka eða meðhöndla alla astma-
sjúklinga með tilliti tif bakflæðis þar
sem aðrir áhrifaþættir astma en bak-
flæði eru mun algengari.
Hver er meðferðin?
Ef talið er að astmi tengist vélinda-
bakflæði verður oftast að nota kröft-
ug sýruhemjandi lyf til að draga úr
einkennum. Oft er um langtímameð-
ferð að ræða og jafnvel skurðaðgerð í
vissum tilvikum.
Allt að 70% astmasjúklinga með
bakflæði skánar af astmanum með
viðeigandi bakflæðismeðferð og sum-
ir losna við astmalyfin. Dæmi eru um
að astmasjúklingar, sem ekki hefur
tekist að hemja astmaeinkenni hjá
Heilsa
Oftast verður að nota
kröftug sýruhemjandi
lyf, segja Sigurbjörn
Birgisson og Þorsteinn
Blöndal, til að draga úr
einkennum.
nema með steralyfjum í inntöku, losni
alveg við slík lyf eftir bakflæðismeð-
ferð. Þess ber þó að geta að þessi góði
árangur næst aðeins hjá sérvöldum
hópi astmasjúklinga þar sem vitað er
með vissu að astminn orsakast af bak-
flæði.
Þjóðráð við nábít
Fyrr á öldum þurfti íslensk alþýða
að notast við ýmis húsráð til að ráða
bót á kvilfum. Við nábít þótti óbrigðult
að bíta í ná eða lík látins manns og er
orðið þaðan dregið (séra Jónas Jónas-
son frá Hrafnagili. íslenzkir þjóð-
hættir. Önnur útgáfa, 1945).
Sigurbjöm er sérfræðingur í lyf-
lækningum og meltingnrsjúkdómuni
og Þorstcinn er sérfræðingur í
lungnasjúkdómum.
i^Nýtt - riýtt
K^iar
«
O
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-16
Lau$avá$i 63, VltU6tíg»nteg4n> Strni 2040
IM4
ttlltat í blðma l(t»tn»
ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 57
Matrix
Tölvuþrjóturinn
y Neo kemst yffr upp-
mt' lýsingar sem kollvarpa
W tilveru hans. Heimurinn
' er ekki sá sem við
höldum! Óskarsverð-
launamynd með ótrúlegum
tæknibrellum.
Notting Hill
Bóksali og bandarísk kvikmynda-
stjarna hittast fyrir tilviljun og
hlutirnir taka óvænta stefnu.
Frábær skemmtun fyrir
elskendur á öllum aldri.
W Líflð er dásamlegt
nr La Vita é bella (Life is Beautiful)
V Óskarsverðlaunamynd um gyðing
F sem fluttur er f fangabúðir nasista
ásamt eiginkonu sinni og syni. Hann
reynir að hlífa syni sfnum við hinum ‘
blákalda raunveruleika en það er
L hægara sagt en gert
Austin Powersl
NjÓsnarinn sem negldi mig '
The Spy Who Shagged Me
Dr. Evil hyggst stela „kynorku'
ofurnjósnarans Austin Powers.
f aðalhlutverkum eru hinn
óviðjafnanlegi Mike Myers og
þokkagyðjan Heather Graham.
Meðtimir Bardal-
fjölskytdunnar eru hver
öðrum skrautlegri. Aðal
hlutverk leika Bjöm
jörundur Friðbjömsson,
Eggert Þorleifsson o.fl.
Góða skemmtun!
Áskriftarsími: 515 6100
www.ys.is