Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 63

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 6Ö Eru framhaldsskóla- kennarar vondir menn og latir? í OKTÓBER síð- astliðnum sagði fjár- málaráðherra í viðtali við fjölmiðla, og hefur endurtekið oft síðan, að ekki þýddi fyrir framhaldsskólakenn- ara að miða sig við margumtalaðar við- miðunarstéttir sínar; þ.e. aðra háskóla- menntaða menn í vinnu hjá ríkinu, því að þegar samið hefði verið við þá fyrir þremur árum hefðu einhver ósköp af óunninni yíirvinnu (hvað svo sem það er) og öðrum aukasporslum verið tekin inn í dagvinnukaupið. Laun þeirra hefðu sem sagt ekki hækkað svo neinu næmi þama 1997. Varðandi þessi ummæli kemm- þrennt til greina: a) Ráðherrann segir satt: Þá hefur ekki verið neitt vit í að miða við þessar stéttir hér áður, þótt ríkið vildi jafnan gera það í samningum við kennara - og miðaði þá ávallt við dagvinnulaun. - Misréttið hefur verið til staðar þá þegar, og því ekki seinna vænna að leiðrétta það. b) Ráðherrann lýgur vísvitandi: Því vil ég barasta ekki trúa. c) Ráðherrann notar hinn fræga hálfsannleik, sem Stephan G. hefur lýst manna best: Sumir - strákastétt- irnar - höfðu fengið ýmiss konar aukasporslur ofan á launin sín. Aðrir - stelpustéttimar, t.d. hjúkmnar- fræðingar - höfðu bara verið á taxta- launum eins og kennarar; en fengu hækkanir eins og hinir 1997. (Og, Geir minn Hárde, þetta veit ég að er hið rétta.) Þessa vegna em engin rök fyrir því að leiðrétta ekki laun kennara og borga þeim álíka kaup og öðmm há- skólamenntuðum ríkis- starfsmönnum. Annað er hroki, óbilgimi, skamm- sýni og heimska. í þeim kjaradeilum, sem kennarar hafa staðið í síðasta áratuginn eða svo, hefur ríkisvaldinu jafnan tekist að fá al- menning upp á móti þeim; klifað á að þeir séu hið versta fólk, vinni lítið sem ekkert og níðist svo á nemendum sínum til að knýja á um kauphækkan- ir sem þeir eigi ekki skildar. En fáir hafa orðið til að ráðast gegn kennumm núna. Orsökin er vitaskuld sú að það em orðnir svo fáir sem verr em launaðir, og eins og í öðmm „menningarríkjum" nýtum við nýbúa í verst launuðu störfin - og þeir em, því miður fyrir landsfeður, svo illa heima í fegurstu tungu norrænni að þeir hafa ekki kunnustu til að níða kennara að vild forráðamanna gáfuð- ustu þjóðar heims, sem virðir þó menntun æskulýðs minnur en flestar þjóðir aðrar sem vilja heita siðmenn- taðar. Sá sem vill vera kennari í landi þessu neyðist annað tveggja til að kenna alla þá yfirvinnu sem hann get- ur fengið eða vinna alla þá vinnu utan skólans sem hann kemst höndum yfir - nema hvort tveggja sé. Sjálfur hef ég neytt beggja þessara kosta og jafnan unnið, ekki bara myrkranna á milli heldur beinlínis morgnanna á milli, til að geta séð nokkum veginn sómasamlega fyrir fjölskyldu minni. Fram til þessa hef ég viljað borga það þessu verði að fá að kenna ung- Kennarar Svo má eggja bilgjarn- an, segir Guðni Kolbeinsson, að bíti. mennum; en svo má eggja bilgjaman að bíti. Ef ég þarf að hlusta á það öllu lengur hjá vinnuveitendum mínum að ég sé heimtufrekur bófi sem vinni ekki vinnuna sína en haldi saklausum ungmennum í gíslingu til að knýja á um ósanngjamar kaupkröfur kann að vera að þetta verði minn síðasti vetur við starfið sem ég ann og vil sinna. Einhverjir kunna að segja að vont sé að hrekja reyndan kennara úr starfi með óbilgimi og skammgóðri nísku - en verra er þó hitt að búa svo að kennurum að einungis örfáir (von- andi hugsjónamenn) láti svo mikið sem hvarfla að sér að hverfa að þessu gjöfula og skemmtilega starfi að loknu námi í háskóla eða kennarahá- skóla. Höfundur kennir stærðfræði við framhaldsskðla. Guðni Kolbeinsson MINF.KAL WAICHCLL Mineral snyrtivörulínan inniheldur steinefni og næringefni úr náttúrunni. Steinefni og raki gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umhirðu húðarinnar, því án steinefna og raka getur húðin orðið þurr og viðkvæm, jafnvel elst fyrr vegna ótímabærrar hrukkumyndunar. Mineral línan er án allra aukefna, þ.e. engum rotvarnarefnum né ilmefnum er bætt í vörurnar. ___ / Apotheker \ / SCHELLER \ NATURKOSMETIK í Austurveri Kaupaukar ^?Lyf&heilsa Austurveri FEGURÐ FRÁ NÁTTÚRUNNAR HENDI -etfa/trá árefitr ár Síðustu ár hefur skátahrejfingin seltsígræn eðaltré, í hæsta gæðaflokki ogprýða þau nú Cff’t-ri mörg hundruð íslensk heimili ► lOáraábyrgð ► Eldtraust ► 12 stœrðir, 90 - 500 cm ► Þarfekki að vökva ' trvo^J^ðjj' J ► Stálfóturfylgir ► íslenskar leiðbeiningar ► Ekkert barr að lyksuga ► Itaustur söluaðili 8» Truflar ekki stqfublómin > Skynsamlegfláifesting Q Bandalag íslenskra skáta í Bíl 9^Stréð _ abúð Berina .- FJARSTÝRÐUR PORSCHE 911 TURBO ^nnglunnjI Magnað leikfang sem nær I allt að 25 km hámarkshraða. Verð kr. 10.900 TAKMARKAÐ MAGN! ^ - gjafavöruverslun bílaáhugafólks ► Mikil verólækkun ► Mikið úrval bíla afborgun í apríl 2001 ►Afhending Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.