Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 05.12.2000, Síða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRARINN Tyrf- ingsson, yfirlæknir á Vogi, hefur að undan- förnu farið mikinn í blaðaskrifum þar sem hann gerir lítið úr for- ^arnastarfi á sviði vímuvarna í landinu. Markmið hans, sem yfirlæknis stærstu meðferðarstöðvar á landinu, og þeirra sem starfa að vímuvörnum ættu að fara saman og það er erfitt að skilja hvað honum gengur til með slíkum skrif- um. I málflutningi sín- um hallar hann réttu máli og það verður ekki látið óátal- ið. Eitt af verkefnum Áfengis- og vímuvarnaráðs samkvæmt lögum er að afla upplýsinga um áfengis- - §pg vímuefnaneyslu í landinu. Ráðið hefur síðan það tók til starfa fyrir tveimur árum staðið að könnunum meðal unglinga í 8.-10. bekk grunnskóla. Rannsóknir þessar eru framkvæmdar af Rannsóknum og greiningu ehf. í fyrra var lögð fyrir fjölþjóðleg könnun í 10. bekk grunnskóla og sl. vor voru allir ár- gangar unglingadeildanna teknir með. Nú í haust var svo lögð fyrir könnun í öllum framhaldsskólum landsins. Talið er að margir hefji jieyslu um sumarið eftir að grunn- "^tskóla lýkur eða við upphaf fram- haldsskólastigsins. Vonir standa til að framhaldsskólakönnunin varpi að einhverju leyti Ijósi á hvað ger- ist í lífi unglinga á mörkum grunn- skóla og framhaldsskóla, m.a. með tilliti til vímuefnaneyslu. Hins veg- ar skortir enn upplýsingar um margt sem varðar áfengis- og vímuefnaneyslu í landinu. Almenn- ingskönnun hefur ekki verið fram- kvæmd síðan 1992 og upplýsingar um árangur meðferðar á stærstu meðferðarstöð landsins, Vogi, liggja ekki fyrir eftir áratuga starf. í grein sinni vefengir Þórarinn niðurstöður þessara kannana líkt -^>g að niðurstöður sem benda til samdráttar í vímuefnaneyslu í yngstu aldurshópunum séu honum ekki að skapi. Hann heldur því fram að kannanirnar séu sam- bærilegar við skoð- anakannanir en að tölum hans frá Vogi megi líkja við kosn- inganiðurstöður. Þessi samlíking er vægast sagt villandi. Annars vegar er um að ræða rannsóknir á heilum árgöngum, hins vegar upplýsing- ar um lítinn minni- hlutahóp með sér- einkenni. Rannsóknir Rannsóknar og grein- ingar eru nákvæmar og sérstakar að því leyti að þær eru sambærilegar milli ára og ná til allra í aldurshópnum en ekki aðeins tiltekins úrtaks. Um 90% unglinganna í hverjum árgangi hafa svarað þessum könnunum hverju sinni. Það að þessar kann- anir sýna minni neyslu í yngstu aldurshópunum er gleðiefni fyrir alla. Ekki síst fyrir þá sem vinna við meðferð og forvarnir meðal unglinga, þar á meðal forsvar- smenn SÁA. Þeir reka stærstu meðferðarstöðina og þekkja gjörla hve hörmulegar afleiðingar vímu- efnaneyslu geta verið. Forvarna- deild SÁÁ hefur auk þess verið með forvarnaverkefni í mörgum sveitarfélögum landsins á undan- förnum árum og notið hæstu styrkja allra þeirra sem studdir eru úr Forvarnasjóði. í starfi sínu umgengst Þórarinn daglega ákveðinn hóp þjóðarinnar sem á í miklum vanda vegna vímu- efnaneyslu. Skiljanlega er vandinn áþreifanlegri fyrir hann en flesta aðra í þjóðfélaginu og í þeirri að- stöðu er auðvelt að missa heildar- sýnina vegna æpandi og nærtækra vandamála einstaklinga sem í með- ferð eru. Stundum er erfitt að sjá skóginn fyrir trjánum. Draumur þeirra sem starfa að forvörnum er að fækka sem mest í hópi þeirra sem eiga við áfengis- og vímu- vanda að etja með því að fyrir- byggja að fólk lendi í honum. Margt hefur verið reynt og engin töfralausn er til en ljóst er að við- Vímuvarnir Skiljanlega er vandinn áþreifanlegri fyrir þá sem starfa við meðferð en aðra, segir ______Þorgerður_______ Ragnarsdóttir. Þá getur verið erfítt að sjá skóginn fyrir trjánum, horfsbreytingar er þörf í þjóðfé- laginu öllu. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á að draga úr neyslu áfengis og annarra vímuefna í efstu bekkjum grunnskóla með því að höfða til foreldra, auka sam- vinnu þeirra sem á einhvern hátt sinna börnum og unglingum og bæta aðstæður barna sem á ein- hvern hátt tilheyra skilgreindum áhættuhópum. Áfengi er þar síður en svo undanskilið. Þvert á móti er höfuðáherslan lögð á hættuna sem stafar af áfengisneyslu unglinga. Síðan Áfengis- og vímuvarnaráð tók til starfa hefur það reynt að styðja við bakið á þeim sem vinna að áfengis- og vímuvörnum með framangreindum áherslum. I þeirri vinnu er ekki síst horft til möguleika ýmissa stofnana þjóðfé- lagsins t.d. leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og heilsugæslu í samvinnu við þá sem þar starfa. Hver sem hefur áhuga á getur kynnt sér stefnu ráðsins, áherslur og verkefni sem eru m.a. sett fram í ársskýrslu ráðsins og á vefsíðu þess www.vimuvarnir.is. Kannanir undanfarinna ára gefa von um að ástandið í efstu bekkj- um grunnskóla sé nú betra en það var fyrir tveimur árum. Aðstæð- urnar sem Þórarinn Tyrfingsson starfar við á Vogi breyta þar engu um. Það væri hins vegar æskilegt að maður í hans stöðu kynnti sér stefnu og störf ráðsins og sam- starfsaðila þess áður en hann fer með tilhæfulaust fleipur. For- varnastarf í þágu ungs fólks bygg- ist á því að virkja sem flesta til þátttöku. Þá er ekki síður mikil- vægt að fá alla sem að málinu koma til að vinna saman. Því væri best ef Þórarinn Tyrfingsson gæti unnið með öðrum sem vinna að vímuvörnum í landinu í stað þess að vinna gegn þeim. Höfundur er framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs. Að sjá ekki * skóginn fyrir trjánum Þorgerður Ragnarsdóttir Fyrsta skretið að öruggu húsnæði! Umsóknarfrestur til 12. desembcr nk. 2ja herb. 3ja herh. a 4ra herb. Breiðavík 7, Reykjavík 61m2 íbúð, 303 Alm.lán Búseturéttur kr. 806.766 Búsetugjald kr. 43.487 Afhending í apríl Frostafold 20, Reykjavík 78m2 íbúð, 202 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 1.199.966 Búsetugjald kr. 42.294 Afhending strax Garðhús 4, Reykjavík 115m2 íbúð, 302 Leiguíb.lán Búseturéttur kr. 2.378.696 Búsetugjald kr. 47.041 Afhending í febrúar íbúðir með leiguíbúðalánum veita rétt til húsaleigubóta. íbúðir með almennum lánum veita rétt til vaxtabóta. Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu Búseta hsf. Opið virka daga ffá 8:30 til 15:30. Með umsóknum um íbúðir á leiguíbúðalánum þarf að skila: síðustu skattskvrslu og launaseðlum síðustu sex mánaða. Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 13. desember kl. 12:00 - 12:30 að Skeifunni 19. Umsækjendur verða að mæta á tilskyldum tíma og staðfesta úthlutun sína að öðrum kosti gætu þeir misst réttindi sín og íbúðinni yrði úthlutað til annars félagsmanns. Tölvupóstur for- sætisráðherra SÍÐUSTU daga hef- ur gengið á milli manna tölvupóstur sem virtist vera upprunninn á Al- þingi frá netfangi Da- víðs Oddssonar forsæt- isráðherra. í póstinum boðar Davíð refsiað- gerðfr stjómvalda gegn tölvu- póstsendingum land- ans. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var ekki um að ræða póst frá forsætisráðherra heldur forritara er starfar hjá íslandsneti. Sendi forritarinn póst- inn í gamni til vinar síns en bjóst ekki við að pósturinn færi svo víða. Á mbl.is er haft eftir forstöðumanni upplýsinga- og tækn- Öryggismál Rafræn viðskipti, segir Birgir Már Ragnarsson, fela í sér mikla mögu- leika hér á landi. isviðs Alþingis að hann telji að ekki verði eftirmálar vegna þessa þó að það sé alvarlegt mál að falsa bréf í nafni forsætisráðherra. Jafnframt kom fram að fremur auðvelt er að breyta nafni og póstfangi sendanda á tölvupósti. Þrátt fyrir að hér hafi verið um að ræða grín er ljóst að sá möguleiki að geta komið fram undir fölsku flaggi í hinum rafræna heimi getur haft al- varlegar afleiðingar. Kemur þar einkum tvennt til. Annars vegar geta menn valdið miklu tjóni með því að þykjast vera einhverjir aðrir. Hins vegar grefur sú staðreynd að fremur auðvelt er að breyta nafni og póst- fangi sendanda undan trausti á notk- un tölvupósts og Netsins sem sam- skiptamáta. Ég er t.d. viss um að hér eftir muni flestfr hugsa sig tvisvar um áður en þeir treysta á tölvupóst frá póstfangi forsætisráðherra. Það ættu þeir líka að gera því mig minnir að forsætisráðherra hafi sagt það op- inberlega að hann noti ekki tölvu- póst. Það er ljóst að ýmis vandamál eru tengd viðskiptum um opnar boðleiðir eins og Netið. Þessi vandamál geta orðið til þess að fólk treysti þeim ekki. Sú staðreynd að aðilar eru ekki augliti til auglits þegar þeir eiga við- skiptin veldur því t.d. að þeir geta ekki verið vissir um að gagnaðilinn sé sá sem hann segist vera. Þá fylgir það samskiptum í opnu kerfi að hætta getur verið á að upplýsingum sé breytt. Vernd persónuupplýsinga er takmörkuð. Samskiptunum má líkja við póst- kort, þ.e. utanaðkomandi aðilar geta lesið þær upplýsingar sem fara á milli aðila. Menn geta hafnað því að hafa sent upplýsingar og því er skuldbindingargildi slíkra sendinga takmarkað. Svik geta því farið fram með ýmsum hætti á Netinu í dag og eru algeng í alls konar myndum. Rafræn viðskipti eru að umbylta hefðbundnum viðskiptaháttum og eru talin helsta uppspretta hagvaxt- ar á nýrri öld. Stærsti kostur raf- rænna viðskipta er sá að aðilar þurfa ekki að vera á sama stað eða tíma til að stunda við- skipti. Þeir, sem stunda viðskipti í opnu kerfi eins og á Netinu, geta keypt eða boðið vöru sína á miklu stærra svæði en ella og ná þannig til fleiri aðila. Það sama á við um önn- ur samskipti yfir opið kerfi, eins og t.d. starf- semi hins opinbera. Stjórnvöld geta óháð tíma veitt þjónustu þrátt fyrir miklar fjar- lægðir. Þrátt fyrir hina augljósu kosti er ljóst að til þess að rafræn viðskipti nái þeirri stöðu sem vonir standa til verður að leysa þau vanda- mál sem varða öryggi viðskiptanna og byggja upp traust á þeim. Sú leið sem menn horfa á í dag til að leysa þessi vandamál og skapa traust á rafrænum viðskiptum eru rafrænar undirskriftir og rafræn skírteini sem eru m.a. notuð til að: - Sýna fram á frá hverjum upp- lýsingar stafa, t.d. frá tilteknum ein- staklingi, fyrirtæki, vefþjóni eða framleiðanda hugbúnaðar. - Koma í veg fyrir að hægt sé að breyta upplýsingum á leið þeirra milli aðila. - Koma í veg fyrir að unnt sé að hafna sendingu eða móttöku upplýs- inga, þ.e. tryggja skuldbindingar- gildi. - Tryggja að eingöngu þeir aðilar sem upplýsingum er beint til geti lesið þær. Með því er komið í veg fyr- ir að trúnaðarmál komist í hendur óviðkomandi aðila og persónuupp- lýsingar verndaðar. - Stjóma aðgangi að ýmiss konar kerfum eins og heimasíðum, innri netum og gagnabönkum. - Sanna sendingu tiltekinna gagna á tilteknum tíma í lagalegum og við- skiptalegum tilgangi. Rafrænar undirskriftir og rafræn skírteini hafa hingað til ekki verið mikið notuð í viðskiptum manna á Netinu hér á landi. Ástæðurnar eru einkum þær að framboð á slíkum vörum hefur verið takmarkað og lagaumhverfi óljóst. Vinnu við laga- frumvarp um rafrænar undirskriftir er nú að Ijúka og mun viðskiptar- áðherra vonandi leggja það fyrir Al- þingi á þessu þingi. Þá stofnuðu bankar og sparisjóðir landsins ásamt Landssímanum og Kögun nú á haustdögum fyrirtækið Auðkenni sem mun bjóða upp á lausnir á sviði rafrænna undirskrifta og skírteina með það að markmiði að tryggja ör- ugg rafræn viðskipi milli einstakl- inga, íyrirtækja og stjórnvalda og þar með stuðla að traustum viðskipt- um á Netinu. Island er landfræðilega einangrað og við erum fámenn þjóð í strjálbýlu landi. I rafrænum viðskiptum eru fjarlægðir hins vegar ekki lengur vandamál og því fela rafræn við- skipti í sér mikla möguleika hér á landi. íslendingar eru í einstakri stöðu til að nýta möguleika hins raf- ræna umhverfis til fulls. Hér á landi er menntastig hátt og notkun og út- breiðsla Netsins með því hæsta sem gerist í heiminum - ef ekki sú mesta. Til að nýta þessa möguleika er mikil- vægt að sem flestir kynni sér þessi mál. Opin umræða og vel heppnuð framkvæmd á rafrænu undirskrifta- kerfi eru forsendur þess að nauðsyn- legt traust skapist í rafrænum við- skiptum og að slík viðskipti nái þeirri útbreiðslu sem vonir standa til. Það verður að vera tryggt að jafnt og í hinum raunverulega heimi sé aðeins til einn Davíð Oddsson forsætisráð- herra í hinum rafræna heimi. Hver veit nema forsætisráðherra fari þá að nota tölvupóst? Birgir Már Ragnarsson Höfundur er aðstoðarframkvæmda- sljóri A uðkennis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.