Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 80
80 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Anthony Mann og leikkonan Barbara Stanwyck leggja á
ráðin um næstu töku í vestranum The Furies, sem hafði
óvanalegan freudískan undirtón.
Mann gerði alls sjö myndir þar sem sögusviðið var landnám
Norðvesturríkjanna og kom James Stewart við sögu þeirra
allra. Hér mundar hann riffilinn í The Bend of the River.
Síðasta áratuginn gerði Mann nokkrar kvikmyndir í
Evrópu. Hér eru Kirk Douglas og Richard Harris í magn-
aðri seinnastríðsmynd, The Heroes of Telemark (’58).
UMFJÖLLUNIN um meistara
Ford, vakti af blundi vestraþrána,
en gerð þeirra hefur Iegið í hálf-
gerðu dauðadái um nokkurt skeið
í kvikmyndaborginni enda menn
uppteknir af brellum þar á bæ.
Fátt mundi gera þeim betur, Spiel-
berg og öllum hans ágætu nótum
sem skara fram úr í Ieikstjórn í
dag, en að gera vestra. Fást við
einfaldar, sterkar sögur af mann-
inum einum gegn sjálfum sér,
fjendum sínum og náttúrunni á
Rauðsmýrarheiðum villta vesturs-
ins. Ef fangbrögð við frumeðli
mannsins og náttúruöflin, útivist
og fjallaloft hressir ekki upp á
andagift þeirra nútíma galdra-
manna sem sjá ekki út fyrir tölvu-
skjáinn, er illt í efni.
Maður saknar sólbakaðra sléttn-
anna miklu, ægifegurðar Kletta-
fjallanna, risandi upp af gresjunni
úti við sjóndeildarhringinn; hófa-
taksins, stríðsöskrandi rauð-
skinna, gjammandi drápshljóð-
anna í Colt 45 og Winchester ’73.
Rómantískra unaðsstunda á íðil-
grænum árbökkum, fúkyrða yfir
pókerspili á reykmettuðum krám
þar sem uppáklæddar gjálífiskon-
ur daðra við illa þefjandi, blekfulla
kúasmala undir ólagvissu píanó-
glamri. Háskans sem liggur í loft-
inu á aðalgötunni í þorpi sem er að
myndast á mörkum byggðar og
óbyggða. Stoltra landnemanna við
kotið sitt, djöfulóðra útlaga og
ólánsmanna í manndrápsskapi,
holdiklæddra af þungaviktarþorp-
urum á borð við Lee Van Cleef og
j nafna hans Marvin; hetja á borð
við John Wayne, James Stewart og
Henry Fonda.
Góður vestri er hrein og tær
sögumennska, sem er nánast týnd
í Hollywood samtímans, þar sem
öll áhersla er lögð á fiff og flott-
heit og varla til sá penni sem getur
skrifað ærlega sögu, til enda,
a.m.k. Þar er meginvandi iðnaðar-
ins fólginn. Því leitar hugurinn
aftur til þeirra tíma þegar vestr-
inn réð ríkjum undir stjórn manna
eins og Ford, Hathaway, Sturges,
Hawk og Anthony Mann.
Mann (1906-67), er einn merki-
legastur vestrasmiða, þó rykið sé
farið að setjast á verkin hans. Líkt
- og Wayne var vörumerki Fords,
átti Mann sér eftirlætishetju, sem
var James Stewart. Gullöld vestr-
ans var um og eftir miðja öldina,
þar kom Mann mikið við sögu.
Hann lést aðeins liðlega sextugur,
en var afkastamikill þá tæplega
þrjá áratugi sem hann setti mark
sitt á bandarískar kvikmyndir.
Mann kom til Holllywood síðla á
fjórða áratugnum og var þegar
búinn að leikstýra sinni fyrstu
mynd, Dr. Broadway, árið 1941.
Áður hafði hann starfað sem leik-
ari og leikstjóri á fjölunum á
Broadway, og kom upphaflega til
Kaliforníu í boði stórframleiðand-
ans Davids Selznick. Var þá m.a.
aðstoðarleikstjóri Prestons Sturg-
es við gerð Sullivan’s Travels (’41).
Fór síðan greinilega að ráðum
leikstjórans, sem benti Mann á að
betra væri að gera slæmar myndir
.en engar.
Hvattur til dáða af Sturges, hélt
ANTHONY
MANN
Gary Cooper og Arthur O’Connell í myndinni sem á
vel við lífshlaup leikstjórans - Man of the West (’58).
Mann ótrauður áfram þó
ekki væri mulið undir
hann hjá Republic, RKO
og Eagle Lion, litlu kvik-
myndaverunum sem fyrst
urðu til að þiggja starfs-
krafta leikstjórans. Iljá
þeim afgreiddi hann tvær
til þrjár myndir árlega,
flestar í B-flokki, en þóttu
yfirleitt í rösku meðallagi.
Nokkrar myndir frá þess-
um tíma þykja athyglis-
verðar, einkum The Great
Flamarion (’45), með Eric
Von Stroheim í titilhlut-
verkinu og Strange Imp-
ersonation (’45), sem er
talin sigur leikstjórans yf-
ir dáðlausu efni. Er líða
tók á fimmta áratuginn
fór áhugi Manns að vakna
fyrir film noir, og þótti lið-
tækur á því sviði. Þær
bestu, Raw Deal og T-Men
(báðar ’47), gáfu Mann
loks tækifæri til að gera
B-mynd með sómasamlega
fjárupphæð milli hand-
anna. Mann þótti naskur við að
gægjast undir yfirborð harðsoð-
inna sögupersóna þessarar kvik-
myndategundar, sem hann gerði
gjaman í hálfgerðum heimildar-
myndastíl, líkt og samtimamenn
hans, Henry Hathaway og Jules
Dassin. Mann vakti mikla athygli
fyrir mikilvægar landslagstökur,
ekki síst til að undirstrika drama-
tíkina í myndum á borð við spenn-
utryllinn Border Incident, sem
gerist í San Joaquindalnum. Stúd-
íótökur voru eitur í hans beinum,
öfugt við Ford.
Utitökurnar tókst Mann að nýta
enn betur í vestrunum, sem hann
fór að leikstýra undir lok fimmta
áratugarins, og tókst samstundis
að geta sér góðs orðs. Hér var
hann á heimaslóðum. Þegar árið
1950, gerði Mann þrjá, mismun-
andi vestra, og það fyrir sitt hvert
kvikmyndaverið; The Devil’s
Door, með Robert Taylor í einu
sínu besta hlutverki - indíána sem
snýr til baka sem hetja úr þræla-
stríðinu, og fer að berjast
fyrir jafnrétti þjóðar sinn-
ar. Myndin var ein sú
fyrsta sem vakti athygli á
og tók afstöðu til vanda
frumbyggjanna; The Fur-
ies, með Barböru
Stanwyck og Walter Hust-
on (hans síðasta mynd),
var hins vegar á sálfræði-
legu nótunum, og sú þriðja
var eftirlætið sjálft, Win-
chester ’73, sem var einn-
ig fyrsta aðsóknarmynd
Ieikstjórans, og frumraun
framtíðarstjörnunar, Jam-
es Stewart, í aðalhlutverki
Mann myndar.
Þar með upphófst
blómaskeið leisktjórans -
og vestrans. Það má því
segja að Anthony Mann
hafi verið réttur maður á
réttum stað við upphaf
sjötta áratugarins. Með
stafla af vestrahandritum
fyrir framan sig í Uni-
versal kvikmyndaverinu;
Stewart og eftirlætis
tökumanninn, John Alton, oftast
tiltæka. Stewart kom þó ekki við
sögu The Tall Target (’51), Dick
Powell fór með aðalhlutverk spæj-
ara sem kemst á snoðir um að
myrða eigi Abraham Lincoln, í
spennumynd sem sögð er góð. Dá-
lítið kaldhæðnislegt að persona
Powells ber nafnið John Kennedy.
Stewart er aftur fremstur í
flokki í vestranum Bend of the
River (’52), sem færði sönnur á að
Mann lét ekkert síður að vinna
með liti, sem þá voru að ryðja sér
Sígild myndbönd
THE MAN FROM LARAMIE
(l955)^Hhfr %
Kúreki (James Stewart) kemur
til Nýju-Mexíkó að hefna bróður
síns, sem fannst skotinn af indíán-
um. Leitin að byssusalanaum geng-
ur illa í fjandsamlegu umhverfi,
sem stjórnað er af harðsvíruðum
óðalsbónda. Inntakið öðru fremur
það uppgjör sem sannur heiðurs-
maður verður að eiga við sjálfan sig
áður en hann getur beitt aðra of-
beldi. Sígild hefndarsaga og
ánægjulegt að fá að bregða sér í
vesturátt í félagsskap Manns og
Stewarts. Arthur Kennedy er einn-
ig í eftirminnilegum ham sem þrjót-
urinn. Hliðarsaga um erfðamál
blandast á athyglisverðan hátt inní
hefndarþemað.
THE FAR COUNTRY (1955)
★★★ %
Sígildur vestri um sígilt efni á
óvenjulegum slóðum. Stewart fer
fyrir landnemum í norðvesturríkj-
unum sem eru órétti beittir af
óþokkum og sjálf náttúruöflin hlífa
þeim ekki heldur. Þeir taka sig
saman og halda norður til Alaska
með hjarðir sínar. Hrífandi falleg
mynd þar sem umhverfið er á köfl-
um í aðalhlutverki. Grænir skógar,
hvítfyssandi vatnsföll, snæviþaktir
tindar fjallanna, sem gnæfa yfir
stórbrotnu landslaginu. Söguþráð-
urinn er með sálfræðilegu ívafi þar
sem afstaða hetjunnar (Stewart)
orkar stundum tvímælis, en blak
borið af sumum gerðum forsprakka
illmennanna (Arthur Kennedy).
Svik og ofbeldi koma mikið við
sögu.
WINCHESTER ’73 (1950)
★★★ ‘Á
Að ýmsu leyti óvenjulegur vestri,
kemur með ferskan andblæ
skynsamlegrar, þroskaðrar rök-
hyggju sem gerir sögu af manni
(Stewart) sem leitar morðingja föð-
ur síns einkar athyglisverða. A leið-
inni vinnur hann þann eftirsótta
kjörgrip sem myndin dregur nafn
sitt af. Þessi forláta riffill verður
þungamiðja sögunnar. Stewart hef-
ur betur í skotkeppni við illmennið
(Stephen McNally), sem rænir hann
verðlaunagripnum. Riffillinn geng-
ur síðan milli manna, þ.á m. óþokka
(Dan Dureya) og riddaraliðsmanns
(J.C. Flippen), en Stewart er aldrei
langt undan. Ægifögur, vel skrifuð
og grípandi, prýdd fjölmörgum nýj-
um og gömlum skapgerðarleikurum
einsog Shelley Winters, Rock Hud-
son og Tony Curtis, þegar þeir fé-
lagar voru að slíta bamsskónum á
hvíta tjaldinu. Fróðir menn teija að
gæði og vinsældir myndarinnar hafi
verið einn aðalhvatinn að upprisu
vestrans á sjötta áratugnum.
Sæbjörn Valdimarsson
rúms. Bugða fljótsins var upphaf
sjö mynda kafla sem Mann og
Stewart gerðu á næstu fjórum ár-
um. Flestar vestrar, inni á milli
perlur af öðrum toga, eins og The
Glenn Miller Story (’54), þar fer
Stewart vel með hlutverk djass-
leikarans og stórsveitarstjórans,
sem hvarf á svo sviplegan hátt í
síðari heimsstyrjöldinni. Á þessu
tímabili komu tvær aðrar, af bestu
verkum Manns, The Man From
Laramie og The Far Country, sem
báðar voru frumsýndar ’55. The
Naked Spur (’53), er einkar til-
komumikil, tekin í Colorado, þar
sem Iandslagið, í sinni hrikafeg-
urð, og Robert Ryan, í eitruðum
ham sem skúrkurinn, krydda
mynd af mannaveiðara (Stewart),
eltast við bráð sína (Ryan), í
óbyggðum Klettafjallanna.
Vestrarnir þeirra félaga voru
undantekningarlaust vel sóttir og
fengu jákvæða dóma. Það voru þó
myndir af öðrum toga sem slógu
frækilegast í gegn á þessum árum;
Fyrrgreind Sagan af Glenn Miller,
og Strategic Air Command (’54),
sem segir sögu hafnaboltaleikara
sem kallaður er í flugherinn, og er
sögð síðri.
Mann lauk áratugnum með
nokkrum vestrum, sem voru yfrið
slakari en fyrirrennararnir. The
Tin Star (’57), státar af Henry
Fonda í hlutverki roskins byssu-
bófa sem uppfræðir bláeygðan fó-
geta (Anthony Perkins), um vá-
lyndi vestursins. Man of the West
(’58), er sögð sterk mynd og harm-
ræn, með Gary Cooper og Lee J.
Cobb, en ganga ekki fyllilega upp.
Cimarron (’58), var endurgerð
sögufrægs vestra. Mann fékk ekki
að taka myndina á söguslóðum og
það sýnir sig.
Á lokakaflanum hvarf Mann frá
sínu gamalgróna umhverfi, flutti
til Evrópu og gerði m.a. tvær,
íburðarmiklar, epískar „stór-
myndir", sem þá tröllriðu kvik-
myndahúsunum. Þetta voru El Cid
(’61), og Tha Fall of the Roman
Empire (’64). Þess skal þó getið,
leikstjóranum til hróss, að báðar
voru þær langt yfir meðallagi
slíkra mynd, einkum EI Cid, með
Charlton Heston í sínu ábúðar-
mesta formi sem þjóðhetjan er
hrakti mára af spænsku landi á
sama tima og íslenskir sagnaritar-
ar voru önnum kafnir við að leggja
sinn skerf til heimsbókmenntana.
Myndin um fall Rómaveldis er
heldur síðri. Þeir eru þó til sem
dásama hana, þ.á m. Maltin, sem
gefur 3% stjörnu. Sophia Loren fer
með aðalkvenhlutverk myndanna
beggja og olli ungum drengjum
andvökum eða draumförum mikl-
um.
Vestraleikstjórinn hóf að lokum
svanasönginn, Dandy in Aspic
(’68), í hersetinni Berlínarborg.
Vannst ekki tími til að ljúka þess-
ari hversdagslegri ástarsögu, sem
er löngu horfin í þoku gleymsk-
unnar, utan glæsilegur leikhópur-
inn, með Laurence Harvey og Tom
Courtney í fararbroddi. Harvey
Iauk myndinni, er einn mesti snill-
ingur vestranna féll frá í miðjum
tökum, 29. apríl 1967.