Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 82

Morgunblaðið - 05.12.2000, Page 82
82 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2000 JMMM—i— FOLKI FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ Jólakveðjur fil vina og æfíingja Með aðstoð mbl.is er hægt að senda vinum og vandamönnum jólakveðjur á Netinu. Veldu úr fjölda skemmtilegra mynda, kveðjum á ýmsum tungumálum eða skrifaðu bara eigin texta. Með því að senda jólakveðju á Jólakortavef mbl.is gætir þú dottið í lukkupottinn. Dregnir verða út vinningar frá Hans Petersen, á nýju ári. Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamenn hvar í heimi sem er! Útvarp Andrea á Gauki á Stöng í kvöld Andrea í áranna rás „íslensk útvarpsmenning í dag er hrein hörmung," segir Andrea Jónsdóttir, en í kvöld verða haldnir tónleikar á Gauk á stöng til heiðurs þessari skeleggu útvarpskonu. í kvöld verða haldnir umfangsmiklir hljóm- leikar til heiðurs Andreu Jónsdóttur, út- varpskonu, tónlistar- blaðamanni og popp- fræðingi með meiru. Arnar Eggert Thor- oddsen ræddi við Andreu um heima, geima og hana sjálfa vegna þessa. MIKILL fjöldi listamanna ætlar að troða upp á þessum tónleikum, og koma þeir frá hinum og þessum tím- um, og úr hinum og þessum áttum. Þeir fara fram á Gauki á Stöng og opna dyr kl. 20 en spilamennska hefst klukkustund síðar. Kynnir verður píanóleikarinn geðþekki Jón Ólafs- son og fram koma m.a. Bubbi Mort- hens ásamt rokksveit sinni Stríð og friður, Bjartmar Guðlaugsson, KK og Maggi Eiríks, Magnús og Jóhann, Hljómar, Todmobile, Sigur Rós og Stuðmenn. Ekki amalegur samtín- ingur það. Byijunin Andrea Jónsdóttir er ein af þeim sem hafa fengið poppfræðingsstimp- ilinn á sig. Þetta heiti er notað yfir ástríðufulla og áhugasama einstakl- inga sem lifað hafa og hrærst í dægurtónlistarmenningu og viðað að sér sagnfræðilegri þekkingu þar að lútandi. Andrea fyllir hæglega þenn- an fámenna flokk hérlendis. Ég spyr Andreu hvort fólk þurfi ekki að vera komið með annan fótinn ígröfma til að eiga von á svona viðburði. „Ég ætla rétt að vona ekki,“ segir Andrea hlæjandi. „Mitt eina markm- ið í lífinu er að verða alla vega 96 ára eins og amma mín sem ég er skírð í höfuðið á og nú er ég rúmlega hálfn- uð með þann áfanga, er 51.“ Hún segir áhuga sinn á popptónlist liggja bæði hjá bresku Bítlunum og þeim keflvísku, þ.e. Hljómum. „Þeg- ar ég var unglingur elti ég Hljóma á röndum um uppsveitir Amessýslu. Það var svona mitt unglingaband en þeir gáfu út sína fyrstu plötu þegar égvar 15ára.“ Andrea segir poppið hafa verið áhugamál í fyrstu en seinna hafi þetta orðið partur af vinnunni. Hún segist hafa fylgst með íslensku poppi síðan fyrir daga Hljóma en atvinnu- mennskan byrjaði hjá Ríkisútvar- pinu. „Ég fór að vera með þætti á -ilmandi œvin týri- i) v Lii'i.olT'N .1 Hr it«Jsölut>Kf)öi f; ?$flex > 444 4 Ríkisútvarpinu á móti Pétri Steing- rímssyni. Þetta yar upp úr 1970 og þátturinn hét Á nótum æskunnar. Seinna fór ég að prófarkalesa fyrir Þjóðviljann og skrifa um dægurtónl- ist meðfram því. Svo nokkru áður en Rás 2 byrjaði (1983) fór ég að vinna á tónlistardeild Ríkisútvarpsins á Skú- lagötu. Byrjaði svo með þætti á Rás 2 vorið 1984 sein mig minnir (hlær) að hafi heitið Úr kvennabúrinu. Þetta voru þættir tileinkaðir tónlistarkon- um.“ títvarpsmenningin í miklum ólestri Hlutur kvenna í dægurtónlistar- flóru landsins hefur ætíð verið Andreu hugleikin. „Ég var mjög glöð þegar Grýlumar byrjuðu," segir hún er ég spyr hana hvort hún álíti sig vera baráttukonu fyrir kvennarokki. „En maður er náttúrlega ekki að hampa einhverju ef það er ekki nógu gott. En þegar Kolrassa (Krókríð- andi, nú Bellatrix) var að koma fram fannst mér eins og þær mættu sama vanda og Grýlumar áttu við að stríða á sínum tíma, þótt það væra þetta mörg ár á milli hljómsveitanna. Það er eins og það sé orðið eðlilegt er- lendis að konur séu í framlínu rokks- ins en héma er eins og fólk taki fyrr mark á nýju strákabandi heldur en stelpubandi." Umræðan um poppt- ónlistina og gildi hennar hefur verið vinsæl afþreying hjá poppunnendum sem og öðram. Er hún eitthvað meira en hjákátlegt hjóm og óþægur ljár í þúfu þeirra sem hlusta á „alvöru tónl- ist“? Og er fólk eins og Andrea í krossferð fyrir þessu fyrirbæri? „Mér finnst það oft hafa verið þann- ig,“ segir hún. „Einu sinni var bara litið á þetta sem leik, og þá helst fyrir unglinga. En þetta er náttúrlega list- grein og viðhorf almennings í garð poppsins hefur verið að breytast til hins betra á síðustu áram að mínu mati. Mér finnst skipta máli að þeir sem era að fást við dægurtónlist sýni ekki sjálfir fordóma gagnvart ein- hveiju innan greinarinnar. Það er hægt að gera allt vel eða illa, hvort sem það er popp eða harðkjamarokk. Mér finnst svolítið hafa aukist núna í seinni tíð að fólk bindi sig við aðeins eina tegund af tónlist." Andrea hefur sínar meiningar í garð útvarpsmenn- ingar á íslandi. „Mér finnst hún vera hrein hörmung," segir hún óhikað. „Mér finnst varla hægt að kalla fólk sem velur ekki eitt einasta lag sjálft í þættinum sínum dagskrárgerðar- menn. Tölvan velur allt það sem spil- að er, og ef fólki dettur í hug að spila eitt lag eftir eigin höfði, þá kemur tónlistarstjórinn stökkvandi inn og skammar fólk. Ég var t.d. að heyra það að Þursaflokkurinn væri bannað- ur á íslensku stöðinni, Sögu, af því að það á víst að vera svo þung tónlist. Hvemig getur þú verið með íslenskt tónlistarútvarp ef þú ætlar að banna það sem er með stærstu nöfnunum í íslenskri tónlistarsögu?" Andrea er ómyrk í máli hvað varð- ar tal um sölu á Rás 2. „Allt þetta tal um að selja Rás 2. Það heitir náttúrlega ekkert að selja. Það þýðir bara að hún verður einfald- lega lögð niður. Ef menn ætla að vera með svona vinnuaðferðir eins og t.d. þama á Sögu; þar sem þú mátt ekki spila það sem hefur skipt fólk máli í gegnum tíðina og það er engin dagskrárgerð - því þetta má auðvitað ekki kosta neitt - sér fólk að lokum hvernig fer þegar peningamenn hasla sér völl á þessu sviði. Þá eru engar hugsjónir, það era bara peningar í budduna. Þessar fijálsu stöðvar hafa í raun enga ábyrgð. Ég er ekki að segja að allt sé fullkomið hjá Ríkisútvarpinu en hvað yrði t.d. um safn? Myndu peningamenn tíma að hafa safn í Rík- isútvarpinu? Ætli það yrði ekki bara selt til Sothebys!" Andrea veltir að lokum framtíð út- varpsins fyrir sér og er bæði svartsýn og bjartsýn. „Hvernig æth ástandið verði t.d. eftir fimmtíu ár? Á þá að líta til spilunarlistans á Útvarpi Sögu til að sjá hvað þjóðin hefur verið að hlusta á í gegnum tíðina? Mér finnst þetta vera alger gelding, þessir spilunariistar. Mér finnst allt í lagi að hafa línur en algerlega óhæft að dag- skrárgerðarmenn fái engu ráðið. Eg vona svo innilega að þetta sé einhver tíðarandi sem líði brátt undir lok.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.