Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
289. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Bush leitar sátta að
baráttunni lokinni
Austin, Washington. Reuters, AP.
George W. Bush (í miðju) og væntanlegur starfsmannastjóri hans í Hvíta húsinu, Andy Card (t.v.), heilsa böm-
um við komuna til kirkju í Austin í gærmorgun.
Reuters
ísraelskir hermenn í átökum á
Vesturbakkanum í gær.
Mið-Austurlönd
Þreifíng-
ar hafnar
Gaza. AFP, Reuters.
HÁTTSETTIR fulltrúar ísraels-
stjórnar áttu í gærkvöldi viðræður
við Yasser Arafat Palestínuleiðtoga,
í þeim tilgangi að koma friðarumleit-
unum aftur í gang og stöðva þá of-
beldisöldu sem nú hefur staðið í 11
vikur.
Fyrir liði ísraela fóru Shlomo
Ben-Ami utanríkisráðherra og Gil-
ead Sher, einn helzti aðstoðarmaður
Ehuds Baraks forsætisráðherra.
Sher var einn aðalsamningamanna
rikisstjórnar Baraks áður en þær
sigldu í strand í sumar sem leið.
Palestínskir erindrekar höfðu áð-
ur greint frá því, að töluvert væri til
vinnandi að freista þess að semja um
drög að friðarsamningi við stjórn
Baraks áður en boðaðar kosningar
til Israelsþings fara fram.
Þann skugga bar á friðarumleit-
anir í gær, að ísraelskir hermenn
skutu Palestínumann til bana á
Gaza-svæðinu. Maðurinn, Hani Abu
Bakra, var meðlimur í hinum rót-
tæku Hamas-samtökum múslíma.
Á Vesturbakkanum skutu Palest-
ínumenn úr launsátri á og særðu lífs-
hættulega ísraelskan ríkisborgara
sem var á ferð í grennd við byggðir
gyðinga norður af bænum Ramallah.
Alls hafa 319 manns látist síðan
átökin brutust út í lok september.
GEORGE W. Bush, tilvonandi for-
seti Bandaríkjanna, hóf í gær form-
lega að mynda nýja ríkisstjórn og
bera smyrsl á sárin sem hinn harði
kosningaslagur hefur skilið eftir sig.
Forsvarsmenn beggja stóru
flokkanna, Repúblikanaflokks Bush
og Demókrataflokks Als Gore, skor-
uðu á Bandaríkjamenn að snúa nú
bökum saman að baki nýjum forseta
og láta harðvítuga baráttu þeirra
tveggja fyrir dómstólum um það
hvor hefði í raun sigrað í kosning-
unum hinn 7. nóvember sl. ekki
spilla fyrir samstöðu þjóðarinnar.
Bush fékk sendar hamingjuóskir
frá leiðtogum fjöldamargra ríkja,
þar á meðal frá Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra, en einnig frá mörg-
um stjórnmálaleiðtogum innan-
lands, þar á meðal Bill Clinton
forseta og blökkumannaleiðtoganum
Jesse Jackson, sem hefur hvatt til
mótmæla gegn meintri mismunun
þeldökkra kjósenda í kosningunum.
Einn aðstoðarmanna Bush
greindi frá því að þeir Bush og Jack-
son hefðu í símasamtali rætt um að
„sætta þjóðina og fylkja henni sam-
an“. Þeir hefðu í samtalinu komið
inn á endurbætur á kosningakerf-
inu, sem Bush sagðist gjarnan
myndu vilja ræða nánar síðar.
Það hefur aðeins einu sinni gerzt
áður í stjórnmálasögu Bandaríkj-
anna, að sonur fyrrverandi forseta
nái kjöri í embættið. Fyrsta heila
daginn eftir að það varð ljóst að
hann myndi verða 43. forseti Banda-
ríkjanna hóf Bush yngri með fjöl-
skyldu, vinum og samstarfsmönnum
í Meþódista-kirkju í úthverfi Austin,
höfuðborgar Texas þar sem hann er
ríkisstjóri. I messuræðum presta
þar var Bush ítrekað líkt við Móse.
Boðskapurinn úr kirkjustólnum
var annars sá sami og í ræðunni sem
Bush flutti í fyrrinótt, eftir að AI
Gore varaforseti hafði viðurkennt
ósigur sinn: sættir og samstaða.
Lftíll tími tíl undirbúnings
sfjórnarskipta
Bush kallaði í gær saman ráðgjafa
sína í þjóðaröryggismálum og hitti
starfsmannastjóra sinn Andrew
Card til að ræða skipan ríkisstjóm-
ar sinnar. Ekki vom nein nöfn vænt-
anlegra ráðherra nefnd opinberlega
að svo komnu máli.
Helmingi minni tími er nú til
stefnu til að undirbúa ríkisstjóm-
arskipti en ef úrslit kosninganna
hefðu legið fyrir strax eftir kjördag.
Dick Cheney, varaforsetaefni Bush,
hefur yfimmsjón með stjómarskipt-
unum af hálfu tilvonandi stjómar-
herra og hefur á liðnum vikum und-
irbúið svo lítið bar á ýmsar
ráðstafanir í því skyni. Um 6.000
embættismönnum í Washington
verður skipt út er Bush flytur í
Hvíta húsið. Cheney fékk í gær í
hendur lyklana að „umskiptaskrif-
stofunni", þ.e. skrifstofu sem fráfar-
andi stjóm lætur hinni tilvonandi í
té ásamt fjárveitingu.
Á meðal erlendra leiðtoga sem
hringdu í Bush f gær vom forsætis-
ráðherrar Bretlands, Kanada og
Egyptalands, forsetar Mexíkó, Suð-
ur-Afríku og Argentínu og Juan
Carlos Spánarkonungur.
Einnig hafði Bill Clinton samband
við Bush, en forsetinn var staddur í
heimsókn í Bretlandi. Lofuðu þeir
hvor öðmm að stjómarskiptin
myndu ganga fljótt og vel fyrir sig,
en þau fara formlega fram hinn 20.
janúar.
I niðurstöðum skoðanakönnunar
sem gerð var á vegum Reuters og
ABC-sjónvarpsstöðvarinnar telur
rúmlega helmingur Bandaríkja-
manna að pólitískur klofningur í
landinu muni gera Bush erfitt fyrir
að ná árangri í embætti.
■ Bush/26,28 og 46
Utanrikisráðherrar NATO ræða samstarf við ESB
Illa gengur að ná
samkomulagi
Brussel. Reuters.
Hart
tekizt á um
ESB-kvdta
Brussel. AP, Reuters.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR
Evrópusambandsins (ESB) sátu á
rökstólum í Bmssel í allan gærdag
til að taka ákvörðun um róttækan
samdrátt fiskveiðiheimilda. Fyrir
fundi ráðherranna lá tillaga fram-
kvæmdastjómar sambandsins um að
þorskkvótinn í Norðursjó verði skor-
inn niður um 56%, lýsingskvóti á
svæðinu allt frá Biscayaflóa til
Skagerak um 74% og að gripið verði
til álíka róttækra ráðstafana til
vemdar fleiri fiskistofnum.
Byggjast tillögurnar á því mati
vísindamanna, að stofnstærð vissra
fisktegunda sé nú þegar komin niður
fyrir þau mörk sem leyfí sjálfbæra
veiði. Ráðherrar fiskveiðiþjóðanna
innan sambandsins, einkum Bret-
lands og Spánar, reyndu hins vegar
að semja um miklu minni niður-
skurð, þar sem hmn blasir við út-
gerð á mörgum stöðum ef tillögum-
ar yrðu samþykktar óbreyttar.
Fundur ráðhemanna stóð fram á
nótt.
ERFIÐLEGA gekk á utanríkisráð-
herrafundi Atlantshafsbandalagsins
í Brassel í gær að orða samkomulag
um skilyrðin fyrir
nýju öryggis-
málasamkomu-
lagi NATO við
Evrópusamband-
ið (ESB). Tyrkir
streittust enn á
móti því að sam-
þykkja fyrirliggj-
andi samkomu-
lagsdrög, þar
sem kveðið var á
um að ESB-ríkin - í þeirra hópi em
fjögur sem ekki eiga aðild að NATO
- fengju undir vissum kringumstæð-
um aðgang að herstjórnarkerfi og
búnaði NATO í nafni sameiginlegrar
öryggis- og varnarmálastefnu ESB.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þrýsti á full-
trúa Tyrklands að láta af andstöðu
sinni, en hafði ekki erindi sem erfiði.
Var viðræðum frestað í gær án þess
að samkomulag væri í augsýn. Fundi
ráðherranna á að Ijúka í dag.
Eftir að leiðtogar ESB-ríkjanna
15 höfðu á fundi sínum í Nice fyrir
viku samþykkt áform um stofnsetn-
ingu 60.000 manna hraðsveita - sem í
nafni öryggis- og vamarmálastefnu
ESB á að vera hægt að senda með
skömmum fyrirvara til friðargæzlu
og skyldra verkefna til óróasvæða
utan landamæra ESB - var nú komið
að ráðhermm NATO-ríkjanna 19 að
lýsa afstöðu sinni til þessara áforma
ESB, sem eiga að komast í fram-
kvæmd árið 2003. Áformin byggjast
m.a. á því að ESB-hraðsveitirnar
geti stuðzt við herstjórnarkerfi og
búnað NATO, óháð því hvort NATO
- með Bandaríkjamenn í broddi fylk-
ingar - kjósi að taka þátt í aðgerð-
unum eða ekki. Albright lagði á
fundinum hart að Ismail Cem, utan-
ríkisráðherra Tyrklands, að sýna
meiri sveigjanleika.
Fullnægjandi þátttaka NATO-
ríkja utan ESB verði tryggð
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sat fundinn fyrir Islands hönd.
„Vfiji er fyrir því að Evrópusam-
bandið fái fullan aðgang að her-
stjórnarkerfi og búnaði NATO. Á
móti fái þau ríki, sem ekki em í ESB,
áhrif á ákvarðanir og þátttökurétt í
því ferli sem slíkar ákvarðanir leiða
af sér,“ sagði Halldór í samtali við
Morgunblaðið.
Olíuverð
lækkar
London. AFP.
VERÐ á hráolíu var í gær
orðið lægra en það hefur ver-
ið í sjö mánuði, er markaðir
vom að byrja að bregðast við
því að von er á auknum ol-
íuútflutningi frá írak og að
milt veðurfar framan af vetri
bæði í Evrópu og Bandaríkj-
unum hefur valdið minni eft-
irspurn en áður var reiknað
með.
Verð á Norðursjávarolíu,
miðað við afgreiðslu í janúar,
fór niður í 25,20 Bandaríkja-
dali á Lundúnamarkaði í gær,
en það er lægsta verð frá því
í byrjun maímánaðar. Verðið
hefur lækkað um nærri fjórð-
ung frá síðustu mánaðamót-
um.
MORGUNBLAÐIÐ 1B. DESEMBER 2000
Madeleine
Albright