Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERSKT • FRAMANDI * FRUMLEGT La Espanola Mest seldu olh/ur á Spáni bokarmnar vegna skdTið Bókatíðmdin „ Félag íslenskra bókaútgefenda í FERSKT • FRAMANDI • FRUMLEGT illy kaffi Premium gæöi frá itafíu Fréttir á Netinu v^mbl.is _ALLTXK/= eiTTHV'ALJ rJÝTl- ERLENT Rússlandsforseti á Kúbu VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti ræddi við Fidel Castro, leiðtoga Kúbu, í Havana í gær þegar hann kom þangað f tveggja daga opinbera heimsókn til að styrkja tengsl landanna. Er þetta í fyrsta sinn sem rússneskur forseti fer f heimsókn til Kúbu eftir lok kalda striðsins. Leiðtogarnir eru hér við móttökuathöfn við forseta- höllina í Havana áður en þeir hófu viðræðurnar og und- irrituðu nokkra samninga. Pútín náðaði Pope Bandaríkjamaðurinn Edmond Pope veifar bandariska fánanum á sjúkrahúsi í Þýskalandi cftir að honum var sleppt úr fangelsi f Moskvu. Moskvu. Reuters, AFP. BANDARÍKJAMAÐURINN Ed- mond Pope, sem hafði verið dæmd- ur í 20 ára fangelsi í Rússlandi fyr- ir njósnir, hélt heim frá Moskvu í gær, aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafði náðað hann. Stjórnvöld í Bandaríkjunum fögnuðu því, að Pope skyldi náð- aður en Pútín sagði, að ástæðan hefði verið bágt heilsufar Popes auk þess sem hann hefði viljað sýna hve mikils hann mæti góð samskipti við Bandaríkin. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, sem nú er í Bretlandi, fagnaði náð- uninni en ítrekaði, að dómurinn yf- ir Pope hefði verið með öllu órétt- lætanlegur. Pope og fjölskylda hans voru að sjálfsögðu fegnust allra enda þjáist hann af sjaldgæfu afbrigði af bein- krabba og óttast var, að hann myndi taka sign upp, yrði hann að dvelja í rússnesku fangelsi. Pope kom í gær til bandarískrar her- stöðvar í Þýskalandi en þar mun hann gangast undir læknisskoðun áður en hann heldur heim. Pope, sem starfaði áður í leyni- þjónustu bandaríska flotans, neit- aði alla tíð, að hann hefði verið að njósna og reynt að komast yfir upplýsingar um mjög hraðskreitt, rússneskt tundurskeyti. Kvaðst hann aðeins hafa verið að kynna sér gögn, sem gerð hefðu verið op- inber. Pope var í átta mánuði í Lefort- ovo-fangelsinu í Moskvu og er haft eftir heimildum, að hann hafi verið hafður í klefa með hinum illræmda, tsjetsjneska skæruliðaforingja Salman Radújev. Útsölustaðir Majorica Gull og silfursmiðjan, Mjódd, Rcykjavfk. MEBA, Kringlunni, Rcykjavík. Tímadjásn, Grimsbæ, Rcykjavík. Gullkúnst, Laugavegi 45, Rcykjavík. Úr og djásn, Garðatorgi, Garðabae. Gullsmiðjan, Lækjargötu 34, Hafnarfirði. Gcorg Hannah, Hafnargötu 49, Keflavík. Gullaugað, Hafnarstræti, ísafirði. Minný, Túngötu 5, Siglufirði. Skart, Glcrártorgi, Akurcyri. Steingrímur Benediktsson, Vestmannaeyjum. Karl R. Guðmundsson, Austurvegi, Selfossi. Umboð: Fjallið Hvíta, Miðhrauni 22b, Garðabæ. Hluti Stat- oil seldur NORSKA stjómin samþykkti í gær áform um að selja á bilinu 10-25 prósentuhluta í ríkisoh'u- íyrirtækinu Statoil og 20% í eignarhaldsfyrirtæki norska ríkisins á sviði oh'u- og gas- vinnslu, SDFI. Ríkið hyggst halda eftir að minnsta kosti tveimur þriðja eignarhluta í Statoil. P>rátt fyrir að stjóm Verkamannaflokksins ráði að- eins yfir 65 af 165 þingsætum á norska þinginu hefur hún þegar tryggt sér meirihlutastuðning við einkavæðingaráformin. Gagnagrunns- lög í Eistlandi EISTNESKAþingið samþykkti í gær lög um gerð gagnagrunns, sem stefht er að því að muni geyma erfðaupplýsingar um u.þ.b. eina milljón íbúa landsins, eða tvo þriðju þeirra. Er gert ráð fyrir að hafizt verði handa við gerð grunnsins á næsta ári og það muni taka um fimm ár að fullgera hann. Slökkt á Tsjernobyl STARFSMENN Tsjemobyl- kj amorku versins í Úkraínu slökktu í gær á síðasta kjama- kljúfnum, degi fyrr en það átti að gera við hátíðlega athöfn. Gerðu þeir þetta til heiðurs Leoníd Kútsjma, forseta lands- ins, sem heimsótti verið í gær, en ætluðu síðan að ræsa kljúfinn aftur til að unnt væri að slökkva á honum í dag. Tsjemobyl-slysið 1986 sendi geislavirkt úrfelli yfir Úkraínu, Hvíta Rússland, Rússland og Evrópu og hefúr geislamengun- in orðið þúsundum manna að bana. 50.000 manna fluttar burt TILKYNNT hefur verið í Kína, að á næsta ári verði 50.000 manns gert að yfirgefa heimili sín og setjast að annars staðar vegna Þriggja gljúfra-stíflunn- ar. Munu heimili fólksins í Chongqing við Jangtsefljót fara undir vatn en nýja lónið verður alls um 600 km langt. A þessu ári hafa 10.000 manns orðið að yfirgefa Chongqing vegna fram- kvæmdanna en alls verða um 100.000 manns að gera það áður en lýkur. Er þetta mesta vatns- aflsvirkjun í heimi en gagnrýn- endur hennar segja, að hún hafi skelfilega áhrif á náttúruna. „Mein Kampf“ á slóvakísku „MEIN Karnpf1 eða „Barátta mín“ eftir Adolf Hitler er komin út í slóvakískri þýðingu en bókin kom út á tékknesku í mars. Er slóvakíska þýðingin ólík þeirri tékknesku að því leyti, að henni fylgja athugasemdir á 30 síðum eftir þýðandann, Roman Vysko- cil. Þar reynir hann að gera sér grein fyrir skapgerð nasistafor- ingjans og skýra út sumar hug- mynda hans eins og þær koma fyrir í bókinni. Er fyrsta prent- un bókarinnar uppseld að sögn. Útgefandi tékknesku þýðingar- innar var dæmdur til að greiða meira en fjórar milljónir ísl. kr. í sekt og í þriggja ára skilorðs- bundið fangelsi fyrir að reka áróður fyrir nasima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.