Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 68
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN „HOFLEGT GJALD“ ÞEGAR ég sezt upp í leigubíl, hvarflar það ekki að mér að biðja bflstjórann að láta sér duga að taka „hóflegt gjald“ fyrir aksturinn. Hvers vegna ekki? Það er vegna þess, að ég væri þá að biðja bfl- stjórann um ölmusu. ..Mér finnst sjálfsagt að greiða fullt gjald sam- kvæmt mæli: markaðs- verð. Svo mun og flest- um öðrum finnast. Og þegar ég sezt í stólinn hjá rakaranum mínum, Þorvaldur þá þrefum við ekki um Gylfason það, hvað sé „hóflegt gjald“ fyrir klippinguna. Ef mér fyndist verðið óhóflegt, sem upp er sett, þá myndi ég einfaldlega gera aðrar ráðstafanir. Stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna virðist líta svo á, að þetta sjálfsagða markaðslögmál hversdagslífsins eigi ekki við um sjávarútveginn. Þeir hjá LÍÚ segj- ast á hinn bóginn reiðubúnir „til við- ræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds". Þeir eru sem sagt að heimta áframhaldandi sérmeðferð handa sjávarútveginum. Þessi krafa þeirra endurómar í þings- ályktunartillögu þeirri, sem samþykkt var í júní 1998 („Um verði að ræða hóflegt gjald“, segir þar) og leiddi til skipunar auðlindanefndar, en hún hefur nú skilað áliti. Því ber að fagna, að auðlinda- nefndin skuli mæla einróma og for- takslaust með veiðigjaldi, annað- hvort með uppboði eða gjaldheimtu. Nefndin stingur upp á tveim leið- um, „fymingarleið" og „veiðigjalds- leið“. Fyrningarleiðin fylgir ná- kvæmlega þeim hugmyndum, sem Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Settu vatn í glas og kartöflusneiðar ofan í. Láttu þetta svo standa yfir nótt. Morguninn eftir býðurðu mömmu þinni að drekka vatnið. Svona kartöfluvatn er víst mjög „vatnslosandi“ eins og það heitir á fullorðins-máli, og því sérlega gott fyrir þá sem eru illa haldnir af bjúg. Þínirvinir íslenskir kartöflubændur Fæn hunduninn pinn í skóinn? M* DYRARIKIÐ ...fyrir dýravitiii við Grensásveg - s(mi 568 66 68 Landbúnaðarstefna stjórnvalda er byggða- stefna, sem hefur reynzt þjóðinni óheyrilega dýr, eins og hún hefur verið útfærð, segir Þorvaldur Gylfason. Sjávarútvegs- stefnan er angi á sama meiði. Áhugahópur um auðlindir í al- mannaþágu kynnti opinberlega fyr- ir hálfu öðru ári með rækilegri greinargerð um útfærslu (sjá kvot- inn.is). Veiðigjaldsleiðin fylgir þeim hugmyndum, sem veiðigjaldsmenn hafa kynnt og rætt í þaula und- angengin 30 ár. Sé vei á málum haldið, getur það komið í sama stað niður, hvor leiðin verður fyrir val- inu, eins og kemur fram í áliti nefndarinnar. Fymingarleiðin er þó vænlegri til árangurs vegna þess, að hún dregur úr hættunni á því, að kvótinn sé afhentur útgerðinni gegn málamyndagjaldi. Fymingar- leiðin er einnig vel til þess fallin að tryggja öllum sama rétt til veiða með tímanum í samræmi við jafn- réttisákvæði stjórnarskrárinnar. Veiðigjaldsleiðin myndi á hinn bóg- inn viðhalda núverandi misrétti að óbreyttri úthlutun aflaheimilda. Útvegsmenn era nú þegar búnir að hafna fyrningarleiðinni, af því að þeir mega ekki til þess hugsa að greiða markaðsverð fyrir aflaheim- ildir. Þeir era nú loksins til viðtals um veiðigjaldsleiðina - það er fram- för! - að því tilskildu, að gjaldið sé „hóflegt". Þeir ætla ekki að sleppa meðgjöfinni fyrr en í fulla hnefana. Margt bendir þó til þess, að það væri útvegsmönnum í hag að greiða markaðsverð fyrir veiðiheimildir frekar en að reiða sig á örlæti stjómvalda um ókomna tíð, því að markaðsverðið verður aldrei hærra en útgerðimar eru fúsar að greiða. Álitsgerð auðlindanefndar minnist að vísu ekki á markaðsverð eða fullt verð, heldur mælir hún fyrir um „að tryggja þjóðinni sýnilega hlut- deild í þeim umframarði (auðlinda- rentu) sem nýting auðlinda í þjóð- areign skapar". Þeir hjá LIÚ segja sjálfir: „af- koma sjávarútvegsins um þessar mundir býður ekki upp á frekari álögur á greinina.“ Sem sagt: það er búið að færa útvegsfyrirtækj- unum ókeypis aflaheimildir, sem era milljarðatuga virði, og þau era enn í fjárhagsvandræðum. Reyndar hafa þau aldrei skuldað annað eins: skuldir þeirra nema nú rösklega 170 milljörðum króna skv. upplýs- ingum Seðlabankans eða næstum þreföldum árstekjum þeirra. Það gerir 12,5 milljónir króna á hvem vinnandi mann í útvegi. Reynslan sýnir, að ótæpileg fjárhagsaðstoð við atvinnuvegi og lönd getur því aðeins borið árangur, að henni fylgi ströng skilyrði til að tryggja bætta búskaparhætti. Það þarf eftir þessu að venja útgerðina af rfldsstuðningi gegn ströngum skilyrðum til að tryggja bætt búskaparlag, þar til hún getur staðið á eigin fótum. Ein- mitt þetta er kjarninn í þeim nýju viðhorfum, sem í vaxandi mæli móta þróunaraðstoð við fátæk lönd í Afríku og annars staðar um heimsins breiðu byggð. Eina færa leiðin til þess að koma útveginum í heilbrigt horf er að leyfa honum að lúta lögmálum frjáls markaðsbúskapar til jafns við iðnað, verzlun og þjónustu. f þessu felst, að útvegsfyrirtækin verða að greiða markaðsverð fyrir veiði- heimildir. Þessu er auðveldast að koma í kring með því að fara fym- ingarleiðina. Ein helzta röksemdin fyrir fullu gjaldi er einmitt sú, að þá verður byggðastefnan gagnsæ, svo sem alþjóðastofnanir hafa brýnt fyrir íslenzkum stjómvöldum oftar en einu sinni. (Að þessu er ekki vik- ið einu orði í áliti auðlindanefndar.) Vilji menn styrkja byggðirnar, svo sem mér þykir eðlilegt innan hæfi- legra marka, þá er hagfelldast að gera það á gagnsæjan hátt, og þá helzt með því að bæta menntun og aðra þjónustu í dreifbýli. Það er óhagkvæmt að binda byggðastuðn- inginn við landbúnað og sjávarút- veg og aftra mönnum með því móti frá því að hasla sér völl á nýjum starfsvettvangi í heimahögum. Kjarni málsins er þessi. Land- búnaðarstefna stjórnvalda er byggðastefna, sem hefur reynzt þjóðinni óheyrilega dýr, eins og hún hefur verið útfærð. Sjávarútvegs- stefnan er angi á sama meiði. Auð- lindanefnd tekur undir þetta sjón- armið óbeint með því að mæla með því, að helmingur innkomunnar af veiðigjaldheimtunni renni til sjáv- arútvegsbyggða. Ríkisstuðningurinn við útveginn hefur tekið á sig ýmsar myndir gegnum tíðina. Fyrr á árum var út- gerðin styrkt beint: þetta gekk svo langt, að 43% ríkisútgjalda rannu til útvegsmála, þegar viðreisnar- stjórnin sagði loksins: „Hingað og ekki lengra!" - og minnkaði hlut- deild útvegsins í útgjöldum hins op- inbera niður í 3% í einu vetfangi ár- in 1959-1961 (þetta er ekki prentvilla; sjá Hagskinnu, bls. 759). Þá tók óbeinn stuðningur við: Gengið var fellt eftir pöntun og nið- urgreiddu lánsfé ausið í útvegsfyr- irtækin von úr viti til að halda þeim á floti. Nú er sú tíð að vísu liðin, loksins, en ríkisframfærslan hafði þá tekið á sig enn nýja mynd í gegnum ókeypis afhendingu afla- heimilda. Sú skipan stendur enn. Þjóðhagsstofnun lýsir þessu svo í nýrri skýrslu: „ ... er áætlað að verðmæti réttinda til að sækja sjó við ísland hafi numið 23-24 millj- örðum króna á fiskveiðiárinu 1996/ 97. Ef þessi verðmæti hefðu verið færð sem kostnaður, þá hefði ekki verið 3 milljarða króna hagnaður af sjávarútvegi á árinu 1996 heldur 20 milljarða tap, þ.e. tap sem nemur um þriðjungi af tekjum greinarinn- ar!!“ (Þjóðarbúskapurinn nr. 26, marz 2000, bls. 35). Við þetta er því að bæta, að 3 milljarða króna bók- færður hagnaður af sjávarútvegi 1996 snerist í 1,2 milljarða króna tap 1997 og 2 milljarða króna tap 1998, eins og kemur fram í áliti auðlindanefndar. Er þessi lýsing Þjóðhagsstofnun- ar á bágri afkomu útvegsins þrátt fyrir alla meðgjöfina vísbending um það, að útvegsfyrirtækin verði að halda áfram að fá ókeypis aflaheim- ildir enn um sinn og veiðigjald væri því óráðlegt? Alls ekki. Oðra nær. Eina leiðin til að hefja Tansaníu upp úr allsherjarfátækt var að draga veralega úr skilyrðislausri fjárhagsaðstoð erlendis frá og hjálpa landinu heldur til sjálfshjálp- ar. Þessi viðhorfsbreyting er þegar farin að bera árangur í landinu. Sama máli gegnir um niðurgreidda atvinnuvegi. Það er orðið löngu tímabært að horfast í augu við staðreyndir þessa máls. Sjávarútvegurinn er á rík- isframfæri og hefur raunar aldrei getað staðið á eigin fótum. En setj- um nú svo, að alþingi ákveði að láta sér nægja „hóflegt gjald“ fyrir veiðiheimildir. Gott og vel, alþingi ræður, en við skulum þá nefna hlut- ina réttum nöfnum. Útvegurinn verður þá enn sem fyrr á ríkisfram- færi. Það er engum hollt að lifa líf- inu Ijúgandi. Höfundur er prdfessor í Háskóla fslands. Lausn á hárkúluvandanum uú, sem au&velt er að kynaia! i Frábært fóður sem inniheldur efni sem auðveldar kisu að losna við hárin úr meitíngarveginum 5 M*de in USA Heimsækið Morris á www.MorrisTheCat.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.