Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gígja Her- mannsdóttir fæddist á Seyðisfírði 9. febrúar 1940. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut sunnudaginn 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Gísladóttir, f. 28. mars 1916, og Her- mann Hermannsson, f. 3. febrúar 1907, d. 21. júlí 1976. Systkini Gígju eru Smári, maki Elva Jónsdóttir; Dagný, maki Páll Axelsson; Her- mann, maki Sigríður Guðmunds- dóttir; Gísli, maki Margrét Krist- jánsdóttir; Ragnheiður, maki Hugo Þórisson; Stefán, maki Arn- fríður Emarsdóttir; og fvar, maki Þórunn Ámadóttir. Fyrri maður Gígju var Guð- Þegar ég hugsa um Gígju mágkonu mína kemur strax upp í hugann orðið fjörmikil, sem merkir full af lífi. Eg er líka viss um að öllum þeim sem syrgja hana nú er þetta ofarlega í huga. Það er erfitt að trúa því að þessi tápmikla og lífglaða kona eigi ekki eftir að koma stormandi inn í hópinn og drífa í einhverju. Það var henni svo eðlis- lægt. Hún hafði ríka þörf fyrir að miðla því til annarra sem hún taldi skipta máli, nemenda jafnt sem íjöl- skyldu og vina. Og þar var af ýmsu að taka. Hreyfing og útivera voru þar of- arlega á blaði, enda var hvort tveggja henni jafn nauðsynlegt og að draga andann. Nokkur undanfarin ár sóttist hún t.d. eftir vist í óbyggðum sem skálavörður hjá Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs. Oftast í Snæfelli. Ég veit fyrir víst að margir sem hittu hana þar minnast hennar þrátt íyrir stutt kynni. Gígja var nefnilega manneskja sem fólk gleymdi ekki. Frá henni stafaði töfrandi krafti og svo var hún líka einstaklega glæsileg kona. Heilsufræði og heilsubótarfræði voru líka mál sem Gígja lét sig miklu varða og í þeim efnum var hún allt í senn, opin, leitandi og miðlandi, eins og henni var svo eiginlegt. Góðir kenn- arar eru neínilega líka áhugasamir nemendur. Það sama átti við um and- leg efni. Alltaf var Gígja að kynna sér eitt- hvað nýtt og stækka sjóðinn sem möl- ur og ryð fá ei grandað. í þeim sjóði eru mikil verðmæti, ekki síst þakk- læti frá íjölskyldu og vinum fyrir góð- ar gjafir og gjörðir í áranna rás. Mig langar að bæta í sjóðinn góða með því að þakka Gígju mágkonu minni fyrir þriggja áratuga samveru, hlutdeild í lífsgleðinni og umhyggju fyrir okkur Hermanni og fjölskyldunni. Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesú, í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét) Hugur okkar allra er hjá Siggu Höllu og Geir Gígjari, sem þurfa nú að læra að vera án hennar, og vonandi getum við lagt þeim lið á einhvem hátt. Sigríður mágkona og fjölskylda. Gígja var mágkona mín í 20 ár. Þegar leiðir okkar skilja núna fmn ég hve margar góðar minningar ég á um hana. Gígja skildi alls staðar eftir sig sterk spor í lífi þeirra sem hittu hana í lengri eða skemmri tíma. Drifkraftur hennar, lífsþróttur og virkni smituðu og það eru ófáar göngumar sem ég hef farið að hennar undirlagi. Gígju minnist ég ekki síst íyrir hjálpsemi hennar, óeigingimi og umhyggju. Ein saga í fjölskyldunni okkar lýsir henn- ar helstu kostum. Það var á gamlárs- dag fyrir nokkram áram að öll fjöl- skyldan hafði legið mikið veik yfir hátíðimar. Litið varð úr þátttöku í jólaboðum eða öðram hátíðahöldum og allir mjög máttfamir. Ein von- brigðin vora að komast ekki í árlega gamlársdagsgöngu sem Gígja hafði mundur Jónasson. Þau slitu samvistir. Þeirra dóttir er Sig- ríður Halla, f. 8. janúar 1967. Sonur hennar er Geir Gígj- ar Ólason, f. 15. maí 1994. Seinni maður Gígju var Önundur Björnsson. Þau slitu samvistir. Gígja lauk íþrótta- kennaraprófi frá íþróttakennaraskól- anum á Laugarvatni 1959. Hún starfaði alla sína starfsævi við íþróttakennslu og endurhæf- ingpi, bæði sjálfstætt og við ýmsa skóla, lengst af við Fjölbrauta- skólann við Ármúla og Verslunar- skóla íslands. Útför Gígju fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. komið á nokkrum áram áður og er kennd við hana. Þá er gengið í hóp um Öskjuhlíðina, dansaður vikivaki, sungnir álfasöngvar og kveikt á stjömuljósum. Allir sem mæta tengj- ast Gígju á einn eða annan hátt. Þetta ár sem frásögn mín fjallar um mætti Gígja á gamlársdag heima hjá okkur og tekur ekki annað í mál en að þrífa húsið hátt og lágt fyrir okkur þannig að við ættum áramót í hreinu húsi. A sama tíma var gangan hennar um Öskjuhlíðina en þá án hennar í fyrsta sinn. Nú þegar ég kveð Gígju kveð ég sterka konu, konu sem var mér og mínum góð fyrirmynd því hún lifði í samræmi við lífsgildi sín, var sönn og samkvæm sjálfri sér, traust og gef- andi. Fyrir þetta vil ég þakka henni. Hugo Þórisson. Það er gott að elska - bæði í sorg oggleði. Þvílíkt moldviðri minninga þyrlast upp þegar góður vinur kveður þetta líf. Þetta þekkja allir sem reynt hafa. Gígja var vinur vina sinna, svo sannarlega. Hún var dugleg, hugmyndarík, traust, sterk og falleg. Nærvera hennar einkenndist af hressileika og bjartsýni. Umhyggju bar hún alla tíð fyrir systkinum sínum og systkinabömum. I sumar var hún mjög ósátt við að elsti bróðir hennar væri veikur. „Þetta gengur ekki,“ sagði hún við mig. „Ekki við bæði í einu.“ Hún gaf mér og honum góð ráð, en milli Smára og Gígju lágu sterkir þræðir vináttu og virðingar. I nær hálfa öld lágu leiðir okkar Gígju saman og allar minningar um mæta mágkonu ylja mér. Rúmlega tvítugar áttum við eina viku saman á árlegri blómahátíð í borginni Nizza í Frakklandi: Gígja var í boði borgarstjóra Nizza vegna þátttöku hennar í fegurðarsamkeppni hér heima, en ég í boði hennar. Þessi vika var oft rifjuð upp okkar á milli og mikið hlegið að ævintýra- legum uppákomum í heitu Miðjarð- arhafssólskini. Aftur ætluðum við saman í ferð vegna sextíu ára afmæla okkar, en hún verður ekki farin. Nú er sársauki síðustu mánaða að baki og fjölskylda þín, elsku Gígja mín, mun styðja sólargeislana þína, Sigríði Höllu og Geir Gígjar, eins og hún megnar. Guð geymi þig. Ásdís Elfa. Elskulega frænka. Ég sat í gær og horfði á sjónvarpið og var að hugsa um þig þegar ég gerði mér grein fyrir hvað allt fór af- skaplega hratt fram þama á skjánum. Ég fylltist skyndilega mikilli reiði og langaði að öskra: Hvað er eiginlega að ykkur, vitið þið ekki að hún Gígja frænka mín er dáin og þið haldið bara áfram að reyna að græða og selja í staðinn fyrir að gráta og syrgja. Þið ættuð nú að staldra aðeins við og hugsa ykkar gang um hvað það er sem skiptir máli í lífinu. í dag var ég svo að keyra og var að hugsa um ynd- islegu stundina sem við áttum saman í sumar þegar ég og Gabríel Gísli son- ur minn komum til þín. Það var svo yndislegt veður og þú varst berfætt og við sátum úti í garði og töluðum saman og mér leið svo vel þegar ég gekk frá þér. Það var nefnilega alltaf svo gott að koma til þín því þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Mér fannst allt- af eins og þú fylltir mig orku og hlýju og ég mundi eftir að standa bein í baki og drekka nógu mikið vatn. Þegar ég er svo í þessum yndislegu þönkum kemur þá ekki einhver hugsunarlaus ökumaður og branar fram úr mér og sveigir fyrir framan mig. Mér varð svo um að ég missi hugsunina frá mér og fyllist aftur shkri reiði að ég ætla bara ekki að segja það. Ætlar fólk ekki að skilja hvað lífið er miklu dýr- mætara en asi og æsingur? Um dag- inn sagðir þú við mig: „Döggin mín, ég sá þig vera að keyra.“ Nú, sagði ég. „Já,“ sagðir þú og settir upp þinn ein- staka áhyggjusvip: „Þú keyrðir allt of hratt.“ Jæja var það, sagði ég þá, ennþá alvarlegri, því ég vissi að það væri þá víst satt. Já, allt sem þú sagð- ir var heilagur sannleikur fyrir mér og það var eins ef þú hrósaðir mér, þá vissi ég að það var satt. Þegar þú hrósaðir mér jafnaðist það á við þús- und önnur hrós og mér leið svo vel að ég gat eins og svifið um næstu daga. Þú auðgaðir líf mitt eins og enginn annar því ég leit svo upp til þín og hugsaði með mér að svona ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór. Glæsileg og hávaxin, sjálfstæð og kraftmikil, listræn og gjöful, örlát og hugulsöm. Síðan get ég haldið áfram og áfram. Það var líka svo yndislegt hvernig þú tókst á móti honum Halla mínum, þú lést honum finnast eins og hann hefði alltaf verið hluti af fjölskyldunni og honum fannst eins og hann hefði allt- afþekktþig. Ég trúi því að ef englar era til sért þú engill, það á líka svo vel við þig að vera berfætt. Þín systurdóttir, Dögg Hugosdóttir. Gígja var alltaf svo glöð og ánægð. Hún smitaði því út frá sér og gerði mig alltaf glaðan. Eins og þegar hún stjómaði Mullers-æfmgum á hveij- um degi með okkur í ferðalaginu á ættarmótið 1995. Eða þegar hún lét okkur dansa vikivaka á miðjum Sprengisandi bara af því að henni hafði dottið það í hug og hélt að það yrði gaman. Gígja dreif aðra með sér í margt annað skemmtilegt sem henni datt í hug eins og gönguferðir við Rauðavatn, leiki og gönguferð og álfasöng á hádegi á gamlársdag. Allt- af þegar ég átti afmæli gat ég verið viss um að Gígja hringdi og syngi af- mælissöng fyrir mig eins og fyrir alla aðra í fjölskyldunni. Gígja var líka alltaf eins og svolítil amma fyrir mér því hún var svo oft hjáokkur. Ég mun alltaf muna eftir Gígju sem góðri manneskju sem mundi eftir mér þegar ég var veikur eða þegar mér leið illa út af einhverju. Haraldur Þórir Hugosson. Stijál eru laufin íloftsölumtijánna, blika,hrapa íhaustkaldriró. Virðistþóskammt síðanviðmérskein græn angan afopnubrumi. Svo líður ævin fram sem hverjum er skapað og víst er nú efni til að fara með ljóð Snorra Hjartarsonar, Stijál era laufin. Haustið er tími hverfiil- leikans miklu fremur en veturinn því að á haustin kristallast andstæður lífs og dauða í náttúrinni skýrar en á öðr- um árstíðum. Laufin falla úr „loftsöl- um tijánna" og samt er svo skammt síðan þau vora tákn lífs á góðu sumri. Og því set ég þessar h'nur á blað nú á jólafostu að Gígja Hermannsdóttir, samstarfsmaður um meira en tveggja áratuga skeið, er látin eftir harða og óvægna baráttu við krabbamein. Hún sem gekk mót sumri að loknum skóla í maí með bros á vör að venju og lífs- kraft í æðum eins og gróður á vori. Nú er hún öll. Gígja Hermannsdóttir var óvenju glæsileg kona, hávaxin, dökkhærð með meitlaða andlitsdrætti og gekk fram með reisn og djörfung, ávallt klædd af sérstakri smekkvísi, ákveðin í fasi, stórveitul heim að sækja, gjaf- mild og að jafnaði glöð í viðmóti; lá hátt rómur svo aldrei leyndi sér hvar hún fór, hló dillandi hlátri á góðum stundum og söng við raust, ljóðelsk og kunni ótal kvæði og hafði á hrað- bergi. Hún var stolt kona og einlæg í framkomu en treysti stundum hrekk- vísum heimi og slægum betur en ástæða er til en bar ekki á torg ef hún steytti á skeri; samt var hún skapheit og ör. Ástvinum sínum reyndist hún ávallt haukur í homi, ekki sízt þegar að þeim kreppti; hún var af Skógar- gerðiskyni á Héraði í móðurætt og bar ýmis mót þeirrar ættar sinnar. í kennslu var hún drífandi og hvetjandi, fastheldin á gamlar og góð- ar æfingar - og hún lét ekki staðar numið þegar dagsönninni lauk í skól- anum. Um margra ára skeið kenndi hún leikfimi konum út um allan bæ á kvöldin, arkaði með þær um Öskju- hlíð og Gróttu, Grafarvog og guð má vita hvert. Sjálf í fylkingarbijósti - og heyrðist hvar sá flokkur fór um hverfi. Gígja kenndi í Fjölbrautaskólanum við Armúla frá upphafi hans - og áður við Lindargötuskóla sem varð bak- fiskurinn í nýja framhaldsskólanum við Armúla sem verður 20 ára á hausti komandi. Það er í raun nokkuð löng starfsævi á sama stað á þeim tímum sem nú líða. En samt var kveikurinn skorinn í sundur allt of snemma. Gígja var í augum okkar sí- setumanna á skrifstofum ímynd hreysti og heilbrigðis. Hún fór í að- gerð á öxl og á mjaðmarliðum síðast- liðið ár - og var sáralítið frá vinnu. Leiddist aðgerðaleysið heima - og heíúr vafalaust ekki setið verklaus þá daga! Hún kenndi sér meins þegar hún var við árvissa skálavörzlu sína við Snæfell í sumar, fór þegar suður, og þá hófust erfiðar lækningatilraun- ir sem ekki bára árangur. Hún dró sig inn í skel og barðist af hörku meðan baráttuþrekið entist enda er hið forn- kveðna rétt, að dýrmætt er lífið þá dauðinn kallar. Við vissum af henni í skólanum, hún kom einu sinni eftir að lækningameðferð meinsins hafði sett mark sitt á hana. Hún frábað sér heimsóknir og það virtum við - að mestu. Hún sótti styrk til sinna nán- ustu sem reyndust henni ómetanleg stoð. í ljóði sínu, Á Arnarvatnshæðum, yrkir Snorri Hjartarson um fjalla- kyrrðina, óðal álftanna, átthaga „hvítra söngva“. Ég vil kveðja Gígju Hermannsdóttur með lokaerindi þess ljóðs: íkvölderégheima. Kyrrðin er 4júp, hver álft sefur. íhúmkvikriþögn bakviðhljómogorð niðar upprunans Iind, kemur allt semaldreivarsungið, streymiraðstilltum strengjum máttugt og hjjótt. Við, samstarfsfólk hennar í Fjöl- brautaskólanum við Armúla, þökkum góða samfylgd og sendum Sigríði Höllu dóttur hennar, Geir Gígjari ömmustrák og roskinni móður henn- ar hugheilar samúðarkveðjur sem og öðram vandamönnum. Láti nú guð henni raun lofi betri. Sölvi Sveinsson. Á skrifborðinu mínu lá krans. Hann var vafinn úr grasi, haustlauf- um og beitilyngi. Þessi dagur hafði ekki byijað gæfulega, hálka á götun- um, umferðin hæg og veturinn fram- undan minnti óþægilega á sig. Mér hafði rétt mátulega tekist að smeygja mér í tæka tíð í fyrstu kennslustund- ina og kom lafmóð inn í vinnuher- bergið mitt til að tína til gögn fyrir þá næstu. Og þama lá þessi yndislegi krans og bréfkom með sem á var rit- uð hlýleg og yndisleg kveðja frá Gígju minni. Allt breytti um svip, haustkvíðinn sem hafði gert vart við sig um morg- uninn hvarf eins og dögg fyrir sólu, nemendur mínir brostu meira að segja glaðlega þegar ég kom í næsta tíma og spurðu mig hvort ég hefði GÍGJA HERMANNSDÓTTR fengið happdrættisvinning, svipurinn á mér væri einhvern veginn þannig. Og svo sannarlega hafði ég dottið í lukkupottinn þegar ég kynntist Gígju og fékk að fara í gönguferðir með henni en sérhver gönguferð með Gígju var ævintýri líkust. Við þræddum göngustígana í Heið- mörkinni, Elliðaárdalnum og með- fram strandlengjunni og allar þessar náttúraperlur fengu á sig sérstakan blæ eftir að við höfðum farið þar um. Það giltu nefnilega hefðir í þessum göngum sem ekki vora rofnar, sumar, vetur, vor og haust hvernig sem viðr- aði. Um helgar var alvanalegt að vakna við glaðlega röddina hennar í símanum: „Hanna Maja mín, skúrinn klukkan 10.“ Skúrinn, sem er við Rauðavatn norðanvert, var oft byij- unarreiturinn á uppáhaldsgönguleið- inni en þar mátti hundurinn Kókó hlaupa frjáls, hitta aðra hunda og synda í vatninu á eftir. Gígja, léttstíg eins og hind, var fremst í flokki upp og niður hh'ðamar og við vinkonumar og Steini frændi fylgdum fast á eftfr því Gígja gætti þess að enginn dræg- ist aftur úr. Alltaf hrósaði Gígja hópn- um sínum og uppörvaði. Við voram ævinlega miklu þrekmeiri en síðast, gengum uppréttari og tókum lengri skref - sem var mikils um vert, sagði íþróttakennarinn. Stundum tók Gígja upp úr bakpokanum heitt kakó og smákökur þegar við settumst niður til að cfraga að okkur kraftinn úr nátt- úranni. Það varð Uka að stoppa við furalundinn og velja sér tré til að faðma - en það var til að ná jarðsam- bandi. Á vorin glöddumst við yfir fijó- nálunum, á haustin yfir litadýrðinni og á vetuma yfir birtunni sem snjór- inn endurkastaði. í skammdeginu var stundum lagt upp í morgunskímunni og þegar komið var upp á hæðina fyr- ir ofan Grafarholtið sáum við borgina vakna þegar hvert ljósið af öðra kviknaði fyrir fótum okkar. Og hefð- irnar urðu með áranum fleiri. Á jóla- dag hittumst við upp úr hádegi og gengum í fjöraborðinu við Skeija- fjörð. Þegar Gígju fannst við hafa unnið til hressingar breiddi hún fal- legan dúk á sandinn og dró alls kyns kræsingar upp úr köríú og þar áttum við notalega stund saman, drakkum kaffi, borðuðum jólabakkelsi og dreyptum á sérríi úr heiðblárri flösku. Ég segi heiðblárri flösku því annað hefði ekki komið til greina en að flaskan, dúkurinn og meðlætið hefði verið með sérstöku móti. Gígja mín var fagurkeri og allt sem hún snerti á varð sérstakt og um leið persónulegt og hlýlegt Venjuleg af- skorin blóm urðu að listaverld eftir að hún hafði farið höndum um þau. Fal- legar myndir, blóm, kertaljós - allt sem gladdi og yljaði var sjálfsagður þáttur af umhverfi Gígju sem nú gengur á guðs vegum. Ég efa ekki að einhvers staðar finnur hún dapra sál með haustkvíða og tínir handa henni grös og lyng í krans til að gleðja hana og hver veit nema hún drífi viðkom- andi í einn hressilegan göngutúr og verði búin að safna saman gönguhóp fyrr en varir. Gígja var alltaf fljót í ferðum en það verður að segjast eins og er að við skiljum ekki þá ráðstöfun almættisins að taka hana til sín svo snögglega og víst er að jólaljósin yndislegu munu vart megna að lýsa upp myrkrið sem umlykur ástvinina hennar þessi jól. En ég trúi því að Gígja hafi sáð frjó- komum sem munu ná að teygja sig upp í ljósið þegar daginn tekur að lengja og víst er að minningarnar um geislandi mömmu, dóttur, systur, ömmu og vinkonu verður ekki tekin frá neinum. Guð blessi hana Gígju mína og veiti þeim sem syrgja frið. María Jóhanna Lárusdóttir. Hjartsláttur íþróttahúss Jóns Þor- steinssonar við Lindargötu var tón- listin við leikfimina og hreyfingar kvennanna sem þær Gígja og vinkona hennar Hafdís Amadóttir leiddu. Og mér fannst alltaf æðakerfið í Eddu- húsinu bærast alla leið upp í ris frá prentvélunum á fyrstu hæð og press- unni í útbyggingunni. Þar starfaði ég á ritstjóm Tímans og var ekki lengi að koma mér í leikfimi hjá Gígju Her- mannsdóttur sem síðan varð góð vin- kona mín. Við voram liðlega þrítugar, ekki komungar lengur, og áttum raunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.