Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 56

Morgunblaðið - 15.12.2000, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkaer eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og iangamma, BERGLJÓT RAFNAR, Efstaleiti 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 18. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Bjarni Rafnar, Bjðrg Rafnar, Össur Kristinsson, Haraldur Rafnar, Rósa Þorsteinsdóttir, Kristfn Rafnar, Gunnar Stefánsson, Þórunn Rafnar, Karl Ólafsson, Jónas H. Haralz, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR EYJÓLFSSON frá Reynistað, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 10. desember sl., verður jarðsunginn frá Búðakirkju, Fáskrúðs- firði, laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Uppsölum fyrir yndislega umönnun. Jón Alfreð Ólafsson, Eyjólfur Ólafsson, Vilma Brazaite, Þorbjörg Ólafsdóttir, Ingibjörn Kristinsson, Kjartan Ólafsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Björn Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR INDRIÐASON bifreiðastjóri frá Lindarbrekku, verður jarðsunginn frá Garðskirkju í Keldu- hverfi laugardaginn 16. desember kl. 14.00. Kristveig Árnadóttir, Gunnar Ómar Gunnarsson, Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir, Árni Grétar Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir, Hlédís Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÍÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR, áður til heimilis í Krummahólum 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð mið- vikudaginn 13. desember. Jarðarförin verður gerð frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 20. desember kl. 13.30. Grétar Óskarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Stefanía M. Jónsdóttir, Ægir Kópsson, Ásgerður Jónsdóttir, Axel Oddsson og barnabörn. Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug, sem okkur var sýndur við andlát og útför okkar ástkæru, HREFNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar dvalarheimilisins Hlíðar, Akureyri. Gerður Sigurðardóttir, Skjöldur Sigurðsson, Inga Guðmundsdóttir, Einar Helgason, Axel Örlygsson, María Schjetne, Hrefna Örlygsdóttir, Sigurþór Jónsson, Aðalbjörg Örlygsdóttir, Soffía Örlygsdóttir, Kristján Hermannsson, Örn Örlygsson, Inga Dóra Halldórsdóttir, Sigurður Skjaldarson, Kristfn Skjaldardóttir, Sigvaldi Þórisson, Rósa Sveinsdóttir, Sigurður Grímsson, langömmubörn og langalangömmubörn. SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR + Sigríður Magn- úsdóttir, kjóla- meistari, fæddist í Vestmannaeyjum 26. nóvember 1911. Hún lést í Landspít- ala Landakoti 5. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús ísleifs- son, byggingameist- ari og útvegsbóndi í London, Vestmanna- eyjum, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum, A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949, og Her- dis Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 29. júlí 1874 í Vestmannaeyj- um, d. 19. september 1944. Systkini Sigríðar voru: 1) ísleif- ur, f. 26. ágúst 1905, d. 21. nóv- ember 1966; 2) Guðmundur Ólaf- ur, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999; 3) Unnur Halla, f. 4. októ- ber 1915, d. 21. september 1975; 4) Þorsteinn, f. 30. júní 1919, d. þar 12. nóvember 1983. Sigríður bjó með systur sinni, Unni HöIIu, og hennar syni. Uppeldissonur Sigríðar er Magnús E. Kolbeinsson, læknir, f. 7. nóvem- ber 1951. Synir hans eru Örn, f. 30. september 1979, og Felix, f. 5. október 1995. Sigríður fór 18 ára gömul til Dan- merkur og lærði kjólasaum. í Danmörku dvaldi hún í 10 ár. Þegar hún kom þaðan hóf hún störf hjá Sjó- klæðagerðinni og starfaði þar í 25 ár. Siðan hóf hún störf hjá Vinnufatagerðinni og starfaði þar til 78 ára aldurs. _ títför Sigríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Sigga amma. Nú ertu komin til Jesú og hann mun vaka yfir þér og gæta þín. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki að hitta þig í Stigahlíðinni þar sem þú tókst alltaf á móti mér opnum örmum. Þú varst líka svo góð við mig. Nú getum við pabbi ekki leit- að til þín lengur en við erum svo þakklátir fyrir ótakmarkaða ást þína, traust og öryggi. Það var svo gaman að leika við „gullið þitt“ og þú varst svo góð að leyfa mér það. Eg fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vemd og skjól þar ég fínn. (Hallgr. Pét.) Elsku amma mín. Guð geymi þig- Þinn Felix. Þá dagur er að kveldi komin hjá þér, elsku Sigga frænka, nú ertu farin yfir móðuna miklu, til fundar við farna fjölskyldu og vini. Þar ert þú komin í hóp vina, og hefur frá mörgu að segja. Hún Sigga frænka eins og við kölluðum hana alltaf, var glæsileg kona, það geislaði af henni hvar sem hún kom. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast í fjöl- skyldu okkar, og vildi alltaf vera með þegar eitthvað var að gerast ESTER GUÐLAUG WESTLUND + Ester Guðlaug Westlund fædd- ist í Reykjavík 7. október 1923. Hún lést 4. desember síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ernst J. Ossian Westlund, f. 16.7. 1897, d. 19.2. 1970, og Guðlaugar Guð- jónsdóttur, f. 11.9. 1900, d. 22.8.1990. Ester vann lengst af í Iðnskólanum í Reykjavík og seinna í Borgarskjalasafni Reykjavíkurborgar. Hún var auk þess virkur meðlimur í Oddfell- ow-reglunni á Islandi. Ester var síðustu ár ævi sinnar til heimilis á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund v/Hringbraut, en þar áður til heimilis á Grenimel 36 i Reykjavfk. Ester var ógift og barnlaus. Ester verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Égfelíforsjáþína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt Um fjósið lát mig dreyma ogljúfaenglageyma öll bömin þín, svo blundi rótt (MatthíasJoch.) í dag kveðjum við ástkæra systur, mágkonu og frænku okkar Ester G. Westlund. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar við minnumst hennar. Ótal minningar hrannast upp því nánast allt sem viðkemur fjölskyldu okkar og sögu hennar tengist Ester á einn eða annan hátt. Ester helgaði líf sitt ýmsum störf- um, vinum og foreldrum sínum. Helstu störf voru í Iðnskólanum í Reykjavík, Borgar- skjalasafni og í félaga- samtökunum Oddfell- ow. Það var mikill dugnaður og elja sem Ester lagði í alla sína vinnu og aldrei var nokkuð starf unnið af hennar hálfu með hangandi hendi. Henn- ar helstu einkenni voru hversu fylgin sér hún var, dugleg og iðin. Ester var ógift og bamlaus og tengdist meðal annars þess vegna fjölskyldu Stein- gríms bróður síns mjög sterkum böndum. Hún kom ætíð fram við bömin hans fimm sem sín eigin. Kona Steingríms, Katherine, og Est- er vom hinir mestu vinirþau rúm- lega 45 ár sem þær þekktust. Við systkinin munum öll eftir Ester sem miklum áhrifavaldi í lífi okkar og föstum punkti í tilverunni. Ester tók virkan þátt í fjölskyldulífinu ásamt ömmu og afa meðan þau lifðu. Við alla viðburði í fjölskyldunni, stóra og litla, getum við tengt minningar okk- ar við Ester og ömmu. Ester hvatti okkur öll systkinin til dáða í námi og starfi og hún var iðulega boðin og bú- in að rétta okkur hjálparhönd. Hún var jafnhreykin af okkur og móðir af bami sínu þegar okkur tókst vel til en alltaf reiðubúin að létta okkur fallið þegar á móti blés. Ester var mikið í mun að við systkinin mynd- um ganga menntaveginn. Það varð úr og hún var mjög stolt fyrir okkar hönd. Ester brýndi jafnan íyrir okk- ur heiðarleika og dugnað því fyrir henni vom þetta mikilvægustu dyggðir sem menn búa yfir. Ester og Steingrímur bróðir hennar hafa verið samferða í gegn- um lífið og hafa haft stuðning af hvort öðm á lífsins göngu. Þótt systkinin hafi ekki alltaf verið sam- hjá móður minni, hennar systmm og fjölskyldum. Hennar verður sárt saknað á jólunum. Það verður erfitt að hugsa sér jól án hennar Siggu frænku. Það er huggun harmi gegn, að ég veit að þér líður vel í dag, elsku Sigga okkar, sátt við allt og alla. Hafðu þakkir fyrir allar ljúfu minningarnar, elsku Sigga mín. Blessuð sé minning þín. í bænum við lútum og höldumst í hendur hugsunum okkar við beinum til þín. Að megir þú himinsins líða um lendur í Ijósinu bjarta er í austrinu skín. Ævinnar dagur er kominn að kveldi kær er þín minning, hún lýsir um nótt. Opnist þér hliðin að Alföður veldi ástríkis njóttu, svo sofir þú rótt. (Jón Halllur Ingólfsson.) Guðmundur Hreiðarsson. Það er sjónarsviptir að konu eins og Siggu frænku. Hún var ein af þeim sem sáu lífið í lit og naut þess. Ég er þakklát fyrir hvað við áttum margar góðar stundir sam- an. Þegar ég kom í bæinn fannst Siggu gaman að fara í búðaráp og á kaffihús en þar naut hún sín í ið- andi mannlífinu. Já, ég á eftir að sakna margs. Hún frænka mín var litríkur persónuleiki, virkileg heimskona, gjafmild og góð. Eng- an þekki ég sem var jafn vinmörg og hún. Þótt Sigga frænka kæmi ekki til Vestmannaeyja síðustu ár- in vegna veikinda var hún í hjarta sínu sönn Eyjakona og fylgdist vel með öllu sem hér var að gerast. Sigga frænka er sú sem síðast kveður af systkinunum frá Lond- on, sem öll hafa verið mér svo mikils virði. Ég bið Guð að styrkja Magnús, hans missir er mikill. Sigga mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning um góða og glæsi- lega konu lifi. Sandra. mála um leiðir sem átti að fara og ákvarðanir sem voru teknar voru miklir kærleikar þeirra á milli. Ester hefur oftsinnis rétt fram hjálpar- hönd þegar þess var þörf og þegar Steingrímur svo veiktist alvarlega átti hann varla betri bandamenn en systur sína, konu og börn. Nú er Ester farin frá okkur og djúpt skarð er sorfið í fjölskyldu okkar. Ester hefur nú fengið langþráða hvíld og munum við minnast hennar með hlýju og kærleika. I hugum okk- ar var hún bakhjarl og samherji í gegnum súrtogsætt. Hennarverður sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Núleggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ,virstmigaðþértaka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjöm Egilsson.) Steingrímur, Katherine, Kristín María, Elfn Margr- ét, Edward Jóhannes, Sús- anna Rós og Katrin Guð- laug Westlund og íjölskyldur. Formáli minning- argreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.