Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 1 5 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Uppbygging skíðasvæðanna í Bláfjöllum, Skálafelli og Hengli Framlag Reykjavíkurborgar hækkar um 32 milljónir kr. Skíðasvæði FRAMLAG Reykjavíkur- borgar til skíðasvæðanna í Bláfjöllum, Skálafelli og Hengli hækkar um 32 millj- ónir króna á næsta ári, en framlag Reykjavíkurborgar til skíðasvæðanna er það stærsta af framlögum þeiiTa sveitarfélaga sem að rekstri þeirra standa, eða um 60% af heildarrekstrarfé Blá- fjalla, en Reykjavíkurborg ber hins allan kostnað af rekstri skíðasvæðanna í Skálafelli og Hengli. Á næsta ári mun Reykjavík- urborg leggja fram um 35 milljónir króna til fram- kvæmda á svæðunum og um 51 milljón til reksturs þeirra, en á þessu ári lagði Reykjavíkurborg fram um 18 milljónir í framkvæmdir og um 36 milljónir í rekst- urinn. Áætlanir gera ráð fyr- ir því að framlög hinna sveit- arfélaganna sem að rekstri skíðasvæðanna standa hækki í svipuðu hlutfalli og framlag Reykj avíkurborgar. Stefnt að því að tvöfalda aðsókn á næstu 8 árum Á næsta ári verður byrjað að vinna eftir nýlegri skýrslu Bláfjallanefndar þar sem fram kemur stefnumót- un til næstu átta ára, en samkvæmt henni er meðal annars gert ráð fyrir því að byggja upp mannvirki og auka þjónustu á skíðasvæð- unum og gera hana fjöl- breyttari. Einnig verða ör- yggismál og samgöngur bætt til muna og er það markmið nefndarinnar að aðsókn að svæðunum verði tvöfalt meiri árið 2008 miðað við meðaltöl áranna 1994 til 1999. Logi Sigurfinnsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri skíðasvæðanna og mun sjá um rekstur þeirra ásamt þriggja manna rekstrar- stjóm. Formaður hennar er Ingvar Sverrisson og segir hann að það sem áhersla verði lögð á nú í vetur, mið- að við þetta aukna fjármagn, sé að bæta þjónustu við fjöl- skyldu- og barnafólk. Þannig verði bamasvæði byggð upp og segir hann að seinna verði svo ráðist í frekari framkvæmdir, svo sem byggingu nýrra lyftna. Foreldrar barna í Laugarneshverfi ganga á fund borgarstjóra með undirskriftalista Um 85% á móti breyt- ingum á skólamálum Laugarneshverfi FORELDRAR barna í Laugarneshverfi gengu sl. þriðjudag, 12. desember á fund Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og afhentu henni undirskrifta- lista með 278 nöfnum þeirra sem vilja andmæla áformum um flutning 7. bekkjar Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla. Með list- unum fylgdi bréf, þar sem m.a. segir: „Skólamálayfírvöld í Reykjavík virðast hafa með einhverjum hætti komist að þeirri niðurstöðu að 7. bekk Laugarnesskóla væri betur fyrirkomið með unglingum í Laugalækjaskóla. Hafa for- eldrar í Laugarneshverfí haft áhyggjur af þessum áformum og reynt að fá þeim breytt. Lítið hefur verið tekið mið af yfirlýstum áhyggjum foreldra af hálfu skólamála- yfirvalda og Reykjavíkur- borgar. í ljósi þess var það niðurstaða foreldra í hverf- inu að leita almennt eftir af- stöðu foreldra barna í 1.-5. bekk Laugarnesskóla skóla- árið 2000-2001, sem áform- uð breyting nær til, og þeim boðið að skrifa nafn sitt á lista til að mótmæla þessum fyrirhuguðu áformum um flutning 7. bekkjar. Fylgja undirskriftir þess- ara foreldra/forráðamanna hér með. Jórunn Frímannsdóttir var undrandi og svekkt á viðbrögðum borg- arstjóra, þegar undir- skriftalistar voru afhent- ir á þriðjudag. Niðurstaðan er sú að 84,8 % foreldra barna í 1.-5. bekk Laugarnesskóla skóla- árið 2000-2001, sem tóku af- stöðu, eru á móti flutningi 7. bekkjar Laugarnesskóla yfir í Laugalækjarskóla. • Börn í 1.-5. bekk Laug- arnesskóla eru samtals 361. • Foreldrar 278 þessa 361 barns skrifa nafn sitt undir listann, eða 77,0%. • Foreldrar 50 þessa 361 barns neituðu að skrifa und- ir, eða 13,9%. • Ekki náðist í foreldra 33 þessa 361 barns, eða 9,1%. Viljum við því hér með skora á pólitíska fulltrúa Reykjavíkurborgar að falla frá þeim áformum að flytja 7. bekk Laugarnesskóla yfír í Laugalækjarskóla og haga viðbyggingu við Laugarnes- skóla þannig að 7. bekkur rúmist þar til framtíðar." Gerði Iítið úr undir- skriftalistunum „Ég get ekki sagt að við höfum fengið góðar viðtök- ur,“ sagði Jórunn Frímanns- dóttir, en hún var ein þeirra sem gengu á fund borgar- stjóra með listana. „Þegar fundum okkar bar loks sam- an tjáði Ingibjörg okkur að þetta væri löngu ákveðið mál; það væri búið að kaupa þarna byggingu upp á 100 milljónir króna, húsnæði Fósturskólans, og þetta væri leiðin til að nýta hana. Ekki væri fyrirhugað að byggja við Laugarnesskóla og lagði hún áherslu á það. Hvað undirskriftalistana varðaði gerði hún lítið úr þeim, fannst mjög eðlilegt að svo margir væru á móti, því að fólk skrifí einfaldlega undir svona af því að það viti hvað það hefur en ekki hvað það fái. Niðurstaða hennar var því sú, að þessi 84,9% foreldra í Laugarnes- hverfi væru á algjörum villi- götum í þessu máli,“ sagði Jórunn að lokum og kvaðst vera undrandi og svekkt yfír þessum viðtökum. Morgunblaðið/Þorkell Reykjavík Akraborgarbrúin tekin upp BRÚIN fyrir landgang Akra- borgarinnar var tekin upp á miðvikudaginn og markaði það endalok feijusiglinga milli Reykjavikur og Akra- ness, en Akraborgin hætti siglingum þar á milli fyrir fáum árum. Samkvæmt upplýsingum frá hafnarstjórn Reykjavík- urhafnar verður brúnni nú komið fyrir á geymslusvæði við austurbakkann, en brúin er engin smásmíði; 50 tonn. Hafrannsóknastofnun hef- ur fengið athafnasvæði Akraborgarinnar, en til að koma fyrir nýja skipi stofn- unarinnar þurfti að dýpka meðfram austurbakkanum og í höfninni. Það var við hæfí að vígja glænýjan skotbómukrana G.P. krana til verksins í Reykjavíkurhöfn í fyrradag, en fyrirtækið festi nýlega kaup á honum fyrir um 115 milljónir króna. Kraninn, sem er af Liebherr gerð og72 tonn, er búinn allri nýjustu tækni til aksturs. Hann getur lyft allt að 300 tonnum og er því langstærsti krani sinnar tegundar hérlendis, að sögn Péturs Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra GP krana. Hátt hlutfall sóts í svifryki Reykjavík RYKMENGUN var tvö- falt yfir viðmiðunarmörk- um í Reykjavík á þriðjudag og einnig var mikil ryk- mengun á miðvikudag. Hátt hlutfall hefur verið af sóti í svifryki undanfamar tvær vikur. í sóti eru krabbameinsvaldandi efni, að sögn Jóns Benjamíns- sonar, umhverfisfulltrúa Reykj avíkurborgar. Viðmiðunarmörk vegna svifryks eru 130 míkróg- römm á rúmmetra en að sögn Jóns var mengunin tvöfalt meiri á þriðjudag. Hann segir að rykmeng- unin sé uppsöfnuð frá þvi í haust. Þarna sé um að ræða slit frá götum og einnig sé enn mikið um jarðvegsframkvæmdir í borginni. Jón kveðst gera ráð fyrir því að stór hluti ryksins hafi fokið á haf út í fyrradag en þó ekki allt. Hann segir að útblástur sem heimfæra megi upp á dísilvélar hafí aukist merkjanlega í fyrra og í ár og það valdi aukningu brennisteinstvíildis í and- rúmsloftinu. Einnig sé hugsanlegt að hluti þessar- ar mengunar sé frá stór- iðju. Hlutfall svifryks í Reykjavík miðað við önnur lönd sé hátt. Ráð að takmarka notkun nagladekkja Talið er að 35-50% af svifrykinu sé vegna vegs- lits, um 20% er sjávarselta, 20-30% er vegna jarðvegs- foks af hálendinu og 10- 15% vegna útblásturs frá vélum. Jón segir að svif- rykið geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna, ekki síst ef sótmagn er hátt. Ut- an á sótagnir eru kolvetna- sambönd sem eru krabba- meinsvaldandi. Jón segir að ekki hafi verið mikið sót í svifrykinu. Ekki hafi ver- ið rannsakað hér á landi hve skaðleg áhrifin eru af svifryki af völdum vegslits. Jón segir að til að draga úr svifryki gæti það verið til ráða að takmarka notk- un nagladekkja. Hann bendir á svokölluðharð- kornadekk og léttnagla sem slitna með dekkjun- um. Þeir sh'ti ekki nema 10-15% á við nagla sem eru algengastir í dekkjum. Umhverfísráðuneytið úrskurðar í kæru íbúa við Lækjarhjalla í Kópavogi á hendur skipulagsstjóra rfldsins Kópavogur UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ hefur nú úr- skurðað í kærumáli íbúa við Lækjarhjalla í Kópavogi á hendur skipulagsstjóra ríkisins, en eins og greint var frá hér í Morgunblaðinu 14. október sl. kærðu íbúar við Lækjarhjalla úrskurð skipulagsstjóra um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut til umhverf- isráðherra. Töldu þeir að ekki væri gert ráð fyrir nægilegum vörnum gegn hávaða vegna fyrirhugaðra framkvæmda og vildu að sett yrði upp hljóðmön milli Dalvegar og Reykja- nesbrautar frá gatnamótum við Nýbýlaveg vestur á móts við undirgöng austan bens- ínstöðvar Skeljungs við Reykjanesbraut. í úr- skurðarorðum ráðuneytisins, 8. desember sl., segir, að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins frá 4. ágúst 2000 vegna mats á umhverfisáhrif- um Reykjanesbrautar við Mjódd skuli standa. Með bréfi, dagsettu 12. september 2000, kallaði ráðuneytið eftir umsögnum Skipulags- stofnunar, Vegagerðarinnar, Hollustuverndar Úrskurður skipulags- stjóra um mislæg gatnamót stendur ríkisins, borgarráðs og Kópavogsbæjar vegna framangreindrar kæru. Og með bréfi, dag- settu 10. október sl., var Níelsi Hjaltasyni fyr- ir hönd kærenda sendar þær umsagnir og kærendum boðið að gera athugasemdir við þær, sem þeir ekki gerðu. I niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins segir orðrétt: „Ráðuneytið tekur undir það... að brýnt sé að bæta hljóðvist eins og kostur er með út- færslu mótvægisaðgerða í samráði við íbúa og eigendur fasteigna. Og sama viðhorf kemur fram í umsögn Hollustuverndar ríkisins, þar sem lagt er til að framkvæmdaraðili kanni til hvaða frekari aðgerða sé hægt að grípa sam- hliða fyrirhuguðum framkvæmdum, þannig að dregið verði úr hávaða frá Reykjanesbraut gagnvart íbúum Lækjarhjalla. Ráðuneytið telur að þrátt fyrir að ekki sé sú skylda á framkvæmdaraðila að grípa til sér- stakra mótvægisaðgerða á meðan umferð- arhávaði við Lækjarhjalla fer ekki yfir leyfileg viðmiðunarmörk er forráðamönnum fyrir- tækja og stofnana hins vegar heimilt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða, sbr. 1. tölul. 6. gr. reglugerðar um hávaða. í 4. viðauka á síðu 18 í frummatsskýrslu er gerð tillaga um að hljóðstig við Lækjarhjalla verði lækkað með því að hækka núverandi hljóðveggi við Dalveg eða að komið verði fyrir hljóðtálma við Reykjanesbraut. I skýrslunni er ekki mælt með jarðvegsmön við Dalveg eins og kær- endur leggja til þar sem að öllum líkindum sé ekki nægjanlegt landrými til þess að koma henni fyrir. Með vísan til þess sem að framan er rakið er það niðurstaða ráðuneytisins að ekki séu forsendur til að breyta úrskurði skipulags- stjóra ríkisins, þar sem óumdeilt er í máli þessu að hljóðstig við Lækjarhjalla vegna fyr- irhugaðra framkvæmda uppfyllir skilyrði reglugerðar um hávaða og að framkvæmda- aðila beri að grípa til mótvægisaðgerða fari hljóðstig yfir viðmiðunarmörk... Urskurður skipulagsstjóra ríkisins frá 4. ágúst 2000 um mislæg gatnamót við Mjódd skal því óbreyttur standa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.