Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 64
4 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Starfsnám
ryður
sér til rúms
Verkalýðsfélögin
hafa lagt mikla og vax-
andi áherslu á mennt-
unarmál félagsmanna
sinna og unnið á sínum
'»' vettvangi að símennt-
un í margvíslegu
formi. Markmiðið með
símenntuninni er með-
al annars að styrkja
launafólk á öllum svið-
um, auka menntunar-
stigið, bæta launakjör
og félagslega stöðu
fólks um leið og al-
menningur fær betri
og vandaðri þjónustu í
framtíðinni.
í menntunarmálum
er unnið i ýmiss konar samstarfi við
j4 ríkisvaldið. Þannig hafa sérstök
starfsgreinaráð verið sett á stofn
samkvæmt lögum um framhalds-
^skóla, þar sem fulltrúar atvinnurek-
enda, launþega og menntamála-
ráðuneytið koma saman og fjalla
um menntun fyrir hinar ýmsu
starfsgreinar. Undirritaður hefur
af hálfu BSRB setið í starfsgrein-
aráði sem tekur til félags- og heil-
brigðisþjónustu ásamt Birnu Ólafs-
dóttur, starfsmanni Sjúkraliða-
félags Islands. Frá ráðinu hafa nú
komið tillögur um mikilvæg skref í
starfsnámi með stofnun náms-
brauta fyrir félagsliða og hjúkrun-
j ar- og móttökuritara.
Mikill skortur á starfsnámi
Meðal fyrstu verka starfsgrein-
aráðsins var að líta yfir þær starfs-
greinar sem ráðinu bar að fjalla um
og gera sér grein fyrir stöðu starfs-
náms í viðkomandi greinum. Eftir
umfjöllun var ráðið einhuga um að
mikill skortur væri á starfsnámi
fyrir fólk sem starfaði í umönnun,
heimaþjónustu og félagslegri þjón-
ustu við aldraða og fatlaða.
Það hefur lengi verið ljóst að
bæta þyrfti menntun fólks sem
sinnir þessum mikilvægu störfum.
Nefndarmenn fóru í heimsóknir til
þeirra sem staðið hafa fyrir mennt-
un og námskeiðum fyrir fólk í þess-
‘um starfsgreinum, eins og verka-
lýðsfélögin Sókn og SFR hafa gert.
Námskeið Sóknar hafa
verið haldin í sam-
starfi við Námsflokka
Reykjavíkur og SFR
hefur haldið sín nám-
skeið í samráði við
félagsmálaráðuneytið
og svæðisskrifstofur
um málefni fatlaðra.
Þá fóru nefndarmenn í
vettvangsrannsókn til
þeirra verkalýðsfélaga
og stofnana á Akur-
eyri sem staðið hafa
fyrir námskeiðum af
svipuðum toga. Nám-
skeið þessi hafa skilað
mun hæfari starfs-
Nám
Mikilvægt er, segir
Arni St. Jónsson að
starfsreynsla og nám á
vegum stéttarfélaga
verði metið til stytt-
ingar á skólanámi.
kröftum til þjónustu við almenning
og starfsfólkinu launahækkunum.
Reynslan af námskeiðahaldinu er
afar góð og ýtir enn frekar undir þá
skoðun að mikil þörf er á frekari
starfsnámi fyrir fólk sem sinnir
þessum mikilvægu störfum.
Félagsliðabrautin
sem beðið var eftir
Fljótlega komust menn að þeirri
niðurstöðu að nám félagsliða þyrfti
að verða fjögurra anna starfsnám.
Félagsliðanámið er ætlað einstak-
lingum sem starfa við heimaþjón-
ustu, ófaglærðum starfsmönnum á
öldrunarstofnunum, starfsmönnum
við umönnun geðfatlaðra og með-
ferðar- og stuðningsfulltrúum.
Námið yrði byggt upp á 12 eininga
almennu bóknámi, 46 eininga sér-
námi og starfsþjálfun á vinnustað í
4 mánuði. Sérnámið verði annars
vegar á sviði öldrunar- og heima-
Árni St.
Jónsson
þjónustu og hins vegar á sviði þjón-
ustu við fatlaða.
I þessu sambandi er vert að hafa
sérstaklega i huga mikilvægi þess
að starfsreynsla og nám á vegum
stéttarfélaga verði metið til eininga
og þannig styttingar á námi.
Með sama hætti er gert ráð fyrir
að eftir námið geti nemendur fengið
nám sitt metið ef þeir óska eftir að
halda áfram námi á öðrum braut-
um, s.s. sjúkraliðabraut, þroska-
þjálfabraut og lyfjatæknabraut.
Námsbraut fyrir hjúkrunar-
og móttökuritara
Með svipuðum hætti og félags-
liðabrautin um heilbrigðis- og
félagslega þjónustu er hugsuð hafa
menn gert tillögur um sérstaka
námsbraut fyrir hjúkrunar- og mót-
tökuritara. Þessir faghópar vinna
svipuð störf á mismunandi starfs-
vettvangi. Hjúkrunarritarar vinna
að mestu leyti inni á sjúkrahúsum
en móttökuritarar á heilsugæslu-
stöðvum, bráðamóttökum og
læknastofum.
Við undirbúning tillagna um
þetta nám var leitað í smiðju til ná-
grannalandanna. I þessu efni er
haft til hliðsjónar nám fyrir ritara
erlendis og að viðbættu námi sem
miðar að starfsvettvangi á heil-
brigðissviði, m.a. heilbrigðisfræði,
skyndihjálp, félagsfræði, sálfræði
og siðfræði fyrir heilbrigðisstéttir.
Gert er ráð fyrir að verklegt nám
verði 15 einingar en heildarfjöldi
eininga verði 70 eða eitt og hálft ár í
bóknámi og hálft ár í verknámi.
Mikilvægt skref á langri leið
Ljóst er að íslenska þjóðfélagið
hefur liðið fyrir að rækja ekki
menntunarþörf samfélagsins. Þjóð-
félagið er sífellt að breytast og
kröfur til vinnuafls breytast í sam-
ræmi við það sem og aðstæður á
vinnustöðum. Við þessar aðstæður
verður enn frekari þörf á að ófag-
lærðir hafi möguleika tii að bæta
stöðu sina um leið og þörfum sam-
félagsins er betur sinnt. Verkalýðs-
hreyfingin leggur mikla áherslu á
að taka þátt í menntunarmálum
félaga sinna, bæði með starfrækslu
margs konar námskeiða og þátt-
töku í samstarfsverkefnum um
bætta menntun. Með ákvörðun um
að koma á fót formlegu starfsnámi
fyrir félagsliða í félags- og heil-
brigðisþjónustunni svo og hjúkrun-
ar- og mótttökuritaranáminu hefur
verið stigið mikilvægt skref á langri
leið til bætts starfsnáms á öllum
sviðum í íslensku atvinnulífi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Starfsmannafélags rfkisstofnana.
Bréf til Steingríms
Hermannssonar
NÚ HEFUR fjár-
laganefnd Alþingis af-
greitt styrkumsóknir
til samtaka um nátt-
úru- og umhverfismál
og er orðið Ijóst að
samtök yðar Um-
hverfisverndarsamtök
íslands, UVÍ, ásamt
Landvernd hlutu náð
fyrir augum fjárlaga-
nefndar öfugt við
N áttúruverndarsam-
tök íslands sem ekki
hlutu styrk að þessu
sinni.
Ég geri því skóna
að nefndin hafi unnið
að þessari veitingu
með hliðsjón af nýlegri samþykkt
Evrópusambandsins um stuðning
við frjáls félagasamtök á sviði um-
hverfismála eins og þér réttilega
bendið Jóni Kristjánssyni, for-
manni fjárlaganefndar, á í umsókn
yðar til nefndarinnar, dagsettri
17.október, og það sé hrein til-
viljun að þér og Jón Kristjánsson
séuð báðir framsóknarmenn ásamt
formanni Landverndar sem Jón
Kristjánsson skenkti 3 milljónir úr
sjóðum fjárlaganefndar.
Mín spurning er því þessi, Stein-
grímur: á hvaða hátt uppfyllir UVI
þau ákvæði Evrópusambandsins
um frjáls félagasamtök á sviði um-
hverfismála sem þér teljið gera
UVÍ gjaldgeng og hæf til að þiggja
tvær milljónir úr vasa skattborg-
aranna?
Nú veit ég ekki til þess að í um-
sókn yðar til fjárlaganefndar komi
nokkuð það fram sem réttlæti
tveggja milljóna króna fjárveitingu
til samtaka yðar, nema kannski
það að þér og Jón Kristjánsson er-
uð samflokka en það er auðvitað
hrein tilviljun og kemur ekki fram
í umsókninni.
En ýmislegt annað kemur á
diskinn ef umsókn yðar er skoðuð
nánar.
Mér finnst ekki annað vera á
stefnuskrá yðar en „að sætta
hrossa- og sauðfjárbændur annars
vegar og náttúrverndar-, land-
græðslu- og fræðimenn hins veg-
ar.“ (Ég get mér þess til að síðast-
taldi hópurinn hafi myndað
samtök). Og ef við köfum á dýpri
mið í umsókn yðar til fjárlaga-
nefndar, dagsettri 17.október,
kemur ýmislegt fram eins og t.d.:
„...þá hafa samtökin verið með í
undirbúningi að ná saman góðum
hópi fræðimanna til
að gera úttekt á gróð-
urhúsaáhrifum (?!)
okkar Islendinga og
gera tillögur um
hvernig megi draga
úr þeim. þetta er að
mati samtakanna afar
mikilvægt ekki síst
með það í huga hvern-
ig við Islendingar get-
um staðið við alþjóð-
legar skuldbindingar
um minni losun gróð-
urhúsalofttegunda og
skapað svigrúm fyrir
orkufrekan iðnað.“
(innskot höfundar).
Nú mætti halda að
Fjárveiting
*
Eg skora á yður, Stein-
grímur, segir Daníel
Þorkell Magnússon, að
skila aftur þeim fjár-
munum sem fjárveit-
inganefnd úthlutaði
Umhverfisverndarsam-
--------------t—:-----------
tökum Islands.
ég væri undir einhvers konar
gróðurhúsaáhrifum því ég skil
ekki þennan kafla í umsókn yðar.
Eruð þér að segja að Umhverf-
isverndarsamtök íslands vilji
standa að mælingu á losun gróð-
urhúsalofttegunda í því augnamiði
að stuðla að aukinni losun þeirra?
Ég get mér þess til að hinn orku-
freki iðnaður sem þér viljið skapa
„svigrúm" fyrir, eins og segir í
umsókn yðar, sé mengandi ál-
bræðsla því enginn annar iðnaður
krefst „svigrúms“ vegna losunar
gróðurhúsalofttegunda.
Nú langar mig að koma með lík-
ingu. Segjum sem svo að stofnuð
væru á Islandi barnaverndarsam-
tök sem stuðla vildu að mælingu á
löðrungum sem börnum væru
veittir, í þeim tilgangi að stemma
stigu við þeim til að skapa svigrúm
fyrir hýðingar.
Ég get almennilega ekki skilið,
Steingrímur, hvernig þér getið
kinnroðalaust þegið peninga úr
sjóðum fjárlaganefndar í nafni
Daníel Þorkell
Magnússon
mm H10 íeei ra
♦ CJ J Hólagarður ♦
Verslum þar sem stemmningin er.