Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 45 FJÖLMIÐLUN Sérsamband fyrir heilsublaðamenn Ósló. Morgunblaðið. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Astra- Zeneca beitir sér nú fyrir því að norskir blaðamenn, sem sérhæfa sig í umfjöllun um heilsu, stofni sérsamband. Aðdragandinn var námskeið sem norski angi þessa sænsk-enska lyfjafyrirtækis hélt í september og sótt var af blaða- mönnum frá mörgum fjölmiðlum í Noregi. Norska blaðamanna- sambandið gagnrýnir framtakið, að því er greint er frá í Dagens Næringsliv. Á umræddu námskeiði var m.a. rætt hversu mikilvægt væri að fjölmiðlar setji fram á auð- skiljanlegan hátt oft flókin lyfja- og læknisfræðileg málefni. Hlut- verk fjölmiðla og siðferði var einnig rætt. „Við óskum eftir og þörfn- umst góðra tengsla við blaða- menn sem sérhæfa sig í umfjöll- un um heilsu. Þess vegna viljum við styðja stofnun sambands slíkra blaðamanna, helst á næsta ári,“ segir í bréfi Astra- Zeneca til þátttakenda á nám- skeiðinu í september. Svein Morten Ertsaas, tals- maður fyrirtækisins, segir í samtali við DN að fleiri nám- skeið verði haldin á næsta ári og þar geti blaðamennirnir kannski tekið frumkvæðið að stofnun umrædds sambands en Astra- Zeneca muni ekki koma beint að því. Rýrir trúverðugleika Per Edgar Kokkvold, tals- maður norska blaðamannasam- bandsins, telur að þeir blaða- menn sem tengist AstraZeneca á þennan hátt rýri með því trú- verðugleika sinn. Undirbúningur að stofnun félags af þessu tagi verði að vera óháður iðnaðinum. DN ræðir einnig við sænskan blaðamann sem tók þátt í nám- skeiðinu í september. Inger Att- erstam frá Svenska Dagbladet hélt að Aftenposten stæði að námskeiðinu en uppgötvaði að AstraZeneca hélt um stjórnar- taumana þegar hún kom á stað- inn. Hún bendir á að tilsvarandi samband blaðamanna sem skrifa um heilsu í Svíþjóð hafi sett sér strangar reglur um tilboð frá lyfjaiðnaðinum. Zink - margmiðlun ehf., fréttastofa atvinnulífsins Vinna fréttalýsingar fyrir sjónvarp ZINK - margmiðlun ehf., frétta- stofa atvinnulífsins, er fyrirtæki sem vinnur og sér um fréttalýs- ingar til sýningar í sjónvarpi og á Netinu, þar sem kynnt eru fyr- irtæki, félög og stofnanir. Boðið er upp á einnar mínútu fréttalýsingu í Ríkissjónvarpinu um helgar á föstum tímum í auglýstri dagskrá, daglega á Skjá einum milli hefð- bundinna dagskrárliða og á sjón- varpsstöðinni Aksjón á Akureyri. Einar Þorsteinsson er framleið- andi kynninganna og sagði hann að Zink væri með fasta þætti á sjónvarpsstöðvunum þremur auk heimasíðu á Netinu, Zink.is, þar sem hægt er að endursýna þætt- ina. „Við köllum þetta fréttalýsingu í fréttaformi, sem fyrirtæki greiða fyrir,“ sagði hann. „Þættirnir eru unnir af fagfólki og þannig að sumir halda að um dagskrárefni sé að ræða þrátt fyrir að merki okkar birtist í upphafi og sjáist á skjá- myndinni. Yfirleitt eru þetta stutt- ar fréttalýsingar í eina mínútu en mínúta í sjónvarpi er ansi löng. Meðal þess sem við höfum þegar kynnt eru ýmsir listamenn, versl- Sigurjón Friðrik, tökumaður hjá Zink, Elín Amardóttir og Ragnar Ey- þórsson tæknimaður við töku á fréttalýsingu. anir, þjónustufyrirtæki og stofn- anir.“ Einar sagði að viðtökur hafi ver- ið góðar. „Við erum með eigin tæki og mannskap og hjá okkur starfa fagmenn sem vinna alit efnið og hafa viðskiptavinirnir verið mjög ánægðir með viðbrögðin sem þeir hafa fengið,“ sagði hann. „Innifalið í kostnaðinum er fréttin, kynning og tíu birtingar á efninu, tvisvar á RUV, þrisvar á Skjá einum og fimm sinnum á Aksjón á Akureyri. Við erum með 18 mínútur á RUV um helgar, 36 mínútur á Skjá 1 á viku og daglega á Akureyri. Við eigum þessa tíma og nýtum þá vel.“ 'hiWear Vorum ab opna frábæran útsblumarkab. Opib frá kl. 12. alla daga til jóla. F.f vcrslab er fyrir mcira en kr. 15. þ fylrþr óvæntur jóiaglabningur, Opib til kl. 22 alla darja til jóla. ITÍSKA iSr NEÐGÖNGUFATNAÐUR Jólasendingin komin. Þumalína, Pósthússtræti 13. www.mbl.is Kári litli og Lappi kom fyrst út haustið 1938 og hefur lifað með þjóðinni f meira en sex áratugi. Mun ekki ofsögum sagt að þau kynni hafi einkennst af vinsemd og ánægju. Kári litli og Lappi var að sumu leyti tímamótaverk þegar bókin kom ti! íslenskra barna fyrir 62 árum. Kári var kaupstaðarbarn en barnabækur á þeim árum gerðust flestar í sveit. Hann bar með sér ferskan blæ og heimilislegan um leið. Bókaútgáfunni Björk er það sérstök ánægja og sómi að setja þessa 9. útgáfu af Kára litla og Lappa á markað á 85. aldursári höfundar. Tóta tætibuska er nýstárleg og skemmtileg barnabók. Teikningar hins kunna danska listamanns R. Storm-Petersen eru sérstæöar og kátlegar. Sagan er gömul og þó alltaf ný. Kamma Laurents segir hana í léttum kviðlingum. íslensku vísurnar eru líka auðskildar hverju barni. Þær má syngja undir laginu Kátir voru karlar. Palli var einn í hefminum - hin heimsfræga barnabók eftir danska höfundinn Jens Sigsgaard, er komin út í 6. útgáfu. Glæsileg bók sem notið hefur fádæma vinsælda hvar sem hún hefur komið út. ~ ~ ~ Skemmtilegu smábarnabækurnar nr. 1-42 eru vinsælustu bækurnar fyrir lítil börn, sem fyrirfinnast á bókamarkaðnum. Margar hafa komið út í yfir 50 ár en eru þó alltaf sem nýar. I ár koma út nr. 5 Tralli, nr. 8 Bangsi litli, nr. 41 Hjólin á strætó og nr. 42 Þekkir þú hljóöin. Birkivöllum 30 800 Selfossi Sími 482 1394 Fax 482 3894 P.M.U VAH I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.