Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR16, ÐESEMBER 2000
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Uss, ertu bara plat jólasveinn?
Sigurður Geirdal bæjarslnórí í Kópavogi um land Landspítala
Nýtt í stöðunni að landið
sé til sölu eða leigu
SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í
Kópavogi, segir það nýtt í stöðunni
að hvatt sé til þess að Landspít-
alinn - háskólasjúkrahús selji eða
leigi land í sinni eigu í Kópavogi.
„Þetta er athygiisvert og vert að
fylgjast vel með þessu,“ segir hann.
Sigurður segir að hér sé um að
ræða fallegt land við voginn. „Við
eigum hluta af þessu svæði og er-
um þar með leikskóla. Það er hins
vegar nýtt í stöðunni að landið sé
til sölu og við höfum ekki metið
málið ennþá út frá því,“ segir Sig-
urður. Hann segir að huga verði
einnig að grænum blettum í bæn-
um en bætir því við að Kópa-
vogsbæ hefur ekki verið boðið
landið til sölu enda hafi ekki verið á
dagskrá hjá spítalanum að selja
það.
Leðurhúsgögn fyrir þá sem vilja vanda
valið. Glæsileg ítölsk hönnun, stílhrein,
vönduð og umfram altt þægileg.
Komdu og skoðaðu það nýjasta frá Ítalíu.
VISA
Raðgreiðslur í allt
að 36 mánuði.
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bíldshöfða, 110 Reykjavík
sími 510 8000, www.husgagnahollin.is
Fréttir á Netinu
v'gunbl.is
Var á leiðinni út úr verkalýðsmálum
Aftur kominn
í eldlínuna
Halldór Björnsson
FYRR á þessu ári lét
Halldór Bjömsson
af störfum sem for-
maður Eflingar og hafði þá
við orð að hann væri að
hætta „í slagnum“ og setj-
ast í „helgan stein“. En
margt fer öðravísi en ætlað
er. Hinn 13. október varð
hann formaður hins nýja
Starfsgreinasambands Is-
lands. A þingi ASI var
hann kosinn varaforseti
þess og nú gegnir hann
störfum forseta ASÍ í veik-
indaforföllum Grétars Þor-
steinssonar. Þetta er nokk-
uð óvænt framvinda mála.
Hvað segir Halldór sjálfur
umalltþetta?
„Ég tók að mér í maí sl.
að reyna að sameina þrjú
landssambönd - Verka-
mannasamband íslands, Lands-
samband iðnverkafólks og loks
Þjónustusamband íslands. Endir
á því varð að um miðjan október
eftir mikla vinnu frá því í júní í
sumar, fundahöld og ferðalög, þá
varð til Starfsgreinasamband Is-
lands. Þar æxluðust hlutimir
þannig að ég varð sjálfkjörinn for-
maður hins nýja sambands næstu
tvö ár. Ég hóf svo störf hér strax
eftir stofnfundinn og hef starfað á
skrifstofunni í Skipholti 50c síðan.
Fyrir þing ASÍ var reynt að ná
samstöðu um nýja miðstjórn og
forseta. Þeir sem unnu að þessu
voru formenn landssambandanna
og stærstu félaganna innan ASI.
Ástæðan fyrir því að þetta var
reynt með svona fyrirvara voru ný
lög ASÍ og nýtt skipulag, sem er
það róttækasta frá stofnun Al-
þýðusambandsins 1916. Lögin og
skipulagið voru samþykkt á þingi
ASI en samkomulag um nýja mið-
stjóm og forseta varð deiluefni.
Einkum varð fljótlega ljóst að það
yrði ekki samkomulag um tillögu
að forseta, menn myndu ekki ná
saman. Við lögðum þess vegna til
hliðar allar vangaveltur um það
sæti og einbeittum okkur að skip-
un miðstjórnar. Menn urðu fljót-
lega nokkuð sammála um frá
hvaða hópum menn kæmu inn í
miðstjóm. ASI er samband lands-
sambandanna og þess vegna eðli-
legt að hvert landssamband ætti
fulltrúa í miðstjóm. Síðan var
reynt að taka tillit til stærstu
félagseininganna og landsbyggð-
arsjónarmiða. í sjálfu sér gekk
þessi skipan ágætlega en fljótlega
kom upp ágreiningur um vinnu-
brögð og aðkomu að þessari vinnu
sem setti hana í mikla upplausn-
arhættu og á tímabili leit út fyrir
að þingið gæti ekki kjönð mið-
stjóm eftir neinu kerfi. í öllum
þessum darraðardansi sem alþjóð
fylgdist með og var mjög hatram-
ur á milli einstakra persóna þá var
mjög erfitt fyrir kjörstjórn að ná
ásættanlegri niðurstöðu. Ég var
formaður kjörstjómar og það urðu
mikil átök innan Starfsgreinasam-
bandsins um skipun miðstjómai-
og þurfti að halda mjög erfiðan
fund til að leysa það mál. í öllu
þessum atgangi þá end-
aði ég inni sem varafor-
seti ASÍ og var sjálf-
körinn, rétt eins og ég
var sjálfkjörinn for-
maður Starfsgreina-
sambandsins. Segja má
því að tilviljun hafi ráð-
ið í báðum tilvikum að málin skip-
uðust svona. Ég var sannarlega
ekki í framboðshugleiðingum.“
- Og hvemig líknr þér nú þessi
skipan mála?
„Ég væri óheiðarlegur ef ég
segði að mér líkaði þetta illa. Mér
líkar þetta nánast vel, ég hef gam-
an af að vinna í svona málum. Ég
► Halldór Bjömsson fæddist
16.8.1928 á Stokkseyri. Hann
tók barnapróf og próf frá Ingi-
marsskólanum við Lindargötu
1945. Hann hóf störf hjá Olíu-
félagi íslands 1954 þar sem hann
starfaði til 1969, þá fór hann að
vinna þjá verkamannafélaginu
Dagsbrún þar sem hann starfaði
þar til félagið var Iagt niður 1997
og sameinað öðmm félögum í
félaginu Eflingu þar sem Halldór
starfaði þar til á miðju ári 2000.
Nú er hann formaður Starfs-
greinasambands íslands og vara-
forseti Alþýðusambandsins -
reyndar starfandi forseti þess
um þessar mundir í veikinda-
forföllum Grétars Þorsteins-
sonar. Halldór á fjögur upp-
komin böm.
tók Dagsbrún að mér þegar í
henni voru 4.000 félagsmenn en
skilaði félaginu af mér með sam-
einingu við önnur félög með 16.000
félaga. Ég hef alla tíð haft mjög
gaman af að vasast í félagsmálum
og verið svo lánsamur að geta lað-
að saman ólík sjónarmið og ólíka
hópa. Það hefur verið mín sterka
hlið.“
-Þú er núna starfandi forseti
ASI -munsú skipan vara lengi?
„Nei, ég vona að það verði frek-
ar stutt. Eg trúi að svo verði.“
- Er ekkert erfítt að gegna sam-
tímis störfum sem forseti og vara-
forseti ASI og sem formaður
Starfsgreinasambands íslands?
„Nei, þetta rekst ekki á. Ég er
mjög fljótur að átta mig á hlutun-
um og fljótur að taka ákvarðanir.
Þessi störf fara að ýmsu leyti vel
saman og starfsfólk á báðum stöð-
um er vel hæft og samtaka, þannig
að þetta gengur furðu vel. Ég tek
vandamálin ekki inn á mig, læt þau
ekki fylgja mér heim. Það er aðal-
atriðið.“
- Hvaða mál ber hæst hjá ykkur
í ASÍ þessa dagana?
„Við viljum tryggja þá samn-
inga sem við gerðum í vor, sjá til
þess að ákvæði þeirra haldi. Það
reynir á þetta í febrúarmánuði, þá
geta uppsagnarákvæði kauplið-
anna verið laus. Ríkis-
stjórnin gaf ákveðin lof-
orð varðandi skattamál
og fleira. í dag virðist
málið standa þannig að
ákvæðin um skattamál-
in ætli ekki að standa af
stjómarinnar hálfu. Ég
hef sagt forsætisráðherra það að
ef svo færi þá yrði örugglega mjög
erfitt að koma saman launalið
samninga, yrði honum á annað
borð sagt upp. Okkur finnst rík-
isstjómin óneitanlega „leika sér að
eldinum" með því að leyfa hækkun
á útsvari án þess að lækka tekju-
skatt samsvarandi á móti.“
Okkur finnst
ríkisstjórnin
vera að
„leikasér að
eldinum"