Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Landssíminn óskar
eftir tilboðum
í Gufuneslóð
LANDSSÍMINN hefur öðru sinni
auglýst til sölu lóð fyrirtækisins í
Gufunesi. Nú hefur verið óskað eftir
kauptilboðum í hluta eignarlóðarinn-
ar sem stendur við Smárarima 1 í
Grafarvogi.
Lóðin var fyrst auglýst sl. sumar
og bárust þá fjölmargar fyrirspurnir
og tilboð, að sögn Halldórs Eyjólfs-
sonar, verkfræðings hjá fasteigna-
deild Landssímans. Ekkert varð hins
vegar af sölu þá, þar sem ákveðið var
að endurmeta þarfir Landssímans á
svæðinu, en til stendur að fyrirtækið
haldi eftir hluta lóðarinnar fyrir
starfsemi sína, en Fjarskiptaþjón-
ustan hefur verið starfrækt í Gufu-
nesi frá því á miðjum þriðja áratugn-
um. Stærsti hluti landsins fer undir
möstur og viðtökuloftnet sem tengj-
ast rekstrinum. Nú er hins vegar fyr-
irhugað að flytja nær öll möstrin
burt af svæðinu.
Heildarstærð lóðarinnar er 11,7
hektarar en Landssíminn hyggst
halda eftir ríflega hálfum hektara
undir starfsemi sína.
„Fjölmargir aðilar hafa þegar lýst
yfir áhuga sínum og nálgast útboðs-
gögnin. Það er heldur ekki að undra,
hér er um að ræða eftirsóttan reit á
svæði þar sem mikil uppbygging hef-
ur átt sér stað á undanförnum ár-
um,“ segir Halldór ennfremur.
Landssímahúsið
selt á næstunni?
Lóðin í Gufunesi er ekki eina eign-
in sem Fasteignadeildin höndlar
með þessa dagana, því gamla Lands-
símahúsið við Austurvöll er enn til
sölu og hefur verið um nokkurt
skeið.
„Það eru viðræður í gangi við
nokkra aðila um kaup á húsinu. Við
teljum okkur hins vegar ekki hafa
fengið nægilega góð tilboð ennþá,“
segir Halldór. Hann bætti þó við að
úr þeim málum gæti ræst alveg á
næstunni.
Forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og framkvæmdastjóri kennslu og fræða
Afturköllimin snerist um hags-
munaárekstur og trúnaðarbrest
Kærleiks-
klinki
safnað til
styrktar
Umhyggju
KARL Sigurbjörnsson, biskup
Isiands, og Halldór Kristjáns-
son, bankastjóri Landsbankans,
sjást hér stinga smápeningum í
baukinn hans Benjamíns
bangsa, en Landsbankinn
stendur nú fyrir söfnun á smá-
peningum, bæði innlendum og
erlendum, til styrktar Um-
hyggju, félagi sem vinnur að
bættum hag sjúkra barna og
fjölskyldna þeirra.
Söfnunin fer fram dagana 11.
til 22. desember í öllum útibúum
Landsbankans. Árið 1998 sá
Landsbankinn um að safna er-
lendu klinki fyrir Umhyggju og
skilaði sú söfnun 8 milljónum
króna til félagsins.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Magnúsi Péturssyni,
forstjóra Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss og Gísla Einarssyni,
framkvæmdastjóra kennslu og
fræða:
„Vegna fréttaflutnings og leiðara-
skrifa í Morgunblaðinu 14. desember
2000 varðandi val á sviðsstjóra á Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi gera
Magnús Pétursson forstjóri og Gísli
Einarsson framkvæmdastjóri kennslu
og fræða eftirfai-andi athugasemdir:
Stjómendur Landspítala - há-
skólasjúkrahúss virða málfrelsi, skoð-
anafrelsi og tjáningarfrelsi. Ástæðu-
laust er að draga það í efa.
Mannréttindi voru því ekíd brotin við
afturköllun á vali í stöðu sviðsstjóra á
skrifstofu kennslu og fræða á spítal-
anum. Fullyrðingar um annað eru
rangfærslur. Afturköllunin snerist
um hagsmunaárekstur og trúnaðar-
brest. Yfirstjóm spítalans gerir þá
sjálfsögðu kröfu til þeirra sem em
valdir til stjómunarstarfa á stofnun-
inni að þeir sýni trúmennsku gagn-
vart verkefnum sem þeim er falið að
vinna, að þeir standi vörð um hags-
muni spítalans, að þeir talri fullan þátt
í stefnumótun hinnar nýju stofnunar
og að þeir gæti fyllsta trúnaðar gagn-
vart yfirmönnum sínum.
Steinn Jónsson læknir var nýlega
valinn til þess að gegna starfi sviðs-
stjóra á skrifstofu kennslu og fræða.
Hann hafði þá lýst fyrir fram-
kvæmdastjóra kennslu og fræða
stuðningi við það starf sem færi fram
við mótun háskólasjúkrahússins og
jafnframt vilja sínum til þess að taka
þátt í því. Örfáum dögum síðar kom
hann hins vegar fram sem helsti tals-
maður og forgöngumaður að stofnun
einkarekinnar læknastöðvar með
spítalaþjónustu, þ.e. einkarekins
sjúkrahúss. I þeim fréttaflutningi
kom skýrt fram, að aðstandendur
félags sem hygðist kanna hagkvæmni
slíks rekstrar teldu opinbera heil-
brigðiskerfið og þar með spítalann
ekki lengur valda verkefni sínu. Því
þyrfti að grípa til þessa ráðs, enda að-
alrök fyrir því að stofna einkarekið
sjúkrahús.
Sviðsstjórar á Landspítala - há-
skólasjúkrahúsi eru valdir tímabund-
ið til þess trúnaðarstarfs en ekki
ráðnir. Þeir eru valdir af stjórnendum
spítalans og gerðar kröfur til þeirra í
starfslýsingum um að vinna að mark-
miðum stofnunarinnar og framfylgja
ákvörðunum yfirstjómar. Steinn
Jónsson var valinn til þess að gegna
sviðsstjórastarfi. Fonnlega hafði ekki
verið gengið frá því þegar í Ijós kom
að Steinn undirbýr nú stofnun nýs
spítala. I þessu felst skýr hagsmuna-
árekstur, því stofnun einkarekins
spítala hefði mikil áhrif á starfsemi
Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Auk þess væri erfitt tveimur hermm
að þjóna að þessu leyti. í þessu felst
líka augljós trúnaðarbrestur, þar sem
yfirstjóm Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss ætlast til þess að sviðs-
stjórar vinni að hagsmunum spítal-
ans. Af þessum ástæðum var ákveðið
að afturkalla val Steins Jónssonar í
stöðu sviðsstjóra á skrifstofu kennslu
og fræða. Staða hans sem sérfræð-
ings á spítalanum, sem hann er ráðinn
til að gegna í fullu starfi, er hins vegar
óbreytt."
Greinargerð frá framkvæmdastjora kennslu og fræða á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi
GÍSLI Einarsson, framkvæmdastjóri
kennslu og fræða, á Landspítala - há-
skólasjúki-ahúsi hefur óskað eftir að
Morgunblaðið birti eftirfarandi
greinargerð sem hann sendi blaðinu í
gær. Millifyrirsagnir em blaðsins.
„Að undangengnum viðræðum við
Stein Jónsson, sérfræðing og dósent í
læknadeild Háskóla íslands, for-
Ekki ætlunin að beygja
sannfæringu hans
svarsmenn læknadeildar, m.a. pró-
fessorana Reyni Tómas Geirsson
deildarforseta, Jónas Magnússon
varadeildarforseta og Þórð Harðar-
son ákvað ég, einnig í samráði við
Magnús Pétursson forstjóra og Jó-
hannes M. Gunnarsson lækningafor-
stjóra að tilnefna Stein Jónsson til
starfa sem sviðsstjóra læknisfræði-
sviðs Skrifstofu kennslu og fræða.
I áðumefndum umræðum um mál-
ið á haustmánuðum var sú hugmynd
uppi meðal forsvarsmanna í lækna-
deild að skipa Stein formann fram-
haldsmenntunarráðs sem er mjög
mikilvægur samráðsaðili um klíníska
framhaldsmenntun lækna á sjúkra-
húsinu. Að því viðbættu að Steinn
hefur sýnt kennslumálum lækna-
nema og lækna á fyrrverandi Sjúkra-
húsi Reykjavíkur mikinn áhuga og
dugnað, þótti mér sem þessi ráðahag-
ur væri góður. Steinn samþykkti að
taka að sér umrædda stöðu seint í
nóvember í 60% starfi á móti 40%
starfi sínu sem sérfræðingur á lyf-
lækningasviði. Ætlunin var að nota
desembermánuð til að ganga frá mál-
um en engin skrifleg breyting á ráðn-
ingarsamningi hafði verið gerð,
Steinn hafði ekki fengið skriflega
starfslýsingu eða annað formlega
tengt starfinu, undirritað af mér eða
forstjóra. Ég tOkynnti ákvörðunina
um tilnefningu Steins á fundi fram-
kvæmdastjómar hinn 28. nóvember
og var hún gerð opinber með fund-
argerð."
Unnið að stofnun nýs spítala
„Að morgni 7. desember var frétt
um það í Ríkisútvarpinu (RÚV) að
læknastöðvar í Reykjavík hefðu
ákveðið að stofna félag til að kanna
hagkvæmni þess að reisa sameigin-
lega miðstöð fyrir sérhæfða heil-
brigðisþjónustu. Vai' haft viðtal við
Stein Jónsson og hann kynntur sem
einn þeirra er unnið hefðu að und-
irbúningi stöðvarinnar. Sagði Steinn
að „...einnig er hugmyndin að reyna
að víkka út starfsemina líka og bjóða
upp á einhverja meiri þjónustu, verk
sem hingað til hafa verið gerð inni á
spítölum." Var síðar í fréttinni haft
eftir Steini ,„..að biðlistar og fleiri
vandamál í opinbera heilbrigðiskerf-
inu sýni að það hafi ekki valdið verk-
efni sínu. Þeir sem undirbúi stofnun
nýju stöðvarinnar telja sig geta veitt
jafn góða þjónustu á ýmsum sviðum á
hagkvæmari hátt.“
Enn var frétt sama efnis í hádeg-
isfréttum RÚV sama dag og þar haft
eftir Steini „...að þau telji sig geta
byggt slíka miðstöð fyrir mun minna
fé en ríkið telji sig þurfa í nýjan spít-
ala.“ Þessi orð verða vart öðruvísi
skilin en að hér sé unnið að stofnun
nýs spítala. Frekari umfjöllun á sömu
nótum var síðan í Morgunblaðinu
daginn eftir, hinn 8. desember.
Það var samdóma álit yfirmanna
Steins að forysta yfirmanns við Land-
spítala - háskólasjúkrahús um stofn-
un nýrrar heilbrigðisstofnunar m.a.
vegna þess að Landspítali - háskóla-
sjúkrahús hefði brugðist og ekki vald-
ið verkefni sínu fæli í sér augljósan
hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest
við yfirmenn og vinnuveitanda. Slíkt
gæti ekki samrýmst starfi sem sviðs-
stjóri við LSH og ákvað forstjóri í
, samráði .við mig að falla frá fym
ákvörðun um tilnefningu Steins í
starfið.
Ég kallaði Stein á skrifstofu mína
hinn 8. desember og kynnti honum
þessa afstöðu og ástæður hennar. Gaf
ég Steini þá kost á að segja sig frá
stöðu sviðsstjóra af ástæðum sem
hann mátti tilgreina. Þessu hafnaði
Steinn og kvaðst fremur vilja verða
vikið frá, enda þótt hann teldi að í
raun hefði hann ekki formlega hafið
störf. Ræddum við málið ítarlega og
kom þá fram í umræðu okkar mun-
urinn á því, annars vegar að hafa
skoðun á málefnum spítalans opin-
berlega og hins vegar hvernig menn
hygðust hafast að sem yfirmenn spít-
alans þegar þeir teldu að betur þyrfti
að gera. Gerði ég Steini grein fyrir
þeirri skoðun okkar í yfirstjóm spít-
alans að reginmunur væri á því að
vinna að endurbótum í nýju yfir-
mannsstarfi sínu innan spítalans eða,
eins og í tilviki Steins, vinna að stofn-
un heilbrigðisþjónustufyrirtækis á
öðrum vettvangi. Ég vil fullyrða að
Steini var í samtali okkar fullljós
þessi munur og.vþiai' .með einnig
ástæður forstjóra fyrir því að draga
til baka fyrri ákvörðun, enda þótt
Steinn væri henni ósammála.“
Taldi rétt sinn að vinna
að slíkri stofhun
„Á fundi mínum með Steini kom
mjög skýrt fram að sú vinna sem
hann hefði lagt í það málefni sem um
ræðir þ.e. einkarekna heilbrigðis-
stofnun, væri sannfæring sín og að
hann teldi það óskoraðan rétt sinn að
vinna slíkri stofnun brautargengi-
Auk þess kvað Steinn mjög skýrt að
orði um það að hann hefði alla tíð ver-
ið á móti sameiningu sjúkrahúsanna
og væri enn. Einungis stofnun há-
skólasjúkrahúss hefði fengið sig til að
geta að nokkru fellt sig við hugmynd-
ina um sameiningu. Með þessum
hætti kom Steinn afstöðu sinni skýrt
til skila gagnvart yfirstjórn spítalans.
Að fenginni slfyiri afstöðu Steins
um að segja sig ekki frá fyrirhuguðu
starfi var honum sent bréf forstjóra.
í máli þessu (m.a. í umfjöllun for-
stjóra og framkvæmdastjórnar) er að
sjálfsögðu ekki um það að ræða að
beygja sannfæringu Steins Jónsson-
ar á nokkurn hátt. Enginn dregur í
efa frelsi Steins til þeiira skoðana
sem hann hefur gefið tfi kynna.Um
þetta eru forstjóri og öll fram-
kvæmdastjórnin (sem á fundi sínum
hinn 12. desember studdi ákvörðun
forstjóra samhljóða) algjörlega sam-
mála.“ : ,, —
i