Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÓKASALA 6.-12. des. Röd Titill/ Hðfundur/ Utgefandi 1 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 2 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 3 Útkall uppá Iff og dauða/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan 4 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 5 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 6 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 7 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 8 Undir bárujárnsboga-Braggalíf.../ Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 9 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með .J Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 10 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG PÝDD SKÁLDVERK 1 Draumar á jörðu/ Einar Már Guðmundsson/ Mál og menning 2 Dís/ Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir/ Forlagið 3 Myndin af heiminum/ Pétur Gunnarsson/ Mál og menning 4 Oddaflug/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell 5 Mýrin/ Arnaldur Indriðason/ Vaka-Helgafell 6 Dóttir gæfunnar/ Isabel Allende/ Mál og menning 7 Þögnin/ Vigdís Grimsdóttir/ Iðunn 8 Stúlkan sem elskaði Tom Gordon/ Stephen King/ Iðunn 9 Himininn hrynur/ Sidney Sheldon/ Skjaldborg 10 Háskaflug/ Jack Higgins/ Hörpuútgáfan ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Ský fyrir ský-Ljóð 1982 -1995/ Isak Harðarson/ Forlagið 2 Undir bláhimni-Skagfirsk.../ Bjarni Stefán Konráðsson safnaði/ Bókaútgáfan Hólar 3-4 Hnattflug/ Sigurbjörg Þrastardóttir/ JPV forlag 3-4 Jólasveinamir þrettán/ Elsa E. Guðjónsson/ Elsa E. Guðjónsson 5-6 Perlur úr Ijóðum íslenskra kvenna/ Silja Aðalsteinsdóttir valdi/ Hörpuútgáfan 5-6 Sonnettur/ John Keats/ Mál og menning ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Harry Potter og fanginn frá Azkaban/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 2 Ert þú Blíðfinnur? Ég er með ,J Þorvaldur Þorsteinsson/ Bjartur 3 Matreiðslubók Latabæjar/ Ragnar Ómarsson/ Magnús Scheving 4 Harry Potter og leyniklefinn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 5 Frelsun Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 6 Bert og bræðumir/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg 7 Mói hrekkjusvín/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning 8 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna K. Rowling/ Bjartur 9 Eva & Adam-Kvöl og pína á Jólum/ Máns Gahrton/ Æskan 10 Búkolla/ Myndskr. Kristinn G. Jóhannsson/ Bókaútgáfan Hólar ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 Útkall uppá líf og dauða/ Óttar Sveinsson/ Islenska bókaútgáfan 2 Undir bárujámsboga-Braggalíf... / Eggert Þór Bernharðsson/ JPV forlag 3 20. öldin-Mesta umbreytingaskeið/ Helga Þórarinsdóttir o.fl. þýddu/ Vaka Helgafell 4 ísland í aldanna rás-20. öldin 1900 -1950/ lllugi Jökulsson o.fl./ JPV forlag 5 Betri heimur/ Dalai Lama/ JPV forlag 6 Hálendið í náttúru íslands/ Guðmundur Páll Ólafsson/ Mál og menning 7 20. öldin - Brot úr sögu þjóðar/ Ritstj. Jakob F. Ásgeirsson/ Nýja bókafélagið 8 Reiðleiðir um ísland/ Sigurjón Björnsson/ Mál og mynd 9 Kæri kjÓsandÍ-GamansÖgur .../ Ritstj. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason/ B. Hólar 10 Fyndnir íslendingar/ Hannes H. Gissurarson/ Nýja bókafélagið ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR 1 Steinn Steinarr-Leit að ævi skálds/ Gylfi Gröndal/ JPV forlag 2 Einar Benediktsson III/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn 3 Steingrímur Hermannsson III/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell 4 Engin venjuleg kona-Litríkt Irf.../ Þórunn Valdimarsdóttir/ JPV forlag 5 í hlutverki leiðtogans-Líf fimm .../ Ásdís Halla Bragadóttir/ Vaka-Helgafell 6 Einn á ísnum/ Haraldur örn Ólafsson/ Mál og menning 7 Svínahirðirinn/ Jeffrey Kottler og Þórhallur Vilhjálmsson/ JPV forlag 8 Ólafur biskup - Æviþættir/ Skrásetj. Björn Jónsson/ Almenna útgáfan 9 Seiður Grænlands/ Reynir Traustason/ Islenska bókaútgáfan ehf 10 Mynd af konu-Vilborg Dagbjartsd./ Kristín Marja Baldursdóttir skráði/ Salka áókabúðir sem fóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæöið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókabúðin Hlemmi Bókabúöin Mjódd Bóksala stúdenta, Hringbraut Bónus, Hottagörðum Bónus, Kjörgaröi Eymundsson, Kringlunni Griffill, Skeifunni Hagkaup, Kringlunni Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Spönginni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Nettó, Mjódd Bókabúðin Hamraborg, Kópavogi Bónus, Kópavogi, Hagkaup, Smáratorgi Penninn-Eymundsson, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Penninn-Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Hagkaup, Njarðvík Nettó, Akranesi Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Samkaup, Egilsstöðum, Tónspil, Neskaupstað Bónus, Akureyri KÁ, Selfossi Hagkaup, Akureyri Nettó, Akureyri Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka 6. - 12. des. 2000. Unniö fyrir Morgunblaöiö, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar meö þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Kvartett engum öðrum líkur TðNLIST HI j ó m <1 i s k a r ÖLL TILVERAN SINDRAÐI AF SÓL Einar Clausen 1. Tenór/2. Tenór, Halldór Torfason 1. tenór/2. Tenór, Þorvaldur Friðriksson 1. bassi, Ásgeir Böðvarsson 2. bassi, Bjarni Þór Jónatansson píanó, Signý Sæmundsdóttir sópran. Magnús Ragnarsson syngur 3. tenór í lögum nr. 8 og 16. Hljómsveit: Bjarni Þór Jónatansson, píanó, Daníel Þorsteinsson, harmonikka og orgel, Pétur Grétarsson, trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi. Upptökur annaðist Stafræna hljóðupptökufélagið ehf. í Reykholtskirkju dagana 3.-7. júlí 2000. Sveinn Kjartansson sá um upptökur og eftirvinnslu. Utgefandi: Ut í vorið. Dreifing: SKÍFAN. ÚÍV 002 ENDA þótt kvartettinn Út í vorið hafi gefið út geisladisk árið 1997 og komið við sögu á diskinum Bellman á íslandi (1996) og haldið tónleika víða er rétt að rifja upp nokkur at- riði varðandi tilurð hans. Kvartett- inn var stofnaður 1992 af fjórum söngfélögum í Kór Langholtskirkju en Bjami Þór kemur til liðs snemma árs 1993 og hefur síðan verið undirleikari og aðalþjálfari kvartettsins sem fyrst kom fram opinberlega í Ríkisútvarpinu á ný- ársdag árið 1993. í framhaldi af því Bjarni Þór Jónatansson, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson, Ás- geir Böðvarsson, Einar Clausen og Signý Sæmundsdóttir. var honum boðið að halda tónleika í Sigurjónssafni og síðan þá hefur hann haldið tónleika í öllum lands- hlutum og einnig komið fram á tón- leikum á Englandi, Hollandi og Færeyjum. Signý Sæmundsdóttir hefur raddþjálfað kvartettinn frá stofnun hans. Efnisskráin á þessum hljóm- diski er að miklu leyti byggð á söngferðalagi til Færeyja sumarið ’99 og síðan flutt í Langholtskirkju um haustið og víðar um veturinn. Bjami Þór útsetti flest lögin, þ. á m. þau sem Signý syngur með kvar- tettinum - nema Mansöng Schu- berts (Standchen) - sem er hér fal- lega sunginn og fluttur. Það má reyndar segja um flest laganna á þessum nýja hljómdiski enda þótt mér finnist lögin henta kvartettin- um og jafnvel söngkonunni misvel. Allir vita að Signý er frábær söng- kona og það sem mér finnst ekki passa alls kostar við rödd hennar og söngstíl finnst öðram áreiðanlega hið besta mál og kannski alveg frá- bært (t.d. í lagi Jóns Múla, Það sem ekki má). Söngskráin byijar á lagi Inga T. Lárussonar, Eg bið að heilsa, í fallegri útsetningu Bjarna Þórs. Vel sungið með glæsilegum tilþrifum söngkonunnar í lokin. Annars er söngskráin hæfilega blönduð og stundum nær söngurinn sér á töluvert flug. Mér þótti kvar- tettinn (sem stundum er kvintett) njóta sín jafnbest í fjóram síðustu lögunum (Noctume eftir Evert Taube, Romanasca eftir Jakob Gade - sungið með glimrandi tangó- stæl, Ég gef þér rós og Góða ferð, vertu blessuð). Og eitt má kvartett- inn Út í vorið eiga: hann er ekki eins og sama útgáfa á öðram kvar- tettum um dagana, hvorki í efnis- vali, aðferð eða stfl. Hann er skip- aður góðum söngmönnum og hann er hann sjálfur - og það sem hinn fjölhæfi tónlistarkennari og píanó- leikari með meira, Bjami Þór Jón- atansson, hefur lagt til varðandi þjálfun, undirleik og útsetningar. Upptökur og hljóðvinnsla öll með ágætum. Allir textar á íslensku, svo í söng sem í bæklingi. Oddur Björnsson Fjárkúgun og forsetaslagur ERLENDAR BÆKUR Spennusaga BRÆÐRALAGIÐ „THEBRETHREN" Eftir John Grisham. Arrow 2000. 441 síða. METSÖLUHÖFUNDUR heims- ins, John Grisham, sendir reglulega frá sér fjögur til fimm hundrað síðna hlunk og hefur gert undanfarinn ára- tug eða svo. Nýjasta sagan og sú ell- Nettoi^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR FATASKAPAR á fínu verbi ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR $Frifform | HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Bókhaldskerfi KERFISÞRÓUN HF. I FÁKAFENI 11. s. 568 8055 http*7/www.keríisthroun.is/ efta í röðinni heitir Bræðalagið eða „The Brethren“ og kom hún fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Arrow - útgáfunni. Bækur Grishams hafa þótt sérstaklega kræsilegt kvik- myndaefni og hafa margar ágætar myndir verið gerðar eftir bókum hans eins og „The Rainmaker" og „The Client“ en líka síðri eins og „The Chamber“. í seinni tíð er eins og Hollywood, sem áður kvikmyndaði sögur Grishams næstum áður en blekið í þeim þornaði, hafi misst áhugann á honum, engin af nýjustu bókum hans hefur verið kvikmynduð og víst er að nokkram erfiðleikum mun verða háð að gera almennilega bíómynd úr Bræðralaginu. Vikið frá formúlunni Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að það er engin ein sögu- hetja sem Grisham fjallar um eins og hann gerði t.d. „The Firm“ eða „The Pelican Brief'. Það er ekkert sann- leiksleitandi geislabaugshlutverk í henni fyrir Tom Craise eða Julia Ro- berts. Og það sem verra er, flestar persónur hennar era skítakarakterar sem kalla alls ekki á neina samúð les- andans/áhorfandans. Ég held að það sé ekki ein einasta persóna í allri sög- unni sem hægt er að segja að sé heið- virð. Grisham hefur á undanfórnum árum verið að reyna fyrir sér með breytingar á formúlunni sem hann bjó til sjálfur um lögfræðing/sakleys; ingja á flótta undan iUum öflum. í Bræðalaginu er enginn flótti. Aðal- söguhetjurnar hafa reyndar þegar náðst. Þær sitja í fangelsi. Úr því verður til nokkurt vandamál sem Grisham tekst ekki að vinna sig út úr. Flótti vekur spennu. Hættulegt leyndarmál vekur spennu. Flótti vegna hættulegs leyndarmáls vekur spennu. Formúla þessi hefur dugað Grisham ágætlega í gegnum tíðina. Hann veit hvemig á að undirbyggja spennuna og búa til hættur sem sögu- hetja hans þarf að yfirstíga áður en sigri er náð. I Bræðalaginu er ekkert slíkt. Maður finnur aldrei fyrir hætt- unni og heldur ekki fyrir spennunni. Sagan er eins og löng skýrsla frá leyniþjónustu um fólk sem allt getur talist siðblint í meira lagi og þegar við bætist óraunsæ flétta um það hvemig CIA reynir að gera nær óþekktan mann að forseta Bandaríkjanna er fátt eftir sem gleður augað. Tilraunin er áhugaverð í ljósi fyrri bóka Grish- ams en hefði mátt vera talsvert safa- ríkari. Óheppileg fjárkúgnn Þannig er að í fangelsi í Flórída sem heitir Trumble sitja þrír lög- fræðingar og fyrrum dómarar, kvik- indislegir allir. Fangelsið er hannað fyrir hvítflibbakrimma og þeir hafa það nokkuð náðugt, dæma í ágrein- ingsmálum sem upp koma á meðal fanganna og stunda fjárkúgun þess á milli. Með ákveðnum aðferðum hafa þeir uppi á hommum sem vilja ekki út úr skápnum og hóta að koma upp um þá nema þeir greiði stórfé. Allt geng- ur það stórkostlega vel þangað tfl þeir herja á öldungardeildarþing- manninn Aaron Lake. Svo vill til nefnilega að forstjóri CIA, sem er svona Dr. Strangelove, samsærissinni bundinn við hjólastól, hefur ákveðið að gera Lake að næsta forseta Bandaríkjanna hvort sem fólk vill hann eða ekki og fer út í ægi- legar ráðagerðir í því sambandi en það eina sem truílar hans glæstu hugmyndir era dómararnir þrír í Trumble. Úr þessu gerir Grisham heldur ótrúverðuga sögu sem skortir spennu. Og þótt „The Brethren" sé svo sem ekki leiðinleg aflestrar verð- ur maður gersamlega áhugalaus um allar hinar ómerkilegu persónur hennar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.