Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 79 BRÉF TIL BLAÐSINS Verður Bakkus í hásæti á þínum jólum? Frá Árna Helgasyni: JÓLIN eru að nálgast, mesta hátíð ársins og helgasta. Oft voru þau tengd heitum þar sem menn strengdu heit um að bæta ráð sitt og lifa eins og góðum þegn- um sæmir. Oft hefir verið þörf og nú ef til meir nauðsyn á sinna- skiftum um þessar hátíðir. Árið sem senn er á enda hefur fært okkur mikil verðmæti á veraldlegan mæli- kvarða, en það hefir líka höggvið stór og eftirminnileg skörð í okkar andlegu velsæld. Þar á áfengið og vímuefnin stóran og óskemmtileg- an þátt í. Hvað mörg líf hefir það lagt í rúst á þessum tíma og hve mörgum hefir það veitt óborganleg sár? Ennþá halda menn áfram að tigna mesta bölvald heimsins og bjóða hættunum heim með ölvun- arakstri og allskonar ólátum bæði á víðavangi og í heimahúsum og aldrei hefur lögreglan tekið fleiri ölvaða undir stýri og nú segja vá- tryggingarfélögin að um eða yfir 90% allra tjóna sem þau hafa þurft að bæta séu beinlínis áfengi og þessháttar að kenna. Og alltaf síg- ur á ógæfuhliðina. Eftir því sem löggjafinn slakar á í þessum áfengismálum, eftir því versnar þjóðlífið og eiturefnin flæða um allt og jafnvel er yngsta kynslóðin Árni Helgason komin í spilið og er það ljótt mál. Þá má ekki gleyma því að allt sem okkur er helgast er í stórri hættu og fólk er óðum að missa sjónar á því sem fagurt er og gott. Eg vil t.d. minna á boðorð frelsarans: Halda skaltu hvíldardaginn heil- agan. Þar ganga kaupmennska og allskonar prang um á eftirminni- legan hátt og ekki segir kirkjan mín neitt við því þótt verslanir séu opnar alla hátíðisdaga og hvernig skyldi verða umhorfs í verslunum ef þær fá leyfi til að selja áfengi í matvörubúðum? Lögreglan hefir mikið haft undanfarið að gera á hátíðisdögum. Hún hefir varla fengið að njóta hátíðarinnar, hvað þá meira. Og enn eru að koma jól. Og enn á áfengið að flóa um allt og engar hömlur mega sín í þeim efnum. Eg vil engin boð né bönn, segir gróða- fengin kaupmennska og undir það tekur svo alls kyns fólk, sem vill fylgja straumnum. En hvað eru lög annað en boð og bönn? Eru ís- lendingar tilbúnir að afnema lög- in? Ég man eftir því að þegar bannlögin voru afnumin þá var tónninn sá að þau væru svo brotin að það þýddi ekkert að halda þeim við en ég spyr, hvaða lög eru ekki brotin? En nú eru jólin að ganga í garð og nú kemur spurningin til allra: Hvernig ætlar þú að verja þeim? Verður Bakkus í hásæti á þínum jólum, eða ætlar þú að út- hýsa honum, en bjóða frelsara þín- um inn? Ætlar þú að vera hús- bóndi á þínu heimili og útiloka allt áfengi? Við vitum hverjar afleið- ingar áfengið hefir og hvað það kostar land og þjóð. Þessvegna vonast ég til þess að Kristur fái meira rúm hjá þjóðinni á þessum jólum en oft áður. Jóla- ljósin fái að ljóma skært í sálir manna og blessun Drottins megi búa í hverju heimili um jólin og við getum sungið af lífi og sál: Hvert fátækt hreysi höll nú er. Því guð er sjálfur gestur hér. Guð gefi okkur góð og gleðileg jól og farsælt komandi ár. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. dagur .. ^ -gaSt\ pöntUDar á vörum fyrir jól ♦ Margir litir kr. 1.690 m. merkingu J3 óufö vjww.pastUall Islenski Póstlistinn sími 557-1960 - , * ' s.'.W' • herrasloppar • herranáttföt • herranáttserkir • herrainniskór lympi Herranáttfatnaður KYNNING Á FRAMLEIÐSLU MED TÖLVUSTÝRDUM VÉLUM Laugardaginn 16. desember 2000 Viðskipta- og tölvuskólinn Faxafeni 10. Aðgangur ókeypis 13:00 Velkomin á kynninguna Magnús K. Sigurjónsson, form. TTFÍ 13:15 Yfirlit. Frumgerðir og verkfærasmíð Geir Guðmundsson, Iðntæknistofhun 13:30 Hugbúnaður við tölvustýrðar vélar - AlphaCAM Róbert Unnþórsson, CAD ehf. 13:45 Verkfærahönnun og smíði með tölvutækni Grétar Franksson, Iso-tækni ehf. 14:00 Tölvustudd framleiðsla Daníel Guðmundsson, Vélvik hf. 14:15 CNC-væðing í örri þróun Sigurður Orri Steinþórsson, Marel hf. 15:00 Skoðunarferð til Geislatækni ehf. Krókhálsi 5 16:00 Skoðunarferð til Baader ísland ehf. Hafnarbraut 25, Kópavogi TÖLVUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS www.ttfi.is Lagersalan á Bíldshöfða 14 verður LOKUÐ til 5. Janúar 2001. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu. www.sokkar.is oroblu@sokkar.is sala boka síðustu vfki WmM í dag, löstudaginn 15. desember Húsavík BókabúðÞóranns 3.00-15.00 Akurevri l’enninn/Bókval 16.00 -17.30 Akureyri Haekaup , Útkalliðí2.Sætí Útkall upp á líf og dauða eftir Óttar Sveinsson er í öðru sæti á metsölulista DV. ÍSLENSKA BÓKAÚTGÁFAN Datvegi 16b, sími 554 7700 Ungömniu, ömmu, c mömmu og ungu stúlkunnar stuttar og síöar líta út sem ekta HIÁ5IP Mtirkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardag og sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.