Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 59 r Anand með forystu gegn Adams SKAK lVýja-Ilelhí HEIMSMEISTARAMÓT FIDE 25.11.-27.12.2000 SKÁK UNDANÚRSLIT standa nú yf- ir á heimsmeistaramótinu í Nýju- Delhí. Heimamaðurinn Anand og breski stórmeistarinn Michael Adams gerðu jafntefli í fyrstu ein- vígisskákinni, en Adams varð að lúta í lægra haldi í annarri skák- inni. í hinu einvíginu eigast við þeir Alexei Shirov og Alexander Grischuk. Shirov sigraði glæsilega í fyrstu skákinni og það leit út fyr- ir að unglingurinn Grischuk yrði auðveld bráð fyrir hann. Grischuk sýndi hins vegar í annarri skák- inni, að ekki er hægt að afskrifa hann þegar hann sigraði Shirov. Skákin var hins vegar nokkuð snubbótt eins og sjá má af skýr- ingum Braga Kristjánssonar. Bragi bendir þó á það sem mörg- um erlendum skákskýrendum sást yfir, en það er að staða Shirovs var orðin ansi erfið áður en afleikurinn leit dagsins Ijós: 2. skák Hvítt: Grischuk Svart: Shirov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Db6!? 7. Rb3 Rc6 8. De2!? Nýr leikur í stöðunni. Eðlilegt framhald sýnist vera 8. Bd3 (8. Rd5 Rxd5 9. exd5 Re5 10. Dd4 Dxd4 11. Rxd4, jafnt tafl) 8. - g6 9. De2 Bg7 10. Be3 Dc7 11. Dd2 h5 12. 0-0 Re5 13. Bd4 Be6 14. f4 Rc6 15. Bxf6 Bxf6 16. f5 Bxb3 17. axb3 Bxc3 18. bxc3 Re5, með jöfnu tafli. 8. - e6 9. Be3 Dc7 10. g4 b5 11. 0-0-0 Bb7 12. h4 Hc8 13. Kbl Rd7 14. Hgl - Önnur leið er 14. a3 Be7 15. g5 0-0 16. Bh3 b4 17. axb4 Rxb4 18. h5 d5 19. g6 með flókinni og tví- sýnni stöðu. ‘ 14. - Rce5 15. Df2 - Eftir 15. a3 lendir hvítur í vand- ræðum, t.d. 15. - Rc4 16. Bd4 e5 17. Rd5 Bxd5 18. exd5 Be7 19. BÍ2 Rdb6! 20. De4 (20. Del Rxa3) 20. - Rxb2! 21. Bxb6 Rxdl 22. Bxc7 Rc3+ o.s.frv. 15. - b4 16. Ra4 Rxf3 17. Dxf3 Dc6 Svartur græðir ekkert á 17. - Dxc2+ 18. Kal Re5 19. De2 o.s.frv. 18. Rac5 Rxc5 19. Bxc5 dxc5 20. Ra5 Dc7 Svartur má ekki drepa á e4, t.d. 20. - Dxe4 21. DÍ2 Bd5 (21. - Df3 22. Dd2 Bd5 (22. - Dd5 23. Rxb7 Dxb7 24. Bxa6) 23. Bg2 Df6 24. Bxd5 exd5 25. Dxd5) 22. Bg2 Dg6 23. Bxd5 exd5 24. Hgel+ Be7 25. Hxd5 Hc7 26. Df4 Db6 27. Rc4 Dc6 28. Rd6+ Kd8 29. Rxf7+, með yfirburðastöðu fyrir hvít í öll- um tilvikum. 21. Rxb7 Dxb7 22. Bc4! Be7 23. De2 Dc6 24. g5! - Grischuk eyðir ekki tíma í að drepa peðið á a6, en eftir það væri staðan í jafnvægi: 24. Bxa6 Hb8 25. g5 0-0 26. h5 Ha8 27. Bc4 o.s.frv. 24. - 0-0 25. h5 Hcd8 26. g6 Hxdl+ 27. Hxdl fxg6 28. hxg6 — 28. - Hf4?? Tapar strax. Shirov er þó lík- lega kominn í erfiðleika, sem engin leið er út úr, t.d. 28. - hxg6 29. Dg4 Hf6 30. e5 Hf5 31. Dxg6 Hxe5 32. Hgl Bg5 (32. - Bf6 33. Dxf6 Hel+ 34. Hxel gxf6 35. Hxe6 og vinnur drottninguna með fráskák.) 33. a3 bxa3 34. bxa3 Db7+ 35. Ka2 De7 36. Hbl! Dd7 (36. - Dd6 37. De8+ Kh7 38. Bd3+ Hí5 39. Dh5+ Bh6 40. Bxf5+) 37. Bd3 Bd8 (37. - Kf8 38. Hfl Hf5 39. Bxf5) 38. Hb7! Dxb7 (38. - Dd5+ 39. c4) 39. De8+ mát. 29. Dh2! og svartur gafst upp, því að hann á enga vöm: 29. - Bd6 30. Dxf4! Bxf4 31. Hd8+ og mátar. 29. - Hh4 30. Db8+ Bf8 31. Hfl o.s.frv. 29. - Bg5 30. Dxh7+ Kf8 31. Dh8+ Ke7 32. Dd8 + mát. 29. - Dc7 (29. - Dxe4, 29. - Hxe4) 30. Dxh7+ Kf8 31. Dh8+ mát. Öflugf mótahald hjá SA Öflugt mótahald hefur verið hjá Skákfélagi Akureyrar í haust og það sem af er vetri og ekkert verð- ur slakað á um jól og áramót eins og sjá má í „Mót á næstunni". Röð efstu keppenda á síðustu mótum SA hefur verið þessi: Stefán Bergsson sigraði á tíu mínútna móti, vann allar átta skákimar. Annar varð Sigurður Eiríksson með 6 v. 3. Sveinbjöm Sigurðsson 5'/2 v. 4.-6. Karl Stein- grímsson, Þór Valtýsson og Einar Garðar Hjaltason 4 v. Haki Jóhannesson og Ólafur Kristjánsson urðu jafnir og efstir á nóvemberhraðskákmótinu með 11 v. af 13, en Haki sigraði Ólaf 2-0 í einvígi um fyrsta sætið. Stef- án Bergsson varð þriðji með 10 v. 4.-5. Halldór B. Halldórsson og Sigurður Eiríksson 9. v. Halldór Brynjar Halldórsson sigraði á forgjafarmóti hlaut 8 v. af 9, Stefán Bergsson varð annar með 7 v. 3. Haki Jóhannesson 5% v. 4. Sveinbjörn Sigurðsson 5 v. 5. Einar Garðar Hjaltason 4!4> v. Akureyrarmótið í atskák var háð í nóvember og urðu þeir félag- ar Gylfi Þórhallsson og Ólafur Kristjánsson jafnir og efstir, og þurftu að tefla um fyrsta sætið. Mótið var jafnframt undanrás fyr- ir íslandsmótið í atskák. Gylfi Þór- hallsson varð Akureyrarmeistari í atskák eftir sigur í einvíginu gegn Ólafi Kristjánssyni, V/i v. gegn V2 v. Bikarmót S.A. lauk um síðustu helgi, en tefldar eru atskákir og er keppandi úr leik eftir þijú töp. Gylfi Þórhallsson sigraði eftir harða baráttu við Ólaf Kristjáns- son. Gylfi hlaut 9. v. en Ólafur 7!4 v. í 3.M. Jón Björgvinsson og Þór Valtýsson með 3 v. Haustmótinu í yngri flokkum lauk um sl. helgi. Úrslit: Unglingaflokkur: 1. Ragnar Sig- tryggsson 8 v. af 9, 2. Hjálmar Freyr Valdimarsson 6'/2 v. Drengjaflokkur: 1. Ágúst Bragi Björnsson 9 v. af 9, 2. Davíð Arn- arsson 6 v. 3. Eyþór Gylfason 4 v. Barnaflokkur: 1. Jón Heiðar Sigurðsson 3‘/2 v. 2. Eyþór Arn- arsson SV2 v. Jón Birkir Jónsson sigraði á hausthraðskákmótinu í eldri flokki, hlaut 6 v. af 7, og Ágúst Bragi Bjömsson sigraði í yngri flokki, hlaut 6 v. af 7. Jólaskákæfing TR á laugardag Taflfélag Reykjavíkur heldur jólaskákmót fyrir alla krakka sem kunna að tefla, 14 ára og yngri, laugardaginn næstkomandi, 16. desember. Boðið verður upp á pip- arkökur og gos fyrir alla. Áuk þess verður teflt létt skákmót og verða fimm efstu keppendur og einn keppandi til viðbótar dregnir út af handahófi leystir út með jólagjöf- um. Jólaæfingin fer fram í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 og byrjar kl. 14:00 stundvíslega. Jólapakkamót Hellis á sunnudag Taflfélagið Hellir býður öllum bömum og unglingum,15 ára og yngri, ókeypis þátttöku í hinu ár- lega Jólapakkamóti, sem Hellir heldur í samvinnu við Skákhúsið og Leikbæ. Fjöldi jólapakka verð- ur í verðlaun í öllum aldursflokk- um og sérstök verðlaun em fyrir þær stúlkur sem ná bestum ár- angri auk þess sem efnt verður til happdrættis. Jólapakkamót Hellis er orðinn árviss viðburður í skáklífi ís- lenskra unglinga og er gríðarlega vel sótt, bæði af drengjum og stúlkum. Þótt mótið sé haldið í Reykjavík takmarkast það engan veginn við börn úr Reykjavík og em þátttakendur af landsbyggð- inni boðnir sérstaklega velkomnir. Á fyrri mótum hafa þátttakendur verið allt frá Borgarnesi til Eyr- arbakka. Mótið hefúr verið best sótta skákmót landsins undanfarin ár. Mótið er ætíð haldið síðasta sunnudag fyrir jól og fer því fram sunnudaginn 17. desember. Mótið hefst kl. 14:00 og mun Helgi Hjörvar forseti borgarstjómar setja mótið. Keppt verður í 4 aldursflokkum: Flokki fæddra 1985-1987, flokki fæddra 1988-89, flokki fæddra 1990-91 og flokki fæddra 1992 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Glæsilegir jólapakkar em í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hveijum flokki. Áuk þess verða þrenn stúlknaverðlaun í hverjum flokki og einnig verður happdrætti um þrjá jólapakka í hveijum ald- ursflokki fyrir sig. í lok mótsins verða öll nöfn keppenda sett í pott og einn heppinn keppandi fær veg- lega skáktölvu í jólagjöf sem Skákhúsið gefur. Það hafa því allir keppendur möguleika á verðlaunum, en mótið tekur um 3 klst. Mótið fer fram í félagsheimili Tafifélagsins Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inn- gangur og hjá Bridgesambandinu og Keilu í Mjódd. Enn er hægt að skrá sig og er áhugasömum bent á að skrá sig í gegnum heimasíðu Hellis, www.simnet.is/hellir eða með faxi: 557 8220. Nánari upplýsingar gefur Gunn- ar Björnsson í síma, 861 9416. Mót á næstunni 16.12. TR. Jólaæfing 17.12. Hellir. Jólapakkamót 17.12. SA. 15 mínútna mót 19.12. TK. Jólapakkamót 21.12. SA. Fischer-klukku mót 26.12. TK. Jólahraðskákmót 27.12. TR. Jólahraðskákmót 28.12. SA. Jólahraðskákmót 29.12. SA. Jólamót 15 ára og y. 30.12. SA. Hverfakeppni Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson KIRKJUSTARF Skeiðflatarkirkja Morgunblaðið/Jónas Safnaðarstarf Aðventutón- leikar í Skeið- flatarkirkju GUÐJÓN Halldór Óskarsson org- anisti, Lázló Czenek hornleikari og Gísli Stefánsson barítónsöngvari halda aðventutónleika í Skeiðflat- arkirkju í Mýrdal nk. sunnudags- kvöld, 17. desember, kl. 21:00. Helgistund í umsjón séra Haralds M. Kristjánssonar prófasts. Eftir tónleikana verður kvenfélag Dyrhólahrepps með kaffisölu í Ket- ilsstaðaskóla og rennur ágóðinn til styrktar Skeiðflatarkirkju, líkt og síðastliðin ár. Mýrdælingar og aðrir tónlistar- unnendur eru hvattir til að fjöl- menna og njóta góðrar tónlistar og samfélags á aðventu. Sóknarnefnd. Aðventustundir fyrir börn í Hallgrímskirkju í HALLGRÍMSKIRKJU verða á aðventu stuttar samverur fyrir börn á öllum aldri. Stundirnar byggjast á söng og jólaguðspjallinu í máli og myndum. Markmið stundanna er að gefa börnum tækifæri til að upplifa kyrrláta stund og minnast boð- skapar jólanna í faðmi fjölskyld- unnar. Allir eru hjartanlega vel- komnir en stundirnar verða sem hér segir: 15. des. föstud. kl. 18:00-18:30, 16. des. laugard. kl. 13:00-13:30, 20. des. miðvikud. kl. 17:00-17:30, 21. des. fimmtud. kl. 18:00-18:30. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45-7.05. Mömmu- morgunn kl. 10-12 í umsjá Hrund- ar Þórarinsdóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Hallgrímskirkja. Aðventustund fyrir böm á öllum aldri í dag kl. 18-18.30. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Á morgun sér Ragnheiður Ólafs- dóttir um prédikun og dr. Steinþór Þórðarson um biblíufræðslu. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og fyrirbænastundir í kirkjunni kl. 20-21. Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu- dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólksins. Dans, drama, rapp, préd- ikun og mikið fjör. Sjöundadagsaðventistar á fslandi: f Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Ánthony. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavik: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður unglingadeildin og Sigríður Kristjánsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfírði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Dagamunur í desember: Garðar Cortes og Óperukórinn í Aðvent- kirkjunni í Reykjavík kl. 16. Þá færð allt fyrir bútasauminn hjá okkur! Efni, bækur, snið, skurðartæki, töskur og smávöru. V/RKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 /.virka.i Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. kl. 10-16. f- Safnaðarstarf og listir hallgrimskirkja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.