Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 59 r
Anand með
forystu gegn Adams
SKAK
lVýja-Ilelhí
HEIMSMEISTARAMÓT
FIDE
25.11.-27.12.2000
SKÁK
UNDANÚRSLIT standa nú yf-
ir á heimsmeistaramótinu í Nýju-
Delhí. Heimamaðurinn Anand og
breski stórmeistarinn Michael
Adams gerðu jafntefli í fyrstu ein-
vígisskákinni, en Adams varð að
lúta í lægra haldi í annarri skák-
inni. í hinu einvíginu eigast við
þeir Alexei Shirov og Alexander
Grischuk. Shirov sigraði glæsilega
í fyrstu skákinni og það leit út fyr-
ir að unglingurinn Grischuk yrði
auðveld bráð fyrir hann. Grischuk
sýndi hins vegar í annarri skák-
inni, að ekki er hægt að afskrifa
hann þegar hann sigraði Shirov.
Skákin var hins vegar nokkuð
snubbótt eins og sjá má af skýr-
ingum Braga Kristjánssonar.
Bragi bendir þó á það sem mörg-
um erlendum skákskýrendum sást
yfir, en það er að staða Shirovs var
orðin ansi erfið áður en afleikurinn
leit dagsins Ijós:
2. skák
Hvítt: Grischuk
Svart: Shirov
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Db6!?
7. Rb3 Rc6 8. De2!?
Nýr leikur í stöðunni. Eðlilegt
framhald sýnist vera 8. Bd3 (8.
Rd5 Rxd5 9. exd5 Re5 10. Dd4
Dxd4 11. Rxd4, jafnt tafl) 8. - g6 9.
De2 Bg7 10. Be3 Dc7 11. Dd2 h5
12. 0-0 Re5 13. Bd4 Be6 14. f4 Rc6
15. Bxf6 Bxf6 16. f5 Bxb3 17. axb3
Bxc3 18. bxc3 Re5, með jöfnu tafli.
8. - e6 9. Be3 Dc7 10. g4 b5 11.
0-0-0 Bb7 12. h4 Hc8 13. Kbl
Rd7 14. Hgl -
Önnur leið er 14. a3 Be7 15. g5
0-0 16. Bh3 b4 17. axb4 Rxb4 18.
h5 d5 19. g6 með flókinni og tví-
sýnni stöðu.
‘ 14. - Rce5 15. Df2 -
Eftir 15. a3 lendir hvítur í vand-
ræðum, t.d. 15. - Rc4 16. Bd4 e5
17. Rd5 Bxd5 18. exd5 Be7 19. BÍ2
Rdb6! 20. De4 (20. Del Rxa3) 20. -
Rxb2! 21. Bxb6 Rxdl 22. Bxc7
Rc3+ o.s.frv.
15. - b4 16. Ra4 Rxf3 17. Dxf3
Dc6
Svartur græðir ekkert á 17. -
Dxc2+ 18. Kal Re5 19. De2
o.s.frv.
18. Rac5 Rxc5 19. Bxc5 dxc5
20. Ra5 Dc7
Svartur má ekki drepa á e4, t.d.
20. - Dxe4 21. DÍ2 Bd5 (21. - Df3
22. Dd2 Bd5 (22. - Dd5 23. Rxb7
Dxb7 24. Bxa6) 23. Bg2 Df6 24.
Bxd5 exd5 25. Dxd5) 22. Bg2 Dg6
23. Bxd5 exd5 24. Hgel+ Be7 25.
Hxd5 Hc7 26. Df4 Db6 27. Rc4
Dc6 28. Rd6+ Kd8 29. Rxf7+,
með yfirburðastöðu fyrir hvít í öll-
um tilvikum.
21. Rxb7 Dxb7 22. Bc4! Be7 23.
De2 Dc6 24. g5! -
Grischuk eyðir ekki tíma í að
drepa peðið á a6, en eftir það væri
staðan í jafnvægi: 24. Bxa6 Hb8
25. g5 0-0 26. h5 Ha8 27. Bc4
o.s.frv.
24. - 0-0 25. h5 Hcd8 26. g6
Hxdl+ 27. Hxdl fxg6 28. hxg6 —
28. - Hf4??
Tapar strax. Shirov er þó lík-
lega kominn í erfiðleika, sem engin
leið er út úr, t.d. 28. - hxg6 29.
Dg4 Hf6 30. e5 Hf5 31. Dxg6 Hxe5
32. Hgl Bg5 (32. - Bf6 33. Dxf6
Hel+ 34. Hxel gxf6 35. Hxe6 og
vinnur drottninguna með fráskák.)
33. a3 bxa3 34. bxa3 Db7+ 35.
Ka2 De7 36. Hbl! Dd7 (36. - Dd6
37. De8+ Kh7 38. Bd3+ Hí5 39.
Dh5+ Bh6 40. Bxf5+) 37. Bd3
Bd8 (37. - Kf8 38. Hfl Hf5 39.
Bxf5) 38. Hb7! Dxb7 (38. - Dd5+
39. c4) 39. De8+ mát.
29. Dh2!
og svartur gafst upp, því að
hann á enga vöm:
29. - Bd6 30. Dxf4! Bxf4 31.
Hd8+ og mátar.
29. - Hh4 30. Db8+ Bf8 31. Hfl
o.s.frv.
29. - Bg5 30. Dxh7+ Kf8 31.
Dh8+ Ke7 32. Dd8 + mát.
29. - Dc7 (29. - Dxe4, 29. -
Hxe4) 30. Dxh7+ Kf8 31. Dh8+
mát.
Öflugf mótahald hjá SA
Öflugt mótahald hefur verið hjá
Skákfélagi Akureyrar í haust og
það sem af er vetri og ekkert verð-
ur slakað á um jól og áramót eins
og sjá má í „Mót á næstunni".
Röð efstu keppenda á síðustu
mótum SA hefur verið þessi:
Stefán Bergsson sigraði á tíu
mínútna móti, vann allar átta
skákimar. Annar varð Sigurður
Eiríksson með 6 v. 3. Sveinbjöm
Sigurðsson 5'/2 v. 4.-6. Karl Stein-
grímsson, Þór Valtýsson og Einar
Garðar Hjaltason 4 v.
Haki Jóhannesson og Ólafur
Kristjánsson urðu jafnir og efstir
á nóvemberhraðskákmótinu með
11 v. af 13, en Haki sigraði Ólaf
2-0 í einvígi um fyrsta sætið. Stef-
án Bergsson varð þriðji með 10 v.
4.-5. Halldór B. Halldórsson og
Sigurður Eiríksson 9. v.
Halldór Brynjar Halldórsson
sigraði á forgjafarmóti hlaut 8 v.
af 9, Stefán Bergsson varð annar
með 7 v. 3. Haki Jóhannesson 5%
v. 4. Sveinbjörn Sigurðsson 5 v. 5.
Einar Garðar Hjaltason 4!4> v.
Akureyrarmótið í atskák var
háð í nóvember og urðu þeir félag-
ar Gylfi Þórhallsson og Ólafur
Kristjánsson jafnir og efstir, og
þurftu að tefla um fyrsta sætið.
Mótið var jafnframt undanrás fyr-
ir íslandsmótið í atskák. Gylfi Þór-
hallsson varð Akureyrarmeistari í
atskák eftir sigur í einvíginu gegn
Ólafi Kristjánssyni, V/i v. gegn V2
v.
Bikarmót S.A. lauk um síðustu
helgi, en tefldar eru atskákir og er
keppandi úr leik eftir þijú töp.
Gylfi Þórhallsson sigraði eftir
harða baráttu við Ólaf Kristjáns-
son. Gylfi hlaut 9. v. en Ólafur 7!4
v. í 3.M. Jón Björgvinsson og Þór
Valtýsson með 3 v.
Haustmótinu í yngri flokkum
lauk um sl. helgi. Úrslit:
Unglingaflokkur: 1. Ragnar Sig-
tryggsson 8 v. af 9, 2. Hjálmar
Freyr Valdimarsson 6'/2 v.
Drengjaflokkur: 1. Ágúst Bragi
Björnsson 9 v. af 9, 2. Davíð Arn-
arsson 6 v. 3. Eyþór Gylfason 4 v.
Barnaflokkur: 1. Jón Heiðar
Sigurðsson 3‘/2 v. 2. Eyþór Arn-
arsson SV2 v.
Jón Birkir Jónsson sigraði á
hausthraðskákmótinu í eldri
flokki, hlaut 6 v. af 7, og Ágúst
Bragi Bjömsson sigraði í yngri
flokki, hlaut 6 v. af 7.
Jólaskákæfing TR
á laugardag
Taflfélag Reykjavíkur heldur
jólaskákmót fyrir alla krakka sem
kunna að tefla, 14 ára og yngri,
laugardaginn næstkomandi, 16.
desember. Boðið verður upp á pip-
arkökur og gos fyrir alla. Áuk þess
verður teflt létt skákmót og verða
fimm efstu keppendur og einn
keppandi til viðbótar dregnir út af
handahófi leystir út með jólagjöf-
um.
Jólaæfingin fer fram í félags-
heimili Taflfélags Reykjavíkur í
Faxafeni 12 og byrjar kl. 14:00
stundvíslega.
Jólapakkamót Hellis
á sunnudag
Taflfélagið Hellir býður öllum
bömum og unglingum,15 ára og
yngri, ókeypis þátttöku í hinu ár-
lega Jólapakkamóti, sem Hellir
heldur í samvinnu við Skákhúsið
og Leikbæ. Fjöldi jólapakka verð-
ur í verðlaun í öllum aldursflokk-
um og sérstök verðlaun em fyrir
þær stúlkur sem ná bestum ár-
angri auk þess sem efnt verður til
happdrættis.
Jólapakkamót Hellis er orðinn
árviss viðburður í skáklífi ís-
lenskra unglinga og er gríðarlega
vel sótt, bæði af drengjum og
stúlkum. Þótt mótið sé haldið í
Reykjavík takmarkast það engan
veginn við börn úr Reykjavík og
em þátttakendur af landsbyggð-
inni boðnir sérstaklega velkomnir.
Á fyrri mótum hafa þátttakendur
verið allt frá Borgarnesi til Eyr-
arbakka. Mótið hefúr verið best
sótta skákmót landsins undanfarin
ár.
Mótið er ætíð haldið síðasta
sunnudag fyrir jól og fer því fram
sunnudaginn 17. desember. Mótið
hefst kl. 14:00 og mun Helgi
Hjörvar forseti borgarstjómar
setja mótið.
Keppt verður í 4 aldursflokkum:
Flokki fæddra 1985-1987, flokki
fæddra 1988-89, flokki fæddra
1990-91 og flokki fæddra 1992 og
síðar. Tefldar verða 5 umferðir
með 10 mínútna umhugsunartíma
á mann.
Glæsilegir jólapakkar em í
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í
hveijum flokki. Áuk þess verða
þrenn stúlknaverðlaun í hverjum
flokki og einnig verður happdrætti
um þrjá jólapakka í hveijum ald-
ursflokki fyrir sig. í lok mótsins
verða öll nöfn keppenda sett í pott
og einn heppinn keppandi fær veg-
lega skáktölvu í jólagjöf sem
Skákhúsið gefur.
Það hafa því allir keppendur
möguleika á verðlaunum, en mótið
tekur um 3 klst.
Mótið fer fram í félagsheimili
Tafifélagsins Hellis, Þönglabakka
1 í Mjódd, efstu hæð. Sami inn-
gangur og hjá Bridgesambandinu
og Keilu í Mjódd.
Enn er hægt að skrá sig og er
áhugasömum bent á að skrá sig í
gegnum heimasíðu Hellis,
www.simnet.is/hellir eða með faxi:
557 8220.
Nánari upplýsingar gefur Gunn-
ar Björnsson í síma, 861 9416.
Mót á næstunni
16.12. TR. Jólaæfing
17.12. Hellir. Jólapakkamót
17.12. SA. 15 mínútna mót
19.12. TK. Jólapakkamót
21.12. SA. Fischer-klukku mót
26.12. TK. Jólahraðskákmót
27.12. TR. Jólahraðskákmót
28.12. SA. Jólahraðskákmót
29.12. SA. Jólamót 15 ára og y.
30.12. SA. Hverfakeppni
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
KIRKJUSTARF
Skeiðflatarkirkja
Morgunblaðið/Jónas
Safnaðarstarf
Aðventutón-
leikar í Skeið-
flatarkirkju
GUÐJÓN Halldór Óskarsson org-
anisti, Lázló Czenek hornleikari og
Gísli Stefánsson barítónsöngvari
halda aðventutónleika í Skeiðflat-
arkirkju í Mýrdal nk. sunnudags-
kvöld, 17. desember, kl. 21:00.
Helgistund í umsjón séra Haralds
M. Kristjánssonar prófasts.
Eftir tónleikana verður kvenfélag
Dyrhólahrepps með kaffisölu í Ket-
ilsstaðaskóla og rennur ágóðinn til
styrktar Skeiðflatarkirkju, líkt og
síðastliðin ár.
Mýrdælingar og aðrir tónlistar-
unnendur eru hvattir til að fjöl-
menna og njóta góðrar tónlistar og
samfélags á aðventu.
Sóknarnefnd.
Aðventustundir
fyrir börn
í Hallgrímskirkju
í HALLGRÍMSKIRKJU verða á
aðventu stuttar samverur fyrir
börn á öllum aldri. Stundirnar
byggjast á söng og jólaguðspjallinu
í máli og myndum.
Markmið stundanna er að gefa
börnum tækifæri til að upplifa
kyrrláta stund og minnast boð-
skapar jólanna í faðmi fjölskyld-
unnar. Allir eru hjartanlega vel-
komnir en stundirnar verða sem
hér segir:
15. des. föstud. kl. 18:00-18:30,
16. des. laugard. kl. 13:00-13:30,
20. des. miðvikud. kl. 17:00-17:30,
21. des. fimmtud. kl. 18:00-18:30.
Laugarneskirkja. Morgunbænir í
kirkjunni kl. 6.45-7.05. Mömmu-
morgunn kl. 10-12 í umsjá Hrund-
ar Þórarinsdóttur. Kaffispjall fyrir
mæður, góð upplifun fyrir börn.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin
til bænagjörðar í hádeginu.
Hallgrímskirkja. Aðventustund
fyrir böm á öllum aldri í dag kl.
18-18.30.
Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Á morgun sér Ragnheiður Ólafs-
dóttir um prédikun og dr. Steinþór
Þórðarson um biblíufræðslu.
Barna- og unglingadeildir á laug-
ardögum. Súpa og brauð eftir sam-
komuna. Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og
fyrirbænastundir í kirkjunni kl.
20-21.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga
fólksins. Dans, drama, rapp, préd-
ikun og mikið fjör.
Sjöundadagsaðventistar á fslandi: f
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Gavin Ánthony.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavik: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15.
Ræðumaður unglingadeildin og
Sigríður Kristjánsdóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3,
Hafnarfírði: Guðsþjónusta kl. 11.
Biblíufræðsla kl. 12. Ræðumaður
Björgvin Snorrason.
Dagamunur í desember: Garðar
Cortes og Óperukórinn í Aðvent-
kirkjunni í Reykjavík kl. 16.
Þá færð allt fyrir bútasauminn
hjá okkur!
Efni, bækur, snið, skurðartæki, töskur og smávöru.
V/RKA
Mörkin 3 - Sími 568 7477
/.virka.i
Opið
Mánud.-föstud. kl. 10-18.
Lau. kl. 10-16.
f-
Safnaðarstarf og listir
hallgrimskirkja.is