Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Fjarskipti
Sala Landssímans er
eðlileg viðbrögð við
breyttri tækni og um-
hverfi á sviði fjarskipta,
segir Hjálmar Árnason,
eins og sést á því að
verðgildi símafyrir-
tækja í heiminum fer
hríðlækkandi.
ingu til allra landsmanna. Þá hefur
farið framhjá þingmanninum sú stað-
reynd að samstarf Landssímans og
einkafyrirtækja á borð við Tal er með
miklum ágætum þar sem síðamefnda
fyrirtækið hefur greiðan aðgang að
fjarskiptaneti Landssímans. Þá hefur
Steingrími J. algjörlega yfirsést sú
staðreynd að með samkeppni á fjar-
skiptamarkaði hefur kostnaður lands-
byggðarinnar stórlækkað á síðustu
árum og er nú einn sá lægsti í veröld-
inni. Steingrímur a.m.k. lætur sem
hann viti ekki af því að landið er nú
orðið eitt gjaldsvæði í símtölum og
gagnaflutningur hefur lækkað á milli
landshluta um tugi prósenta og fer
enn lækkandi. Fjarskiptalögin frá því
sl. vor fela í sér stórkostlegar bætur í
fjarskiptum á íslandi. Þar er brugðist
við breyttu umhverfi á sviði fjarskipta
með hag allra landsmanna að leiðar-
ljósi. Ákvæði um aðskilnað á rekstri
dreifikerfis og annarrar þjónustu
tryggir jafnræði keppinauta, ákvæði
um reikisamninga opna fyrir sam-
starfi og hagkvæmni keppinauta og
ákvæði um jöfnunarsjóð stuðlar að
jöfnun kostnaðar. Þá skal bent á að
íjarskiptalögin fela í sér að sam-
gönguráðherra gefur út starfsleyfi til
þeirra sem vilja komast á fjarskipta-
markað. Því starfsleyfi fylgja ýmis
skilyrði er upppfylla verður.
Ný tækni - nýir tímar
Málflutningur Steingríms J. Sig-
fússonar í þessari grein dæmir sig
sjálfur. Steingrímur er afskaplega
klókur stjómmálamaður. En í um-
ræddri grein hygg ég að ákafi hans til
að skapa sér pólitíska sérstöðu hafi
leitt hann af braut. Greinin ber öll
merki áróðursins en minna af mál-
efnalegri umfjöllun. Sala Landssím-
ans er eðlileg viðbrögð við breyttri
tækni og umhverfi á sviði fjarskipta
eins og sést á því að verðgildi símafyr-
irtækja í heiminum fer hríðlækkandi.
í samkomulagi stjómarflokkanna
hefur verið unnið faglega með það að
leiðarljósi að skapa öllum landsmönn-
um sem best skilyrði til að nýta sér
fjarskiptatæknina. Þau markmið hafa
náðst og því er ástæða til þess að
fagna framförum í fjarskiptamálum
íslendinga fremur en kafna í þeim
ábyrgðarlausa bölmóði og afbökunum
sem Steingrími láta svo vel í stjóm-
arandstöðunni.
Höfundur er alþingismaður.
OR & DjASN • GABÐATORG 7 • GARÐABÆR . SfMI 565 9955 • FAX 565 9977
GLÆSILEG SKARTGRIPA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN
Á GARÐATORGI 7, VIÐ „KLUKKUTURNINN"
FÖSTUDAGUR' 15. DESEMBER 2000 ogf
Estée Lauder útsölustaðir:
Clara Kringlunni,
Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi,
Lyfja Hamraborg, Lyfja Garðatorgi,
Lyfja Setbergi,
Hagkaup Kringlunni,
Hagkaup Grafarvogi,
Hagkaup Smáranum,
Lyf og heilsa, Austurstræti,
Sara Bankastræti,
Apótek Keflavíkur,
Hjá Maríu, Hafnarstræti, Akureyri.
Hjá Maríu, Glerártorgi, Akureyri.
Nýi ilmurinn frá Estée Lauder
INTUÍTÍON
ESTEE LAUDER
Eiginleiki
kvenna
<
HAGKAUP
Meira úrval - betrií kaup opið tii 22.00 011 kvöid tn jóu