Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýnt fram á ættgengi Parkinsons-veiki Bandaríska vísindatímaritið New England Journal of Medicine birtir í nýjasta tölu- blaði sínu grein níu íslenskra og banda- rískra vísindamanna um rannsókn á vegum Landspítala og íslenskrar erfðagreiningar. Pétur Gunnarsson ræddi við Kára Stef- ánsson, frumkvöðul aðferðarfræði rann- sóknarinnar, og Sigurlaugu Sveinbjörns- dóttur, stjórnanda hennar. Kári Sigurlaug Stefánsson Sveinbjörnsdóttir NÝMÆLIÐ í niðurstöðum rann- sóknarinnar þykir vera það að nið- urstöður hennar gefa sterklega til kynna að Parkinsons-veikin sé ætt- geng og byggist á samspili erfða og umhverfis, óháð því á hvaða aldri sjúklingar veikjast. Rannsóknin byggðist á tölfræðilegri greiningu á skyldleika íslenskra Parkinsons- sjúklinga á grundvelli klínískra upplýsinga um sjúklinga frá Land- spítala og ættfræðiupplýsinga ís- lenskrar erfðagreiningar. Sigurlaug Sveinbjömsdóttir, taugasjúkdóma- læknir á Landspítala, sem stjórnaði rannsókninni, segist telja að þessi nálgun við rannsóknir, sem byggist á hugmynd Kára Stefánssonar, for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar um nýtingu ættfræðiupplýsinga, sé mjög stórt skref í nálgun á' efða- sjúkdóma. New England Journal of Medic- ine, er virtasta fagtímarit heims í klínískri læknisfræði. Kári Stefáns- son, sagðist í samtali við Morg- unblaðið, telja að þessi grein væri sú fyrsta sem tímaritið birti sem byggðist á rannsókn, sem eingögu væri gerð á íslandi, þótt íslenskir vísindamenn, þar á meðal hann sjálfur, hefðu áður átt þar þátt í greinum. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar, samkvæmt greininni, eru þær að systkini Parkinsons-sjúk- linga séu í 6,7 sinnum líklegri til að fá sjúkdóminn en viðmiðunarhópur. Þeim, sem eiga foreldra sem þjást af sjúkdómnum, er 3,2 sinnum hættara við Parkinssons-veiki en öðrum. Talið er að allt að eitt prósent einstaklinga sem náð hafa sextíu og fimm ára aldri þjáist af Parkinsons- veikinni, sem leiðir til almennrar truflunar í stjórn hreyfinga og verulegrar fötlunar. Hægt er að halda einkennum sjúkdómsins tíma- bundið niðri með lyfjagjöf en engin lækning er þekkt. 772 sjúklingar á 50 árum Eins og fyrr sagði byggjast nið- urstöðumar á tölfræðilegri grein- ingu á skyldleika meirihluta þeirra íslendinga sem greindir hafa verið með Parkinsons-veikina á síðast- liðnum 50 árum, alls 772 manns. Með hjálp dulkóðaðs ættfræði- grunns íslenskrar erfðagreiningar var sýnt fram á að sjúklingarnir væru skyldari innbyrðis en viðmið- unarhópur, og átti það við hvort sem greining var gerð á öllum sjúk- lingahópnum eða aðeins á þeim sem fengu sjúkdóminn eftir fimmtugt. Það hafði þýðingu, að sögn Kára Stefánssonar, því áður höfðu rann- sóknir sýnt fram á tengsl erfða við sjúkdóminn hjá þeim minnihluta sjúklinga sem fengu hann á yngri árum. Við rannsókn á fjarskyldum ætt- ingjum sjúklinga kom í ljós að einn- ig þeir voru í meiri hættu á að fá sjúkdóminn en viðmiðunarhópur, sem þykir sýna að sjúkdóminn megi ekki aðeins rekja til svipaðra áhrifa frá umhverfi, eins og halda hefði mátt fram ef aðeins væru tengsl milli sjúkdómshættu hvað varðar nánustu ættingja. Þá þykir það að makar Parkinsons-sjúklinga eru ekki í aukinni hættu benda til þess að umhverfi á fullorðinsárum hafi ekki áhrif á myndun sjúkdóms- ins. Hins vegar kom í ljós að lík- umar á því að fá sjúkdóminn eru meiri hjá systkinum sjúklinga en hjá börnum þeirra. Fram kemur að það megi hugsanlega skýra með því að systkini verði fyrir svipuðum áhrifum frá umhverfinu í bemsku. Kári Stefánsson, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þau Sig- urlaug Sveinbjörnsdóttir hefðu, þegar Kári var starfandi sem pró- fessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, ákveðið að vinna saman að erfðafræði Parkinsons- sjúkdómsins, en Sigurlaug hefði þá um nokkurt skeið unnið að faralds- fræðirannsókn á sjúkdómnum á ís- landi. Þau hefðu byrjað að þróa með sér sameiginlega hugmynd um rannsókn og eftir stofnun íslenskr- ar erfðagi-einingar hefði þráðurinn verið tekinn upp að nýju með það að leiðarljósi að leita að erfðavísi sem valdi Parkinsons-veiki. „Til þess að undirbyggja þá vinnu ákváðum við að líta á skyld- leika í þessum sjúklingahópi," sagði Kári. „Það hafði verið sýnt fram á áður að sjúklingar sem fá þennan sjúkdóm tiltölulega ungir hafa til- hneigingu til að falla í fjölskyldur en hins vegar benti ýmislegt í þeim „litteratur", sem var til staðar, til þess að eldri sjúklingamir væra ekki skyldir og að umhverfisþættir yllu sjúkdómnum í þeim. Þegar við tókum lista af sjúklingum, sem Sig- m’laug hafði skoðað af mikilli natni, og renndum í gegnum okkar ætt- fræðigagnagrann þá kom í ljós að þessir eldri sjúklingar vora miklu skyldari en viðmiðunarhópar og, það sem meira var, að þeir sem fengu sjúkdóminn gamlir og ungir féllu í sömu fjölskyldurnar." Aðferð sem stendur ekki mörgnm til boða Kári segist því tefja merkilegustu niðurstöðu rannsóknarinnar þá að flest bendi til þess að skipting Parkinsonsjúklinga í þá sem fá sjúkdóm- inn yngri og hina sem fá hann eldri sé ekki jafnþýðingar- mikil og talið hafi verið. „Aðferðai'ræðilega er það athyglisverð- ast við þessar rann- sóknir að við eram með ættfræði á tölvutæku formi og getum á kerfisbund- inn hátt rannsakað þau gögn til að leita að skyldleika á þann hátt sem enginn ann- ar hefur gert,“ segh- Kári. „Þetta er aðferð sem stendur ekki mörgum til boða en ég vil leggja á það áherslu að grandvall- arástæðan og grandvallarforsendan fyrir því að svona rannsóknir takist er sú að sú klíníska vinna sem er notuð - greining á þessum sjúk- dómi - sé vel af hendi leyst. Það er ekki einfalt að greina Parkinsons- sjúkdóminn á þann hátt að hægt sé að byggja á því vísindalegar rann- sóknir. Astæðan fyrir að við getum það er sú að við höfum getað notið þeirra forréttinda að vinna með Sigurlaugu sem hefur unnið þessa vinnu svona vel,“ segir Kári og kveðst telja að þær klínísku upplýs- ingar sem rannsóknin byggðist á hefðu líklega verið jafngóðar og nokkurs staðar væri völ á. Auk þeirra hefði aðgangur að miklum upplýsingum um skyldleikamynstur skipt lykilmáli, sem og aðgangur að frábæram tölfræðingum Islenskrar erfðagreiningar. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir bætti við að það sem gert hefði kleift að fá fram þessar niðurstöður væri m.a. kerfisbundin leit að sjúk- lingum yfir langan tíma. „Hún spannar tvær kynslóðir og það gerir okkur kleift að meta bet- ur t.d. líkur frá afkvæmum Park- inson-sjúklinga,“ sagði hún. Byggist á vinnu þeirra sem á undan komu „Allar þær rannsóknir sem við eram að vinna í dag bæði hvað snertir hina klínísku vinnu og erfðafræðirannsóknirnar byggir á því að á undan okkur hefur komið fólk og búið til þær forsendur sem við vinnum á,“ sagði Kári. „í klín- ískri vinnu byggist þetta að nokkra leyti á vinnu Kjartans R. Guð- Eyjar og Geysis- stofa hlutu verðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá afhendingu nýsköpunarverðlauna Ferðamálaráðs. Árni Johnsen, Guðjón Hjörleifsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Már Sigurðsson og Sturla Böðvarsson. FERÐAMÁLARÁÐ íslands veitti í gær nýsköpunarverðlaun í annað sinn og féllu þau í skaut Sunnlend- ingum, annars vegar eigendum Geysisstofu og hins vegar Vest- mannaeyjabæ. Eigendur Geysis- stofu eru verðlaunaðir fyrir dugn- að og framsýni við stefnumótun og uppbyggingu og Vestmanna- eyjabær fyrir að hafa gert Skans- svæðið að „enn einni periunni sem laðar ferðamenn til Eyja“, eins og segir í frétt frá Ferðamálaráði. Bygging Geysisstofu þrekvirki Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra afhenti hjónunum Sigríði Vilhjálmsdóttur og Má Sigurðs- syni, eigendum Geysisstofu, og Guðjóni Hjörleifssyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, verðlaunin við at- höfn í Þjóðmenningarhúsinu. Tóm- as Ingi Olrich, formaður Ferða- málaráðs, gerði grein fyrir valinu en þau eru veitt þeim sem hafa stuðlað að nýsköpun í ferðaþjón- ustu að mati ráðsins. í greinargerð Ferðamálaráðs um Geysisstofu segir að um 200 þús- und ferðamenn hafi komið að Gull- fossi og Geysi í fyrra og að ráðist hafi verið í stefnumótunarvinnu í uppsveitum Árnessýslu í ljósi þessa mikla ferðamannafjölda. Uppúr henni hafi þróast hugmyndin að Geysisstofu og hafi margir verið kallaðir til samráðs vegna sérstöðu svæðisins og þeirra mörgu sem þar ættu hagsmuna að gæta. Guð- mundur Jónsson, arkitekt í Noregi, var valinn hönnuður en með honum störfuðu Erlendur Magnússon og Oddur Hermannsson. í Geysisstofu má fræðast um landmótun, jarðhita, vatnabúskap, jökla, eldvirkni og fleira. „Bygging og rekstur Geysisstofu er þrekvirki sem eigendur hennar, Már Sigurðs- son og Sigriður Vilhjálmsdóttir, hafa innt af hendi með einstæðum dugnaði og framsýni," segir m.a. í greinargerð Ferðamálaráðs. Um Vestmannaeyjar segir í greinargerð Ferðamálaráðs að þær hafi löngum verið vinsælar meðal ferðamanna og nú hafi enn ein perlan bæst í safnið hjá Vest- mannaeyingum, Skanssvæðið, og eigi það sér langa og merka sögu. Síðasta sumar hafi stafkirkja verið reist þar og húsinu Landlyst hafi einnig verið komið þar fyrir. Einn- ig hafi nútímalífæðar, vatn, sími og rafmagn, tengst Vestmannaeyjum við Skansinn og þegar rætt hafi verið um vegasamband milli lands og Eyja hafi svæðið sunnan við Skansinn verið nefnt sem tenging. „Stórhugur og framkvæmdasemi hefur lengi einkennt Vestmanna- eyinga og Skanssvæðið ber þess glöggt merki,“ segir einnig í grein- argerð Ferðamálaráðs. mundssonar, heitins, sem var taugasjúkdómalæknir eins og við Sigurlaug og Grétar Guðmundsson og fyrsti prófessor í taugalæknis- fræði við Háskóla íslands. Hann hafði gert mjög stóra rannsókn á Parkinsons-sjúkdómnum og síðan kom Sigurlaug og endurmat þá vinnu og bætti geysilega miklu ofan á. Sú vinna sem við höfum unnið hér innanhúss hjá íslenskri erfða- greiningu, með því að nýta okkur ættfræðina, byggist líka á afrakstri vinnu heils hers manna, sem hafa unnið að ættfræði á íslandi í gegn- um áratugi og árhundruð.“ Er réttmætt að líta svo á að nú þegar grein um þessa rannsókn, sem byggist á hugmynd Kára um samanburð læknisfræðilegra upp- lýsinga og ættfræðiupplýsinga, hef- ur birst í virtasta læknatímariti heims, sé fengin ákveðin staðfesting á vísindalegu gildi grundvallarhug- myndar Kára að Islenskri erfða- greiningu? Þessari spumingu svarar Kári þannig að hann vilji ekki halda því fram að hann hafi sett fram ein- hverja merkilega grandvallarhug- mynd. „En þetta sýnir fram á að með því að nota kerfisbundna greiningu upplýsinga er hægt að gera það sem þú hefðir ekki getað gert með hinum klassísku aðferð- um. Alveg eins og ég held að við hefðum aldrei getað sannað, að ég held, það að Parkinsons-sjúkdómur í eldri sjúklingahópi væri ættgeng- ur án þess að við hefðum haft möguleika á að nota okkur tölvuna til að hjálpa okkur, í það minnsta hefði það verið býsna erfitt.“ Hugmynd Kára stórt skref í nálgun á erfðasjúkdómum „Ég vil að það komist á framfæri í tengslum við þetta,“ sagði Sig- urlaug Sveinbjörnsdóttir, „að ég tel að þessi nálgun, sem reyndar er hugmynd Kára, sé í rauninni mjög stórt skref í nálgun á efðasjúkdóm- um og mér heyrist á þeim erfða- fræðingum sem ég kannast við er- lendis að þeir séu meira og meira að hallast á þá sveif að við rann- sóknir flóknari erfðasjúkdóma verði að nýta svona nálgun enda era menn teknir að reyna að gera þetta í nokkrum mæli, veit ég til.“ ,Að minnsta kosti gengur þetta upp,“ segir Kári, „og það er gaman að sjá að þegar við tökum þessa hugmynd í sínu einfaldasta formi, - þar sem henni er ekki blandað sam- an við nein af þessum sameinda- líffræðibrögðum sem síðan bætast við - era menn farnir að meta þetta sem grandvallarnálgun. Það er gaman að fá þessar niðurstöður birtar í tímariti af þessari gerð. Við eram búin að búa til mjög spenn- andi faraldsfræðilega stúdíu, sem er komin inn í, að ég held, besta tímarit sem birtir niðurstöður læknisfræðirannsókna í dag.“ Kári og Sigurlaug segja að rann- sókninni sé hvergi nærri lokið; hún sé í fullum gangi. Næsta skref sé að leita að erfðavísum sem tengjast Parkinsons-sjúkdómnum, aðgerða- gi-eina og fleira s og sú vinna er framundan hjá starfsmönnum ÍE. Mikilvæg vinna Sigurlaug og Kári leggja áherslu á að koma á framfæri þakklæti til þeirra sjúklinga, sem hafa aðstoðað við rannsóknina og jafnframt að hún sé ennþá í gangi. „Við eram enn að leita til fólks og þurfum á aðstoð fleiri að halda og eram þe3S mjög meðvituð að án þátttöku sjúk- linganna getum við ekki gert þetta,“ segir Kári. „En það er alveg ljóst á því hvert við höfum komið þessari grein okkar að menn líta svo á að hér sé um að ræða mjög mikilvæga vinnu.“ Eins og fyrr sagði stjórnaði Sig- urlaug rannsókninni og var ásamt Grétari Guðmundssyni taugasjúk- dómalækni á Landsspítala. Auk þeirra voru höfundar tímaritsgrein- arinnar Andrew A. Hicks, Þorlákur Jónsson, Hjörvai’ Pétursson, Michael L. Frigge, Jeffrey R- Gulcher, Kári Stefánsson, öll frá ÍE og Augustine Kong, sem er starfs- maður ÍE og hefur jafnframt starf- að hjá mannerfðafræðideild Chic- ago-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.