Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 57 A UÐ UNN KRISTINN KARLSSON + Auðunn Kristinn Karlsson fæddist á Hjáleigueyri við Reyðarfjörð 7. janú- ar 1903. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Jóhannes- son og- Ingibjörg Árnadóttir frá Eski- firði. Auðunn ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Árna Frið- finnssyni og Sigríði Þorbjarnardóttur. Systkini Auðuns voru fimm, þar af eru fjögur látin. Auðunn fluttist til Vestmanna- eyja 1926, kvæntist 29. maí Önnu Kristjánsdóttur sem lést 5. nóv- ember 1995. Foreldrar Önnu voru Kristján Þórðarson og Guðný Elí- asdóttir frá Vestmannaeyjum. Þau hjónin fluttu að Stapakoti í Innri- Njarðvík 1930 og þaðan til Keflavíkur 1937. Auðun og Anna eignuðust þrjár dæt- ur: 1) María, f. 4. des- ember 1929, gift Hallgrími Krist- mundssyni. 2) Sig- ríður, f. 3. maí 1934, gift Reynaidi Þor- valdssyni. 3) Helga, f. 1. ágúst 1935, gift Garðari Brynjólfs- syni. Auðunn og Anna eiga tíu barnabörn, þar af eru fjögur látin, tvö dóu í bernsku, Kristján 1990 og Auðunn 1994. Þau eiga 25 barnabarnabörn og 12 barnabarnabarnabörn. títför Auðuns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt þennan heim og hvfldin kom- in. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Afi var einn af þessum afburða mönnum sem fæddust á fyrsta ára- tug tuttugustu aldar. Allt hans líf einkenndist af mikilli vinnu og var sjómennskan hans líf og yndi. Afi var 12 ára þegar hann byrjaði að róa með afa sínum og hafði hann mjög gaman af að segja frá þessu enda var yndislegt að hlusta á hann, hann sagði svo skemmtilega frá gamla tímanum, mundi þetta allt svo vel. Ég sagði við afa fyrir nokkrum mánuðum að hann ætti að skrifa þetta allt niður, gefa svo út bók, þá hló hann bara og sagði, það myndi enginn nenna að lesa bók- ina. Jú, afi minn, ég myndi gera það. Þegar ég hugsa um að þú sért farinn frá okkur verður það skrítið að geta ekki farið á Asabraut 2 lengur og drukkið appelsín við eld- húsborðið. Þú passaðir að eiga allt- af nóg af því. Heimili þitt glansaði af hreinlæti enda var það líf þitt og yndi að dytta að húsinu sem þú byggðir með berum höndum frá grunni. Afi minn skilur eftir sig minn- inguna um þægilegan, góðviljaðan mann sem fylgdist vel með sínu fólki og var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd. Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu, Didda, Auðuns bróður og litlu barnanna, þú hefur svo sann- arlega fengið góðar móttökur. Megi Guð varðveita ykkur. Fjölskyldu minni votta ég mína samúð. Guð blessi ykkur öll. Nú kveð ég þig, elsku afi minn, ég mun ávallt geyma minninguna um þig í hjarta mínu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liona tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. afa síns til þess að rabba um allt mögulegt, ekki síst um sjóinn sem átti hug þeirra allan og var þeirra sameiginlegt áhugamál. Þeir lifðu og hrærðust í þeirri umræðu. Ég og Auðunn eignuðumst þrjár dæt- ur, þær voru ekki háar í loftinu þegar þær fóru að heimsækja afa sinn og fóru mjög oft með föður sínum til hans. í lok ársins 1993 veiktist mað- urinn minn skyndilega og lést af þeim sjúkdómi átta mánuðum síð- ar. Það var ekki síður erfitt fyrir afa hans en aðra aðstandendur að sjá á bak dóttursyni sínum og góð- um vini. Mig langai' að þakka Auð- uni Karlssyni þær samverustundir sem við áttum öll saman og þá hjálp sem hann veitti okkur og vel- vild í okkar garð á þessum erfiða tíma. Auðuni afa þótti afar vænt um langafabörnin sín. Hann var alltaf eitt sólskinsbros þegar þær birtust, rétt eins og hann væri að hugsa um að börnin gæfu lífinu gildi. Oftast þegar þær komu fengu þær appels- ín sem var vel kælt í ísskápnum og gróft kex sem afi þeirra sagði að væri svo hollt, en sagði að það væri nú í lagi að fá sér af og til appelsín þrátt fyrir sykurinn. Auðunn var mikill heilsuspekúlant. Það fór nán- ast ekkert inn fyrir hans varir nema það væri hollt, er þar kannski komin skýringin á langri ævi hans. Alltaf fyrir jólin var viss stemmning hjá okkur að fara til Auðuns afa 23. des. og gefa honum nammikörfu svo að hann gæti boðið gestunum sem heimsóttu hann um jólin, það endaði nú yfirleitt í munni dætra minna meðan við spjölluðum saman, a.m.k. partur af því. Ég og Auðunn Karlsson vorum miklir vinir, þær voru ekki fáar stundirnar sem við áttum og sátum við eldhúsborðið á Ásabrautinni í skemmtilegum umræðum um allt mögulegt varðandi mat, hollustu, lífið og tilveruna og sjómennskuna sem hann stundaði hér áður fyrr. Kæri Auðunn, þú varst alveg einstakur maður, gafst mikið af þér, varst einlægur, réttsýnn og samkvæmur sjálfum þér. Avallt var þér umhugað um hvemig gengi hjá mér og stelpunum. Þú varst alltaf glaður og góður við mig og dætur mínar. Ég lít á það sem forréttindi að hafa kynnst þér á minni lífsleið. Við sendum þér þennan sálm sem er okkur mjög kær, þetta er upp- áhaldssálmurinn okkar og nafna þíns heitins, 23. Davíðssálmur. Guð blessi minningu þína. Drottínn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð fremmi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðju. Hinsta kveðja, Agnes Ármannsdóttir, Helga Auðunsdóttir, Aníta Auðunsdóttir og Sigurbjörg Auðunsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EYJÓLFUR INGIBERG GEIRSSON, Hátúni 7, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudaginn 15. desember, kl. 14.00. Elín Þorleifsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir, Geir Eyjólfsson, Margrét Eyjóifsdóttir, Daníel Eyjólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir, Sveinn Pálsson, Hugrún Eyjólfsdóttir, Helga Hildur Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóte skalt. (V. Briem.) Anna Garðarsdóttir. Mig langar að minnast Auðunar Karlssonar með fáeinum orðum. A langri ævi hefur Auðunn mátt sjá á eftir mörgum skyldmennum, vinum og kunningjum, þar á meðal dóttursyni sínum sem ég var gift, sem dó langt um aldur fram. Ég giftist dóttursyni Auðuns árið 1983 og í kjölfarið kynntist ég hon- um. Þeir voru nafnar og það kom fljótlega í ljós að þeir voru miklir vinir. Daglega kíkti Auðunn inn til t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDUR SIGURÐSSON, Álfatúni 17, Kópavogi, sem lést aðfaranótt sunnudagsins 10. des- ember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 15. desember og hefst athöfnin ki. 15.00. Unnur Þóra Þorgilsdóttir, Þorgils Baldursson, Inga Jónsdóttir, Sigurbjörg Baldursdóttir, Ásgeir Beinteinsson, Hallur A. Baldursson, Kristín S. Sigtryggsdóttir, Sigurður Baldursson, Borghildur Sigurbergsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts móður okkar, tengda- móður og ömmu, ERNU ARADÓTTUR, Skaftahlið 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landspítalans og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Hafdís Hafsteinsdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Helga Hafsteinsdóttir, Eli Harari, Vilborg Hafsteinsdóttir, Þráinn Hauksson, Davíð Hafsteinsson, Hanna Dóra Hermannsdóttir, Ester Hafsteinsdóttir, Sigurgeir B. Kristgeirsson, Haukur Hafsteinsson, Þórdís Thorlacius og barnabörn. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÖNNU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, frá Staðarbjörgum. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 5 á Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki, fyrir ómetanlega umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Bragi Jósafatsson, María Guðmundsdóttir, Guðrún Jósafatsdóttir, Björn Arason, Ingibjörg Jósafatsdóttir, Sveinn Friðvinsson, Sigríður Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir sendum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegs sambýlismanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður, bróður og afa, ÞRASTAR BJARNASONAR múrarameistara, Jórufelli 2, Reykjavík. Kolbrún Benjamínsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Heimir Þrastarson, Jóhanna Helgadóttir, Jónína Þrastardóttir, Kristinn T. Haraldsson, systkini og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTHILDAR JÓHANNESDÓTTUR, Laufvangi 1, Hafnarfirði. Rebekka Valgeirsdóttir, Bjöm Árnason, Málfríður Baldvinsdóttir, Þröstur Auðunsson, Lilja Björk Baldvinsdóttir, Þórir E. Þórisson og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og útför SVEINS SIGURÐSSONAR frá Svalbarði, Dalvík. Fyrir hönd vandamanna, Hrefna Haraldsdóttir. Lokað Fjölbrautaskólinn við Ármúla verður lokaður frá kl. 12.00 í dag, föstudag, vegna útfarar GÍGJU HERMANNSDÓTTUR, íþrótta- kennara. Skólameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.