Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BM Sænskar þvottavélar íám tauþurrkarar fS|3 uppþvottavélar ; irk Asta Björk Hársnyrtin. H UíOun - úililiaME elASKO Tandurhreinn þvottur, þurr og þægilegur Skínandi uppþvottur Einnig ASKO Professional fyrir fjölbýlishús Fitness Line umboðið kynnir íþróttafatnað fyrir þá sem vilja iaga línurnar. HÁRSTOFAN GRAND HOTEL SIGTÚNI 38. SÍIVII 588 3660. iFOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 BÆKUR H e s t a m e n n s k a REIÐLEIÐIR UM ÍSLAND eftir Sigurjón Björnsson. Útgefandi Mál og mynd. 371 bis. Steindórs- prent-Gutenberg. Sigurjón Björnsson ÚTGÁFA hestabókmennta fyrir jólin er heldur fátækleg að þessu sinni. Aðeins ein bók sérsniðin fyrir hestamenn kem- ur út nú og er það af sem áður var. Hér er um að ræða bókina Reiðleiðir um Island eftir Sig- urjón Björnsson sálfræðing og ferðagarp en í nafngift bókar- innar felst að- eins hluti af efni hennar. Hefði bókin að ósekju mátt hafa eitthvert frjórra nafn. Leiðarlýsingar hafa alltaf verið velþegnar af ferðaglöð- um hestamönnum og er þá sér- staklega verið tala um reiðleiðir um óbyggðir eða jaðarsvæði byggða. En gallinn á flestum leiðarlýsingum hefur verið sá að þar er oftast um frekar þurra lesningu að ræða þar sem einungis leiðum og landslagi er lýst. Reiðleiðabók Siguijóns er miklu meira en lýsing reiðleiða því hér er miklu frekar um að ræða ferða- sagnabók þar sem reiðleiðunum er lýst á lifandi og skemmtilegan máta í bland við ferðasöguna og leiftur liðinnar tíðar. Um leið er bókin saga hestamennskuferils höfundar og fjölskyldu hans. í lok bókarinnar koma viðtöl við fjóra samferðamenn höfundar í mörgum ferðum. Nokk- uð óvenjulegt í bók sem þessari en eigi að síður ágætlega fróðleg lesn- ing og skemmtileg, sér í lagi ef maður kannast eitthvað við menn- ina. Eftir lestur frásagnar af tveimur ferðalögum höfundar hvarflaði að manni að þetta yrði orðnar út- þynntar frásagnir með sífelldum endurtekningum þegar yfir lyki. En höfundi tekst að halda athyglinni vel vakandi með líflegri frásögn þar sem tínd eru til ótrúlega smá atriði sem eru alls ekki svo smá þegar í eina heild er komið. Höfundur virð- ist gegnheill í frásögnum sínum, tekur sjálfan sig hæfilega alvarlega og öðlast þar með réttinn til að gera hóflegt grín af samferðamönn- um sínum eins og sjálfum sér. Stór þáttur í ferðalögum á hestum er góður húmor þar sem enginn er undan skilinn. Fyrir utan að vera skemmtileg og fróðleg hvað reiðleiðir varðar er bókin góð kennslubók um margt er varðar ferðalög á hestum. Þar er komið inn á undirbúnig fyrir ferð- irnar en á þeim þætti getur ráðist hversu ánægjuleg ferðin verður. í frásögnum tengir höfundur saman leiðarlýsingu, lýsir þeirri náttúrufegurð sem getur að líta og oftar en ekki skýtur hann inn í leiftri sögunnar á hverjum stað þar sem það á við. Einnig eru skyggðir kaflar þar sem gjarnan eru tilvitn- anir í þjóðsögur, oftar en ekki þjóð- sögur Jóns Amasonar. Eiginkona Sigurjóns, Margrét LA BAGUETTE i I i fL I 1 iólunu^ ykkut o** i 20% afslátt i af löngu smjördeigi § „grillage“ | I 1 I I I FRYSTIVORUVERSLUN Verið velkomin LA BAGUETTE Glæsibæ, sími 588 2759. Margeirsdóttir, sem tekið hefur virkan þátt í ferðum manns síns rit- ar einn kafla bókarinnar. Segir þar frá ferð í Hraunþúfuklaustur í Vesturdal í Skagafirði og gefur hún bónda sínum ekkert eftir í ritstíl sínum og frásagnargleði. Er frá- sögn hennar afar skemmtileg þar sem hún tvinnar vel saman landlýs- ingu og sögubrot frá liðinni tíð. Bókin er ríkulega skreytt mynd- um, flestar teknar af samferða- mönnum höfundar, honum sjálfum og Margréti konu hans. Auk þess er talsvert af loftmyndum teknum af atvinnuljósmyndurum. I upphafi hverrar ferðasögu eru opnumyndir flestar góðar en hefðu að skaðlausu mátt vera skarpari til að þola betur stækkunina. En myndirnar auðga frásögnina mjög. Þá fylgja frásögnunum einnig kort af því landsvæði sem farið yfir í hverjum kafla. Kortin sem slík eru ágæt en vissulega hefði verið skemmtilegra að stækka þau meira út því oft er verið að sýna miklu stærra landssvæði en verið er að lýsa í þeim kaflanum. Þá kemur þetta þannig út að verið er að eyða plássi í sama landsvæði á fleiri en einu korti. Betur hefði farið að stækka betur út það svæði sem ver- ið er að fjalla um og hafa fleiri merkingar inn á kortunum. Sjálf- sagt er það svo með þetta eins og margt annað að hægara sé um að tala en í að komast. En maður fær það á tilfinninguna að verið sé að birta nánast sömu kortin oftar en einu sinni. Eftir því sem lengra er lesið í bókinni gerir maður sér betri grein fyrir því hversu gott verk er hér á ferðinni. Samantekið má segja að hér sé á ferðinni mjög fræðandi bók en ekki síður skemmtilesning sem örvar hal og sprund til ferðalaga á hestum um hið fagra land sem við búum í. Höfundur vel ritfær og fer ekki alltaf troðnar slóðir í orðavali. Reiðleiðir um ísland er kærkom- in vin í þeirri eyðimörk sem umlyk- ur útgáfu hestbókmennta um þess- ar mundir. Ætla má að hér sé komin sú bók sem mest verði flett upp í á komandi árum þegar hesta- menn hyggja á ferðalög. Valdimar Kristinsson Veður og færð á Netinu % mbl.is __ALLTA/= 677T«l«fl /VÝ7~T undir Jökli HEIMA er best, er máltæki sem margir þekkja og á vissan hátt á það við hjá Kristni Kristjánssyni þótt hann dragi í ný- útkominni bók sinni fram þá mynd að veröldin undir Jökli frá fyrri hluta og fram yfir miðbik tuttugustu aldar hafi verið stríð. Hún ein- kenndist af baráttu fyrir lífinu, upp- byggingu á þeim fáu atvinnutækifærum sem þar voru og bar- áttu við náttúruöflin. En í stríðri veröld var samt hægt að finna tíma til skemmtanahalds, semja leikrit eða yrkja ljóð og syngja sig frá erfiðleikunum. „Það hefur lengi blundað hjá mér sú löngun að skrá sögu svæð- isins, því þetta er svo söguríkur staður,“ segir Kristinn brosandi. „Við ræddum það einhvern tím- ann ég og vinur minn, Ásgeir heitinn Björnsson, lektor við Kennaraháskólann, að miðað við stærð þá væri svæðið vestan við veginn á Fróðárheiði og sunnan Jökuls eitthvert þjóðsagnasögu- ríkasta svæði í heiminum. Svo hefur sagan alltaf heillað mig og ég held að kraftur Jökulsins stuðli að skáldlegum hugleið- ingum og magni upp í manni framkvæmdakraftinn. Mín bók er svo sannarlega unnin í krafti Jök- ulsins þvf ég er kominn hátt í átt- rætt og hef verið að vinna hana síðustu tvö árin.“ I bók Kristins er greint frá mörgum björgunarafrekum sem íbúar í gamla Breiðuvíkurhreppi á utanverðu Snæfellsnesi unnu á þessum árum með lítinn tækja- kost og við erfið skilyrði. „Óvenjumikið slysa- og óhappa- tímabil gekk yfir hér við Faxafló- ann á fimmta áratugnum. í nóv- ember 1942 ferst Þórður Sveins- son við Hellnar, í nóvember 1943 hverfur vélskipið Hilmir og með því nokkrir nágrannar mínir og félagar, árið 1944 var Goðafoss skotinn niður og lík tveggja ungra drengja rak að landi á Hellnum, í október 1947 ferst oliuskipið Mildred og í mars 1948 strandar togarinn Epine á Drit- víkurflögum. Tilraunir til björg- unar við strand togarans voru mjög erfiðar og það var ægilegt að standa hjálparlaus í fjörunni og horfa á mennina drukkna," segir Kristinn og sjá má að honum er enn brugðið þegar hann rifjar upp minningar um björgunina sem þó leiddi til þess að fimm mönnum af nítján var bjargað. Ýmsir fyrir- boðar og draumar tengdust þessum skipssköðum sem Kristinn greinir frá í bókinni. „Eg starfaði eins og svo margir aðrir hér á svæðinu hjá Vikur- Kristinn vinnslunni sem var Kristjánsson. eitthvert mesta at- vinnuævintýri á land- inu,“ segir Kristinn. „Jón Lofts- son var gífurlega framsýnn maður og minjar um Vikurvinnsl- una má enn finna hér um slóðir. Við erfíðar aðstæður og engan hafnarkost á Stapa fleytti hann vikri ofan af Jökulhálsinum og niður til Arnarstapa þar sem hon- um var dælt um borð í flutn- ingaskip gegnum slöngur sem voru fluttar út í skipin með bát- um. Ekki má gleyma því að þetta var á þeim árum sem akvegur náði hvorki til Arnarstapa né Hellna,“ segir Kristinn en hann var einn aðalhvatamaðurinn að vegalagningu um Breiðuvíkur- hrepp og er enn. „Við gerðum okkur auðvitað dagamun þótt lífsbaráttan væri hörð og þá Iétu menn sig ekki muna um að ganga 40 km leið til að komast á skemmtun eða nokkra kílómetra til að mæta á söngæfingu. Söngur skipaði stór- an sess hjá fólkinu hér í gamla Breiðuvíkurhreppi og í Staðar- sveit og segja má að þar suðurfrá hafi varla tveir menn mátt koma saman svo ekki væri farið að syngja. Allur þessi söngur og önn- ur skemmtan var Ijósið í myrkr- inu,“ segir Kristinn. „Mér finnst vel við hæfi að þessi bók skuli vera að koma út núna, því liðin eru 80 ár frá því for- eldrar mínir giftu sig og á þessum árstíma fyrir 80 árum lá móðir mín á sæng. Þá voru svo miklar frosthörkur að það fraus í kopp- unum. Hinn 15. desember 1920 fæddi móðir mín stúlku og þrátt fyrir frosthörkur við fæðingu hennar lifir hún enn.“ I bók sinni Veröld stríð og vik- urnám undir Jökli hefur Kristinn fléttað á skemmtilegan og fróð- legan hátt saman margvíslegum minningum og kveðskap sam- ferðamanna sinna og fyrri tíma skálda sem ólust upp á æskuslóð- um hans þar sem Snæfellsjökul ber við himin og vindurinn þylur sögur sínar í sífellu. Bókina prýða auk þess margar myndir sem lýsa atburðum, aðstæðum og mannlífi á þessum tima. --------f-4-4------- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Krydd, upp- runi, saga ognotkun eftir Þráin Lárusson. Bókin fjallar um algengustu kryddtegundir sem notaðar eru og hefur höfundur bókarinnar aflað sér þekkingar á ferðalögum sínum í framandi löndum. Bókin er ríkulega myndskreytt og inniheldur fróðleik um hverja kryddjurt sem tekin er fyrir. Höfundurinn, Þráinn Lárusson, býr og rekur veitingahús í Oaxaca í Mexíkó. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er258 bls., Prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Anna Cynhia Leplar. Verð: 4990 krónur. Kærkomin vin í eyði- mörk hestabókaútgáfu Veröld stríð og vikurnám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.