Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 13
FRETTIR
Hækkun afnotagjalda RÚV rædd á Alþingi
Hækkunin samþykkt
eftir fjárlagagerð
ÞINGMENN stjórnarandstöðunn-
ar gagnrýndu við upphaf þingfund-
ar á Alþingi í gær þá ákvörðun
menntamálaráðherra, Björns
Bjamasonar, að heimila hækkun af-
notagjalda Ríkisútvarpsins tveimur
dögum eftir lokaafgreiðslu þingsins
á fjárlögum ársins 2001. Þeir kváð-
ust ekki vera á móti hækkuninni
sem slíkri, þvert á móti væru þeir
fylgjandi henni en sögðu að nær
hefði verið að samþykkja slíka
hækkun á meðan Alþingi hefði haft
fjárlagafmmvarpið til umfjöllunar.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra svaraði gagnrýninni m.a. á
þann veg að lagaheimildir hans til
að heimila hækkun afnotagjalda
væm skýrar í útvarpslögum.
Ákvörðunin kallaði ekki á endur-
skoðun fjárlaganna. Benti hann á að
þingmenn stjómarandstöðunnar
væru greinilega ekki á móti efnis-
atriði málsins, þ.e. hækkuninni
sjálfri, heldur málsmeðferðinni og
þakkaði hann að síðustu stjórnar-
andstæðingum fyrir að lýsa yfir
stuðningi við þá ákvörðun að hækka
afnotagjaldið.
Jón Bjarnason, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, hóf umræðuna í gær og
minnti þar m.a. á að þingflokkur
Vinstri grænna hefði nýlega lagt
fram á Alþingi breytingartillögu við
fjárlagafrumvarp næsta árs um
aukið framlag til Ríkisútvarpsins
upp á 380 milljónir króna til að bæta
rekstrarstöðu og styrkja dreifikerfi
Ríkisútvarpsins. Sú tillaga hefði
hins vegar verið felld af stjórnar-
meirihlutanum í atkvæðagreiðslu
um breytingartillögur við fjárla-
gagafrumvarpið.
Kvaðst hann fagna auknu fjár-
framlagi til Ríkisútvarpsins með
hækkun afnotagjaldanna en spurð
eftir hvaða lagaheimildum mennta-
málaráðherra færi eftir þegar hann
tæki síðan ákvörðun um að hækka
afnotagjaldið aðeins tveimur dögum
eftir afgreiðslu fjárlaga. Fleiri þing-
menn stjórnarandstöðunnar tóku
undir málfltuning Jóns, þ.e. Kol-
brún Halldórsdóttir og Steingrímur
J. Sigfússon, þingmenn Vinstri
grænna og Sigríður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar.
Bentu þinmennirnir m.a. á að ósk
stjórnenda Ríkisútvarpsins um auk-
ið fé til rekstursins hefðu legið fyrir
allt síðasta ár. Sögðu þeir ákvörðun
ráðherra um að heimila hækkun af-
notagjaldanna eftir fjárlagagerð
vera vanvirðing við þingið.
Heimildir skýrar
Menntamálaráðherra, Björn
Bjarnason, kvað, eins og áður segir,
að lagaheimildir hans í þessum efn-
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í
dag. Eftirfarandi mál eru á dag-
skrá:
1. Innflutningur dýra. Frh. 2. umr.
(Atkvgr.)
2. Skipulags- og byggingarlög.
Frh. 2. umr. (Atkvgr.)
3. Hafnaáætiun. Frh. fyrri umr.
(Atkvgr.)
4. Sjóvarnaáætlun 2001.
Frh. fyrri umr. (Atkvgr.)
5. Jöfnunargjald vegna alþjónustu
árið 2001.3. umr.
6. Flutningur eldfimra efna um
jarðgöng. Síðari umr.
7. Atvinnuleysistryggingar. 2.
umr.
8. Jöfnun fiutningskostnaðar á
sementi. 2. umr.
9. Utflutningsráð Islands. 2. umr.
10. Ráðstafanir í ríkisfjármálum
2001.2. umr.
11. Utlendingar. Frh. 1. umr.
12. Dýrasjúkdómar. 1. umr.
13. Lax- og silungsveiði. 1. umr.
f iL'ii]; Á il lllt éISS /'y'ý-ji. iH
ALÞINGI
um væru skýrar í útvarpslögum.
Hækkun afnotagjalda nái ekki fram
að ganga nema með samþykki
menntamálaráðherra. I bréfi frá út-
varpsstjóra, Markúsi Erni Anton-
ssyni, frá 7. desember sl. hefði verið
farið fram 7% hækkun afnotagjalda
frá og með 1. janúar nk. „Þessi gögn
lágu fyrir háttvirtri fjárlaganefnd
Alþingis en skv. lögum er það mitt
hlutverk að taka afstöðu til tillagna
útvarpsstjóra í þessu efni. Það gerði
ég á grundvelli skýrrar lagaheim-
ildar.“ Hvort sú ákvörðun hefði ver-
ið tekin á þeim tíma sem fjárlögin
hefðu verið samþykkt eða ekki
skipti engu máli varðandi hið form-
lega gildi ákvörðunarinnar. Að lok-
um þakkaði ráðherra þingmönnum
fyrir að lýsa yfir stuðningi við um-
rædda ákvörðun.
Ovíst um
jólaleyfi
þingmanna
ÓVÍST er hvenær þingmcnn fara í
jólaleyfi en samkvæmt starfs-
áætlun Alþingis er gert ráð fyrir að
hlé verði gert á þingstörfum í dag.
Óvissan snýst um fyrirhugað frum-
varp viðskiptaráðherra, Valgerðar
Sverrisdóttur, um sameiningu
Landsbanka Islands og Búnaðar-
banka íslands. I gærdag var enn
beðið eftir úrskurði samkeppn-
isráðs um sameiningu bankanna en
viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í
vikunni að hún legði áherslu á að
frumvarpið yrði samþykkt fyrir jól
gæfi Samkeppnisstofnun grænt ljós
á sameininguna.
Halldór Blöndal, forseti Alþingis,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærdag að hann myndi m.a. funda
með forsætisráðherra og viðskipta-
ráðherra í dag til þess að ræða um
störf þingsins fram að jólum.
Hlutfall kynja í nefndum og ráðum ríkisins
Hlutfall kvenna 26,5%
AF ÞEIM 4.087 einstaklingum sem
sitja eða setið hafa í nefndum, stjóm-
um og ráðum á vegum ríkisins á yf-
irstandandi ári eru 1.082 konur og
3.005 karlar. Hlutfall kvénna er því
26,5%. Þetta kemur fram í skriflegu
svari forsætisráðherra, Davíðs
Oddssonar, við fyrirspum Hólmfríð-
ar Sveinsdóttur, varaþingmanns
Samfylkingarinnar, og Ástu R. Jó-
hannesdóttur, þingmanns Samfylk-
ingarinnar.
Til samanburðar má geta þess að
hlutfall kvenna í stjórnum og ráðum
á vegum ríkisins var 23% árið 1997. í
svarinu er þó tekið fram að í mörgum
tilvikum er skipað að hluta til í
nefndir, ráð og stjómir ráðuneyt-
anna samkvæmt tilnefningu annarra
aðila en ráðuneytanna sjálfra.
Sé litið á hlutfall kynjanna í nefnd-
um einstakra ráðuneyta kemur í Ijós
að hlutfall kvenna er hæst í nefnd-
um, ráðum og stjómum á vegum
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins. Þar er hlutfall þeirra
40,9%. Því næst kemur forsætis-
ráðuneytið, þar sem hlutfall kvenna
er 36,8%, þá félagsmálaráðuneytið
þar sem hlutfall kvenna er 34,3% og
loks menntamálaráðuneytiðþar sem
hlutfall kvenna er 31,2%. Á vegum
dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
er hlutfall kvenna 26,3% og á vegum
umhverfisráðuneytisins er hlutfallið
25,2%. í öðram ráðuneytum er hlut-
fallið um 20% og minna. Þó kemur
fram að engar konur sitja í tveimur
nefndum Hagstofu íslands.
Þess má þó geta að fjöldi nefnda,
ráða og stjórna á vegum ráðuneyt-
anna er misjafn. Nefndir era flestar
á vegum menntamálaráðuneytisins
eða 238 en síðan kemur heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið með
106 nefndir og iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið með 105 nefndir svo
dæmi séu nefnd.
' 'vV
Rábstefnan
TETRA 2000
á Islandi:
TETRA fjarskiptatæknin
- til hagræbingar og skilvirkari stjórnunar
Ráðstefna haldin:
14. desember á Hótel KEA Akureyri
15. desemberá Hótel Loftleiðum Reykjavík
Dagskrá
14.30 Skráning hefst
15.00 Rábstefnan sett
Stutt kynning á starfsemi Stiklu (Guðmundur Gunnarsson, Stildu)
Eiginleikar TETRA tækninnar (Stefán Jónasson, Stildu)
Lars Nordstrand frá Nokia Networks, vi&skiptastjóri fyrír
TETRA kynnir:
• Hagnýting IP og WAP fyrír gagnasamskipti í TETRA
• Af hverju TETRA frekar en GSM og UMTS?
• TETRA-kerfin: Þau sem eru í notkun í dag og
væntanleg framþróun
V6.00-V6.I0 Hlé
TETRA til gagnasöfnunar, fjarvöktunar og fjarstjórnunar
(Jón Amarsson)
Hugbúnabarlausnir til ferilvöktunar (Símon Þorleifsson, Stefja)
TETRA til flotastjórnunar hjá feróaskrifstofunni Addís
(Amgrímur Hermannsson)
Hagnýting TETRA fyrír vi&brag&saðila, fyrírtæki og stofnanir
(Stefán Jónasson, Stiklu)
Pallbor&sumræ&ur
17.15 Ráðstefnuslit
Lóttar veitingar í bo&i Stiklu
A&gangur á rá&stefnuna er ókeypis, en þar sem smtarými er
takmarkab þarf a& skrá þátttöku me& eftirfarandi lei&um:
• Á heimasíðu Stiklu www.tetra.is
• Senda upplýsingar um ráðstefnustað, nafn, símanúmer og nafn
fyrírtækis/stofnunar merkt TETRA 2000 í faxnúmer SA5 5709
• í sima 545 5700
Sfikla ehf • Hlíðasmára 11 • 200 Kópavogi
Sími: 545 5700 • Fax: 545 5709 • stikla@fetra.is • www.tetra.is
V0O
MOVADO.
Glœsilegar
jólagjafir
í miklu
úrvali
YEM A
Úr eru tollfrjáls
hjá úrsmiðum
ÚRSMÍÐAMEISTARI
LAUGAVEGUR15
SÍMI 511 1900 • FAX 511 1901