Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
Sannkallað jólahjól
ísafirði - Almennt eru Iítil not fyrir reiðhjól á vet-
urna fyrir vestan. Skreytingarmeisturum Blóma-
turnsins á ísafirði hugkvæmdist þó að nýta hjólið
sitt á skemmtilegan hátt í jólaskreytingu búð-
arinnar sem stendur við aðalverslunargötu bæj-
arins. Þegar nýfailinn snjórinn bætist svo við ljósa-
skreytinguna verður ekki annað sagt en að hér sé
sannkallað jólahjól.
Norðlensk-
um jólatrjám
Q'ölgar
Laxamýri - Jólatré úr þingeyskum
skógum verða æ algengari á heim-
ilum í héraðinu og margir heimsækja
skógarbændurna til þess að velja
eigið tré.
Búast má við að trjánum fjölgi á
næstu árum sem verða til sölu sem
jólatré, því á hverju ári planta Þing-
eyingar tugþúsundum trjáa.
Á nytjaskógræktarjörðunum var
plantað 45 þúsund trjáplöntum í
sumar og þar af var greni yfir 20 þús-
und plöntur og fura um tvö þúsund.
Nytjaskógrækt hefur aukist mikið á
síðari árum og yfir sjö þúsund
plöntum var plantað í skjólbelti í
Þingeyjarsýslum.
A myndinni er Jónas Helgason
bóndi á Gvendarstöðum í Ljósa-
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
vatnshreppi í skóginum sínum, en
þar er víða að finna falleg tré sem
koma til með að prýða stofur um jólin
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ljósbrá með kökubasar
Fagradal - Kvenfélagið Ljósbrá, er basarinn liður í fjáröflun kven-
sem er eitt af þremur kvenfélögum í félagsins. Basarinn var vel sóttur og
Mýrdalshreppi, hélt sinn árlega voru þeir fyrstu mættir korteri áður
kökubasar nú í desembermánuði og en opnað var.
JÓLATILBOÐ
Á BÍLALEIGUBÍLUM!
Europcar
BÍLALEIGA AKUREYRAR
Verð frá aðeins kr.
2.500
(Innifalið 1 nólartiringur, 50km. skatturog kaskólrygging).
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar!
AKUREYRI 461 3000
REYKJAVÍK 568 6915
NETFANG europcar@ europcar. is
HEIMASÍÐA www.europcar.is
Afgreiðslustaóir:
Reykjavik Ákureyri. Egilsstaóii. Isafjöröur. Höfn,
Sauöérkrökur. Siglufjóröur, Vestmannaeyjar. Borgarnes.
K efla vikurflugvöllur
gott verd - gód þjónusta - godir bilar
Malbikað á
jólaföstu
Vestmannaeyjum -1 veðurblíðunni
síðustu vikur hafa starfsmenn
Áhaldahúss Vestmannaeyjabæjar
haft í nógu að snúast í „vorverkun-
um“, en í síðustu viku var teymi frá
bænum að malbika nýja íbúðargötu í
Vestmannaeyjum, Litlagerði.
Ásmundur Pálsson frá áhaldahúsi
bæjarins segir það ekki einsdæmi að
malbikað sé í Eyjum á jólaföstunni,
fyrir nokkrum árum hafi verið klár-
að að malbika planið við flugstöðina í
Djúpadal á Þorláksmessu. En það er
ljóst að veðurblíðan nú er einstök,
logn og átta gráða hiti, ogjþví rétt að
klára þessa götu, sagði Ásmundur.
Fjögur hundruð tonn af malbiki
verða lögð út í Litlagerði, íbúum til
óblandinnar ánægju.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Jólatónleikar
Fullt út úr dyrum
Grindavík - Það var fullt út úr
dyrum þegar „Jólagospelgleði"
var haldin f Grindavíkurkirkju.
Þarna voru jólatónleikar fjögurra
kóra undir stjórn Estherar Helgu
Guðmundsdóttur og fjölmenntu
Grindvíkingar til að hlýða á
þessa ljúfu tóna. Undirleikur var
í höndum þeirra Hreiðars Inga
Þorsteinssonar, pianó, Birgis
Kárasonar, bassa, og trommuleik-
arans Benedikts Brynleifssonar.
Efnisskráin var mjög fjölbreytt
og ætlaði þakið á köflum af kirkj-
unni, slíkt var lófaklappið. Kór-
arnir fjórir sem þarna sungu sína
þriðju tónleika á 20 klukkustund-
um voru: Regnbogakórinn og
sönghópurinn „Léttur sem klett-
ur“ úr Reykjavík, Brimkórinn úr
Grindavík og Kvennakór Suð-
urnesja.
„Ég er inniiega þakklát fyrir
móttökurnar sem ég fæ alltaf hjá
Grindvíkingum, alltaf fullt út úr
dyrum," sagði Esther Helga Guð-
mundsdóttir.