Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 75 * Lögreglan lýsir eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að árekstri og tjónvaldi. Föstudaginn 29. nóvember sl. var ekið aftan á bifreiðina RM-316, sem er græn Toyota Corolla fólksbifreið, á Gullinbrú við gatnamót Stórhöfða. Atvikið gerðist um kl. 23. Eftir áreksturinn ræddi ökumaður RM-316 við ökumann hinnar bifreið- arinnar og urðu þeir ásáttir um að færa bílana af vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók aftan á, ók þá á brott. Bifreiðin, sem ekið var af vettvangi, er dökk fólksbifreið, sennilega bláleit og gæti verið af teg- undinni Mazda. Ökurmaður þeirrar bifreiðar svo og sjónarvottar að árekstrinum eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Þá lýsir lögreglan eftir vitnum og þeim ökumanni sem ók á hægri hlið bifreiðarinnar IG-230 sem er grá Honda Civic fólksbifreið. Bíllinn stóð þá við Ránargötu 29. Tjónvaldurinn fór af vettvangi. Atvikið gerðist á tímabilinu frá kl. 22.30, sunnudaginn 10. desember til kl. 13, mánudaginn 11. desember. Tjónvaldur og vitni að atvikinu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Friðarganga framhalds- skólanema FRIÐARGANGA framhaldsskóla- nema verður fóstudaginn 15. desemb- er og hefst hjá Hallgrímskirkju kl.18. Gengið verður niður Skólavörðustíg og endar gangan við Ingólfstorg þar sem fram fer stutt dagskrá. Fyrst mun taka til máls Jónína Brynjólfsdóttir formaður INSI og mun hún tala íyrir hönd félaganna þriggja sem að göngunni standa. Þau eru Félag framhaldsskólanema, Iðn- nemasamband íslands og Bandalag íslenskra sérskólanema. Að hennar máli loknu munu aðrir gestir flytja er- indi en það eru: Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir nemandi í MA, Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari, Illugi Jök- ulsson foreldri og Jónína Bjartmars, formaður Heimilis og skóla. Skemmtikrafturinn Steinn Armann mun skemmta göngugörpum og Vignir hljómlistamaður úr hljóm- sveitinni Irafár mun taka nokkur jóla- lög. Gestir og gangandi eru hvattir til að koma með kyndla eða kerti með sér til að gefa göngunni hátíðlegri blæ, segir í fréttatilkynningu. Samtök norrænna flugvátryggjenda íslendingur tekur við formennsku EINAR Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf., tekur í dag, föstudag, við for- mennsku í Samtökum noiTænna flugvátryggjenda. Þetta er í fyrsta sinn sem Islendingur skipar þetta sæti en aðildarfélög eru 17 af helstu flugvátryggjendum í Evrópu. Með þátttöku Sjóvár-Almennra í samtökunum er félagið langstærsti flugvátiyggjandi hér á landi. Sam- tals voru iðgjöld samstarfsfélaganna í þessum vátryggingum um 1,2 millj- arðar íslenskra kr. á síðasta ári en samtökin hafa starfað í 6 ár. Hjá þeim starfa 13 manns auk þess sem fjöldi sérfræðinga kemur að hinum ýmsu málum. Aðalskrifstofúrnar eru í Kaupmannahöfn. Ævintýraklúbb- urinn með jólakortasölu ÆVINTÝRAKLÚBBURINN, sem er félagsstarf fyrir þroskahefta, ein- hverfa og fjölfatlaða, heldur nú sína árlegu jólakortasölu til styrktar starfinu. í klúbbnum eru 60 einstaklingar alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu sem hafa það að markmiði að hafa gaman af lífinu og skemmta sér þrátt fyrir fótlun sína. Aðstandendur Ævintýraklúbbsins biðja fólk um að taka vel á móti sölu- fólki. Pakkinn kostar 1.000 kr. og inniheldur 12 kort og umslög. Lýst eftir vitnum HVITRI frambyggðri vörubifreið, með jarðýtu á palli, var ekið undir skiltabrú á Breiðholtsbraut við Reykjanesbraut 12. desember sl. Jarðýtan rakst undir skiltabrúna og skemmdi hana. Tjónvaldur ók af vett- vangi án þess að tilkynna óhappið. Ökumaður vörubifreiðarinnar og þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Fimmtudaginn 14. des. milli kl. 12.15 og 12.30 var ekið á bifreiðina RB 279 þar sem hún stóð í bifreiðastæði á efraplani við Kringluna, fyrsta stæði til vinstri við uppkeyrsluna. Bifreiðin er M.Bens svört að lit og er ákoma á vinstra framhomi hennar, tjónvaldur er ókunnur. Þeir sem geta upplýst um atvik, vinsamlegast hafi samband við lögregluna í Reykjavík. Tónlistar- menn árita plötur sínar NÆSTU daga mun mikill fjöldi hstamanna koma og árita plötur sín- ar í verslunum Skífunnar Laugavegi og Kringlu. Föstudaginn 15. desember í Kringlunni mætir Diddú kl. 15, Selma kl. 16 og hljómsveitin Sálin kl. 17. Ath. aðeins í þetta eina skipti. Strákarnir á Borginni mæta síðan kl. 18. Á Laugaveg 26 mæta Strákamir á Borginni kl. 14, Diddú kl. 15 og Bubbi kl. 16. Laugardagur 16. desember í Kringlunni mætir Diddú kl. 14, Bubbi kl. 15, Tvíhöfði kl. 16 og Guit- ar Islancio kl. 17. Á Laugavegi 26 mætir Bubbi kl. 14, Jóhanna Guðrún kl. 15, Sóldögg kl. 16 og Diddú kl. 17. Sunnudagur 17. desember í Kringlunni mætir Ruth Reginalds kl. 14 og Selma kl. 16. Á Laugavegi 26 mætir Guitar Islancio kl. 14, Diddú kl. 15 og Bubbi kl. 16, segir í fréttatilkjmningu. LEIÐRÉTT í viðtali við Hrefnu Bachmann, markaðsstjóra fyrirtækjasviðs Sim- ans, í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær, féll út svar hennar við síðustu spumingu blaðamanns. Það sem upp á vantaði í viðtalinu var eftirfarandi: Er meiri tími til að sinna áhuga- máiunum hér heima en úti? „Það skrýtna er að þó vinnudag- urinn hafi verið mun lengri úti þá tókst okkur að skipuleggja fjöl- skyldulífið betur og eyða meiri tíma saman, sérstaklega um helgar. Hér heima er einhvem veginn meira rót á öllum.“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skýringarmyndir vantaði Við vinnslu greinar Vilhjálms Lúðvíkssonar, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, urðu þau mistök, að skýringarmyndir féllu niður. Em hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á því. Lesendum er þó bent á, að grein Vilhjálms ásamt skýringarmyndun- um er hægt að nálgast á heimasíðu Rannsóknarráðs, www. rannis. is Rangfeðraður bróðir í MYNDATEXTA sem birtist með grein um gullplötusölu söng- konunnar Jóhönnu Guðrúnar í blaði gærdagsins er bróðir hennar Sverrir rangfeðraður. Rétt nafn hans er Sverrir Snævar Jónsson og er hann beðinn velvirðingar á rangfærslunni. Notíð þæqindin Notaleg stæði í sex bflahúsum bíða þín í jólaumferðinni. BIH Bílastæðasjóður 111 Blrkíreykt lOSODS Frampartur 1298; Læri 18897. jjqw 18807'1399- Ferskir og faHegir Flúðasueppir 159? O vinstta Banana • Strawberry CheesecaKe Súkkulaði • Caramel 369f Nóa-konfekt nói síríus - mihia nnral 789 iólaostakalia ^89r jólaostarúlla 125 B £gils ióladrykkurinn n$malt& ■uappelsm 2 kg ióladós _ _ _ WacMntosn 1999; 200 gr AnerEight 1 nk Pk Ávextir og grænmeti - mikið úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.