Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000 55 bæði gleði og vonbrigði að baki. En lífið var ævintýri á þessum árum. Eitt af gömlu borgarskáldunum orti til okkar Ijóð og sendi í bréfi, við döns- uðum við fiðlutóna snillinganna í Naustinu og ekki dugði annað en að koma snemma til að fá inngöngu á Hótel Sögu á laugardagskvöldum. Sigríður Halla var lítil hnáta og hún var með í bæjarferðum, sundi og svo voru fjöruferðir og lautatúrar í nágrenninu og þá voru systkini Gígju líka með. Ég fór ekki lengur kona ein- sömul þegar Gígja krafðist þess að bera heim fyrir mig þunga netatrossu úr gönguferð á Seltjamarnesi sem ég dáðist að og enn er á svölunum heima hjá mér. Og auðvitað var íþróttakenn- arinn með okkur í vakningu til útivist- ar og hreyfingar á árunum upp úr 1970. Hún var með þegar gönguhóp- urinn Kommatrimm varð til, en það tel ég hafa verið í ógleymanlegri dagsferð á Selatanga. Við gengum líka langa göngu frá Kolviðarhóli til Þingvalla, svo var gengið yfir Ingólfs- fjall og farið í heimsókn til Tryggva Sigurbjamarsonar og Sieglinde, en ég fékk ekki að fara með vegna áð- umefnds þunga, síðai- klifum við Heklu og þá var Önundur Bjömsson kominn til sögunnar. Gígja bjó í Vesturbænum og alltaf var heimili hennar óvenjulega fallegt og sérstakt. Hún fékk stundum hjá mér myndir af listaverkum úr tíma- riti sem ég keypti og hengdi upp. Lengi var mynd uppi hjá henni af stúlku sem einn af hollensku málur- unum hafði gert og henni fannst svo lík mér og í sumar færði ég henni sýn- ingarskrá frá Glyptotekinu í Kaup- mannahöfn sem var alveg í hennar anda og við glöddumst saman þótt þungt högg sjúkdómsins hefði riðið yfir. Síðar urðu efnin meiri hjá Gígju og Siggu litlu og heimilið eignaðist myndir eftir íslenska málara sem sýndu á þessum árum, en eitt af sam- eiginlegum áhugamálum okkar var að fylgjast með myndlist. Þær fluttu í eigið húsnæði við Lindargötu og Gígja gerðist öflugur liðsmaður í „fúavamafélaginu" og lakkaði, skrap- aði og pussaði þar til íbúðin varð ynd- islega falleg. En dvölin þar var frem- ur stutt og letingjum eins og mér féllust hendur þegar hún leiddi okkur tvær stöllur í húsið Vesturgötu 27 sem byggt var fyrir síðustu aldamót. Búið var að rífa flesta innviði hússins og allt ókarað, en vinkonu minni féll- ust ekki hendur, þótt hún hefði nýlok- ið við að gera upp íbúð. Það var henn- ar ástríða og áhugamál að hafa fallegt í kringum sig og búa í umhverfi sem henni féll. Við mæðgurnar þökkum um- hyggju hennar og vináttu. Hún mátti ekki annað heyra en gista hjá mér nætumar áður en Ása fæddist, og hveijar komu öslandi gegnum kafsnjóinn frá Lindargötunni upp á fæðingardeild þegar Kristín leit dagsins ljós nema Gígja, Sigga og Asa, sem gisti hjá þeim; allar bros- andi út að eyrum. Þegar Olafur bróðir minn féll frá var ég gestkomandi hjá henni og Önundi og þau tóku þátt í sorg okkar. Hún var svo falleg og elskuleg að hún hafði góð áhrif á alla í kringum sig. Sólveig Jónsdóttir. Gígja Hermannsdóttir kom til starfa við Verzlunarskóla íslands árið 1977. Hún hóf þá að kenna stúlkum leikfimi við skólann og hefur sinnt því starfi flest ár síðan. Gígja var prýdd þeim eiginleikmn sem gerðu hana mjög hæfa til að sinna þessu starfi. Hún var ákveðin í framgöngu, sterk og bar sig glæsilega. Henni var eig- inlegt að segja fyrir verkum og láta aðra hlýða. Kynni okkar Gígju em raunar tals- vert gömul þar sem við vomm bekkj- arsystkini í bama- og gagnfræða- skóla á Akureyri. Frá þeim tíma hefur Gígja lítið breyst. Þegar ég sá hana síðast var hún enn jafn glæsileg kona, hávaxin og ungleg og lífskraft- urinn streymdi frá henni. Það kom öllum í opna skjöldu, jafnt Gígju sem samstarfsfólki hennar við Verzlunarskólann, þegar í ljós kom sl. sumar að hún þyrfti að berjast við ill- vígan sjúkdóm sem fáir sigra. Það var þó trá manna og von að ef einhver • vaari þess megnugui’ þá tækist Gígju þó að vinna bug á sjúkdómnum. Stuttu en hörðu stríði er lokið. Gígja hvílir nú í friði en samstarfs- fólkið saknar hennar af kennarastof- unni og nemendur skólans sakna þess að sjá hana koma inn í leikfimisalinn eins og hvítan stormsveip gefandi fyr- irmæli í allar áttir um það hvað hver og einn skuli gera. Við hjónin, sem og allt starfsfólk Verzlunarskóla Islands, sendum að- standendum Gígju innilegar samúð- arkveðjur á þessum erfiða tíma og biðjum henni sjálfri Guðs blessunar. Inga Rósa og Þorvarður Elíasson. Ég vil með fáum orðum kveðja frá- bæra konu sem mér þótti afar vænt um. Ég hef þekkt Gígju frá því ég man eftir mér og fyrir þá sem til þekkja er ljóst að ekki er hægt að lýsa henni í stuttri grein. Fáa hef ég þekkt eins lífsglaða og hressa og Gígju. Það var sama hvenær ég hitti á eða heimsótti hana, alltaf tók hún á móti mér með galopnum örmum og breiðu brosi. Það skiptu litlu þótt hún væri á hraðferð út og ætti eftir að klæða sig og snyrta. „Komdu inn og sestu og fáðu þér eitthvað, ég skipti bara á meðan“. Svo töluðum við um heima og geima og hún á blússandi siglingu um húsið meðan ég sat í rólegheitum og drakk kaffi og með því. Svo urðum við samferða út og ég hélt hress í bragði mína leið snortinn af kraftinum og góða skapinu hennar Gígju. Þó svo að hún hafi oftar en ekki haft tíma til að setjast niður með mér í rólegheitum finnst mér þessi stutta lýsing einkenna hana. Það var nú reyndar svo að þegai’ hún gat tekið sér tíma til að setjast niður og ræða málin var stöðugur gestagangur. Það var alltaf svo mikið líf og fjör í kring- um Gígju að fólk sóttist eftir návist hennar. \ Gígja, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér, takk fyrir allar samveru- stundirnar og takk fyrir minningam- ar sem þú skilur eftir í huga mínum, minningar sem aldrei munu gleym- ast. Elsku Sigga Halla, Guð styrki þig í sorginni. Eiríkur S. Önundarson. Sumri tekið að halla. Unaðsfagur dagur runninn upp. Þá syrtir skyndi- lega, símtal, Gígja fárveik. Hvernig má það vera? Gígja hreystin uppmáluð, svo fjað- urmögnuð og glæsileg, afbragð ann- arra kvenna. Lifir heilsusamlegu lífi, allt sem hún snertár ber í sér fegurð ytra sem innra. Svo ótal, ótal margir unna henni, hver með sínum hætti en sameiginlegt er að hún er elskuð og dáð. í hönd fara vikur og örfáir mán- uðir ótta, vanmáttugra vona og bæna. Þjáningarfullt stríð er á enda. Eftir sitjum við sem áttum með henni sam- leið hm'pin og sem lömuð, allt er breytt. Hvemig skal skrifa um Gígju, víl né oflof ekki í hennar anda. Hún sem ætíð virtist glöð, geislaði af hlýju og góðvild til alls er lifir, umvafði alla elskusemi sinni. Vinum sínum einlæg ráðgáta, hvernig allt sem hún fór höndum um varð sem gulli slegið, galdur. Hvemig fór hún að, það skildi enginn. Eina svarið, hennar innri maður. Ekki fór hún varhluta af eriiðleik- um fremur en aðrir, en slíku var ekki flíkað. Ætíð verið að fást við eitthvað uppbyggilegt jafnt í lífsstarfi sem frí- stundum. Kennslan, veita öðrum lip- urð, reisn og heilsu. Fyrir sjálfið, kanna óræð svið, syngja, mála, móta, hnýta, njóta fagurra lista. Enginn komst með tærnar þar sem hún hafði hælana. Minningamar hrannast upp, frá fyrstu kynnum fyrir hartnær þrjátíu árum í gönguferð á fjöllum, þá fáfar- inni leið um Grindaskörð, allt til kveðjustundar fyiTr um tveimur vik- um. Svo óendanlega margar hlýjar og ljúfar minningar sem alltof langt yrði að rekja. Aðeins örfá brot. Erfitt reyndist að komast að í leik- fimihóp Gígju og einnig bið eftir að komast í framhaldsflokk, sömu kon- urnai’ héldu .við hana tröllatryggð áratugum saman. Engin hætti viljug og þá aðeins vegna breyttra að- stæðna. Gígja skálmai’ ákveðnum skrefum í upphafi tíma við fjörlega tónlist, „beinar í baki, konur“, með bros á vör hækka allar umtalsvert og reyna að leika eftir henni listimar. Á hveiju sumri um margra ára skeið fer hún utan að tileinka sér nýj- ungar í stai-fi sínu, enda síung og frjó. Síðasti tími fyrir jól þó ætíð með sama sniði. Salurinn myrkvaður en lýstur kertaljósum, skuggamir leika um loftið við æfingar, síðan sest að krás- um og fóðri fyrir andann, Gígja síveit- andi. Fríin alltof löng. Gamlársdagur, Gígja með ættingja og vini unga sem aldna í hressandi gönguferð og mjallhvítum snjó, að leita álfaborga í Öskjuhlíð. Opið hús hjá Gígju í febráar 2000, hún berfætt og geislandi, umkringd ættingjum og vinum, sextug, hver trúir því. Lítur út fyrir að vera áratug yngri, söngur og gleði. Gígja sjálfboðaliði við vörslu ferða- félagsskála í óbyggðum, Snæfelli og Lónsöræfum, veitandi ferðalöngum birtu og yl, þar undi hún einna best seinni árin í friðsæld fjalla. í Snæfellsskála skyldi þraukað í sumar þótt sárþjáð væri og leiðin það- an lægi rakleiðis á sjúkrahús. Glíman var hafin, hörð og óbærilega ströng. Vanmegna um liðsinni máttu vinimir skynja þrekið þverra. Það var sárara en orð ná yfir. Þrjár áttum við okkur lítið lokað félag. Markmiðið það eitt að vera saman úti í náttúmnni einu sinni á ári við að hnýta laufkransa, oftast að áliðnu sumri, án vafa var það hrif- næmi náttúrudýrkandinn Gígja sem átti hugmyndina. Einnig var fundað af öðmm tilefnum ef ástæða þótti til og þá var veisla. Á sólbjörtum haustdegi er stund- argrið gáfust átti Gígja sér eina ósk. Það skyldi fundað sem að vanda hjá Hildi í Straumum við bakka Ölfusár. Gígja hljóp um móa og rjóður með körfuna sína, safnaði stráum og greinum, ösp skyldi það vera í ár. I skjóli fyrir napurri golunni áttum við friðsæla og ógleymanlega stund, Gígja sæl og ijóð í kinnum. Skyldum við eiga fleiri fundi? Við bægðum skelfingunni frá, nú var lifað fyrir stundina, við vomm saman og gáfum okkur gleðinni á vald. Þannig lifir Gígja í minni okkar. Áformin um að eyða ellinni saman em að engu orðin. Megi tíminn lina harm allra ást- vina, einkadóttur, bamabarns, móð- ur, systkina og fóðurbróður er sár- astan bera söknuðinn. Allar minn- ingar um Gígju tengjast fegurð og gæsku. Með sálu hennar getur ein- ungis ríkt friður - ljúfust veri kært kvödd. Edda Óskarsdóttir. Ég hef það fyrir satt að á seinni hluta sjötta áratugarins hafi ungir menn á Akureyri ekki farið í bíó til að horfa á kvikmyndir sem þar vom sýndar heldur til að láta vísa sér til sætis! Það var nefnilega miklu meira virði að fá að beija „sætavísuna“ aug- um en að horfa á kvikmyndirnar. Gígja var einhver mesta glæsikona sem ég hef séð; hávaxin, teinrétt, fal- leg. Engin bar sig betur. Mér fannst hún í senn vera af ætt asparinnar, sem teygir sig til himins og stendur af sér flest hret, og háfjallagróðursins þar sem náttúmnni hefur tekist hvað best upp. Fegurðarskyn hennar var fágætt eins og heimili hennar, sem var ævintýri líkast, bar vott um. Æv- inlega fyllsta samræmi í lit og lögun. Lægi mikið við - eða lítið - var hún óspör á þau góðu ráðin, kom og leit yf- ir sviðið: „Nei, ekki svona, hafðu þetta þama og taktu þetta burt. Og svo hef- urðu kerti hér - og hér. Já, núna gæti þetta ekki verið betra.“ Nú var ömgglega allt í lagi, það var hægt að treysta smekkvísinni og hreinskiln- inni. Gígja kunni svo sannarlega að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum og vom umhyggju hennar h'til takmörk sett. Samt held ég að hún hafi að ýmsu leyti verið ein- fari og oft dul um eigin hagi. Hún gat verið ör í skapi og lá ekki á skoðunum sínum ef henni fannst sér misboðið. Það sem þó einkenndi þennan fagur- kera umfram annað var trygglyndi, hjálpsemi, löngun til að bæta og ákefð í að opna huga annarra fyrir fegurð lífsins í allri sinni dýrð. Hún kunni þá list flestum betur að gera hvunndag- inn að ævintýri, svoh'tilli veislu. Liðnir em þeir dagar þegar síminn hringdi - oft snemma - og sagt var: „Komdu nú og drekktu með mér morgunkaffið úti á stétt, rósimar í garðinum em svo undurfallegar." Svo tók hún á móti manni, berfætt í mold- inni með rjúkandi kaffibolla í hend- inni. Eða þá: „Mundirðu vilja gleðja mig með því að koma við og fletta með mér fallegri bók sem ég var að fá?“ Fegurðinni skyldi deilt með öðmm, hún var ekki einkaeign. Liðnir em dagarnir þegar við gönguvinkonumar reikuðum um holt og móa og tíndum grös og aðrar jurtir sem síðan vora bundin í sveiga og kransa. Ekki vom lærisveinamir allir jafnvel til kransagerðar fallnir og stundum mátti heyra: „Ósköp era nú að sjá til þín, elsku Alexía mín!“ Síðan fór fram kennsla í því hvemig skyldi bera sig að við verkið. Þannig var manni komið til nokkurs þroska. Frá fáum var eins gaman að fá hrós og uppörvun, tækist vel til. „Mikið hefur þér farið fram.“ Eða: „Þetta gerir nú enginn eins vel og þú.“ Þá glaðnaði hjartað. Mér fannst oft eins og hún Gígja hefði hfað í þúsund ár en ég væri rétt að byrja mína þroskagöngu. Hún bjó yfir óvenjulegu næmi og þekkingu á ótalmörgu, bæði því sem hún hafði lesið sér til um, því að hún las feiknin öll, og einnig því sem ekki verður numið af bókum heldur er reynsla og arfur kynslóðanna. Jóladagurinn í ár verður með öðr- um brag en undanfarin ár. Stundim-' ar okkar milli tvö og fjögur áttu eng- an sinn líka. Jólaborð í fjömnni. Hefðimar vom haldnar. Karfa, full af hnossgæti, kaffi, blá sérríflaska, kristalsglös, dúkur. Ekkert öðmvísi! Enginn nema Gígja hefði útbúið slíkt jólaborð á svona stað. Liðnar em einkaafmælisveislur okkar vinkvennanna þar sem flest kom afmælisbaminu á óvart. Allt var undirbúið af kostgæfni af veislustjór- anum. Hann er nú horfinn á braut og er veisluhöldum fi-estað um sinn! Liðnir em dagar. Menn eiga aðeins það sem þeir hafa gefið. Þess vegna var Gígja auð- ug. Hún gaf okkur það fegursta sem hægt er að gefa - ríka hlutdeild í sjálfri sér. Við eram fátæk af því að við misst- um hana en rík af því að við áttum hana. Við Friðrik, Áslaug og Jóel Karl kveðjum Gígju og biðjum Siggu, Geir litla Gígjari, frá Sigríði móður henn- ar, systkinum og allri stórfjölskyld- unni blessunar og huggunar. Alexía M. Gunnarsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Gígju Hermannsdóttvr bíða birtingar og munu birtast iblaðinu næstu daga. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA RAGNHEIÐUR GISSURARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hrefna Jónsdóttir, Ríkharður Árnason, Einar Jónsson, Valgerður M. Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær fósturmóðir okkar, tengdamóðir og amma, systir, mágkona og frænka, ÁSDÍS STEINÞÓRSDÓTTIR kennari, Neshaga 10, Reykjavík, lést þriðjudaginn 5. desember sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Helgi Kristjánsson, Hrefna Kristmannsdóttir, Haraldur Steinþórsson og fjölskyldur. t Elskulegur faðir okkar, KNUD K. ANDERSEN, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mið- vikudaginn 13. desember. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju, Vestmanna- eyjum, mánudaginn 18. desember kl. 14.00. F.h. annarra vandamanna, Ingibjörg J. Andersen, Pétur Andersen t UNA JÓHANNESDÓTTIR, Neshaga 7, Reykjavík, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 18. desember kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja, Helga Leifsdóttir, Sigurður Björnsson, Jóhannes Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.