Morgunblaðið - 15.12.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Laura Bush hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hingað til
„Fullkomin eiginkona“
sem heldur sig til hlés
Washington. AFP, The Daily Telcgraph.
ÞAÐ er varla hægt að ímynda sér ólíkari forseta-
frúr en Hillary Clinton og Lauru Bush, sem að-
hyllist hefðbundin íjölskyldugildi og heldur sig til
hlés. Á meðan Tipper Gore
tók virkan þátt í kosningabar-
áttu eiginmanns síns, varði
Laura tímanum að mestu á
búgarði fjölskyldunnar í Tex-
as og hafði ekki afskipti af
stjómmálaþrasinu.
Laura Bush er 54 ára göm-
ul og hefur starfað sem bóka-
safnsfræðingur og kennari.
Laura Bush Hún ^„^5^ Qeorge W.
Bush í matarboði hjá sameiginlegum vinum árið
1977, og þremur mánuðum síðar voru þau gift. Þá
hætti Laura að vinna úti og hún hefur margoft
lýst því yfir að starfsframi freisti hennar ekki, hún
kjósi að sinna heimilinu og dætrunum tveimur,
Barböru og Jennu, sem eru 18 ára gamlar. Bush,
sem hefur viðurkennt að hafa átt í vandræðum
með áfengisneyslu á yngri ámm, hefur margoft
þakkað konu sinni það að hann hætti að drekka og
sneri sér á ný að kristinni trú.
I kosningaræðum mærði Bush iðulega konu
sína, þó ummæli hans um hana kunni að orka tví-
mælis í augum nútímakvenna. Hann hefur til
dæmis lýst Lauru sem „hinni fullkomnu eigin-
konu fyrir ríkisstjóra", þar sem hún væri ekki sí-
fellt að „trana sér fram og keppa“ við hann. En
Laura virðist vera sátt við þessa gamaldags hlut-
verkaskipan. „Eg hef alltaf farið að dæmi afar
hefðbundinna kvenna og er mjög, mjög fullnægð,"
sagði hún eitt sinn í viðtali. Laura hefur einnig
gefið skýrt til kynna að hún muni ekki taka þátt í
stefnumótun og stjómmálavafstri við hlið eigin-
manns síns, eins og Hillary Clinton gerði. „Ég er
ekld ráðgjafi Georges, ég er eiginkona hans. Ég
reyni ekki að leggja honum lið í stefnumótun, en
við ræðum um menn og málefni."
Bæta hvort annað upp
Joe og Jan O’Neill, sem kynntu Bush-hjónin á
sínum tíma, segja að þau bæti hvort annað upp;
Laura dragi úr sjálfbyrgingshættinum og gal-
gopalátunum í George. „Stilltu þig, Bubba,“ á hún
einhvemtíman að hafa sagt, þegar írambjóðand-
inn gerðist íúll hranalegur við fréttamenn í kosn-
ingabaráttunni. Að sögn O’Neill-hjónanna á hún
til að muldra „Bushee“ í viðvömnartóni þegar eig-
inmaðurinn æsist um of. Vinir segja einnig að
ólíkt George sé Laura mikill bókaormur, en hún
mun hafa sérstakt dálæti á skáldsögunni Karam-
asov-bræðurnir eftir Fjodor Dostojevskí.
Mikill áhugi á væntanlegri endurminningabók eftir Hillary Clinton
s
U tgáfufyrirtækin
berjast um bitann
Fyrirframgreiðsla gæti stangast á við siðareglur þingsins
Albany. AP.
HILLARY Rodham Clinton, eig-
inkona Bills Clintons Bandaríkja-
forseta og væntanlegur öld-
ungadeildarþingmaður, virðist
vera vinsælasti rithöfundurinn
vestra um þessar mundir, að
minnsta kosti hjá útgáfufyr-
irtækjunum. Þau keppast nú um
að bjóða í væntanlega ævisögu
hennar og eru boðin sögð farin
að losa 600 milljónir íslenskra
króna.
Áhuginn á bók Hillary stafar
ekki síst af því, að í henni mun
hún meðal annars fjalla um mála-
ferlin gegn Clinton, bónda sínum,
og samskipti hans við Monicu
Lewinsky. Er almennt búist við,
að hún muni að lokum fá um 700
millj. kr. fyrir útgáfuréttinn eða
svipað og Ronald Reagan, fyrr-
verandi forseti, fékk 1989.
Sagt er, að Hillary vilji fá
drjúgan hluta af upphæðinni fyr-
ir næstu áramót og þá til þess að
festa kaup á húsi í Washington.
Var þessu meðal annars haldið
fram í New York Times en þau
forsetahjónin verða að yfirgefa
Hvíta húsið í næsta mánuði.
Vegna fréttarinnar í New York
Times hafa óháð samtök hvatt
Hillary til að afsala sér fyrir-
framgreiðslu og vitna þau í því
sambandi til siðareglna fyrir öld-
ungadeildarþingmenn en í þeim
segir, að samningar, sem þeir
geri við útgáfufyrirtæki, eigi „að
vera með þeim hætti, sem venju-
legastur er“.
Blátt bann í
fulltrúadeildinni
„Ef fréttirnar eru réttar, þá
verður ekki um að ræða neinn
venjulegan samning," sagði Gary
Ruskin, talsmaður fyrrnefndra
samtaka, en þau fylgjast með því,
að þingmenn fari að réttum
reglum í starfi sínu. „Þess vegna
hvetjum við Hillary Clinton,
væntanlegan öldungadeildarþing-
mann, til að afsala sér fyrirfram-
greiðslu." Talsmaður Hillary
Hillary Clinton
sagði, að hún myndi fara í hví-
vetna að þeim reglum, sem giltu
um öldungadeildarþingmenn.
Newt Gingrich, fyrrverandi
forseti fulltrúadeildarinnar,
samdi á sínum tima um nærri 400
millj. kr. fyrirframgreiðslu fyrir
bók, sem HarperCollins gaf út, en
það varð til þess, að deildin
breytti reglum sínum 1995 og nú
er fulltrúadeildarþingmönnum
bannað að taka við fyrirfram-
greiðslu. Engin slík regla gildir í
öldungadeildinni, aðeins að samn-
ingurinn sé „venjulegur“ eins og
fyrr segir. Það, sem menn hafa
við mikla fyrirframgreiðslu að at-
huga, er að menn verði of skuld-
bundnir viðkomandi útgáfufyr-
irtæki.
Þau Clinton-hjónin skulda enn
mikið vegna málaferlanna gegn
honum og auk þess hvílir mikið á
húsinu, sem þau keyptu í New
York á síðasta ári fyrir um 148
milljónir ísl. kr.
Estrada
borinn
sökum
AÐALVITNI í réttarhöldun-
um yfir forseta Filippseyja,
Joseph Estrada, bar vitni í
gær. Héraðsstjórinn Luis
„Chavit“ Singson sagði að
forsetinn hefði grátbænt
hann um að svipta ekki hul-
unni af tengslum sínum við
ólöglega fjárhættuspilið
,jueteng“ sem forsetinn er
vændur um að hafa grætt
stórfé á. Singson sagði einnig
að háttsettir ráðherrar hefðu
beðið hann um að halda mál-
inu leyndu.
Estrada, sem er sakaður
um spillingu og að hafa þegið
mútur, á yfir höfði sér emb-
ættismissi verði hann sekur
fundinn. Singson upplýsti í
október að Estrada hefði þeg-
ið mútur og þannig hófst ferl-
ið sem endaði í réttarhöld-
unum.
Vantrausts-
tillaga felld
INDVERSKA ríkisstjórnin
stóðst áhlaup andstæðinga
sinna sem lögðu fram van-
trauststillögu í neðri deild
þingsins í gær í því skyni að
reyna að fá þrjá ráðherra til
að segja af sér. 179 studdu
tillöguna en 291 ríkisstjórn-
ina.
Ráherrarnir þrír eru allir
tengdir niðurrifi Babri-mosk-
unnar fyrir átta árum sem
leiddi til uppþota og átaka
sem kostuðu um 3.000 manns
lífilð.
Guðmæður
gómaðar
LÖGREGLAN í Sýrakúsu á
Sikiley leysti á dögunum upp
alræmt mafíugengi, sem var
algerlega stjórnað af konum.
Tólf konur tengdar Corsi-fjöl-
skyldunni voru handteknar í
vandlega undirbúinni aðgerð
lögreglunnar.
Einstaka konur hafa áður
komist til valda innan mafí-
unnar á Sikiley, en lögreglan
segist ekki vita til þess að
heilli „mafíufjölskyldu" hafi
áður verið stjórnað af konum.
Corsi-fjölskyldan hefur verið
aðsópsmikil í heróínsmygli og
-sölu. Flestir karlmennirnir
eru komnir á bak við lás og
slá og svo virðist sem eig-
inkonur þeirra, ástkonur og
systur hafi tekið völdin.
Nokkrir karlmenn voru
reyndar handteknir í aðgerð
lögreglunnar, en þeir virtust
ekki gegna mikilvægum hlut-
verkum í „fjölskyldunni“.
Vantar þig gjáf?
VTVALDl
Eikarborðstofuhúsgögn í miklu úrvali.
Einnig stök borð og stakir stólar.
Mismunandi viðarlitir, mismunandi áklæði.
Raðgreiðslur
húsgögn
Ármúla 44
sfmi 553 2035
4 Gefðu þá Trind gjafapakkninguna (3 teg. í boði)
♦ Hún er á tilboðsverði. 4 Með Trind næst árangur
Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land