Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Upplýst um skemmdarverk í gamla kirkjugarðinum UPPLÝST hefur verið hverjir frömdu skemmdarverk í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík seinni partinn í nóvem- ber. Tveir drengir undir fimmtán ára aldri og því ósakhæfir eru grunaðir um athæfið. Málið telst upplýst og fer til frekari meðferð- ar hjá bamavemdaryfirvöldum. Mikil spjöll vom unnin í kirkju- garðinum við Suðurgötu aðfara- nótt 22. nóvembers sL þar sem skemmdarvargamir óðuðu máln- ingu á legsteina og lágmyndir við leiði. Legsteinn Jóns Sigurðsson- ar forseta varð illa fyrir skemmd- arfýsn drengjanna. I kjölfar þessa mun garðurinn verða lokaður að næturlagi og lýsing innan hans bætt. „ELSKAÐU ÍSLENSKU KARTÖFLURNAR í ALLRI SINNI ÓFRÝND, EINS OG SJÁLFAN ÞIG“ Sannkölluð matarviskubók „... umgjörð bókarinnar öll er einstaklega vel heppnuð. Þau eru mörg málin sem Jóhanna tæpir á og yfirleitt þannig að hreinasta unun er að lesa textann. ...Yfirleitt er skammt í brosið þegar maður les athugasemdir höfundar um ýmis málefni og lífsgleði og matarástríða skín í gegn á hverri síðu." Steingrímur Sigurgeirsson, Morgunblaðið 22.11.00. Hratt oa mí L, / Morgunblaðið/RAX Sturtaði og valt M AL ARFLUTNIN GABÍLLINN sem sést á myndinni valt á hliðina þegar ökumaðurinn var að „sturta“ farminum af. Ástæðan er líklega sú að bíllinn var rangt hlaðinn. Atvik- ið varð skammt ofan við Litlu kaffi- stofuna á fimmtudag en þar er nú unnið að vegabótum. Ökumanninum var nokkuð brugðið en hann slapp án meiðsla. --------------------- Skilorðsbund- ið fangelsi og fésektir fyrir lrkamsárás TVEIR piltar um tvítugt voru á mið- vikudag dæmdir í 12 og 20 mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir líkams- árás, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Auk þess þurfa þeir að greiða fómarlambi sínu 300.000 krónur í miskabætur auk þóknunar verjanda brotaþola, 45.000 krónur, og eigin verjenda, samtals 125.000 krónur. Líkamsárásin átti sér stað á Laugaveginum aðfaranótt sunnudags í september 1998. Var mönnunum gefið að sök að hafa slegið brotaþola, sem er tvítugur, hnefahögg í andlitið og sparkað í hann svo hann féll á gangstétt, slegið hann mörg hnefa- högg í andlitið og sparkað framan í hann þar sem hann lá, með þeim af- leiðingum að þrjár framtennur brotn- uðu við rót auk þess sem hann hlaut hruflsáríandliti. í dómnum segir að árás ákærðu hafi verið fólskuleg og hafi beinst að piltinum þar sem hann lá vamarlítill á gangstéttinni. Þó beri að líta til þess að piltamir höfðu átt í heitingum fyrr um daginn, svo og þess að líkamsárás- in var unnin í áflogum milli piltanna. Ragnheiður Bragadóttir, settur héraðsdómari, tók tillit til ungs aldurs ákærðu við ákvörðun refsingar. Þá segir að með hliðsjón af því að óhóf- legur dráttur hafi orðið á rannsókn málsins og útgáfu ákæru þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og ákveða að hún falli niður að þremur árum liðnum. Ákærðu vom 17 og 19 ára þegar árásin átti sér stað en þolandi hennar var þá 18 ára. Hinir ákærðu höfðu áð- ur hlotið refsidóm, annar þrívegis, hinn tvívegis. Annar þeirra hefur m.a. verði dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir rán, auk dóma fyrir þjófnað og ölvunarakstur. Saka- ferill hins er einnig nokkuð langur, hann hefur m.a. verið dæmdur fyrir rán, þjófnað, fikniefnalagabrot og ölv- unarakstur. Sigmund í fríi SIGMUND tekur sér frí um helgina, en mætir aftur til leiks í næstu viku. Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra Starfíð mótast af þeim sem sinnir því NYLEGA var Illugi Gunnarsson hag- fræðingur ráðinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Hann kom í haust frá MBA-námi í London. Hann var spurður hvem- ig hið nýja starf legðist í hann? „Það leggst mjög vel í mig. Ég er þegar tekinn til starfa, mætti á skrif- stofuna á mánudaginn var.“ - Hvert er verksvið þitt? „Starfinu fylgir engin afmörkuð starfslýsing en það felst í að aðstoða ráð- herrann þannig að tími hans nýtist sem best. Sem dæmi get ég nefnt að ég reyni að fylgjast vel með allri pólitískri umræðu þannig að ég geti veitt ráðherranum upplýs- ingar um það efni ef hann óskar, svo sem um efnahagsmál og fleira. Ég þarf einnig að vera í góðu sambandi við aðstoðar- menn annarra ráðherra og fylgj- ast með umræðum í nefndum og fjölmargt fleira. Starf sem þetta mótast óhjákvæmilega af þeim einstaklingum sem sinna því hverju sinni, þar sem ég er fyrir svo skömmu kominn til starfa þá er þetta enn tiltölulega opið allt.“ - Hefur þú komið nærri ráðu- neytisstörfum áður? „Nei, ekki með þessum hætti. Ég var sumarpart starfsmaður nefndar hjá menntamálaráðu- neytinu, þar með er upptalin reynsla mín af störfum innan ráðuneytanna." - Hvað heldur þú að nýtist þér best af þinni fyrri reynslu íþessu starfi? „Ég tók mjög virkan þátt í starfinu í Vöku, félagi^ lýðræðis- sinnaðra stúdenta, í HÍ. Eins var ég formaður Heimdallar á árun- um 1997 til 1998, ég hef því alltaf haft mjög mikinn áhuga á stjórn- málum. Svo vona ég að nám mitt í hagfræði og MBA-námið komi til með að nýtast ágætilega í þessu starfi." - Hver eru áhugamál þín fyrir utan stjórnmálin? „Ætli ég setji ekki tónlist í fyrsta sæti. Ég spila á píanó þeg- ar tækifæri gefst. Um jólin verð ég t.d. organisti í kirkjunni vest- ur á Flateyri, þannig að ég sit á kvöldin núna og æfi jólasálma. Ég hef líka alltaf verið mikill áhugamaður um íþróttir. Ég spilaði fótbolta með yngri flokk- um á Siglufirði en læt núna duga að fylgjast með íþróttaiðkunum yngri bræðra minna.“ - Hvað áttu mörg systkinp. „Þrjú, tvo yngri bræður og yngri systur. Foreldrar mínir eru Gunnar Rafn Sigurbjörnsson sem starfar hjá Hafnarfjarðarbæ og ína Illugadóttir __________ sem vinnur hjá Hafn- arfjarðarhöfn." -Finnst þér margt hafa breyst í efnhags- legu umhverfi hér á Islandi á þeim 2 árum sem þú varst úti ínámi? „Já, ég finn greinilegar breyt- ingar og það til hins betra. Ann- ars vegar hefur allur fjármála- markaðurinn tekið stakkaskipt- um hér. Hann hefur greinilega þroskast mikið og er orðinn mjög spennandi og hitt er það að mjög sláandi er hvað íslendingar eru framarlega í allri tækni í fjar- lllugi Gunnarsson ► Illugi Gunnarsson fæddist á Siglufirði 26. ágúst 1967 og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavfk 1987. Kenndi svo á Flateyri um tíma en fór svo í Háskóla íslands og lauk prófi sem hagfræðingur 1995. Þá um sumarið fór hann til starfa hjá Vesfirskum skelfiski og var þar til 1997 er hann fór að starfa við HÍ. Ilaustið 1998 fór hann í MBA-nám við London Buisiness Sehool þaðan sem hann lauk prófi haustið 2000. Nú er hann nýlega ráðinn sem aðstoð- armaður forsætisráðherra Dav- Iðs Oddssonar. Kona Illuga er Brynhildur Einarsdóttir sem stundar nám f London um þessar mundir. Reyni að fyigj- ast vel með allri pólitískri umræðu skiptum t.d., hversu fljót við er- um að tileinka okkur nýjungar." -Er mikil1 munur á íslenska og breska fjármálaheiminum um þessar mundir? „Stærðarmunurinn er svo gríðarlegur að erfitt er að bera þessa hluti saman en þjónusta ís- lenskra banka er miklu liprari og betri hér við almenning en fólk á að venjast í Bretlandi. Það getur tekið allt upp í fimm daga að skipta einni ávísun þar, svo dæmi sé nefnt. Á hinn bóginn tel ég að við eigum töluvert langt í land að komast jafnfætis þeim á sviðum eins og gjaldeyrisviðskiptum og ýmiss konar flóknari þjónustu t.d. við samruna fyrirtækja.“ -Hvað réð því að þú valdir hagfræði? „Að stórum hluta til áhuginn á stjórnmálum. Hagfræðin er frá- bært greiningartæki til þess að skilja umhverfi sitt og geta mót- að sér sjálfstæðar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Þegar ég fór að vinna hjá Vestfirskum skelfiski þá átti maður eftir að læra hagnýta hluti eins og að fylla út gíróseðla og víxla og _______ færa bókhald, starfíð þar var mjög holl og góð viðbót við hag- fræðinámið í HÍ og gaf mjög góða innsýn í öll ________ þau vandamál sem fylgja því að koma á laggirnar nýju fyrirtæki. Ég lagði um tíma stund á kennslu og bæði í þeirri grein, sem og í póli- tíkinni, er fólgin sú áskorun að örva og hvetja fólk í umhverfinu án þess þó að hafa í höndunum tæki eins og aga og peningaumb- un sem menn hafa í fyrirtækja- rekstri. Þetta var lærdómsríkt og skemmtilegt að fást við.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.