Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
KR-ingar hygg;jast ræða við borgaryfirvöld um framtíðarstefnu knattspyrnudeildarinnar
Vilja byggja
8.000 manna
leikvang' við
Frostaskjól
Vesturbær
NY skýrsla, þar sem fjallað
eru um stefnumótun knatt-
spymudeildar KR til ársins
2020, var lögð fram á aðal-
fundi deildarinnar fyrir
skömmu. Guðjón Guðmunds-
son, formaður deildarinnar,
sagði að í skýrslunni kæmi
fram að KR hygðist gera
8.000 manna keppnisvöll,
leggja gervigras þar sem
malarvöllurinn væri og þá
væri einnig viðruð sú hug-
mynd að byggja knatt-
spyrnuhús á uppfyllingu við
Órflrisey.
„Aðstaðan fyrir knatt-
spymuiðkun í vesturbænum
hefur verið fyrir neðan allar
hellur," sagði Guðjón. „Við
eram að halda úti mjög öfl-
ugu starfi, sennilega með því
öflugasta sem þekkist, án
þess að hafa í raun til þess
aðstöðu og það er hreinlega
að kæfa okkur.
Lífsnauðsynlegt fyrir
félagið og hverfið
Guðjón sagði að skýrslan
markaði ákveðin tímamót því
þetta væri líklega í fyrsta
skipti sem félag mótaði
markvissa stefnu til 20 ára
um uppbyggingu á æfinga-
og keppnisaðstöðu.
„Þetta em ekki bara raun-
hæf markmið sem sett em
fram í skýrslunni heldur lífs-
nauðsynleg fyrir félagið og
hverfið."
Guðjón sagði að á aðal-
fundinum hefði verið og sam-
þykkt ályktun þar sem
stjórninni hefði verið falið að
vinna áfram að málinu, en
nefndin ætti eftir að fullklára
sína vinnu, t.d. lægi ekki fyr-
ir kostnaðaráætlun og þá
væm teikningar ekki klárar.
Hann sagðist búast við því að
vinnu við stefnumótunina
yrði lokið í janúar og þá
myndi aðalstjórn KR fá mál-
ið inn á sitt borð. Næsta
skref væri síðan að ræða við
borgaryfirvöld um málið og
með hliðsjón af skýrslu
nefndarinnar móta með þeim
framtíðarstefnu fyiir knatt-
spyrnudeildina.
„Þetta veltur allt mikið á
því hvernig borgaryfirvöld
munu líta á málið. Það er út-
af fyrir sig ekkert raunhæft
að sjálfboðaliðar í KR standi
undir 20% af þeim fram-
kvæmdum sem þarna þarf að
vinna á þessu tímabili.“
Að sögn Guðjóns verður
því reynt að fá borgina til að
taka þátt í uppbyggingunni
að verulegu leyti. Hann sagð-
ist samt gera sér grein fyrir
því að borgaryfirvöld myndu
ekki taka þátt í kostnaði við
uppbyggingu 8.000 manna
vallar, það þyrfti að fjár-
magna það öðmvísi.
íþróttasvæðið hefur
lítið stækkað
Guðjón sagði að ávinning-
ur borgarinnar og samfélags-
ins af uppbyggingunni væri
mikill, þar sem íþróttastarf
væri t.d. mikilvægur þáttur í
uppeldi barna og unglinga og
einnig væri íþróttastarf mik-
ilvægt fyrir mannlífið í borg-
inni.
Guðjón sagði að það starf
sem unnið væri innan
íþróttafélagsins væri að
mestu leyti sjálfboðaliðastarf.
„Það má segja að það starf
sem við eram að vinna sé
framlag okkar til borgarinn-
ar og þjóðfélagsins."
Guðjón sagði að íþrótta-
svæði félagsins hefði lítið
stækkað síðustu áratugi
þrátt fyrir að fjöldi iðkenda
hefði aukist mikið.
„Þegar svæðið var hannað
á sínum tíma var enginn
kvennabolti. Þá var 5. flokk-
ur karla yngsti flokkurinn og
náttúrlega enginn eldri
flokkur og leikir meistara-
flokks vom leiknir á Mela-
vellinum og síðar Laugar-
dalsvellinum.
Núna em sex kvennaflokk-
ar starfandi hjá knattspyrnu-
deildinni og karlaflokkunum
hefur fjölgað um þrjá. Þann-
ig að við stöndum frammi
fyrir því í dag að við emm
með um 500 iðkendur og
yngri flokkarnir hafa verið
að fá u.þ.b. eina æfingu á
viku á grasi í 12 vikur á ári.
Þessi flokkar hafa því verið
að fá 10 til 12 æfingar á grasi
á ári.“
Guðjón sagði að um metn-
aðarfulla stefnumörkun væri
að ræða og að með henni
væri reynt að hverfa frá
þeirri skammtímastefnu að
mæta þörfinni alltaf eftir á.
Hann sagði að ákveðin verk-
efni hefðu forgang og að
lagning gervigrasvallar á
svæðið, þar sem malavöllur-
inn væri, væri eitt þeirra.
Ekki ný
bflastæði
Aðspurður hvort fjölgað
yrði bílastæðum við Frosta-
skjól í kjölfar stækkunar á
keppnisvellinum sagði Guð-
jón, að það yrði ekki gert.
Hann sagði að það væri ekki
talið ráðlegt að leggja út í
miklar framkvæmdir við bíla-
stæðagerð þar sem KR léki
kannski ekki nema um 10
heimaleiki á ári. Hann sagði
að hugmyndir væm uppi um
að leysa bílastæðavandann
með því að nota nálæg bíla-
stæði, t.d. stæðin við Háskóla
íslands og Háskólabíó og
bjóða síðan upp á ferðir það-
an vestur að Frostaskjóli
með strætó eða hópferðabif-
reið.
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2001
Gert ráð fynr að skatttekjur
bæjarsjóðs aukist um 13%
Mosfellsbær
BÆJARSTJÓRN Mosfells-
bæjar hefur afgreitt fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir árið
2001. Gerir hún ráð fyrir að
skatttekjur bæjarsjóðs verði
1.243 milljónir króna og aukist
um 13% milli ára. Utsvars-
prósenta ársins 2001 er
12,65%, sem þýðir að Mosfells-
bær er ekki er með útsvars-
prósentu í hámarki. Álagning-
arprósenta fasteignagjalda er
óbreytt milli ára.
Útgjöld til rekstrar mála-
flokka, án áfallinna lífeyris-
skuldbindinga, em áætluð 962
milljónir eða tæp 77% af skatt-
tekjum og hækka um 10% milli
ára. Hækkun rekstrarútgjalda
er að mestu vegna fræðslu-
mála og gerir áætlunin m.a.
ráð fyrir rekstri nýs gnmn-
skóla á vestursvæði bæjarins
og rekstri tveggja nýrra leik-
skóladeilda til að mæta aukn-
um fjölda bama á leik- og
gmnnskólaaldri og ákvæðum
laga um einsetningu grunn-
skóla. Fjárfrekasti málaflokk-
urinn er fræðslumál en til hans
er áætlað að veija 48% af
skatttekjum bæjarsjóðs.
Aldrei meiri afgangnr
Launakostnaður er stærsti
kostnaðarliðurinn en áætlað er
að hann verði 835 m.kr. á
árinu. Rekstrarafgangur bæj-
arsjóðs fyrir fjármagnsliði, án
lífeyrisskuldbindinga, er áætl-
aður 280 m.kr., eða rúm 23% af
skatttekjum, og hefur rekstr-
arafgangur aldrei verið meiri.
Framkvæmdaáætlun 2001
gerir ráð fyrir að heildarfjár-
festingar bæjarsjóðs verði 603
m.kr. og em útgjöld vegna
byggingar leik- og gmnnskóla
um 450 milljónir af þeirri fjár-
hæð. Til að mæta þessum fjár-
festingum hefur fyrirhuguðum
framkvæmdum við fráveitu-
kerfi bæjarins verið frestað
um eitt ár. Rekstrar- og fram-
kvæmdayfirlit bæjarsjóðs og
stofnana hans gerir því ráð
fyrir að framkvæmdir umfram
framlag rekstrar verði 323
milljónir á árinu 2001.
Greiðslubyrði lána á árinu er
tæp 8% af skatttekjum.
Fjárhagsáætlun Mosfells-
bæjar fyrir árið 2001 var unnin
á gmndvelli rammafjárhags-
áætlunar eins og árið 2000.
Samhliða hafa verið unnar
starfsáætlanir þar sem sett
hafa verið fram markmið og
mælikvarðar fyrir starfsemina
til að stuðla að markvissari
nýtingu fjármuna og starfs-
fólks.
í starfsáætlanagerðinni var
byggt á stjómunarmódelinu
„Balanced scorecard" og er
gert ráð fyrir áframhaldandi
vinnu við útfærslu þess á árinu
2001. Standa vonir til þess að
þessar nýju starfsaðferðir skili
sér í markvissari þjónustu við
bæjarbúa og áframhaidandi
aðhaldi í rekstri.
Umhverfís- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
Harma áform um
byg'g'ð við Elliðavatn
Vatnsendi
NOKKUR umræða varð á
fundi umhverfis- og heilbrigð-
isnefndar Reykjavíkur í
fyrradag um samkomulag
Reykjavíkur og Kópavogs um
umhverfismál á Vatnsenda-
svæðinu sem gert var 1. des-
ember. Meirihluti nefndar-
innar harmar að stefnt skuli
enn að byggð nærri Elliða-
vatni.
Hrannar B. Amarsson,
Kolbeinn Proppé og Sólveig
Jónasdóttir, fulltrúar Reykja-
víkurlistans, fagna í bókun
fyrir hönd meirihlutans fyrir-
huguðu samstarfi borgarinn-
ar og Kópavogs um rannsókn-
ir og umhverfisvöktun við
Elliðavatn og áformum um
sameiginlegt skipulag útivist-
arsvæðis umhverfis vatnið.
„Um leið og nefndin harmar
að Kópavogsbær stefni enn að
byggð nærri vatninu, treystir
hún því að með samkomulag-
inu sé tryggt að ekki verði
ráðist í neinar framkvæmdir
sem ógnað gætu lífríki vatns-
inSj“ segir í bókuninni.
Ólafur F. Magnússon, ann-
ar borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í nefndinni, segir að
þótt mikill árangur hafi náðst
telji hann samkomulagið
ófullnægjandi. í bókun hans
er því mótmælt að gengið sé
frá samkomulagi án þess að
það hafi verið kynnt í um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd
og segir að nefndin hafi haft
uppi málefnalega gagnrýni á
vinnubrögð Kópavogsbæjar
varðandi breytingu á deili-
skipulagi og fyrirætlanir um
fjölbýlishús milli Vatnsenda-
vegar og Elliðavatns. „Ég tel
það Ijóst að slík byggð muni
valda mikilli sjónmengun og
rýra gildi útivistarsvæðis fyr-
ir almenning við Elliðavatn.
Enda þótt náðst hafi að knýja
fram samstarf og samráð
Reykjavíkur og Kópavogs um
marga þætti umhverfismála
við Elliðavatn tel ég að sam-
komulagið sé ófullnægjandi
þar sem ekki er tekið á því
hvort fjölbýlishús rísi á áður-
nefndu svæði,“ segir í bókun
Ólafs og lýsir hann andstöðu
við samkomulagið.
Guðlaugur Þór Þórðarson,
hinn nefndarmaður sjálfstæð-
ismanna, lét bóka að eðlilegra
hefði verið að kynna sam-
komulagið fyrir nefndinni en
hann fagnar samstarfinu og
kveðst vilja sjá sem minnsta
byggð við Elliðavatn.
Morgunblaffið/Ásdfs
Knattspyrnudeild KR leggur, samkvæmt nýrri skýrslu,
ríka áherslu á markvissa uppbyggingu og eflingu
íþróttastarfs í Vesturbænum á næstu 20 árum.
Knattspyrnuhús
á uppfyllingu við
Orfírisey
Vesturbær
HÖFUÐSTÖÐVAR knatt-
spymudeildar KR verða
áfram við Frostaskjól sam-
kvæmt nýrri skýrslu sem
fjallar um stefhumótun
deildarinnar til ársins 2020.
Þar er áfram gert ráð fyrir
leikvangi félagsins, sem og
gervigrasvelli, tveimur
styrktum grasvöllum til æf-
inga og sparkvelli með
gervigrasi. Þá leggja KR-
ingar ríka áherslu á að
byggt verði knattspymuhús
á uppfyllingu við Örflrisey.
„I dag tekur svæðið aðeins
við broti af því álagi sem lág-
marksiðkun innan deild-
arinnar skapar," segir í
skýrslunni. „Þess vegna
leggjum við áherslu á að
svæðið verði þróað og styrkt
þannig að það taki við eins
miklu álagi og unnt er miðað
við nútímatækni. Markmiðið
er að nýta þetta dýrmæta
land sem allra best.“
í skýrslunni er verkefnum
forgangsraðað á eftirfarandi
hátt:
Gervigras og malar-
völlur sumarið 2001
Gervigras á malarvöllinn
er algjört forgangsverkefni
samkvæmt skýrslunni og
vilja KR-ingar að fá það
haustið 2001. Gert er ráð
fyrir löglegri stærð af
keppnisvelli ásamt nauðsyn-
legu öryggissvæði, hitalögn-
um og flóðlýsingu. Vegna
þess að völlurinn verður
lagður á núverandi mal-
arvöll er gert ráð fyrir að
u.þ.b. 20 milljónir króna
sparist og kostnaður verði
70 til 80 milljónir.
Til að KR geti sinnt starfi
sínu í náinni framtíð þurfa
grasvellir félagsins að verða
a.m.k. 12, samkvæmt skýrsl-
unni. Valið stendur því á
milli þess að nýta núverandi
svæði betur og hins vegar að
fá nýtt landsvæði fyrir 9 nýja
grasvelli í fullri stærð (eimi
er að verða til við Starhaga).
Að þvf gefnu að álagsþol
grasvallanna a.m.k. þrefald-
ist mcð því að styrkja grasið
með gervigrasi og að raun-
hæfur æfingatúni sé um 6
tímar að meðaltali á dag má
gera ráð fyrir að nýting á
hverjum velli eftir styrkingu
verði sem svarar tveimur til
þremur völlum með venju-
legu grasi. Þrír styrktir
grasvellir samsvara því sex
til níu völlum.
Tvær aðferðir eru þekkt-
ar, önnur að þræða gervi-
þiæði í gras sem er fyrir
með sérstakri vél en hin að-
ferðin er að leggja gervi-
grasmottu sem er þakin
jarðvegi og sáð í. Mottan cr
sfðan lögð þegar sáningin
hefur skilað sér. Hvor að-
ferð um sig hefur sína kosti
og galla en kostnaður gæti
legið á bilinu 20 til 40 millj-
ónir króna fyrir einn völl.
Stækkun á leikvanginum
Gert er ráð fyrir að end-
urbættum leikvangi við
Frostaskjól með áhorf-
endasvæðum á þrjái’ hliðar.
Ekki eru sett tímamörk á
þetta verkefni en gert er ráð
fyrir að völlurinn muni rúma
8.000 manns. Fljótlega þarf
að teikna leikvanginn eins
og KR vill hafa hann í fram-
tfðinni og kynna þá teikn-
ingu íbúunum. Áætlaður
kostnaður mun ekki liggja
fyrir fyrr en leikvangurinn
hefúr verið teiknaður.
Verið er að leggja gras á
svæði við Starhaga, sem af-
markast af Suðurgötu,
væntanlegri Ægissíðu og
núverandi göngustíg með
ströndinni. í skýrslunni
kemur fram að með því að
færa göngustíginn alveg í
fjörukambinn fram hjó
þessu svæði megi fá samfellt
grasæfingasvæði á stærð við
tvo fullstóra velli. Þar segir
að þetta ætti ekki að þurfa
að vera dýr framkvæmd,
sérstaklega ekki ef hún yrði
unnin samhliða gerð Ægis-
sfðunnar.
Knattspyrnuhús
í skýrslunni segir að
nauðsynlegt. sé að borgaryf-
irvöld í samstarfi við Sel-
tjamamesbæ byggi knatt-
spymuhús í fullri stærð á
uppfyllingu við Örfirisey og
æfingavelli við Ánanaust og
Eiðisgranda. Talið er að
kostnaður við slfkt knatt-
spymuhús, sem einnig
mætti nota til sýning-
arhalds, sé á bilinu 400 til
800 milljónir króna.
Með betri nýtingu á gras-
völlum við Frostaskjól og
tveimur grasvöllum við
Starhaga er gert ráð fyrir
því að tveir til fjórir gras-
vellir til viðbótar dugi fram
til 2020. Ef ekki verða æf-
ingavellir tengdir knatt-
spymuhúsi á uppfyllingu er
nauðsynlegt að gera ráð fyr-
ir fjórum æfingavöllum í
Skeijafirði, en tveimur til
þremur völlum ef stefnt
verður að því að æfingavell-
ir verði við hlið knattspymu-
húss, að því er fram kcmur í
skýrslunni. Lögð er mikil
áhersla á uppbyggingu æf-
ingasvæðis í Skeijafirði, sem
og uppbyggingu sparkvalla
með gervigrasi og eflingu
almenningssamgangna.