Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Æfíng tveggja ískrosskeppenda endaði á bdlakafí í Leirutjörninni
Morgunblaðið/Kristján
Félagamir koma hjóli Guðmundar upp á bakkann.
Víðir Már Hermannsson lyftir undir afturendann á hjóli sínu í Leiru-
tjörninni en kranabíl þurfti til að ná hjólinu upp úr tjörninni.
Á hálum og ótraustum ís
ÞAÐ fór heldur illa fyrir þeim félög-
um Víði Má Hermannssyni og Guð-
mundi Guðlaugssyni, sem höfðu við-
komu á Akureyri í gœr á leið sinni til
þátttöku í ískrosskeppni á Mývatni í
dag, laugardag. Þeir félagar ákváðu
að taka „létta æfíngu" á mót-
orhjólum súium á ísnum á Leiru-
SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð-
inga hefur gefíð út bókina Asýnd
Eyjafjarðar - Skógar að fornu og
nýju. Vignir Sveinsson, formaður
félagsins, afhenti Sigurði J. Sigurðs-
syni fyrsta eintak bókarinnar við at-
höfn í Kjarnaskógi í gærdag.
Skógræktarfélag Eyjafjarðar er
elsta skógræktarfélag landsins og er
bókin gefin út í tilefni af 70 ára af-
mæli þess fyrr á árinu. Vignir sagði
að félagið hefði upphaflega heitið
Skógræktarfélag Islands og því
hefði verið ætlað að starfa á lands-
vísu. Saga þess væri merkileg og
bæri þess skýr merki að margir
hefðu af fórnfýsi starfað fyrir félag-
ið.
Bókin fjallai' um skóga og skóg-
tjörninni á Akureyri í gær, ásamt
heimamanninum Ingólfi Jónssyni.
ísinn var hins vegar ekki traustari
en svo að bæði Víðir og Guðmundur
misstu hjól sínum niður í gegnum ís-
inn. Iflól Víðis fór alveg á bólakaf úti
á tjörninni og kastaðist hann fram
fyrir sig af hjólinu við óhappið. Víðir
rækt í Eyjafirði frá landnámi fram til
okkar daga. Greint er frá eyfirskum
frumkvöðlum í skógrækt og skóg-
ræktartilraunum þeiri-a. Stofnun og
saga Skógræktarfélags Eyfirðinga
er rakin ítarlega og skógarreitum í
firðinum lýst og greint frá sögu
þeirra. Einnig er greint frá flestum
tegundum trjáa sem vaxa á svæðinu
og getið um mælingu á hæstu og
mestu einstaklingum hverrar teg-
undar.
Stórmerkileg saga
Ritstjóri bókarinnar er Bjami E.
Guðleifsson náttúrufræðingur en
höfundar eru margir, bæði fagmenn
og áhugamenn um skógrækt. Sagði
Bjarni að lærdómsríkt hefði verið að
var á frekar lítilli ferð og slapp því
með skrekkinn en hlíf á hjálmi hans
brotnaði er hann skall á ísnum. Hjól
Guðmundar fór hins vegar niður í
gegnum ísinn við bakkann og sökk
aðeins til hálfs og gekk greiðlega að
ná því á land án skemmda.
Erfíðara reyndist að ná hjóli Víðis
upp úr tjöminni og að lokum þurfti
vörubíl með stóran krana til þess að
ná hjólinu upp. Víðir sá því fram á
erfíða nótt við að hreinsa mótorinn á
hjóli sínu þar sem saltur sjór er í
Leirutjörninni, en hann ætlaði að
vera tilbúinn í slaginn á Mývatni í
dag.
Kirkjustarf
AKUREYRARKIRKJA: Jólafagnað-
ur sunnudagaskólans kl. 11 á morg-
un, sunnudag, í Safnaðarheimilinu.
Guðsþjónusta kl. 17 með þátttöku
frímúrara. Óskar Pétursson syngur
einsöng. Barnakór Lundarskóla
syngur undir stjórn Elínborgar
Loftsdóttur. Ath. messutímann.
Fundur Æskulýðsfélagsins kl. 17 í
kapellu. Jólasöngvar kórs Akureyr-
arkirkju kl. 20, Syngjum jólinn inn.
Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á
þriðjudagskvöld. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12 næsta fimmtudag.
Bænaefnum má koma til prestanna.
Léttur hádegisverður í Safnaðar-
heimilinu á eftir.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta verður í kirkjunni kl. 11 á
morgun, sunnudag. Sara og Ósk
ræða við bömin. Barnakór Brekku-
skóla syngur undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar. Jólatónleikar kórs
Glerárkirkju verða kl. 17. Kyrrðar-
og tilbeiðslustund verður í kirkjunni
kl. 12 til 13 á þriðjudag. Hádegis-
samvera með jólabragði kl. 12 til 13.
Orgelleikur, fyrirbænir og sakra-
menti, léttur hádegisverður í safn-
aðarsal að helgistund lokinni á vægu
verði.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Við syngj-
um jólin inn á morgun, sunnudag.
Börn og unglingar sýna helgileiki og
syngja. Kveikt verður á jólatrénu.
Allir velkomnir. Engin samkoma
verður kl. 20 á sunnudagskvöld.
HRÍSEYJARPRESTAKALL: Helgi-
stund verður í Stærri-Árskógskirkju
og kveikt á leiðalýsingunni á morg-
un, sunnudag, kl. 18. Jólasveifla
verður í kirkjunni kl. 20.30 um kvöld-
ið. Einstaklingar og kórar syngja
jólalög við undirleik hljómsveitar.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs-
brotning kl. 20 í kvöld, laugardags-
kvöld. Ræðumaður verður Gunnai'
Rúnar Guðnason. Aðventustund á
morgun, sunnudag, kl. 16.30.
Krakkakirkjan sýnú' leikrit, mikill
söngur og stutt hugleiðing. Allir vel-
komnir. Bænastund verður kl. 20.30
næsta þriðjudagskvöld.
LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar-
stund næsta þriðjudagskvöld í Sval-
barðskirkju og hefst kl. 21, ath.
breytta dagsetningu. Aðventukvöld
verður í Grenivíkurkirkju á sunnu-
dagskvöld kl. 20.30. Dagskrá fyrir
alla fjölskylduna. Sr. Guðmundur
Guðmundsson flytur hugvekju.
MÖÐRUVALLAKIRKJA: Aðventu-
kvöld verður í Möðruvallakirkju
sunnudaginn 17. desember kl. 21:00.
Nemendur og kennarar úr Tónlist-
arskóla Eyjafjarðar sjá um tónlistar-
atriði. Ræðumaður er Guðrún
Hadda Bjarnadóttir. Tökum okkur
smáhvfld frá amstrinu og njótum
stundarinnar.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURS-
PRESTAKALL: Aðventukvöld verð-
ur fyrir Bakka- og Bægisársóknir í
Bægisárkirkju sunnudaginn 17. des-
ember kl. 20:30. Helgileikur femi-
ingarbarna og kirlgukórs í samstarfi
við Leikfélag Hörgdæla undir stjórn
Aðalsteins Bergdals. Kórsöngur
kirkjukórs Möðruvallaklausturs-
prestakalls. Lúsíusöngur nemenda
Þelamerkurskóla undir stjórn Guð-
mundar Engilbertssonar og mikill
almennur söngur. Ræðumaður verð-
ur Halldór Gunnarsson frá Búðar-
nesi. Mætum öll og njótum jóla-
stemmningar í húsi Guðs.
----------------
Fyrsta bikar-
mótið í norræn-
um greinum
FYRSTA bikarmót vetrarins í nor-
rænum greinum verður haldið á Ak-
ureyri í dag, laugardag, og á morg-
un, sunnudag, við gönguhúsið í
Hlíðarfjalli. Keppt verður í öllum
aldursflokkum 13 ára og eldri, þ.e-
konur, karlar, piltar, stelpur og
strákar.
í dag laugai'dag verður gengið
með frjálsri aðferð og hefst keppnin
kl. 13.
A morgun sunnudag verður geng-
ið með hefðbundinni aðferð og verða
tveir keppendur ræstir samtímis og
hefst keppnin kl. 11.
Skógræktarfélag Eyfírðinga
Bókin Asýnd
Eyjafjarðar
komin út
Morgunblaðið/Kristján
Vignir Sveinsson, formaður Skógræktarfélags Eyjafjarðar, afhendir
Sigurði J. Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar, fyrsta eintakið af bókinni
Ásýnd Eyjafjarðar þar sem fjallað er um skógrækt í Eyjafirði.
vinna við útgáfu bókarinnar, en saga
skógræktar í Eyjafirði væri stór-
merkileg og á svæðinu væru margir
af helstu frumkvöðlum á sviði skóg-
ræktar í landinu. „Þau voru mörg,
fyrstu skrefin í skógrækt hér á landi
sem tekin voru í Eyjafirði,“ sagði
Bjarni.
Bókin er prentuð hjá Ásprent-Pob
á Akureyri, hún er rúmlega 200 blað-
síður að stærð, prýdd fjölda mynda
og kennir þar margra grasa, en bæði
er um að ræða nýjar myndir og
gamlar. Bókin Ásýnd Eyjafjarðar
fæst á sölustöðum jólatrjáa Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga, í Bókabúð
Jónasar á Akureyri og Bókabúð
Máls og menningar í Reykjavík.
Kór Akureyrarkirkju.
Jólasöngvar Kórs
Akur eyr ar kir kj u
JÓLASÖNGVAR Kórs Akureyr-
arkirkju verða í Akureyrarkirkju
annað kvöld, sunnudagskvöld, kl.
20.
Á efnisskránni er aðventu- og
jólatónlist eftir Atla Heimi Sveins-
son, Karl O. Runólfsson, Róbert A.
Ottósson, Sigvalda S. Kaldalóns, Jo-
hann Eccard, Anders Öhrwall og
David Willcocks. Einnig er almenn-
ur söngur. Lesarar: Heiðdís Norð-
Qörð, Margrét Sigurðardóttir og sr.
Svavar Alfreð Jónsson. Einsöngv-
ari: Rósa Kristín Baldursdóttir
sópran. Stjórnandi og orgelleikari:
Björn Steinar Sólbergsson.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Leikfélag Akureyrar
Æfíngar hafnar
á Sniglaveislunni
ÆFINGAR eru hafnar hjá Leik-
félagi Akureyrar á Sniglaveislunni
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Þetta
er ný leikgerð unnin eftir þessari
vinsælu skáldsögu Ólafs Jóhanns,
sem kom út árið 1994 og vakti
mikla og verðskuldaða athygli.
Þetta er fyrsta leikgerðin sem
unnin er eftir skáldsögum Ólafs Jó-
hanns, en áður hefur leikrit hans
Fjögur hjörtu verið sýnt hérlendis
við mikla aðsókn og nýverið keypti
þekkt bandarískt kvikmyndafyrir-
tæki réttinn á að kvikmynda nýj-
ustu skáldsögu hans, Slóð fiðrild-
anna.
Verkið fjallar um örlagaríkt
kvöld í lífi Gils Thordarsen stór-
kaupmanns. Gils er þekktur at-
hafnamaður og stórbokki. Hann er
ekkjumaður og býr einn í glæsilegu
húsi. Ársfjórðungslega heldur hann
mikla átveislu fyrir sjálfan sig og
sparar þá hvergi veisluföng. Þegar
sagan hefst stendur slík veisla fyrir
dyrum og ber þá óvæntan gest að
garði. Gils býður honum inn, grun-
laus um erindi gestsins. Fljótlega
kemur í ljós að gesturinn er ekki
allur þar sem hann er séður,
spennan hleðst upp, átök vaxa og
uppgjör er óumflýjanlegt.
Gunnar Eyjólfsson leikur Gils
Thordarsen, í öðrum hlutverkum
eru Sigurþór Albert Heimisson,
Sunna Borg og Hrefna Hallgríms-
dóttir.
Leikstjóri er Sigurður Sigur-
jónsson, leikmynd og búninga gerir
Elín Edda Árnadóttir, lýsingu
hannar Halldór Örn Óskarsson og
hljóðmynd Hilmar Örn Hilmars-
son.
Sýning er samvinnuverkefni við
Leikfélag íslands. Frumsýning
verður í Samkomuhúsinu á Akur-
eyri 26. janúar næstkomandi. Tak-
markaður sýningarfjöldi verður á
Akureyri.
Frá og með miðjum marzmánuði
flyst sýningin til Reykjavíkur og
verður sýnd í Iðnó.
1
I
I
P