Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Congress Reykjavík hefur starfsemi 400 milljóna kr. tap hjá SR-mjöli Heildar- þjónusta fyrir ráð- stefnur CONGRESS Reykjavík hélt upp á stofnun fyrirtækisins í gær. Fyr- irtækið er til húsa að Engjateigi 5 í Reykjavík. Starfsmenn og eigendur Con- gress Reykjavík eru Lára B. Pét- ursdóttir, Asa Hreggviðsdóttir og Birna B. Berndsen en allar hafa þær niikla reynslu af skipulagn- ingu ráðstefna. Að sögn Birnu B. Berndsen er það markmið Congress Reykjavík að veita viðskiptavinum og birgj- um sérhæfða, persónulega og fag- mannlega þjónustu. Þjónustan spannar alla þætti skipulagningar og framkvæmdar ráðstefnu. Con- gress Reykjavík er með ferða- skipuleggjandaleyfi frá Sam- gönguráðuneytinu, er aðili að Samtökum ferðaþjónustunnar og Ráðstefnuskrifstofu íslands. Birna segir að fyrirtækið hafi gert einkaleyfissamning við al- þjóðlegt fyrirtæki, Congrex Hold- ing. Congrex Holding á og rekur skrifstofur um allan heim sem eru sérhæfðar í að skipuleggja ráð- .itefnur. Congrex Holding gerir samn- inga við fyrirtæki eins og Con- gress Reykjavík í ýmsum löndum og saman kallast þessi fyrirtæki Congrex Partners. „Einkaleyfissamningurinn við Congrex nær til hugbúnaðar og vinnuaðferða sem Congrex hefur þróað. Um er að ræða skráning- arkerfi ásamt einkaleyfi á út- dráttarkerfi sem gerir okkur kleift að flokka, raða og skipu- leggja fyrirlestra." Vaxandi markaður á íslandi „Congrex-skrifstofurnar starfa einvörðungu við skipulagningu ráðstefna og eru ekki hluti af starfsemi neinnar ferðaskrif- stofu.“ Aðspurð segir Birna að töluverð samkeppni sé á þessum markaði hér á Islandi en mark- aðurinn sé jafnframt vaxandi og hún sé því bjartsýn á framtíð Congress Reykjavík. „Við sjáum í raun um alla þætti í kringum ráð- stefnur, s.s. bókun á hótelum, fundarstöðum, alla afþreyingu í kringum ráðstefnuna, mat og skemmtidagskrá. Þá sjáum við einnig um öll tæknimál, prentun á ráðstefnugögnum, fjárhagshliðina og uppgjör. Það er því óhætt að segja að við séum að veita heildar þjón- ustu á þessu sviði.“ SAMKVÆMT óendurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri fyrir fyrstu 9 mánuði ársins nemur tap SR-mjöls, að meðtöldum afskriftum og tjár- magnskostnaði, en fyrir óregluleg gjöld, um 400 milljónum króna. Heildai'velta tímabilsins nam 3.349 milljónum króna. Rekstargjöld fyrir afskriftir og fjármagnskostnað námu 3.056 milljónum króna. Af- skriftir nema um 513 milljónum króna og fjármagnskostnaður um 248 milljónum króna, þar af er geng- istap um 144 milljónir króna og reiknaðar tekjur vegna verðlags- breytinga um 48 milljónir króna. Tap fyrir eigna- og tekjuskatt nam 468 milljónum króna en að teknu tilliti til reiknaðra breytinga á tekjuskatt- skuldbindingu og afkomu hlutdeild- arfélaga verður tap félagsins um 400 milljónir króna. í tilkynningu frá SR-mjöli til Verðbréfaþings Islands kemur fram að fyrir skömmu hnekkti Hæstirétt- ur Islands dómi undirréttar á Sauð- árkróki í máli Fiskiðjunnar Skag- fii'ðings hf á Sauðárkróki og SR- mjöls hf vegna samnings um kaup á úreldingarrétti en undirréttur hafði dæmt SR-mjöl hf. til að greiða samningsfjárhæðina að fullu. Dómur Hæstaréttar kvað á um að sú fjár- hæð sem SR-mjöl hf var búið að greiða Fiskiðjunni Skagfirðingi, eða um 65 milljónir króna, verði ekki endurgreidd. Félagið mun því þurfa að færa fjárhæðina sem óregluleg gjöld og fyrrgreint tap hækkar því sem henni nemur. Betri tíð spáð á næsta ári „A því tímabili sem liðið er frá lok- um septembermánaðar hefur verið áframhaldandi taprekstur hjá félag- inu. Lítið sem ekkert af hráefni hef- ur borist á þessu tímabili. Olíuverð hefur verið í hámarki og afurðaverð með því lægsta um árabil. Gengis- lækkun krónunnai- á seinni hluta þessa árs kemur fram í auknum gengismun en hækkar verðmæti þeirra birgða félagsins sem enn eru ógreiddar eða óseldar. Flest bendir til þess að ytri að- stæður félagsins muni fara batnandi á næsta ári. Reiknað er með að ol- íuverð lækki þegar líða tekur á árið og þegar eni merki um að afurða- verð kunni að rétta við á næstu mán- uðum,“ að því er fram kemur í til- kynningu félagsins. Landsnet semur við KPNQwest Sama gjald fyrir öll símtöl erlendis LANDSNET hefur gert samning við símafyrirtækið KPNQwestí Hollandi um millilandasímtöl. KPNQwest er í eigu KPN í Hollandi og Qwest í Bandaríkjunum. KPN er stærsta símafélag Hollands og Qwest er fjórði stærsti netrekstraraðili Bandaríkj- anna. Landsnet gerði fyrír nokkru samning við Tæknival um kaup á nýj- um Cisco Systems-hátæknibúnaði sem notaður er til flutnings símtala. Landsnet hefur jafnframt gert samning við Landssímann og bíður viðskiptavinum sínum nú fast forval til útlanda. Viðskiptavinir Landsneta geta því hringt beint til útlanda með því að velja 00 á undan símanúmerinu í stað þess að slá inn 1080 eins og var áður. Þeir viðskiptavinir sem kjósa að velja 00 þurfa að hafa samband við Landsnet áður en þjónustan verður virk. Landsnetið býður símtöl til helstu viðskiptalanda Islands á kr. 16,50 á mínútu. Það skiptir ekki máli hvenær sólarhrings er hringt, hvort hríngt er í erlendan GSM-síma eða venjulegan heimilissíma. í mörgum tilfellum er því ódýrara að hringja í erlendan farsíma en í farsíma innan- lands, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Viðskiptavinir þurfa því ekki að bæta innanlandsgjöldum við gjald- skrána ef hringt er úr hefðbundnum síma. Til ríðbótar þessu eru engin upphafsgjöld á millilandasímtölum og eingöngu greitt fyrir þann tíma sem símtal varir. Útsölustaðir Majorica Gull og silfursmiðjan, Mjódd, Reykjavík. MEBA, Kringlunni, Reykjavík. Tímadjásn, Grímsbæ, Reykjavík. Gullkúnst, Laugavegi 45, Reykjavík. Úr og djásn, Garðatorgi, Garðabæ. Gullsmiðjan, Lækjargötu 34, Hafnarfirði. Georg Hannah, Hafnargötu 49, Keflavík. Gullaugað, Hafnarstræti, ísafirði. Minný, Túngötu 5, Siglufirði. Skart, Glerártorgi, Akureyri. Steingrímur Benediktsson, Vestmannaeyjum. Karl R. Guðmundsson, Austurvegi, Selfossi. Umboð: Fjallið Hvíta, Miðhrauni 22b, Garðabæ. Meint inn- herjavið- skipti í OM Ósió, Morgunblaðið. SÆNSKA fjái-málaeftirlitið og nú síðast efnahagsbrotayfirvöld rann- saka nú meint innherjaviðskipti sænska ríkisins í OM Gruppen áður en fyrirtækið gerði kauptilboð í Kauphöllina í London (LSE) síðsum- ars. Rannsóknin beinist að því hvort fulltrúar sænska ínkisins í stjórn OM hafi nýtt sér trúnaðarupplýsingar til að kaupa stæni hlut í OM rétt áður en fyrirtækið setti fram óvinveitt yfir- tökutilboð í LSE. í norska viðskipta- blaðinu Dagens Næringsliv kemur fram að sænska fjámálaeftirlitið hafi nú vísað rannsókninni til efnahags- brotayfii’valda og að það sé í fyrsta skipti sem Fjármálaeftirlitið vísar þangað máli þar sem ríkið er aðili að meintum lagabrotum. Sænska ríkið keypti í sumar hluta- bréf í OM fyrir sem samsvarar 5,8 milljörðum íslenskra kr. og jókst eignarhlutur ríkisins í OM úr 7,6% í 9,4%. Síðustu viðskiptin áttu sér stað 16. ágúst eða daginn áður en ljóst var að OM myndi leggja fram yfirtöku- tilboð í LSE. Thomas Franzén situr í stjóm OM fyrir hönd sænska ríkisins og fjármálaráðuneytisins. Hann hefur viðurkennt að hafa vitað um áfom OM í byrjun ágúst. Rannsókninni er ætlað að fá fram hvort þessi vitneskja haíi verið nýtt til hlutabréfakaupa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.