Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 35

Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 35 ERLENT Hagne hefur mistekist að vinna fylgi óánægðra kjósenda Enn minnkar fylgi Ihaldsflokksins The Daily Telegraph. WILLLAM Hague, formaður breska íhaldsflokksins, er í mikl- um vanda staddur ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönn- unar Gallups fyrir breska dagblað- ið The Daily Telegraph. Niður- stöður hennar sýna að íhalds- flokknum hefur mistekist hrapal- lega að vinna fylgi óánægðra kjósenda, því þrátt fyrir að innan við 40% aðspurðra séu sæmilega ánægð með verk ríkisstjórnar Blah’ myndu samt sem áður 47% kjósa VerkamannaflokMnn yrði eftit til kosninga nú, og eingöngu 32% íhaldsflokkinn. Það þýðir að Ihaldsflokkurinn hefur tapað niður því litla forskoti sem hann var kominn með í kjölfar mótmæla breskra bænda og vöruflutningabílstjóra gegn háu verði elds- neytis sl. september. Fylgi Ihaldsflokksins er jafnmikið nú og það var í byijun september, en hefur minnkað um 2% síðan í könnun Gallups í síðasta mánuði. Hagne segir lögreglumenn stimplaða kynþáttahatara Nýjasta útspili Hague hefur og verið tekið fá- lega. Þar er um að ræða harðorða gagnrýni hans á Macpherson-skýrsluna svokölluðu um bresku lögregluna, sem unnin var í kjölfar gagnrýni á störf lögreglunnar í London vegna slælegrar meðhöndlunar á morði svarts unglings fyrir nokkrum árum. Rannsókn á meðhöndlun máls- ins leiddi í ljós að lögreglan hafði ekki rannsakað málið sem skyldi vegna „stofnanabundins kyn- þáttahaturs". Hague sagði í ræðu sem hann flutti í fyrra- kvöld að hann teldi að skýrslan hefði verið notuð til að stimpla alla lögreglumenn kynþáttahatara og það hefði valdið því að starfsandinn innan lögreglunnai’ hefði stórum versnað. Ríkisstjómin hafnaði hins vegar þessari gagnrýni og segir umræðuna eingöngu örvænt- ingarfulla tih-aun Hague til að vekja á sér at- hygli, eftir að hann hafi farið hall- oka í umræðum um efnahagslífið og Evrópumálin. Ihaldsmenn vísa því hins vegar algerlega á bug að um pólitískt mál sé að ræða. Forysta Ihalds- flokksins lagði áherslu á að um vel úthugsaða gagnrýni á pólitíska rétthugsun, sem væri að eyði- leggja lögregluna, væri að ræða og hét betri stjóm á málefnum lögreglunnar. Skoðanakönnunin bendir þó ekki til þess að kjósendur treysti íhaldsflokknum miklu betur en Verkamannaflokknum í þeim málum. 36% aðspurðra telja að íhaldsflokkurinn myndi ráða betur við mála- flokkinn, en 34% hafa meiri trú á Verkamanna- flokknum. Þetta er ekkert sérstök niðurstaða sé tekið mið af því að tveir þriðju hlutar aðspurðra em óánægðir með það hvemig ríkisstjóm Verkamannaflokksins hefur tekið á glæpum og orsökum þeirra. Skattalækkanir njóla ekki mikils fylgis Ekki er útlitið betra er kemur að skattamál- unum, málaflokki sem íhaldsmenn gera ráð fyrir að leggja aðaláherslu á í næstu kosningum. En þar bera kjósendur meira traust til Verka- mannaflokksins, 38% treysta honum betur fyrir þessum málaflokki en Ihaldsflokknum, en 35% treysta Ihaldsflokknum betur. Skoðanakönnunin sýnir einnig að skattalækk- anir, sem Ihaldsflokkurinn hefur lengi haft á stefnuskránni, njóta ekki mikils fylgis, fylgi þeim að ríkisvaldið dragi úr þjónustu sinni. Ein- göngu 14% myndu viija skattalækkun á kostnað ríkisþjónustu en 57% segjast vera tilbúin að taka á sig skattahækkun ef þjónusta ríkisins eykst. íhaldsmenn telja vitaskuld að þetta þurfi ekki að fara saman en svo ber við að eingöngu 22% aðspurðra, langflestir kjósendur Ihalds- flokksins, hafa trú á því loforði að hægt sé að lækka skatta án þess að draga úr þjónustu. William Hague Jacques Chirac í sjðnvarps- viðtalinu á fimmtudags- kvöld þar scm hann reyndi að fullvissa landa sína um að hann hefði ekkert að fela og hreint mjöl í pokahorninu. Sannfærði ekki gagnrýnendur París. Reuters, AFP. JACQUES Chirac Frakklandsforseta virtist í gær ekki hafa tekizt í klukkustundarlöngu sjón- varpsviðtali á fimmtudagskvöld að sannfæra marga landsmenn sína um sakleysi sitt í hneykslismáli sem tengist borgarstjóratíð hans í París. Leiðarahöfundar franskra dagblaða og talsmenn stjómarandstöðunnar hvöttu ákæru- valdið til að halda ótrautt áfram að rannsaka málið, sem snýst í aðalatriðum um meinta ólög- lega fjánnögnunarstarfsemi Gaullistaflokksins RPR í París upp úr 1990. í sjónvarpsviðtalinu, sem yfir 11 miHjónir manna fylgdust með, vísaði hann með tilþrifiun á bug ásökunum um að hann hefði sem leiðtogi RPR vitað um hinar meintu ólöglegu aðferðir við fjársöfnun fyrir flokkinn. Sagðist hann vera „var- anlegt fómarlamb“ slíkra ásakana, ófær embætt- is síns vegna um að verjast þeim af fullum krafti. Hin ömgga framkoma Chiracs í viðtalinu virkaði vel á suma, en honum mistókst þó að kveða niður efasemdir um sakleysi sitt. „Píslarvætti heilags Chiracs" var yfirski-iftin á frétt hins vinstrisinnaða blaðs Libération um sjónvarpsyfirlýsingar forsetans. Hvatti blaðið hann til þess að segja af sér og boða forsetakosn- ingar strax. Hið áhrifamikla Le Monde skrifaði að Chh'ac gæti ekki einfaldlega látið eins og ásakanimar væra tilhæfulausar. Talsmenn annarra stjómmálaflokka, sem sumir era einnig sagðir hafa átt þátt í ólöglegri fjármögnunarstarfsemi af svipuðu tagi og RPR, hvöttu til þess að rannsóknin héldi óhikað áfram. „Ég held að ýmislegt misjafnt hafi þrifizt á meðan (Chirac) var borgarstjóri. ... Ákæra- valdið ætti að komast til botns í þessum málum öllum saman til að sannleikiuinn komi í ljós,“ sagði Francois Hollande, framkvæmdastjóri sósíalistaflokksins, flokks Lionels Jospins for- sætisráðherra og væntanlegs keppinautar Chir- acs um forsetaembættið. Rannsóknardómarar telja að fulltrúar RPR hafi farið fram á að verktakar, sem fengu út- hlutað samningum um byggingu skóla á Par- ísarsvæðinu, borguðu mútur fyrir samningana og þessu fé hafi síðan verið skipt á milli RPR, Sósíalistaflokksins og eins borgaralegs flokks til viðbótar. RPR hefur verið við völd í ráðhúsinu í París óslitið í 23 ár. Chirac var borgarstjóri í 18 ár unz hann var kjörinn forseti 1995. Hneyksl- ismálin nú munu reynast flokknum dýrkeypt í sveitarstjómarkosningum sem fram fara í marz nk. Bama háskólabolir Bamabuxur Bama T-bolir Bama stuttbuxur Háskólapeysur Hettupeysur Rennd bein hettupeysa Buxur 2.490 2.200 1.360 1.490 4.990 4.800 5.990 3.490 1.245 1.100 695 745 frá 990 frá 990 2.895 1.745 Rennd hettupeysa 4.990 2.495 Verslunin hættir sölu á fatnaði* Risarýmingarsala Opiðídag -Mrákl.11-18 * Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL Allt á að seljast! Skeifunni 19 - S. 568 1717 Mjúkir pakkar áhálfvirði eða meiri afslætti dæmi: Verð áður Verð.DÚ Pussell Athletic - Columbia - Convert - jansoort - Gilda Marx - Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - tt|ptafr<(rr - ABB - tAS Musdetecti - Twiniab - Designer - Labrada - natures Best - Leppin - MLO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.