Morgunblaðið - 16.12.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 39
Saga um góðsemi og
BÆKUR
Dnglingabók
ENGILBJÖRT
OG ILLHUGA
Eftir Lynne Reid Banks í íslenskri
þýðingu Kristínar R. Thorlacius.
títgef. Muninn 2000.
HÖFUNDURINN L.R. Banks
hefur vakið hvað mesta athygli fyrir
bók sína Indjáninn í skápnum og
hafa síðan komið út tvö framhöld á
því, nú síðast Leyndarmál indján-
ans, einnig í þýðingu Kristínar R.
Thorlacius. Það er óhætt að fullyrða
að með Engilbjörtu og Illhugu sé
nokkuð annað hljóð komið í strokk-
inn og eru reyndar ekki allir jafn
ánægðir með þann hljóm. Sumum
gagni’ýnendum þykir nóg um of-
beldið og örvæntingarfullar kring-
umstæðurnar, en aðrir telja ekkert
minna þurfa til að segja bömum
kröftuga og minnisstæða sögu um
hvað sé rétt og hvað röng breytni nú
á tímum. Foreldrar og kennarai’ í
hinum vestræna heimi og víðar
kvarta sáran undan því að börn fái
ekki lengur stutt sig við skilmerki-
lega aðgreiningu á réttri og rangri
breytni. Hvað sem líði skoðanaskipt-
um um afstæði siðferðis og menn-
ingarbundinn mismun og breytileika
sé Ijóst að börn séu þess ekki um-
komin að haga lífi sínu eftir siðferði-
legu afstæði. Mér virðist sem Banks
sé hér að bregðast við þessum vanda
með þeim hætti sem henni þykir ár-
angursríkur. Hún tekur einfaldlega
af skarið og setur fram skýran mun
milli góðrar breytni og slæmrar á
forsendum kristilegs siðferðis. Hér
segir frá tvíburasystrunum sem frú
Konkordia Friðhólm er í miðjum
klíðum við að fæða í heiminn þegar
sagan hefst. Fyrst fæðist henni eng-
ilbjart barn með himinblá augu og
kemur það skríkjandi af kátínu og
eðlislægri góðsemi í heiminn. Kon-
kordia finnur ekki til sársauka á
meðan á þeirri fæðingu stendur,
heldur hríslast um hana sælu-
straumur. Þá hefst fæðing seinna
barnsins og líður Konkordia skyndi-
lega vítiskvalir. Barnið reynist í
samræmi við það vera feikilega
ófrítt, með grænar glýmur og svo
meinfýsið að það bítur ljósmóðurina
til blóðs þegar hún tekur það til
umönnunar. Það er skemmst frá því
að segja að farir tvíburanna og for-
eldranna verða eftir þessu. Engla-
barnið, Engilbjört, á ekkert illt til í
sér, en litli skrattakollurinn, Illhuga,
á einungis illt eitt til. Illhuga veigrar
sér ekki við að koma samferðamönn-
um sínum undir græna torfu, kvelur
foreldra sína og stendur fullkomlega
á sama um allt og alla. Allir þeir sem
líta hana augum fá illan bifur á henni
að sama skapi og allir þeir sem sjá
Engilbjörtu láta hrífast upp úr skón-
um. Engilbjört er þó einnig til vand-
ræða, þar sem hún er einum of mikið
af því góða. Það fer ekki á milli mála
að frásögninni er ætlað að koma til
skila afgerandi siðferðisboðskap
með ýkjukenndum og allt að sláandi
kringumstæðum. Frásagnarháttur-
inn er iðulega í samræmi við fram-
ganginn á sögusviðinu. Sögumaður
er nokkuð léttúðarfullur og segir frá
ódæðisverkum Illhugu af skeyting-
arleysi og kátínu. Andrúmsloftið er,
þótt undarlegt megi virðast, fjörlegt
Skáldkvenna-
kvöld
ÁTTA skáldkonur lesa upp úr nýút-
komnum verkum sínum á Næsta bar
í Ingólfsstræti sunnudagskvöldið 17.
desember. Þær sem lesa eru Guðrún
Helgadóttir, Guðrún Eva Mínervu-
dóttir, Vigdís Grímsdóttir, Linda
Vilhjálmsdóttir, Kristín Ómarsdótt-
ir, Iðunn Steinsdóttir, Vilborg Dav-
íðsdóttir og Auður Jónsdóttir.
Gítarleikarinn Einar Kristján
Einarsson leikur á milli lestranna og
kynnir verður Hjalti Rögnvaldsson
leikari. Dagskráin hefst kl. 21.
og undirstrika teikningarnar eftir
Klaas Verplancke fjörlega afstöðu
sögumanns. Mér þótti þetta allt
ganga vel upp framan af og skila
þeim tilætlaða árangri að mynda
skýrar siðferðilega h'nur sem komast
sem næst því að henta hvaða sam-
félagshópum sem er. Er sögusviðið í
samræmi við það tiltölulega laust við
kennileiti og gæti miðast við flestar
vestrænar samfélagsgerðir. Upp-
ákomurnar ei-u oftar en ekki grót-
eskar, þ.e. þær eru fjörlegar, jarð-
bundnar og skelfilegar í bland.
Hefur það í för með sér að viðtak-
andi velkist sífellt í vafa um hvemig
honum beri að taka þessu framferði
frásagnarinnar, og verður fýrir vikið
allvirkur lesandi. Honum er skemmt
en gerir sér í sömu andrá fulla grein
fyrir því að óhæfuverk Illhugu megi
ekki viðgangast.
Undir lok sögunnar finnur sögu-
maður sig því miður knúinn til að
koma siðferðilegri túlkun til skila
með beinni hætti. Það er líkast því
sem lesendum sé ekki lengur treyst
fyrir túlkun boðskaparins, sem þó
var eins ótvíræður og frekast getur
orðið. Sögumaður tekur að útskýra
að yfimáttúrulegir kraftar Illhugu
til að skelfa fólk og koma þeim fyrir
kattarnef séu í raun veikleiki og að
systir hennar sé gædd hinum raun-
illsku
veralega styrk kristilegs kærleika.
Ekki nóg með það, heldur gerir
sögumaður út af við undangenginn
frásagnarheim með því að gefa til
kynna að þetta hafi nú einungis ver-
ið dæmisaga. Hann útskýrir að slíkt
ójafnvægi sé vissulega ekki fyrir
hendi, að einhver sé alillur og annar
algóður, enda viljum við hvoragt
hafa. Það fari best á hæfilegri
blöndu af hvoratveggja, þar sem hið
góða hefur þó allajafna yfirhöndina.
Sögumaður leiðir söguna til lykta
með þessu móti, en eftir stendur að
sagan er í heild sinni sniðugleg.
Ragna Garðarsdóttir
Bókarkynning*
í Höfn, Klaustri
og Vík
SIGRÚN Jónsdóttir kirkjulistakona
og Þórann Valdimarsdóttir sagn-
fræðingur verða á ferð á Höfn í
Homarfirði í dag, laugardag, til að
selja og árita bókina Engin venjuleg
kona, litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur
kirkjulistakonu.
Þær verða í Pakkhúsinu kl. 13-15.
Á morgun, sunnudag, verða þær á
ferð um Skaftafellssýslu.
Þær verða á Hótel Kirkjubæjar-
klaustri kl. 10-12, og í Brydebúð í
Vík milli 13 og 15.
Ágóði af sölu þeirra bóka sem þær
selja í ferðinni rennur til björgunar
mb. Skaftfellings.
Júiagjðf sem lætur gott at sér leiða
Tvær góðar
sem eiga
eriadl
tii aiira
Áhritarihar Dsnur sem auðuelda
lólHl að ná námarKsárangri í starfi
ag öðiast tarssid i einKaiíti.
erjferðalag
MÓTAÐU LÍF ÞlTr nr /\ r, -
~ wt IvlrS
Bók Thomas Möller er eina bók sinnar tegundar
sem skrifuð hefur verið á íslensku og kemur nú
út í annað sinn í endurbættri útgáfu. Bókin hefur
hlotið einróma lof og er ein mest selda stjórn-
unarbók á íslensku. í henni má meðal annars
finna ráð sem í sívaxandi samkeppni geta
hjálpað til að ná forskoti með betri tímastjórnun.
■ ■
Thomas Möller
Bók Brians Tracy segir af ferðalagi höfundar og
þriggja félaga, frá Kanada til suðurodda Afríku -
ferðar sem tók um tvö ár. Höfundi tekst frábær-
lega að flétta margvíslegum lærdómi inn í hraða
og spennandi ferðasögu sem færir lesandanum
heim sanninn um mikilvægi hugrekkis, þraut-
seigju og þess að taka fulla ábyrgð á eigin lífi.
Brlan Tracy er mörgum íslendingum að góðu kunnur af bók sinni Hámarksárangur
sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum og seldist þá upp. Hann hefur haldið fjölda
fyririestra víða um heim þar á meðal á islandi síðastliðið vor.
Nánari upplýsingar á www.vegsauki.is
Bækurnar fást á eftirtöldum stöðum
en þær er elnnig hægt að panta með tölvupósti á vegsaukl@simnet.is - eða í síma 552 8800
Höfuöborgaravæöiö: Bókabúöin Hamraborg - Bókabúöin viö Hlemm • Bókabúöin Mjódd • Hagkaup Kringlunni, Skeifunni og
Smáratorgi Bónus Holtagöröum, Kópavogi Laugavegi, Mjódd og Mosfellsbæ • Penninn Eymundsson Austurstræti og Kringlunni •
Penninn, Hallannúla og Kringlunni • Mál og menning Laugavegi og Síöumúla • Bóksala stúdenta v/Hringbraut • Griffill Skeifunni •
Akureyrl: Bónus og Hagkaup • Hafnarfjörður: Bókabúö Böövare og Penninn Eymundsson.
BRIAN XRACY
Eútn frerasti fvririí»« lrr •"••••••♦...
Uroska manniegra h*fí,enfa Um
......... nsta!<lings4rangur
ÞEKKIHGARKLUBBUR
vitínu meirí!