Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 42
42 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sigurjón Jóhannsson
Jólasýning í
Borgar-
skjalasafni
JÓLASÝNING Borgarslqalasafns
Reykjavíkur, 3. hæð Grófarhússins,
Tryggvagötu 15, verður opin í dag,
laugardag kl. 13-16. Sýningin er opin
mánudaga-föstudaga kl. 10-16 og er
aðgangur ókeypis. Sýningin stendur
fram á þrettándann.
Einnig er vakin athygli á því að í til-
efni af lokum menningarborgarársins
er bókin Evidence! Europe Reflected
in Archives, seld á tilboðsverði, 2.000
krónur, hjá Borgarskjalasafninu.
Bókin er gefin sameiginlega út af
skjalasöfnum menningarborga Evr-
ópu árið 2000. Hún er 272 síður með
um 300 litmyndum.
Benedikt S. Lafleur við verk sín á sýningunni í Selinu.
Ljósadýrð
og litagald-
ur í Selinu
MYNDLISTARMAÐURINN og
rithöfundurinn Benedikt S. Lafl-
eur opnar sýningu í Selinu, nýj-
um sýningarsal við Gallerí
Reykjavík, Skólavörðustíg 16,
Óðinsgötumegin, á morgun,
sunnudag, kl. 14.
Benedikt hefur verið búsettur
síðastliðin 6-7 ár í París og starf-
að þar samhliða við ritstörf og
myndlist.
Að þessu sinni sýnir Benedikt
myndir úr serfunni: Paradísartil-
brigði, ásamt glerverkum. Hér er
um að ræða litríkt og frumlegt
samspil ljóss og loga.
Verkin eru öll til sölu og verð-
ur sýningin opin alla daga klukk-
an 13-18 og á Þorláksmessu til
klukkan 23. Sýningin stendur til
jóla.
ART GALLERY
Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400
Kringlunni, sími 568 0400
fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is
Drafnar á sýningunni.
Dröfn í Gall-
eríi Reykjavík
STUTTSÝNING Drafnar
Guðmundsdóttur myndhöggv-
ara í Gallerí Reykjavík verð-
ur opnuð í dag, laugardag, kl
15.
Verkin á sýningunni eru
veggverk úr gleri og málmi
og einnig glerdiskar og
smærri skálar og stjakar.
Dröfn útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskólan-
um 1930 og hefur haldið
einkasýningar bæði í Reykja-
vík og um landið. Einnig hef-
ur hún tekið þátt í mörgum
samsýningum. Ýmis fyrirtæki
og stofnanir hafa keypt verk
eftir hana. Hún rak, ásamt 14
öðrum listakonum, Gallerí
Listakot en nú hefur hún
stofnað fyrirtækið Islensk list
sem um þessar mundir er að
opna vef, icelandicart.is.
Sýningin stendur fram að
jólum.
Opið á opnunartíma Gall-
erís Reykjavíkur, eða aug-
lýstum opnunartíma verslana
við Laugaveg og Skólavörðu-
stíg.
Sýningum
lýkur
SÝNINGUNNI „Heimskautalöndin
unaðslegu - arfleifð Vilhjálms Stef-
ánssonar" lýkur í Listasafninu á Ak-
ureyri á sunnudag.
Sýningin er liður í samstarfsverk-
efni Akureyrarbæjar og Reykjavík-
ur menningarborgar Evrópu árið
2000.
Snemma árs 2001 verður sýningin
sett upp í Listasafni Reykjavíkur og
síðan er stefnt að því að koma henni
fyrir á nokkrum stöðum í Finnlandi,
Kanada, Bandaríkjunum og ef til vill
víðar. Þegar farandsýningunni lýkur
er ætlunin að nota efni hennar sem
grunn að sérstöku Vilhjálmssafni,
sem áformað er að staðsett verði á
Akureyri í tengslum við Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
Sýningu Lindu Ásdísardóttur „í
landi ...“ í Sjóminjasafninu á Eyr-
arbakka lýkur á sunnudag. Ljós-
myndirnar á sýningunni eru af sjó-
mönnum á Eyrarbakka sem stunda
sjóinn á árinu 2000.
GUK
Opið verður í sýningarstaðnum
GUK á sunnudaginn kl. 16-18 að
staðartíma.
Þar með lýkur sýningu danska
listamannsins John Krogh.
Ljósaklif
Sýningu á steinskúlptúrum Sus-
anne Christensen og Einars Más
Guðvarðarsonar í Ljósaklifi, vett-
vangi fyrir skúlptúr og umhverfislist
í Hafnarfirði, lýkur nú um helgina. A
sýningunni eru 45 verk í ýmsar stein-
tegundir frá síðastliðnum sjö árum.
Norræna húsið
Sýningu finnska listamannsins
Jyrki Paratainen í Norræna húsinu
lýkur á sunnudaginn. Opið kl. 12-17.
CORNWELL
Fjöldamoröingi fer hamförum í Richmond og er sagan
hefst hafa þrjár konur þegar látið lífiö, eftir aö hafa verið
misþyrmt og loks kyrktar í sínu eigin svefnherbergi.
Engar vísbendingar um morðingjann hafa fundist.
Hann virðist láta til skarar skríða af handahófi
-en jafnan aðfaranótt laugardags.
Patricia CORNWELL er einn allra vinsælasti sakamálasagna-
höfundur samtímans og hefur fengið öll helstu verðlaun
sem veitt eru fyrir sakamálasögur.
Þegar Réttarkrufning kom út voru viðtökur einstæðar.
Höfundur hlaut fyrir hana öll fjögur helstu verðlaun
sem veitt eru fyrir framúrskarandi sakamálasögur
beggja vegna Atlantshafsins og þótti engin sakamálasaga
taka Réttarkrufningu fram það árið.
Muninn |<|)]
bókaútgáfa