Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 47 Rjúpur og íslenskt hreindýrakjöt virðast vera dýrasti jólamaturinn í ár VERÐ á rjúpu hefur hækkað um tæplega 8 til rúmlega 20% frá því í fyrra en ástæðu þess má meðal annars rekja til minna framboðs á markaðnum. Ef reiknað er með tveimur rjúpum á hvern fullorðinn og einni rjúpu á barn getur jóla- maturinn kostað fjögurra manna fjölskyldu yfir 5.000 krónur. Rjúpa er þar með orðin einn dýrasti jóla- maturinn á markaðnum í ár. „Rjúpan hefur hækkað þó nokk- uð í verði frá því í fyrra eða í kring- um 20%,“ segir Jón Kristinn Ás- mundsson, verslunarstjóri Gallerý Kjöts. „Astæðan er fyrst og fremst minna framboð. Þetta er mjög slæmt mál vegna þess að hátt verð verður til þess að fólk kaupir síður jólarjúpuna nema sterk hefð sé fyr- ir því innan fjölskyldunnar. Það verða því ekki margir sem neyta rjúpunnar í fyrsta skipti í ár. Þá er ljóst að rjúpan er dýrasti jólamat- urinn í ár.“ Að sögn Jóns Kristins kostar hamflett rjúpa 990 krónur stykkið en kostaði í fyrra 800 krónur. „Ég á ekki von á því að verðið eigi eftir að breytast neitt fram að jólum og mæli ég eindregið með því að fólk flýti sér að kaupa jólarjúp- una.“ Þegar Jón Kristinn er spurður að því hvað hafi komið honum mest á óvart í sölu jólamatarins í ár segir hann að hann hefði aldrei trúað því hve mikið hann er búinn að selja af hreindýrakjöti. „Ég keypti helmingi meira af hreindýrakjöti í ár en í fyrra og lundir, fille og innralæri er allt orðið uppselt. Aðrir vöðvar, sem jafnframt eru aðeins ódýrari, eru síðan að verða uppseldir.“ Hamborgarhryggur og kalkúnn Hamflett rjúpa kostar 849 krón- ur í Nýkaupi en í desember í fyrra kostaði hún 699 krónur. „Við erum að tala um 150 króna hækkun milli ára eða í kringum 20% hækkun. Það sem skýrir þessa hækkun er Spurt og svarað Express-þjónusta tekur gildi í landi viðtakanda Hversu lengi eru express-bréf að berast til Evrópu og hverju munar í tíma á slíkum sendingum og venjulegum? „Express-þjónusta bréfapósts, áður fyrr nefnd hraðboðasending, hefur alltaf verið með þeim hætti sem nú er,“ segir Grímur Pálsson, deildarstjóri hjá mai-kaðs- og sölu- sviði íslandspósts. „Hún gengur út á að nýta það flutningakerfi sem fyrir er og ex- press-bréf nýtur alltaf forgangs innan þess kerfis. Síðan þegar bréf- ið er komið á ákvörðunarpósthús, það er að segja pósthús eða dreif- ingarstöð næst viðtakanda, er farið með express-bréfið strax til viðtak- anda. Með kaupum á express-þjón- ustu kemst bréf allt að einum degi fyrr til viðtakanda þar sem dreifing er daglega. Hægt er að kaupa ex- press-þjónustu á böggla og hún virkar eins og fyrir bréfin, um leið og böggullinn er kominn á ákvörð- unarpósthús er farið með hann strax til viðtakanda." Ef sendandi vill fá skjótari þjón- ustu, má benda á TNT-hraðflutn- inga. Sú þjónusta byggist á öðru flutningskerfi en hinn hefðbundni bréfapóstur. „Hægt er að kaupa TNT-hrað- flutning á skjöl þar sem sendingin kemst til skila innan eins virks dags til stærstu borga í Evrópu. Mun- urinn í hraða milli express-sendinga bréfapósts og TNT- hraðflutninga getur verið einn til tveii- virkir dag- ar. Að auki er sérstök skráning á öllum TNT-sendingum sem gerir sendanda kleift að fylgjast með sendingunni á Netinu." Ef tekið er dæmi um 200 gr sendingu til Svíþjóðar þá kostar ex- press bréf um 745 krónur og svipuð sending með TNT kostar 3.250 krónur. Allt að um 20% verðhækkun á rjúpu fyrst og fremst hærra verð til veiðimanna sem skapast af minni veiði,“ segir Arni Ingvarsson, kaup- maður í Nýkaupi, og bætir við að hann viti af verslunum sem eru í stökustu vandræðum vegna rjúpna- skorts. „Við teljum okkur vera í nokkuð góðum málum í dag miðað við söl- una á sama tíma í fyrra en ef aðrar verslanir eru með lítinn sem engan lager þá munum við klára okkar lager mjög fljótt.“ Aðspurður segir Árni að verðið muni ekki hækka þegar nær dregur jólum. „Það er yfrleitt þannig með kjötvörur að þegar nær dregur jólum lækka þær en ég á þó ekki von á því með rjúpuna því framboðið er svo lítið. Við finnum mikið fýrir því í ár að fólk er að færa sig yfir í aðrar steik- ur eins og hamborgarhrygg og kalkúna. Verð á rjúpum er einfald- lega of hátt.“ Að sögn Jóns Þorsteins Jónsson- ar, markaðsstjóra hjá Nóatúni, kostar hamflett rjúpa 859 krónur en kostaði í fyrra 799 krónur. Rjúp- an hefur því hækkað sem nemur 7,5% frá því í fyrra. „Ég á ekki von á öðru en að verðið eigi eftir að standa í stað. Þó framboðið sé tak- markað er hér ekki um neitt hallæri að ræða ennþá. Ég vil þó hvetja fólk til að kaupa rjúpurnar með fyrra fallinu í ár ef það vill vera öruggt um að fá hana.“ Að sögn Jóns Þorsteins kaupir fólk miklu frekar hamborgarhrygg og fugla, eins og endur og kalkún, í ár. Þá segir hann íslenskt hrein- dýrakjöt vera að koma sér hægt og rólega út af jólamarkaðnum vegna verðlagsins. „Rjúpa og íslenskt hreindýrakjöt er tvímælalaust dýr- asti jólamaturinn í ár.“ fev^Jd |ólatré i gámasölu Netpakkaður Normannsþinur Blómaval býður takmarkað magn af óflokkuðum, ósnyrtum, netpökkuðum Normannsþin í gámasölu á bílastæði Blómavals. Öll tré í gámnum eru á sama verði 1.590 kr. _ ^ ^ Fríkortið gildir ekki í gámasölunni. Takmörkuð þjónusta. Lágt verð! I Blómaval býður Fríkortshöfum að koma og kaupa jólatré fyrir frípunktana sina. Málið er einfalt. Þeir sem eiga næga frípunkta, klára greiðsluna með Fríkortinu. Ef punktainnistæðan nægir ekki fyrir allri upphæðinni greiðir fólk einfaldlega mismuninn. 1.500 frípunktar jafngilda 1.000 kr. Fríkortið gildir þegar verslað er í Jólaskógi Blómavals en ekki þegar keypt eru Cámatré á bílastæðinu. í Jólaskógi Blómavals eru öll jólatré sérvalin, flokkuð og snyrt. Normannsþinur 60-100 sm 101-125 sm 126-150 sm 151-175 sm 176-200 sm 201-250 sm Vero: 1.390 kr 2.190 kr 2.690 kr 3.590 kr 4.690 kr 5.390 kr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.