Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 52
<2 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Afhjúpun
dómstóla
dómara
„Einn hæstaréttardómaranna, John
Paul Stevens, sagði í áliti sínu að svo
gœti farið að menn vissu aldrei með
jullri vissu hver vœri í raun sigurvegari
kosninganna. Hins vegar væri augljóst
hverhefði tapað. Þjóðin hefðiglatað
trausti sínu á dómurum sem hlut-
lausum varðmönnum laga og reglu. “
S
Eg treysti fólki. Ég
treysti ekki rík;
isstjórninni... Ég
vil ekki að rík-
isstjórnin taki
ákvarðanir fyrir hönd allra.“
Einhvern veginn svona komst
George W. Bush að orði í einum
kappraeðunum sem hann háði við
A1 Gore í for-
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksson
setaslagnum í
Bandaríkj-
unum fyrr í
haust. Hann
sagði þetta
reyndar ekki bara einu sinni,
heldur var þessi frasi orðinn
nokkuð algengur í ræðum hans
áður en yfir lauk. Hann var sem
sagt maður fólksins, ekki yf-
irvalda. Það má þó ganga út frá
því að Bush kunni yfirvöldum
þakkir fyrir góðan stuðning í
sinn garð nú þegar Hæstiréttur
Bandaríkjanna, hvers meðlimir
eru ekki háðir vilja kjósenda og
hvers úrskurði verður ekki áfrýj-
að, hefur ákveðið fyrir hönd allra
að hann sé réttkjörinn forseti
Bandaríkjanna.
Þegar Hæstiréttur Flórída úr-
skurðaði í síðustu viku að vafa-
atkvæði úr þremur sýslum fylk-
isins skyldu handtalin, vísaði
hann úrskurði sínum til stuðn-
ings til laga um framkvæmd
kosninga, þar sem segir að þegar
talin séu vafaatkvæði skuli leitast
til fullnustu við að finna tilgang
kjósenda áður en atkvæðin séu
dæmd ógild. Með öðrum orðum,
lögin segja að þó viðkomandi at-
kvæðaseðill sé þannig að ekki sé
krossað alveg rétt í hringinn eða
gatað þannig að flipinn losni al-
veg skuli atkvæðið talið svo lengi
sem greina megi vilja viðkom-
andi kjósanda.
Lagaákvæði sem þetta er langt
frá því að vera einstakt eða sér-
staklega bundið við Flórída.
George W. Bush, sá hinn sami og
nú er orðinn forseti, skrifaði til
dæmis undir svipuð lög í krafti
embættis síns sem ríkisstjóri í
Texas og eftir kosningamar í
nóvember var þeim beitt þegar
handtaldir voru atkvæðaseðlar
sem kjörvélar höfðu afgreitt sem
ógilda af því að þeir höfðu ekki
verið gataðir rétt. Þar var reynd-
ar bara í húfi sæti á fulltrúaþingi
Texas.
Rök Bush fyrir því að snúa
bæri úrskurði Hæstaréttar Flór-
ída við voru þau að þar með væri
verið að meta atkvæði kjósenda í
Flórída mismunandi eftir sýslum.
Hann hafði þar vissulega rétt
fyrir sér, en staðreyndin er þó sú
að í Flórída eru engin lög sem
kveða á um að atkvæðin skuli
metin eins eftir sýslum. Það er
að segja, ef koma upp vafaatriði
einhvers staðar, segja lögin að
þar skuli menn endurmeta málið
eftir bestu getu, en þau segja
hins vegar ekkert um áhrifin á
talningu atkvæðanna annars
staðar í fylkinu. En þarna vildi
Bush að sjálfur Hæstiréttur
Bandaríkjanna tæki af skarið og
sæi um ákvarðanatökuna. Eðli-
lega. Hann vildi verða forseti.
Skítt með það smáatriði að hann
þyrfti að eta ofan í sig einhverja
kosningavæmni um vilja fólks
umfram vilja alríkis.
Nú þegar sér fyrir endann á
þessum skrípalátum öllum er
óhætt að fara að undirbúa næstu
umferð. Þá munu fjölmiðlar
væntanlega fara gaumgæfilega
ofan í kjölinn á atburðarásinni og
frammistöðu persóna og leik-
enda, að sjálfum sér meðtöldum.
Þegar er umræðan orðin nokkuð
fjörleg um vissa þætti, ekki síst
um það sviðsljós sem síðustu vik-
urnar hefur umleikið æðstu dóm-
stóla landsins. Og það verður að
segjast eins og er að þeir virðast
þola birtuna heldur illa.
Glansmyndin er sú að dómstól-
arnir séu óháðir. Oháðir stjórn-
málum, stjórnmálamönnum og
almenningi og þar með óháðir
öllum þrýstingi. Dómstólarnir
hafi það eitt að markmiði að
komast að sanngjarnri nið-
urstöðu í hverju máli, innan
ramma laganna. Það væri að æra
óstöðugan að ætla að telja upp öll
þau dómsmál sem upp hafa kom-
ið í kjölfar kosninganna í Flórída
undanfarnar vikur. Öllu einfald-
ara er að skoða niðurstöður í
þeim málum sem þeir A1 Gore og
George W. Bush áfrýjuðu til æðri
dómstóla, Hæstaréttar Flórída
og Hæstaréttar Bandaríkjanna.
Niðurstaðan féll einfaldlega alltaf
í sinn „rétta“ pólitíska farveg,
eftir pólitískum lit dómaranna.
Þegar hin endanlega nið-
urstaða Hæstaréttar lá fyrir,
sem tryggði Bush sigurinn, var
heldur önuglegur tónninn í
minnihluta réttarins. Einn
hæstaréttardómaranna, John
Paul Stevens, sagði í áliti sínu að
svo gæti farið að menn vissu
aldrei með fullri vissu hver væri í
raun sigurvegari kosninganna.
Hins vegar væri augljóst hver
hefði tapað. Þjóðin hefði glatað
trausti sínu á dómurum sem
hlutlausum varðmönnum laga og
reglu.
Mörgum þykja þessi ummæli
sláandi, enda ekki á hverjum
degi sem hæstaréttardómari lýs-
ir áhyggjum sínum af að grafið
hafí verið undan dómstólum í
augum almennings. Það er þó
enn meira sláandi hvernig um-
mæli hans sanna sig í raun, því
margir yppa öxlum og segja ekki
mark á þeim takandi. Þarna tali
ekki háttvirtur hæstaréttardóm-
ari heldur bara vonsvikinn demó-
krati.
+ Jóna Sigurveig
Einarsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. febrúar 1920. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ
5. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Einar
Tómasson, kolakaup-
maður í Reykjavík, f.
18. febrúar 1893, d.
12. september 1966
og eiginkona hans,
Ragnhildur Jónsdótt-
ir, f. 26. júlí 1893, d.
1. maí 1961. Systkini
Jónu eru: Elín, f. 1917, d. 1982;
Ásta, f. 1922, d. 1991; Anna, f.
1923; Guðrún, f. 1925; Tómas, f.
1927; Sigríður, f. 1929; Inga, f.
1930; Ragnhildur, f. 1931, d. 1986;
Soffía, f. 1932 og Kristján, f. 1935.
Jóna giftist, 28. apríl 1940, Haf-
liða Helgasyni, útibússtjóra TJt-
vegsbanka Islands á Siglufirði.
Hann var fæddur 31. ágúst 1907,
d. 8. júlí 1980. Foreldrar hans
voru Helgi Hafliðason, kaupmað-
ur og útgerðarmaður á Siglufirði,
og eiginkona hans, Sigríður Jóns-
dóttir.
Synir Jónu og Hafliða eru: 1)
Helgi, arkitekt, f. 2. mars 1941,
kvæntur Margréti Erlendsdóttur,
kennara. Börn þeirra eru Hafliði,
f. 1964, Erlendur f. 1967 og Ólöf
Huld f. 1974. 2) Einar, verkfræð-
ingur, forstöðumaður brúadeildar
Vegagerðarinnar, f. 4. september
1943, kvæntur Sigrúnu M. Magn-
úsdóttur, röntgentækni. Börn
þeirra eru Jóna Sigríður, f. 1965,
Magnús, f. 1968 og Benedikt Orri,
f. 1978. 3) Sigurður, útibússtjóri
íslandsbanka á Siglufirði, f. 12.
Stundum er dauðinn lausn frá
þraut og það var hann í þetta sinn
þegar hann kom til Jónu, tengda-
móður minnar.
Samfylgd okkar er orðin löng í ár-
um mæld en virðist sem örskots-
stund þegar litið er yfir farinn veg.
Við sáumst fyrst þegar ég var átján
ára skólastelpa og hún fertug. Leik-
félag Menntaskólans á Akureyri var
að sýna Siglfirðingum Eftirlits-
manninn eftir Gogol og í þeim hópi
var ég. Mæður siglfirsku krakkanna
í M.A. tóku á móti okkur og sáu um
veitingar af mikilli rausn og þar var
Jóna. Báðar mundum við vel þennan
fyrsta fund og höfðum tekið hvor
eftir annarri, ég eftir henni vegna
þess hvað hún var einstaklega falleg
kona og einnig vegna góðleikans
sem frá henni stafaði.
Nokkrum árum seinna var hún
orðin tengdamóðir mín. Náin kynni
við Jónu ollu ekki vonbrigðum. Hún
var ekki bara falleg og góð, hún var
líka vönduð og heilsteypt mann-
eskja, sterkur og góður vinur og svo
var hún líka svo glöð.
Jóna kom úr stórri og glaðværri
fjölskyldu, næstelst ellefu systkina
og þurfti því snemma að axla ábyrgð
og temja sér umburðarlyndi. Það
var gaman að heyra hana lýsa lífinu
á Bergstaðastræti 24b þegar hún
var að alast upp. Hún sagði svo
skemmtilega og lifandi frá fólki og
atburðum. Ég sá fyrir mér litlar
stúlkur sem trítluðu yfir í næsta hús
til þess að fá vínarbrauð og rúsínur
hjá afa og ömmu. Sá fyrir mér allar
kojumar í herbergjunum, þar sem
stundum sváfu tveir í sama rúmi,
einn stór og annar lítill. Heyrði
skvaldrið og hlátrasköllin. Sá Ragn-
hildi, móður þeirra, fyrir mér þar
sem hún sat og sneri handsnúnu
saumavélinni og saumaði flíkur á
hópinn sinn og söng lögin úr Æv-
intýri á gönguför og fleiri leikritum
sem voru sýnd í Reykjavík á þessum
árum. Frá Ragnhildi kom glaðværð-
in, frá Einari, föður þeirra, alvaran
og traustið. Þannig sé ég þetta þeg-
ar ég raða saman minningabrotum
úr frásögnum Jónu.
Jóna stundaði nám í Verslunar-
skóla Islands og lauk þaðan versl-
unarprófi 1938. Sumarið 1937 bauðst
febrúar 1946,
kvæntur Kristrúnu
Halldórsdóttur, um-
boðsmanni. Börn
þeirra eru Berglind,
f. 1964, Ásdís, f.
1970, Halldór Bogi,
f. 1972 og Hafliði
Jón, f. 1978.4) Ragn-
ar, aðstoðarforstjóri
Fjármálaeftirlitsins,
f. 4. nóvember 1947,
kvæntur Hansínu
Ólafsdóttur sjúkra-
liða. Börn þeirra eru
Eiríkur, f. 1964,
Guðrún Dögg, f.
1966, Hulda Lind, f. 1966, Sigríð-
ur Arndís, f. 1972 og Ragnar
Trausti, f. 1985. 5) Hafliði, jarð-
fræðingur, sérfræðingur á jarð-
fræðideild Háskólans í Bergen, f.
23. september 1953, kvæntur
Eddu J. Ólafsdóttur barnalækni.
Börn þeirra eru Svanhildur, f.
1980, Hafliði Arnar, f. 1985 og
Ólafur Einai-, f. 1992. Barna-
barnabörn Jónu eru 12 talsins.
Jóna var alin upp í Reykjavík og
lauk prófi frá Verslunarskóla ís-
lands 1938, vann við skrifstofu-
störf á Siglufírði þar til hún giftist
og stofnaði heimili. Hún var einn
af stofnendum Kvenfélags Sjúkra-
húss Siglufjarðar og gjaldkeri
þess í mörg ár. Eftir lát Hafliða
fluttist hún til Reykjavíkur og bjó
2rst á Háaleitisbraut 40, síðan í
rskógum 6 en dvaldist siðustu
mánuðina á hjúkiunarheimilinu
Skógarbæ.
Útfór Jónu fer fram frá Siglu-
fjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Kveðjuathöfn
fór fram í Seljakirkju 13. desemb-
er.
henni sumarvinna á Siglufirði. Siglu-
fjörður var á þessum árum síldar-
bær í miklum uppgangi og kannski
ekki sá staður sem feður vildu helst
senda sautján ára dætur sínar til.
Það var því með hálfum huga að
Jóna stundi því upp við föður sinn,
hvort hún mætti þiggja þessa vinnu.
Svarið mundi hún alla tíð. Það var á
þá leið, að það færi eftir manni sjálf-
um í hvaða félagsskap maður lenti.
Henni var treyst svo ungri og það
varð henni leiðarljós við uppeldi
fimm sona.
Þetta sumar var hún á Siglufirði
og aftur sumarið eftir og þá voru ör-
lög hennar ráðin. Þar kynntist hún
Hafliða Helgasyni og þau urðu sam-
ferða upp frá þvi uns Hafliði lést
sumarið 1980. Hafliði var einstak-
lega skemmtilegur og listfengur
maður og samband þeirra farsælt og
fallegt.
Þau bjuggu í 40 ár að Lindargötu
16 á Siglufirði. Á heimilinu bjó einn-
ig Sigríður Jónsdóttir, móðir Haf-
liða, og tók þátt í uppeldi drengj-
anna þeirra.
Þegar ég kom í fjölskylduna var
Sigríður fallin frá en Jóna sá um að
láta mig kynnast henni með lifandi
lýsingum á persónugerð hennar og
sögum úr daglega lífinu.
Eg dvaldi fyrst sumarlangt með
Helga á heimili þeirra Jónu og Haf-
liða og varð fljótt ein af fjölskyld-
unni. Þar var líf og fjör og nóg að
gera. Strákarnir allir í síldarvinnu
yfir sumartímann, maturinn þurfti
að vera til á réttum tíma, nestisboxin
full á nótt sem degi og síldargall-
arnir hreinir. Það var eldað, bakað
og þvegið og Jóna taldi ekki eftir sér
að bæta við einum munni og nokkr-
um síldargöllum þegar ég bættist í
hópinn. Ég dáðist oft að elju hennar
og dugnaði og hversu rösk hún var
til allra verka. Auk þessa var mjög
gestkvæmt á heimilinu. Hafliði var
mjög félagslyndur maður og hafði
yndi af að spjalla við gesti og gang-
andi og bjóða heim í mat og kaffi.
Bæði voru þau gestrisin og nutu
þess í ríkum mæli að vera með
skemmtilegu fólki. Sjálfur var hann í
krefjandi starfi á þessum árum en
þó að þau hefðu bæði meir en nóg að
gera var samt tími til að hafa það
skemmtilegt. Þegar færi gafst sett-
ist Jóna niður með kaffibollann sinn,
réði danskar krossgátur eða leysti
bridsþrautir og þegar Hafliði kom
heim að loknum vinnudegi settist
hann gjarnan við píanóið og spilaði
af fingrum fram og oft tókum við
lagið. Þær eru margar minningarn-
ar sem verma og gleðja.
Jóna var einstök tengdamóðir, um
það erum við sammála tengdadætur
hennar. Við elskuðum hana og virt-
um og hún gerði ekki upp á milli
okkar og lét okkur allar finna kær-
leik sinn og umhyggju. Hún ræktaði
vel garðinn sinn og oft heyrðum við
hana segja að ekkert væri sér meira
virði en að finna hvað börnin hennar
öll væru góðir vinir og hefðu það
skemmtilegt saman. Þar átti hún
líka við barnabömin sín og barna-
barnabörnin sem ekki síður nutu
ylsins og umhyggjunnar frá ömmu
Jónu. Sjálf missti ég móður mína
skömmu eftir að ég kom í fjölskyld-
una og börnin okkar Helga kynntust
ekki annarri ömmu en henni. Ekki
síður þess vegna var okkur svo óum-
ræðanlega mikilvægt að eiga hana
eins og hún var, sífellt að fylgjast
með velferð okkar allra. Við söknum
hennar mikið og munum oft minnast
hennar, vitna í hana, hugsa til henn-
ar og gleðjast og þakka fyrir að hafa
átt hana.
Það var sárt að horfa á þessa
sterku konu berjast við erfiðan sjúk-
dóm síðustu árin og fylgjast með því
hve sjón hennar og heym fóm dvín-
andi en jafnframt var lærdómsríkt
og þroskandi að verða vitni að þol-
gæði hennar og baráttuþreki. Skyn-
semi sinni og skýrri hugsun fékk
hún að halda til hinstu stundar.
Kristin trú gefur okkur fyrirheit
um náð guðs og eilíft líf. í þeirri trú
kveð ég kæra tengdamóður mína í
djúpri þökk. Guð blessi minningu
hennar.
Margrét Erlendsdúttir.
Það var í október 1983 þegar
haustið var hvað fallegast, veðrið
stillt, bjart yfir öllu og laufin í sínum
fegurstu litum svifu um götur og tún
í léttum dansi eins og þau væra ekki
viss hvar þau ættu að tylla sér, en að
lokum svifu þau til jarðar og biðu
þess sem koma skyldi. Þannig var
mér einnig innanbrjósts er ég gekk
niður Háaleitisbrautina við hliðina á
Ragnari að hitta þig í fyrsta skipti.
Þegar þú réttir mér höndina og
bauðst mig innilega velkomna hvarf
mér allur kvíði.
Mér varð starsýnt á fallegt andlit-
ið þitt, augun svo brún og falleg og
þetta festulega fallega fas, sem ein-
kenndi þig alla tíð. Þú ræddir við
mig eins og við hefðum alltaf þekkst,
enda kom á daginn að þú vissir nán-
ast allt um uppruna minn og ætt,
sem Ragnar hafði frætt þig um,
enda ættfræði ykkar sameiginlega
áhugamál.
Allt frá okkar fyrstu kynnum
varstu bömum mínum sem besta
amma, vildir fylgjast með öllu sem
snerti þau, fylgjast með hvernig
gengi hjá hverju og einu, og era þau
þér innilega þakklát fyiir allan þann
hlýhug sem þú sýndir þeim. Mér
varstu ekki bara tengdamóðir held-
ur líka besta vinkona.
Minningarnar streyma fram og
það er svo margs að minnast. Það
var yndislegt þegar við fórum upp
að Skálholti þrjú saman, kúrðum
okkur niður á milli þúfnanna, tókum
upp rauðvínsflösku og glös, dreypt-
um á eðalvíninu og töluðum saman
lengi dags, ræddum málin fram og
aftur.
Þú varst alveg í essinu þínu, að
segja frá uppvaxtaráranum við
Bergstaðastræti og það leyndi sér
ekki að þau hafa verið þér góð, svo
ljúfar vora minningarnar frá þess-
um árum. Það hefur verið samheldin
fjölskylda sem þar bjó oft þröngt, en
hamingjan og gleðin réðu ríkjum í
þeirri höll enda allir fengið það besta
veganesti út í lífið sem hægt var að
fá.
Og þegar Siglufjörður barst í tal
kom viss glampi í augun þín. Þú
elskaðir þennan stað frá því þú fyrst
steigst þar fæti. Þetta var fjörðurinn
þinn um alla ævi. Þar beið stóra ást-
in þín eftir þér, sem þú unnir af heil-
um hug. Þú sagðir einu sinni: Mikið
JÓNA SIGURVEIG
EINARSDÓTTIR