Morgunblaðið - 16.12.2000, Side 56
56 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
........ .......■■■■■ ■..............
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Kristfn Andrésdóttir, Valdimar Haraldsson,
Árelía Þ. Andrésdóttir, Leifur Rósinbergsson,
Lára Halla Andrésdóttir, Sæmundur I. Þórðarson,
Viggó Andrésson, Sigríður Björk Þórisdóttir,
Andrés Jón Andrésson,
Finnur Andrésson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA RAGNHEIÐUR GISSURARDÓTTiR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn
18. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
líknarstofnanir.
Hrefna Jónsdóttir, Ríkharður Árnason,
Einar Jónsson, Valgerður M. Karlsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
KJARTAN GÍSLASON
málarameistari,
Jöklafold 12,
lést föstudaginn 15. desember.
Sigrfður Pálsdóttir,
Stefanía Kjartansdóttir,
Margrét L. Kjartansdóttir, Jóhannes Þ. Ingvarsson
og barnaböm.
+
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GISSURAR GUÐMUNDSSONAR,
Háaleitisbraut 155.
Erla Sigurðardóttir,
Sigríður Gissurardóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Sigrún Gissurardóttir, Steinar S. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður
okkar,
ARNÞRÚÐAR HELGU MAGNÚSDÓTTUR
ASPELUND,
Hlíf,
ísafirði.
Karl, Magnús og Helga Aspelund.
|_______________________________________________
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
og langamma,
JÚLÍANA VIGGÓSDÓTTIR,
Þangbakka 8,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 14. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Faðir okkar,
SVEINN BERGMANN BJARNASON,
(Denni Bjarna)
lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
12. desember.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 18. desember kl. 13.30.
Bjarni, Ingibjörg, Úndfna,
Ásmundur, Árni, Rúnar, Sigrún,
Jón Þór og Róslind Sveinsbörn
og aðrir vandamenn.
+ Logi Einarsson
fæddist í Reykja-
vík 16. október 1917.
Hann lést á heimili
sfnu, Miðleiti 7 í
Reykjavík, 29. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Arnórsson,
prófessor, ráðherra
og hæstaréttardóm-
ari, f. 24.2. 1880, d.
29.3. 1955 og Sigríð-
ur Þorláksdóttir hús-
freyja, f. 22.3. 1877,
d. 11.8. 1960. Bróðir
hans, sammæðra,
var Ólafur Haukur Ólafsson, f. 7.2.
1900, d. 7.11. 1970. Systur hans
voru: Ingibjörg Einarsdóttir, f. 3.5.
1908, d. 22.1. 1994, Guðrún Ein-
arsdóttir, f. 25.12. 1909, d. 25.2.
1928, Áslaug Einarsdóttir, f. 7.12.
1911, d. 31.8. 1947, Ásgerður Ein-
arsdóttir, f. 30.8.1913, d. 8.9. 1997
og Hrafnhildur Einarsdóttir, f.
11.9.1915, d. 1.1.1964.
Logi Einarsson, frændi minn og
fóstbróðir, er látinn á 84. aldursári,
f. í Reykjavík 16. október 1917.
Hann hafði verið heilsulítill um
nokkurra ára skeið og bagaði hann
mest versnandi sjón. Hann fór samt
nokkuð ferða sinna, gekk úti við,
stundaði reglulega sína gömlu
íþróttagrein, sundið, og sótti Rot-
aryfundi. Bálför hans fór fram í
kyrrþey, að hans eigin ósk, 8. des-
ember sl.
Logi var yngstur barna Sigríðar
Þorláksdóttur Johnson og Einars
Arnórssonar, prófessors, ráðherra
og seinast hæstaréttardómara, eins
kunnasta lögfræðings Islendinga á
sinni tíð. Hann er síðastur bama
þeirra sem fellur frá. Logi var móð-
urbróðir minn og atvikin höguðu því
svo, að frá því ég sá fyrst dagsins
ljós, átti ég athvarf meira og minna
á heimili foreldra hans á Laufásvegi
25, hjá ömmu minni og afa, en Logi
var þá á 14. ári. Við Logi urðum því,
þrátt fyrir aldursmun, eins konar
fóstbræður, enda vorum við sam-
tímis á þessu góða heimili allt þar til
hann kvæntist 1946 og stofnaði sitt
eigið, sem var raunar fyrsta áratug-
inn og lengur í húsi afa míns, svo að
mikill samgangur var ætíð á milli.
þegar Logi kom í heiminn haustið
1917 var hann sannarlega kærkom-
inn sonur foreldra sinna, Sigríðar og
Einars, en áður höfðu þeim fæðzt
frá 1908 til 1915 fimm dætur, systur
Loga, sem báru hann á höndum sér,
eins og geta má nærri. Á heimilinu
var ennfremur 17 árum eldri hálf-
bróðir Loga, Ólafur Haukur, sonur
Sigríðar af fyrra hjónabandi hennar
með Ólafi Hauki Benediktssyni, sem
hún missti ung af slysförum eftir
stutt hjónaband. Milli systkinanna
ríktu miklir kærleikar alla tíð. Þá
má nefna, að á heimilinu bjó fram á
9. aldursár Loga föðurafi hans, Arn-
ór Jónsson frá Minna-Mosfelli í
Grímsnesi (f. 1839), svo að tengslin
við fortíðina voru traustum böndum
bundin að þeirrar tíðar hætti á
heimilum stórfjölskyldu.
Það var gróið menningarheimili,
sem Logi ólst upp á. Það bar sterk
merki borgarmenningar, sem ruddi
sér til rúms með borgurum og emb-
ættismönnum í vaxandi höfuðstað á
síðari hluta 19. aldar. Húsmóðirin
var Reykjavíkurstúlka, Sigríður,
dóttir Þorláks Ó. Johnson, hins
framfarasinnaða kaupmanns, og
Ingibjargar konu hans, sem lengi
rak verzlun í miðbænum, en Einar
Arnórsson, faðir hans, - fátækur
sveitapiltur úr Grímsnesinu, sem
hafði hafizt af sjálfum sér með
skörpum gáfum og námshæfileikum,
- orðinn velmetinn embættismaður,
prófessor við hinn nýstofnaða Há-
skóla í Reykjavík, orðlagður lög-
fræðingur, og um hríð alþingismað-
ur og ráðherra íslands, hinn síðasti,
er gegndi því embætti (1915—17).
Þar á heimili voru sögu- og laga-
vísindi, bókmenntir og ýmiss konar
listir, bæði tónlist og málaralist,
Logi kvæntist 1946
Helgu Tryggvadótt-
ur, f. 19.7. 1920. Þau
skildu.
Logi kvæntist
14.11. 1953 eftirlif-
andi eiginkonu sinni,
Oddnýju Gísladóttur
húsfreyju, f. 22.1.
1922. Foreldrar henn-
ar voru Gísli Ámason
sjómaður, f. 16.9.
1880, d. 8.8. 1959, og
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja, f. 16.8.
1886, d. 5.5.1965.
Dætur Loga og
Oddnýjar eru: 1) Ýr, læknir, f.
24.2. 1955. 2) Hrund, M.ed. sér-
kennari, f. 19.2. 1957, gift Guð-
mundi Páli Péturssyni, f. 1954.
Börn þeirra eru: Logi, f. 1980,
Oddur Pétur, f. 1984 og Dögg, f.
1988. 3) Sigríður, lögfræðingur, f.
15.9. 1962, gift Hilmari Vilhjálms-
syni, f. 1964. Böm þeirra eru:
Lára, f. 1990 og Hringur, f. 1993.
hafðar í heiðri. Húsmóðirin var sér-
lega listhneigð, stundaði listsaum og
lék á píanó, og dóttirin, Áslaug,
lagði stund á málaralist, en varð
skammlíf, og sú elzta, Ingibjörg,
móðir mín, varð heilluð af leiklist og
stundaði þá grein um skeið. Hús-
bóndinn þótti frábær kennari og var
afkastamikUl vísindamaður og rit-
höfundur á sviði lögfræði og sagn-
fræði, og féll sjaldan verk úr hendi.
Logi Einarsson virti foreldra sína
mikils og var alla tíð hændur að
þeim og boðinn og búinn til að reyn-
ast þeim, svo og systkinum sínum
góður og ræktarsamur sonur og
bróðir, enda einkenndi skaphöfn
hans glaðlyndi og geðprýði, en einn-
ig viljafesta og heilbrigður metnað-
ur.
Logi var fæddur nokkru eftir að
faðir hann hafði lokið fyrri ráð-
herradómi sínum, með því að koma
fram mikilvægri stjómarskrár-
breytingu, og skammt var til þess,
að hann tæki að sér setu í nefnd
þeirri, sem samdi við Dani um full-
veldi landsins 1. des. 1918, en þar
var Einar Amórsson í fremstu víg-
línu. Það mátti því segja, að þessi
forystustörf Einars á sviði lands-
mála beindu að honum skæm kast-
Ijósi og þá sætu bæði vinir og óvinir
á fleti fyrir, eins og gengur. Slíkt
setti auðvitað mark sitt á líf Einars
og fjölskyldu, og ekki hefur farið
fram hjá Loga, er hann þroskaðist,
að pólitíkin gat verið viðsjárverð, og
kannski lítt til eftirsóknar, enda lét
hann það ásannast með sjálfan sig
og kom þar lítt nærri. En hinn ungi
piltur hefur vafalaust fundið, að all-
nokkrar kröfur hlytu að verða gerð-
ar til þess, að hann, sonur þessa um-
deilda manns, yrði ekki verrfeðr-
ungur, nema síður væri, en föður
sínum til sóma og þeim foreldrum
hans báðum. Og undir þeim vænt-
ingum stóð hann sannarlega á sinn
sjálfstæða hátt.
Kannski hefur Loga framan af
þótt rétt að snúa sér að öðm lífs-
starfi en lögfræðinni, þvi að hann
settist í Verzlunarskóla íslands og
lauk þar burtfararprófi vorið 1936.
Hann reyndist hinn bezti námsmað-
ur, svo að það var að vonum, að
krókur beygðist til áframhaldandi
náms. Hann las lærdómsdeild
Menntaskólans í Reykjavík utan-
skóla með einkatímum í nokkmm
fögum, og naut föður síns í öðmm,
eins og latínu og stærðfræði, sem
Einar skemmti sér við í frístundum
alla ævi. Logi lauk stúdentsprófi
vorið 1939 með góðri einkunn. Þar
með var brautin mdd til að feta í
fótspor föður síns og hefja nám í
lögfræði. Allt gekk þetta eftir, og
hann lauk embættisprófi vorið 1944
með hárri 1. einkunn. Síðan gerðist
hann embættismaður á sviði lög-
fræðinnar, sakadómari, stjómar-
ráðsfulltrúi, yfírsakadómari og loks
hæstaréttardómari frá 1964 til árs-
loka 1982, er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Logi lauk prófi frá Verslunar-
skóla íslands 1936, varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1939 og cand. juris frá Háskóla ís-
lands 1944. Hann stundaði fram-
haldsnám í Svíþjóð 1946-1947,
hdl. 1949 og varð löggiltur til
sóknar opinberra mála í héraði
1951. Hann var fulltrúi hjá saka-
dómaranum í Reykjavík frá 1944
til 1951, fulltrúi í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu frá 1951 til 1961
og fékkst jafnframt nokkuð við
málflutning. Á árunum 1944 til
1964 kenndi hann verslunarrétt
við Verslunarskóla fslands. Árið
1961 var hann skipaður yfirsaka-
dómari í Reykjavík. Hann var
skipaður hæstaréttardómari árið
1964 og gegndi því embætti þar til
honum var veitt lausn fyrir aldurs
sakir í janúar 1983. Hann gegndi
jafnframt starfi vararikissátta-
semjara í vinnudeilum árin 1962-
78. Logi var virkur í skátahreyf-
ingunni á sínum yngri árum auk
þess sem hann var mikill sund-
maður og synti um árabil með
Sundfélaginu Ægi. Hann var í
keppnisliði íslendinga á Ólympíu-
leikunum í Berlín árið 1936.
Útförimhefur farið fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
í öllum þessum störfum var Logi
virtur og farsæll embættismaður, og
ég þykist viss um, að hann hefur
ávallt dæmt af þekkingu og réttsýni
þess manns, sem vildi halda uppi
virðingu og reisn hins æðsta dóm-
stóls þjóðarinnar, er ávallt nyti
óskoraðs trausts fólksins í landinu. í
starfi sínu við réttinn hygg ég, að
hann hafi unað sér vel, og fengizt við
það áhugasvið, sem bezt höfðaði til
hans. Þar fékkst hann við að grand-
skoða flest þau tilbrigði, sem geta
komið upp í lífi þegnanna, en vera
þó til hliðar við daglegan skarkala
þjóðfélagsins sem ftjáls og óháður
dómari. Ég þykist vita, að sam-
starfsmenn hans í réttinum muni
greina betur frá starfí hans þar en
ég er fær um.
Logi fékkst við kennslu í sínum
gamla skóla, Verzlunarskólanum,
kenndi þar verzlunarrétt frá því
hann lauk lögfræðiprófi, þar til hann
fór í Hæstarétt, og samdi kennslu-
bók í þessari grein. Hann þótti góð-
ur kennari, eins og faðir hans,
skýrði hlutina af nákvæmni, var
strangur um námskröfur og fram-
komu, og gat verið hæðinn, ef nem-
endur gáfu tilefni til, en ég hygg
ávallt sanngjam og raungóður.
Logi fór ekki varhluta af útgáfu-
störfum, svo rækilega, sem hann
komst í kynni við þau hjá föður sín-
um. Logi aðstoðaði hann iðulega
með prófarkalestri og öðmm und-
irbúningi við útgáfu Alþingisbóka
íslands og Landsyfirréttar- og
hæstaréttardóma, sem Einar gaf út
á vegum Sögufélags alla þá tíð, sem
hann var forseti þess (1935-55). Ég
kynntist þessu síðar, er ég var nógu
gamall til að taka sæti Loga á hinum
sama bekk og lesa prófarkir með afa
mínum. Það var lærdómsríkur skóli
fyrir frekari störf á þessum vett-
vangi, en ekki alltaf að sami skapi
skemmtilegur! í Hæstarétti kom
slíkt sér vel fyrir Loga, er honum
var falin umsjón með útgáfu dóma-
safns réttarins.
Logi gerðist frá unga aldri mikill
útivistarmaður, enda gekk hann til
liðs við skátahreyfinguna, þar sem
hann tileinkaði sér það, sem hreyf-
ingin lagði áherzlu á að kenna sínum
ungu félögum til sjálfsbjargar í
ferðalögum og félagsstörfum. Hann
ferðaðist innan lands og utan með
góðum félögum sínum í hópi skáta.
þannig fór hann slíka ferð á heims-
mót („Jamboree") skátahreyfingar-
innar, sem haldið var í Búdapest
sumarið 1933, er hann var 15 ára.
Var þessi Ungverjalandsferð honum
eftirminnileg, svo sem geta má
nærri, þar sem slíkar ferðir voru þá
algert nýnæmi fyrir unga sem
aldna.
Á árunum kringum 1940 var Logi
orðinn einn af fremstu sundmönnum
landsins á keppnissviði. Hann var
félagi í Sundfélaginu Ægi og tók
þátt í sundmótum á vegum þess
félags. Hann þótti með afbrigðum
góður sundmaður, m.a. bera af í
LOGI
EINARSSON