Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000
UIVIRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
JKrabbameinsleit
til framtíðar litið
ÞESSI grein er hin
síðasta í greinaflokki
um tengslin milli starf-
semi Krabbameins-
félagsins og lýðheilsu
hér á landi. Áður hefur
verið fjallað um skipu-
lega leit að krabba-
meinum í leghálsi
(Morgunblaðið grein
3) og í brjóstum
(Morgunblaðið grein
4) og verður hér fjallað
um hugsanlega leit að
krabbameinum í öðr-
um líffærum til fram-
tíðar litið.
Krabbamein í ristli
og endaþarmi
Krabbamein í þessum líffærum
eru þriðju algengustu krabbamein-
in hér á landi hjá báðum kynjum og
-vhef'ur tíðni sjúkdómsins aukist um
60% frá 1960-1969 (Morgunblaðið
grein 2). Markmið leitar er að lækka
dánartíðni með því að greina
krabbameinin á læknanlegu stigi en
jafnframt að draga úr nýgengi með
því að fjarlægja slímhúðarsepa sem
geta þróast í krabbameinsvöxt.
Lengi hefur verið vitað að krabba-
mein í ristli og endaþarmi gefa sig
til kynna með blóði í hægðum. Einn-
ig er vitað að krabbameinsvöxtur
byrjar oft með sepamyndun í þess-
um líffærum. Gerðar hafa verið
” könnunarrannsóknir, m.a. á 6.000
einstaklinga úrtaki hér á landi á
vegum Krabbameinsfélagsins á
tímabilinu 1986-1988, í því skyni að
kanna notagildi rannsóknar fyrir
blóði í hægðum til að greina þessi
krabbamein á byrjunarstigi. Grein-
ist blóð í hægðum leiðir það til fram-
haldsrannsóknar með endaþarms-
og ristilspeglun þar sem vefjasýni
staðfesta endanlega greiningu.
Niðurstöður slembivalsrann-
sókna. Slíkar rannsóknir staðfesta
að unnt er að lækka dánartíðni um
allt að 15-33% hjá þeim sem boðaðir
eru árlega eða á tveggja ára fresti
til leitar að blóði í hægðum miðað
við viðmiðunarhóp sem ekki er boð-
> aður. Árangur slíkrar leitar er mjög
háður þátttökuhlutfalli, næmi (sjúk-
ir einstaklingar rétt greindir) og
sértæki (eðlilegir einstaklingar rétt
greindir) þeirrar aðferðar sem not-
uð er.
Ristil- og endaþarmsspeglun. Því
hefur verið haldið fram að auka
megi næmi leitar með
að beita strax speglun í
stað þess að prófa fyrst
fyrir blóði í hægðum.
Sú fullyrðing byggist á
því að næmi saurprófs
sé of lágt (50-60%), að
speglun þurfi ætíð að
framkvæma til að fá
endanlega greiningu
og ekki þurfi að boða
einstaklinga, sem búið
er að spegla, í nýja
speglun fyrr en eftir 5-
10 ár. Lengra bil milli
skoðana vegi því upp
aukinn kostnað af
speglunum, auk þess
sem fleiri einstaklingar séu rétt
greindir með speglun sem í raun sé
hættulítil rannsókn. Þeir sem mæla
með því að byrja á saurrannsókn
benda aftur á móti á að árangur
speglunar hafi ekki verið rannsak-
aður með slembivalsrannsókn,
meiri áhætta fylgi speglun og kostn-
aðarhliðin sé enn óþekkt. Slembi-
valsrannsóknir eru nú í gangi þar
sem bornir eru saman hópar sem
boðin er speglun og viðmiðunarhóp-
ar sem ekki er boðin nein rannsókn.
Tilmæli um leit. Innan Evrópu-
bandalagsins hefur sérfræðihópur
lækna mælt með árlegri leit að blóði
í hægðum og ristilspeglun ef blóð
finnst. Kostnaður af slíkri árlegri
rannsókn hefur verið reiknaður út í
Finnlandi fyrir aldurshópinn 50-74
og svarar hann til um 14.200 Banda-
ríkjadala á unnið lífár. Bandaríska
krabbameinsfélagið gengur lengra
og mælir annað tveggja með saur-
prófi árlega eða ristil-endaþarms-
speglun á 5-10 ára fresti. Leit að
krabbameinum í ristli og endaþarmi
fer nú fram í Bandaríkjunum,
Þýskalandi og Japan, er í undirbún-
ingi í Ástralíu og Israel og á stigi
könnunarrannsóknar í fleiri lönd-
um.
Niðurstaða. Niðurstöður slembi-
valsrannsókna, er byggja á rann-
sókn blóðs í saursýnum, staðfesta
að kominn er tími til að hefja und-
irbúning að leit að krabbameinum í
ristli og endaþarmi hér á landi.
Hvort skynsamlegra sé að beita ein-
göngu speglun mun vafalaust vera
mest undir því komið hvor leitarað-
ferðin er hagkvæmari og hvor gefi
besta þátttökuhlutfallið því ósenni-
legt er að næmi speglunar sé minna
en saursýna. Annað atriði sem
Sjúkdómar
Félagið leggur áherslu á
fræðslu um skipulega
leit, segir Kristján Sig-
urðsson, og þætti sem
geta haft áhrif á mynd-
un krabbameina.
skiptir hér miklu máli er hvort næg-
ur aðgangur sé að sérfræðingum til
að framkvæma leit sem byggist ein-
göngu á speglunum. Nefnd hefur
verið skipuð undir stjórn landlækn-
is til að ræða hvað hentugast sé í
þessu máli og mun hún væntanlega
skila niðurstöðu á næsta ári.
Krabbamein í blöðruhálskirtli
Krabbamein í þessu líffæri eru nú
algengustu krabbamein hjá körlum
hér á landi og hefur tíðni sjúkdóms-
ins rúmlega þrefaldast frá 1960-
1969. Aðgengileg er blóðrannsókn
sem auðveldar greiningu á krabba-
meinum á hulinstigi í blöðruháls-
kirtli. Þetta blóðpróf greinir sam-
eindaæxlisvísi í blóði sem nefnist
PSA (prostate specific antigen). Það
er ódýrt og auðvelt að mæla en gall-
inn er sá að það getur aukist af völd-
um annarra óskyldra sjúkdóma.
Næmi og sértæki prófsins eru talin
óljós og gildi þess sem leitarprófs
hefur ekki verið rannsakað með
slembivalsrannsókn. Notkun þessa
prófs er nú þegar allútbreidd í
Bandaríkjunum sem aftur torveldar
að framkvæma slembivalsrannsókn
þar í landi. Dánartíðni af völdum
þessa sjúkdóms í Bandaríkjunum
hefur fallið úm 14% milli 1990 og
1995 og hefur það verið tengt vax-
andi notkun þessa prófs en slíkt er
þó með öllu ósannað.
Bandarísku krabbameinssamtök-
in mæla nú með árlegri notkun
þessa prófs frá 50 ára aldri samfara
því að læknir þreifi blöðruhálskirt-
illinn í gegnum endaþarm. Þessi
ákvörðun hefur verið gagnrýnd á
grundvelli eftirfarandi staðreynda:
Krabbamein í blöðruhálskirtli er
margfalt algengara eftir 50 ára ald-
ur en ætla má af þeim fjölda sem
greinist vegna einkenna. Þannig er
talið að hjá 50 ára karlmanni, sem
lifir næstu 25 árin, sé áhættan að fá
lítið einkennalaust æxli í blöðru-
hálskirtilinn um 42% en áhættan að
fá æxli sem veldur einkennum er
um 9% og áhættan að deyja af völd-
um þess er um 3%. Einnig er fullyrt
að lífsgæði eftir meðferð séu oft
verulega skert og geti það valdið
erfiðleikum við að ákveða hvað gera
skuli við þá einstaklinga sem grein-
ast með afbrigðilegt blóðpróf.
Niðurstaða. Greinilegt er að finna
þarf rannsóknaraðferð sem getur
greint frá þá einstaklinga sem hafa
hratt vaxandi sjúkdóm áður en unnt
er að bjóða skipulega leit að þessum
sjúkdómi.
Onnur líffæri
Lungnakrabbamein. Krabbamein
í lungum eru nú næstalgengustu
krabbameinin hér á landi hjá báðum
kynjum og hefur tíðni þeirra nær
þrefaldast frá 1960-69. Engin að-
gengileg aðferð er til að greina
þennan sjúkdóm með leit. Það er
fullyrt að fækka megi lungna-
krabbameinum um 80% með þeirri
ráðstöfun einni saman að koma í veg
fyrir reykingar. Nú er engum vafa
undirorpið að beint orsakasamband
er milli reykinga og krabbameina í
öndunarfærum, efri meltingarfær-
um, maga, briskirtli og þvagblöðru.
Talið er að lækka megi heildarný-
gengi krabbameina um 20% með því
að koma í veg fyrir reykingar.
Magakrabbamein. Á tímabilinu
1960-1969 voru magakrabbamein
algengustu krabbameinin hjá körl-
um og næstalgengust hjá konum en
tíðni þeirra hefur síðan fallið um
70% hjá báðum kynjum. Japanir
hafa töluverða reynslu af því að
greina byrjandi krabbamein í maga
með röntgenmyndatökum eftir
skuggaefnisgjöf og magaspeglun ef
myndatakan er grunsamleg. Þessi
leitaraðferð er sögð gefa góða raun í
Japan en þar er tíðni magakrabba-
meina töluvert hærri en hér á landi.
Gildi slíkrar leitar hefur ekki verið
kannað með slembivalsrannsókn og
ósennilegt er að henni verði beitt
hér á landi.
Nýrna- og þvagblöðrukrabba-
mein. Þessi krabbamein eru í fjórða
og sjötta sæti krabbameina hjá
körlum og í tíunda til þrettánda sæti
hjá konum. Rannsóknir hafa stað-
fest að lífshorfur þessara sjúklinga
eru mun betri hjá þeim einstakling-
um þar sem krabbameinin greinast
Kristján Sigurðsson
Litir: Svart, blátt,
græni grátt
CKokkabókastatív^i
Fréttagetraun á Netinu
v^mbl.is
*ALCTAf= errrnvAO rjÝn—
Svefn er dauðans alvara
MIKIÐ hefur verið
rætt og skrifað um
banaslys og hættur í
umferðinni að undan-
fömu vegna margra
hörmulegra slysa. Eitt
hefur þó vantað og það
er umfjöllun um þá
slysahættu sem stafar
af þreyttum og syfjuð-
um ökumönnum. Ný-
lega skilaði Rannsókn-
amefnd umferðarslysa
af sér skýrslu um bana-
slys sem átti sér stað á
Kjalamesi þar sem tal-
ið var að ökumaður bif-
reiðar hafi sofnað undir
stýri með þeim afleið-
ingum að hann fór yftr á öfugan veg-
arhelming og framan á rútu. Þrír lét-
ust í slysinu. Fyrir rúmlega viku
síðan var skrifað um tvö umferðar-
óhöpp sömu helgina. Ökumennimir
sofnuðu undir stýri, annar velti bfln-
um en hinn lenti á Ijósastaur og varð
að klippa hann út úr bflnum. Þeir
vora einir í bflunum og hlutu minni-
háttar meiðsl í þetta sinn. Ljóst er að
þörf er á umræðu um
þá hættu sem stafar af
syfju og þreytu í um-
ferðinni.
Svefngæði
og dagsyQa
Góður svefn er nauð-
synlegur öllum og við
finnum fyrir því ef
svefngæðin era ekki
góð. Sá sem sefur illa
eða sefur of stutt getur
verið að setja sig og
aðra í hættu vegna þess
að líkaminn mun. reyna
að bæta sér það upp
sem hann varð af nótt-
ina áður. Þegar fólk sef-
ur illa, á við svefntraflanir að stríða,
eða sefur of stutt vegna slæmra
svefhvenja finnur það fyrir syfju
daginn eftir. Þetta er að vera þreytt-
ur og óupplagður að degi til. Dag-
syfja er eitt helsta einkenni flestra
svefntruflana og getur aukist dag frá
degi sé ekkert gert í málinu. Óend-
urnærandi svefn veldur einbeitingar-
skorti, syfju, þreytu og pirringi sem
er stórhættuleg blanda í umferðinni.
Einnig fléttast inn í þessa dagsyfju
dægursveiflan okkar, innbyggð líf-
fræðileg klukka sem stýrir svefn- og
vökuferlum allra. Dægursveiflan er
þannig uppbyggð að það eru tveir
toppar og tvær lægðir á hverjum sól-
arhring. Þeir sem hafa mikla dag-
syfju eru mjög þreyttir á þeim tímum
sem sveiflan er hvað lægst og fjöl-
margar rannsóknir hafa sýnt fram á
það að flest ökutækjaslys eiga sér
einmitt stað á þeim tímum sem dæg-
ursveiflan er lægst, þ.e. snemma á
morgnana og á bilinu kl. 14-18 e.h.
Þekkjum
okkar svefn
I desembermánuði stendur Land-
lækniseihbættið fyrir umræðu um
svefn og hvfld og er það gott. Oft
fylgir aukið álag jólamánuðinum og
það getur komið niður á svefninum
með einum eða öðram hætti. Með
minnkuðum svefni eykst syfjan að
deginum og aukast þá ýmsar hættur.
Sofi maður stutt eða illa um nóttina
er maður að tefla á tvær hættur ef
löng keyrsla er fyrir höndum daginn
Helgi Gunnar
Helgason
áður en þau byrja að gefa einkenni.
Við greiningu þessara sjúkdóma
hefur til þessa aðallega verið stuðst
við frumuskoðun á þvagi, speglun
þvagblöðru, röntgenmyndatöku og
ómun þvagfæra. Á síðari áram hef-
ur orðið töluverð þróun á sviði sam-
eindalíffræði sem hefur leitt til
greiningar sameindaæxlisvísa sem
finna má í þvagi þeirra einstaklinga
sem hafa þvagblöðrukrabbamein á
byrjunarstigi. Næmi og sértæki
þessara æxlisvísa eru enn á rann-
sóknarstigi og notagildi þeirra við
krabbameinsleit hefur ekki verið
sannreynt. Þróun sameindaæxlis-
vísa býður hér upp á spennandi
framtíðarmöguleika.
Eggjastokka- og legbolskrabba-
mein. Þessi krabbamein eru í fjórða
og sjötta sæti krabbameina hjá kon-
um. Töluvert hefur verið skrifað um
að greining sameindaæxlisvísa í
blóði og notkun ómsjár (sónar) geti
auðveldað greiningu krabbameina á
byrjunarstigi í eggjastokkum. Slík-
ar rannsóknir hafa enn ekki borið
árangur og eru nú eingöngu notaðar
af læknum ef grunur er um afbrigði-
lega þreifingu á líffærum í grind.
Hér á landi er þreifað eftir legi og
eggjastokkum og aflað upplýsinga
um óeðlilegar blæðingar þegar kon-
ur koma til leghálskrabbameinsleit-
ar. Rannsóknir sýna að konum sem
greinst hafa með legbolskrabba-
mein eftir slíka skoðun hefur vegn-
að betur en konum sem ekki mæta
og fá sjúkdóminn. Getur það bent til
að upplýsingar um afbrigðileg ein-
kenni geti flýtt greiningu og bætt
lifun.
Almenn læknisskoðun
Bandaríska krabbameinsfélagið
mælir með slíkri skoðun á þriggja
ára fresti milli 20-39 ára og síðan ár-
lega. Við þessa skoðun mælir félagið
með að læknir gefi upplýsingar um
reykingar, mataræði, líkamsrækt
og þátttöku í skipulegri krabba-
meinsleit, auk þess hann skoði
munnhol og húð og þreifi eftir
skjaldkirtli, eitlastöðvum, eistum og
eggjastokkum. Krabbameinsfélagið
hér byrjaði svipaða leit árið 1953 en
sú starfsemi var lögð niður þar sem
hún var ekki talin skila nægum ár-
angri. Nú leggur félagið frekar
áherslu á fræðslu um skipulega leit
og þætti sem geta haft áhrif á
myndun krabbameina og tekur þátt
í umræðu og könnun nýrra aðferða
sem nýta má til að auðvelda grein-
ingu krabbameina á læknanlegu
stigi.
Þetta er síðasta grein höfundar í
greinaflokki um tengsl starfsemi
Krabbameinsfélagsins og lýðheilsu,
þar sem krabbameinsleit eru gerð
sérstök skil. Það er von höfundar að
greinarnar hafi gefið almenningi
nokkra innsýn í starf félagsins.
Höfundur er yfirlæknir Leit-
arstöðvar.
Heilsa
Dagsyfja, segir Helgi
Gunnar Helgason, er
eitt helsta einkenni
flestra svefntruflana.
eftir. Líkaminn krefst svefns. Það er
mikilvægt að vera ávallt meðvitaður
um sinn svefn, sína svefnþörf og sín-
ar svefnvenjur. Það er nauðsynlegt
hverjum og einum að þekkja svefn-
inn og átta sig á þeirri dagsyfju sem
hann hefur og leita sér hjálpar ef
nauðsyn þykir. Einfaldast er að bæta
svefnvenjumar. Halda reglulegan
hátta- og vöknunartíma, ekki drekka
kaffi seint á kvöldin og ekki leggja
sig lengi á daginn, svo fátt eitt sé
nefnt. Stuttur lúr getur hinsvegar
minnkað dagsyfjuna. Hugsum vel um
svefninn okkar, hvflumst meira,
minnkum dagsyfju og komum heil
heim.
Höfundur hefur stnrfnð við svefn-
rannsóknir um nokkurra ára skeið.