Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 16.12.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 63 I UMRÆDAN N orðurlandamethaf- !| inn í sykuráti hefur • heldur betur tekið við sér síðustu vikurnar. É Varla hefur liðið sá dagur að ekki hafi verið fjallað um sykur, neyslu hans og eigin- leika í einhverjum fjöl- miðlanna, svo ekki sé minnst á alla um- ræðuna í heitu pottun- um og á kaffistofunum. || Umræðan er þörf, svo ( mikið er víst, en ber |1 þess jafnframt merki ll að öllum er ekki fylli- lega ljóst hvaða fyrir- brigði sykurinn eigin- lega er og þvi síður hvaða áhrif hann hefur á líkamann. Því sykur er ekki bara hvíta duftið í sykurkarinu. Hann leynist í matn- um okkar í ýmsum myndum og gerð- um, ýmist sem náttúrulegur hluti ávaxta, grænmetis og mjólkur eða 1 sem viðbót til að gefa matnum sætt É bragð. Efnabygging sykursins er |j líka misjöíh: Þrúgusykur og ávaxta- sykur eru einsykrur en mjólkursyk- ur og súkrósi eru tvísykrur þar sem tvær sykursameindir eru tengdar saman. Þrúgusykurinn skipar heið- urssess meðal allra sykurgerða, því þar er kominn sjálfur blóðsykurinn, glúkósinn, sem er nauðsynlegur orkugjafi fyrir líkamann, þó sér í lagi heila og taugakerfi. Ef blóðsykur fellur um of af einhverjum ástæðum, í t.d. of stórum skammti af insúlíni fjTÍr sykm-sjúka, er því voðinn vís og afleiðing- arnar geta verið með- vitundarleysi, jafnvel dauði. En það getur orðið of mikið af því góða, því of hár blóðsykur er einnig hættulegur heiisunni. Hjá heil- brigðu fólki, sem borð- ar fjölbreytta og heilsusamlega fæðu, sveiflast blóðsykurinn daglega á eðlilegan hátt og þar ráða ferð- inni hormónin insúlín og glúkagon, ásamt fæðunni sem við látum í okkur. Fyrir morgunverð er blóð- sykurinn stöðugur en tiltölulega lág- ur, hann hækkar samstundis og eitt- hvað er borðað en lækkar síðan aftur, jafnvel niður íyrir fastandi gildi eftir máltíðina. Þannig sveiflast sykurinn frá einni máltíð til þeirrar næstu, mismikið eftir því hvað er borðað ogí hvaða magni. Það er hins vegar ekki nauðynlegt að borða sykur til að blóðsykurinn hækki eftir máltíð. Svo að segja öll fæða úr jurtaríkinu inniheldur fjöl- sykruna sterkju sem brotnar niður í þrúgusykur við meltingu og berst út í blóðið sem blóðsykur. Sterkjan er kolvetni, rétt eins og sykurinn, mun- urinn á þessu tvennu er fyrst og fremst fólginn í fjölda sykursam- eindanna. I sterkjunni skiptir fjöld- inn hundruðum en í sykrinum eru sameindimar aðeins ein eða tvær. Dæmi um sterkjurík matvæli eru kartöflur, hrísgrjón og pasta, brauð, morgunkorn og aðrar kornvörur. Sykur úr sterkjuríkum matvælum berst hins vegar mishratt. út í blóðið og sykurtoppurinn í blóðinu verður mishár eftir að þessara matvæla er neytt. í því sambandi er stundum talað um sykurstuðul matvæla eða glykemíst index en stuðullinn er mælikvarði á hversu hratt sykurinn Næring Um helmingur alls viðbætts sykurs í fæði barna og unglinga, segir Laufey Steingríms- dóttir, kemur úr gosdrykkjum. berst út í blóðið eftir neyslu fæðunn- ar. Mjög snöggar og miklar sveiflur í blóðsykri eru yfirleitt ekki taldar af hinu góða því rannsóknir benda til þess að slíkt geti aukið líkur á of- þyngd og langvinnum sjúkdómum, hjartasjúkdómum og fullorðinssyk- ursýki. Þar skiptir mestu máli hversu fínunnin matvælin eru, þ.e.a.s. hvort brauðið er gróft eða fínt, hrísgrjónin hvít eða brún, morg- unkomið heilt eða malað. Grófí mat- urinn inniheldur m.a. trefjar sem hægja á ferð næringarinnar út í blóðið. Einnig skiptir máli hvernig máltíðin er samansett, t.d. hækkar blóðsykurinn minna ef grænmeti er borðað með matnum og máltíðin er fjölbreytt en ekki eintóm hrísgrjón, kartöflur eða þurrt brauð. Ef við borðum sykur, hvort heldur er viðbættan sykur eða fæðu sem er sæt frá náttúrunnar hendi, fer hann líka mishratt í blóðið. Blóðsykurinn hækkar minna ef sykurinn er nátt- úrulegur hluti ávaxta og grænmetis og eins ef hann er borðaður sem hluti af blandaðri máltíð heldur en ef um er að ræða sykurdrykk eða sætindi ein og sér. Gos og sælgæti á fastandi maga hafa þannig allt önnur og verri áhrif en sykur sem er hluti af annars vel samsettri og hollri máltíð. Þetta vita flestir sem hafa sykursýki og þurfa að gæta vel að sykursveiflum í blóði. Viðbættur sykur er tómar hitaeiningar Hver er þá munurinn á hollustu sterkjuríkra matvæla, sætra ávaxta og matvara með viðbættum sykri? Grundvallarmunurinn er sá að við- bætti sykurinn bætir kaloríum við matinn án nokkmra annarra nær- ingarefna. Hann er tómar hitaein- ingar í orðsins fyllstu merkingu. Könnun á mataræði bama sem Manneldisráð vann fyrir nokkrum árum sýndi t.d. að þau böm sem borðuðu mestan viðbættan sykur fengu minna af kalki, járni, prótein- um og vítamínum en önnur böm: sykurinn kemur einfaldlega í staðinn fyi-ir hollan mat. Því meira sem við fáum af viðbættum sykri, því minna er af grænmeti, ávöxtum, trefjarík- um kornmat, mjólkurvömm, fiski og kjöti, matvöram sem gefa holla nær- ingu. Sykur og sterkja sem era í matnum frá náttúrannar hendi era ekki undir þessa sömu sök seld, því með þeim fáum við nauðsynleg holl- ustuefni. Fínunnin kolvetnarík mat- væli, t.d. hvítt hveiti og hvít hrís- grjón, hafa þó glatað miklu af uppranalegum og nauðsynlegum næringarefnum. Þar er lítið um~' trefjar, vítamín og steinefni. Gróf brauð era því tvímælalaust betri og hollari kostur en hvítt brauð, rétt eins og ávöxtum og brjóstsykri verð- ur seint jafnað saman að hollustu, jafnvel þótt sykurmagn þessara tveggja vara geti verið hnífjafnt. Þau met sem Islendingar setja í sykuráti era nefnilega síður en svo fólgin í mikilli ávaxtaneyslu eða öðr- um matvöram sem era sætar frá náttúrunnar hendi. Hér er minna borðað af ávöxtum en víðast hvar, og mun minna en æskilegt getur talist. Það er eingöngu viðbætti sykurinn, sá sem kemur með gosdrykkjum, sælgæti, kökum, kexi, sykruðum mjólkurvöram og sætu morgun- komi, sem hér er um að ræða. Þar skipta gosdrykkirnir mestu máli, því um helmingur alls viðbætts sykurs í fæði barna og unglinga kemur úr þessari einu vöra. Hinn helmingur- inn skiptist nokkuð jafnt milli sæl- gætis, sykraðra mjólkurvara, kex og sætabrauðs og sykraðs morgun- koms. Sumar tegundir af morgun- korni era það sykraðar að þær era meira í ætt við sælgæti en hollan morgunverð og sama verður sagt um margar mjólkurvörur. Viðbættur sykur er því miður ekki merktur á umbúðir alla jafna, og því getur verið þrautin þyngri fyrir neytendur að átta sig á hversu miklum sykri hefur verið bætt í vörana. Á heimasíðu Manneldisráðs verður að nokkram vikum liðnum hægt að sjá magn við- bætts sykurs ásamt öllum helstu næringarefnum í algengum matvör- um á markaði. Slóð heimasíðunnar er www.manneldi.is Höfundur er forstöðumaður Manneldisráðs. Sykur og brauð - sitt af hvoru tagi Laufey Steingrímsdóttir Drengjaskór J995- Láttu okkur aöstoöa þig viö val á réttum innleggjum ^ MjíiEjMnn # ■^Háaleitisbraut 58 • Simi 553 2300 Mesta úrval landsins af aringrindum og arináhöldum Arinkubbar, kassi með 6 stk. Stór: 1.560 Lítill: 1.056 Arinkubbar arinviður: 1.050 Næg bílastæði Opiö alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 og laugardagurinn 16.des frá kl. 10:00-22:00 Grandagarði 2 i Reykjavík | sími 580 8500 Arinskúffa 50x30 «»«»«»a»«a«»a»^ 2.990 } Aringrínd 5.990 4 ORÐSENDING FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI VERKFRÆÐINGA TIL SJÓÐFÉLAGA Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld til samtryggingardeildar á tímabilinu 1. janúar - 31 .júlf 2000. Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur einnig sent sjóðfélögum sínum yfirlit yfir móttekin iðgjöld til séreignardeildar á tímabilinu frá 1. janúar- 31. ágúst 2000. Hafi einhver ekki fengið yfirlit en dregið hafi verið af launum hans f Lífeyrissjóð verkfræðinga, eða ef yfirlitið er ekki ( samræmi við frádrátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 29. desember 2000. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins geta dýrmæt réttindi glatast. GÆTTU RETTAR ÞINS í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. iifi Sflg Lífeyrissjóður verkfræðinga Engjateigi 9, 105 Reykjavík, sími 568 8504, fax 568 8834
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.