Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 87

Morgunblaðið - 16.12.2000, Síða 87
MORGUNBLAÐIÐ_____________ FÓLK í FRÉTTUM Geisladiskurinn Stokkseyri kom út á dögunum Morgunblaðið/Golli ísak og Sverrir í leit að Ijóðum. Fjara full ljóða Það er margt hægt að fínna í fjöruferðum. Birgir Öm Steinarsson uppgötvaði það þegar hann lagði í eina slíka _með Isaki Harðarsyni _skáldi og Sverri Guð- jónssyni kontratenór. INNBLÁSTUR þræðir sig í gegnum fólk líkt og þráður sem vill verða að perlufesti. Ein hugmynd verður kveikjan að annarri. Nýja hugmyndin teygir svo anga sína örlítið lengra en sú eldri. Líkt og brimið sem rennur upp á land þegar flæðir að og fyr- irfram veit enginn hvað verður eftír á ströndinni. Nýverið kom út geisladiskurinn Stokkseyrí sem inniheldur tvö tón- verk eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson í flutningi Caput og Sverris Guðjónssonar. Annað þeirra samdi Hróðmar upp úr ljóðum ísaks Harð- arsonar, án þess að hafa nokkru sinni hitt hann. Hann fann eitthvað í Ijóð- um hans sem færði honum innblástur. bráðinn, sem síðar varð að ljóðabók- uini, tónverkinu og plötunni Stokks- eyrí, er því hægt að rekja til upplifana eins manns. Byijum því á byijuninni. »Ég fór þama á Stokkseyri í nokkra daga í október 92 og byrjaði uð skrifa þar voðalega merkilega bók í ernrúmi," rifjar skáldið ísak Harðar- son upp fyrir blaðamanni. „Ég leigði þarna lítinn bústað sem stóð alveg niður við sjóinn. Svo gekk mér ekkert að semja þessa stóru merkilegu bók sem ég ætlaði að skrifa. Svo var ég að nölta þama í fjömnni einn daginn og þá bara fannst mér fjaran vera full af ijóðum. Ég vaknaði bara upp.Það er fullt af ljóðum héma,“ sagði ég. Það var bara stemmningin þama, birtan, sjórinn, himinninn og fjaran sem kveiktu fullt af ljóðum á skömm- um tíma sem ég hripaði svo niður. Síðan byggði ég ofan á þau. Ég skildi skrifblokkina eftir í skúmum, var al- Veg laus við hana og alveg fijáls eins °g fuglinn í fjörunni. Ég skrifaði Ijóð- mniður á tékkhefti, það var eini papp- uinn sem ég var með. Þetta var á Peim dögum fyrir kreditkortin þegar menn gengu enn með tékkhefti á sér.“ Kannaðist við sig í ljóðunum »Hróðmar Ingi las Ijóðabókina nans Isaks sem kom út árið 94, valdi nokkur Ijóð og samdi tónlist við þau fyrir gítar og kontratenór rödd,“ bæt- U' Sverrir Guðjónsson kontratenór við °g rekur þráðinn áfram. „Þegar ég fvo leitaði til hans til þess að athuga nvort hann hefði einhveijar hug- m.yndir að samstarfsverkefni stakk nann upp á þessu.“ »Ég kynntist Hróðmari bara út af Pessu,“ heldur ísak áfram. „Hann nafði samband við mig eftir að hann var byijaður að semja og spurði mig hvort ég hefði eitthvað á móti þessu. Ég hafði ekkert þekkt hann áður. Hann sagði mér frá því að sem strák- ur ólst hann upp í Hveragerði. Þá skrapp hann oft suður til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Svo þegar hann las ljóðin vaknaði sama tilfinning og hann skynjaði þegar hann var yngri. Hon- um fannst hann kannast við sig þama í ljóðunum." Lítill maður í stórri fjöru Vinnuferlið var langt, enda vandað til verks. Svo kom að því einn daginn að ísak fékk að heyra ljóð sín klædd tónum Hróðmars í flutningi Sverris og Caput hópsins. „ísak heyrði þetta í fyrsta skiptið í Iðnó, þegar við vorum að æfa fyrir frumflutninginn á Listahátíðinni,“ segir Sverrir. „Ég man hvað ég var ánægður þeg- ar ég heyrði þetta,“ segir ísak við Sverri og Ijómar. „Mér fannst þetta vera svo lifandi tónlist og mér fannst þessi kontratenór rödd þín ná ljóðinu svo vel. Það er viss einsemd í Ijóð- unum og kontratenór röddin er ein- sömul.“ „Já, ef þú hlustar vel eftir því þá er einhver hljómur þama sem er mjög einmana," viðurkennir Sverrir fús- lega. Skáldið var ekki lengi að vakna í honum ísak við tilhugsunina um söng Sverrirs. „Lítill maður sem stendur í stórri fjörunni og tjáir sig út frá hjartanu...,“ segir Isak hugsandi á svip. „...mér finnst það eiga vel við röddina." „Hún getur haft ýmsa liti,“ segir Sverrir. „Hún getur líka haft dökkan lit inn í þessari birtu. Litaskalinn get- ur verið mjög fjölbreytilegur. Ég get tekið undir það að bæði ljóðið og tón- listin eru viðkvæm á ýmsa vegu, og brothætt. Þannig að það má voðalega lítið út af bera til þess að þetta verði á skjön eða ósatt.“ Töfrar Stokkseyrar Að lokum væri gaman að vita hvort þeir hefðu heimsótt þennan töfrastað nýlega sem ber nú nafn sköpunar- verks þeirra. „Ég fer öðm hverju til Stokkseyr- ar,“ viðurkennir Sverrir. „Þessi stað- ur hefur eitthvað mjög sérstakt. Það er svo opið út á sjóndeildarhringinn og fjaran er mjög breið.“ Hér dokar Sverrir við, lítur upp til ísaks og seg- ir: „Þú hefur haft gott tækifæri til þess að grípa ljóð þama.“ „Ég náði samt ekki nema örfáum af þeim sem era þama,“ svarar ísak svekktur. „Ég fór þama stuttu eftir að platan kom út,“ bætir Sverrir svo við. „Það var yndislegt. Það er svo magnað að sjá brimið þama fyrir utan. Mér fannst ég endurnýjast þennan dag, maður fyllist einhverri bjartsýni og súrefni." Ást ísaks á staðnum verður greini- lega ævilöng. „Húsin standa stök og það er langt á milli þeirra," segir hann. „Það er ekkert nema himinninn, hafið og mað- ur sjálfur. Það er svo mikið rými þarna og manni finnst eins og maður verði að fylla upp í það, sem er nátt- úrlega vonlaust. En það hvetur mann til þess að reyna.“ LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 87 mar Gott verð - mikið úrval Cappuccino bollasett á aðeins Hámákvæm baðvog Sígild og vinsæl loftvog með hita- og rakamæli Mikið úrval af seríum og aukaperum Hitakönnur I öllum regnboganslitum Úr þessum amerisku pottum er hægt að hella án þess að taka bkið af Snagar frá hinum virtu hönnuðum Interdesign Uþþ með kampavínið og beint f fötuna! Tvöfaldur hitabrúsi, ryðfritt stál og engiri glerfiaska byggtogbúið Kringlunni Troðfull búð af jólagjöfum fyrir kylfinginn A EiSTA GO Nytt kennslumyndband með Arnari Má og Úlvari sem hentar öllum kylfingum, hvort sem eru byrjendur eða lengra komnir. Verð kr. 3.600,- Vertu flottur á þvi, konan þín á skilið það besta. Kvennakylfurnar frá Nancy Lopes hafa slegið í gegn. Járnasett með grafitsköftum, verð frá kr. 49.400,- ______ Nýji Taylor hade driverinn á fáránlegu verði meðan birgðir endast. Verð kr. 35.900,- Stálkerrur. I Verð kr. 2.900,- Mudskipperinn frá Adidas, fxrð ekki betri golfskó í vetrargolfið, verð kr. 11.900,- Frábærar kylfur fyrir born og unglinga frá US Kids Golf, verð á kylfum frá kr. 2.700,- rutthola sem kastar boltanum til baka. Verð kr. 1.900,- SðLrv MAXFLl /Xuxna ~ <^r RNB Wiífetm ÞINN LEIKUR ÞIN VERSLUN G/TL Nethyl 2 • Sími 577 2525 • Póstkröfuþjónusta Opiö alla daga fram að jólum frá kl. 10:00 til 22:00 www.nevadabob.is AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsími: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is mbl.is -ALL7AH e/TTH\SA4D A/Ýlm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.