Morgunblaðið - 20.12.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.12.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Nýtt íþrottahús Snæfellsbæjar vígt í Ólafsvík Mikill fjöltli var viðstaddur vigsluna í íþróttahúsinu. Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Langstærsta fjárfest- ing bæjarfélagsins Ólafsvík - Laugardaginn 16. desem- ber síðastliðinn vígði Bjöm Bjama- son menntamálaráðherra nýtt íþróttahús Snæfellsbæjar í Ólafsvík. Fullbúið með öllum tækjum ogbúnaði kostar húsið um 290 milljónir króna og er stærsta einstaka fjárfesting á vegum sveitarfélagsins. Fjöldi manns mætti til vígslunnar og hlýddi á skipulagða hátíðardag- skrá. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og formaður bygging- amefndar, afhenti Ásbirni Ottars- syni, forseta bæjarstjómar, lykla hússins. Þá tók Margrét Ingimund- ardóttir við lyklunum en hún hefur verið ráðin umsjónarmaður íþrótta- hússins. Séra Óskar H. Óskarsson sóknar- prestur blessaði húsið, Samkór Snæ- fellsbæjar söng og böm 1.-4. bekkjar grunnskólans í Snæfellsbæ gengu prúðbúin um salinn og sungu nokkur lög og dönsuðu. Fjöldi gesta tók til máls og afhenti góðar gjafír frá félög- um innan bæjarfélagsins og utan. Að athöfninni lokinni var öllum gestum boðið upp á hátíðartertu og molasopa. Meðal gesta vom, ásamt Bimi Bjamasyni, menntamálaráð- herra, Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra og Ellert B. Schram, fonnaður íþrótta- og ólympíusam- bandsins. Sæti fyrir 450 áhorfendur Húsið er langstærsta fjárfesting bæjarfélagsins síðan sveitafélögin á utanverðu Snæfellsnesi vom samein- uð 1995. Byggingin er öll hin glæsi- legasta, formið er látlaust og var lögð áhersla á að láta það falla vel inn í um- hverfíð og nýta halla í lóðinni. Húsið er 2.320 fermetrar eða 16.600 rúm- metrar og sæti em fyrh- u.þ.b. 450 áhorfendur. Löglegir keppnisvellir em fyrir handbolta, blak, körfubolta og bad- minton. Æfíngavellir em nokkrir fyr- ir þessar greinar auk góðrar aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir, þ. á m. stang- arstökk. Gott aðgengi er fyrir fatlaða oglyftamillihæða. Tveir fjölnotasalir em í húsinu sem Allir sungu og léku Höfuð, herðar, hné og tær. Björn Bjamason klippir á borðann og vígir þar með húsið. munu nýtast sem kennslustofur í Snæfellsbæ. í fordyiinu er dagsbirt- an nýtt til hins ýtrasta og henni leyft að leika um óhindrað með skilrúmum og veggjum úr gleri. Verktakafyrir- tækið Skipavík hf. í Stykkishólmi byggði húsið, arkitektastofan Gláma/ Kím sá um hönnun en verkfræði- hönnun var í höndum Fjarhitunar hf. Rafmagnshönnun annaðist Raftákn hf. á Akureyri. Bæjarstjórn Snæfellsbæjar vonar að nýja íþróttahúsið muni efla íþrótta- og æskulýðsstarf ásamt því að sam- eina enn frekar íbúa bæjaifélagsins. Við athöfnina kom fram sú tillaga að þar sem íþróttahúsið stendur rétt við gafl Ólafsvíkurkirkju væri tilvalið að kalla það gi’öfina og mundu heima- menn þá jarða gesti sína í kappleikj- um í framtíðinni. Önnur tillaga var sú að húsið yrði kallað bakaríið því að þar yrðu andstæðingamir teknir í „bakai’íið" af heimamönnum. Þessi nöfn gætu verið mótvægi við heiti eins og ljónagryfjuna og hellinn. ♦ Arsalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ FYRIR FJARFESTA Höfum ýmsar stærðir atvínnu- húsnæðis til sölu með eða án leigusamninga. Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasall. ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Ársalir- fasteignamiðlun ♦ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sigrún Jdnsdóttir fyrir framan Skaftfelling VE, en grind hefur verið reist yfir dekkið og plast breitt yfir. Kirkjulistakona í útgerð Skaftfellingur VE 33 fer á safn Vestmannaeyjum - Vélbáturinn Skaftfellingur sem í eina tíð var gerður út frá Vestmannaeyjum og var í eigu Helga Benediks- sonar hefur alla tíð átt hug og hjarta Kirkjulistakonunnar Sig- rúnar Jónsdóttur sem er Skaft- fellingur í húð og hár. Listakonan sagði að áhuga- mannafélag Skaftfellings vildi fá skipið heim í Vík eins og Sigrún orðaði það en hún er fædd í Vík og segist því vera þorpari. Sig- rún sem sjálf hefur barist fyrir verndun Skaftfellings í 30 ár og á þeim tíma tvisvar fengið ban- vænt krabbamein, segir að hún og Skaftfellingur eigi það sam- eiginlegt að þau verði ekki felld svo auðveldlega. Kristján Ólafsson hefur séð um að hreinsa bátinn og þrífa til að varna enn frekari skemmd- um. Hann segir að fljótlega verði tekin ákvörðun um hvenær hægt verði að koma skipinu austur í Vík. Eftir allan þennan óratíma í slippnum hefur hann látið mikið á sjá. Lokað hefur verið fyrir stærstu rifurnar á bátnum og grind reist yfir dekk- ið klædd plasti og neti. Eldhugur Skaftfellinga með Sigrúnu Jónsdóttur í broddi fylkingar er engu líkur og þegar hefur hópurinn fengið hús undir bátinn í Vík. Það er gamla Kaupfélagspakkhúsið sem stendur við hlið á Bryde-safn- inu. En það er ekki ljóst enn hvernig báturinn verður fluttur enda stór 80 tonna bátur og honum er ekki hent milli staða. Kirkjulistakonan Sigrún Jóns- dóttir átti fleiri erindi til Eyja en að líta eftir Skaftfellingi. Hún var hér á ferð ásamt rithöfund- inum Þórunni Valdemarsdóttur, sem hefur nýlokið við að skrifa ævisögu listakonunnar sem ber heitið. „Engin venjuleg kona.“ Þær stöllur notuðu ferðina til að lesa upp úr bókinni í Akoges húsinu þar sem listakonan sat fyrir svörum áheyrenda. Bókin kom út um miðjan nóvember og er óhætt að segja að hún beri nafn með rentu. - mmmam Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Skaftfellingur VE við slippinn í Vestmannaeyjum. Syðri-Gegnishólar í Gaulverjabæjarhreppi Fyrirburi á aðventu Gaulverjabæ - Óvenju lítil kvíga fæddist 5 vikum fyrir tímann í fjós- inu hjá hjónunum Ólafi Jósefssyni og Rósu Þorvaldsdóttur á bænum Syðri-Gegnishólum f sfðustu viku. Afar fátítt er að kálfar lifi við þessar aðstæður en kýrin átti ekki tal fyrr en 23. janúar samkvæmt fyrstu sæðingu. Kvígan, sem er furðu spræk,vó einungis 15 kíló í fæðingu. Til samanburðar geta ís- lenskir kálfar stundum vegið yfir 40 kíló. Segja dýralæknar lungu yfirleitt það óþroskuð að kálfar drepist oftast af þeim sökum fæðist þeir þetta mikið fyrir tfmann. Stolt rauðstjörnótt móðir heitir Þyrnirós og faðirinn er kynbót- anautið Sveppur. Sú litla hefur sig ekki upp sjálf en þegar henni hefur Morgunblaðið/ValdimarGuðjónsson verið hjálpað á fjóra fætur hleypur Atli Már Ólafsson, bóndasonur í Syðri-Gegnishólum, og litla kvfgan sem hún um allt fjós þótt Iítil sé. vó einungis 15 kíló í fæðingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.