Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 22

Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Væntingar Jóni Sigurðssyni veitt Viðskiptaverðlaun DV, Stöðvar 2 og Víðskiptablaðsins hjá Kauphöll- inni í Ósló Jákup Jacobsen frumkvöðull ársins Stærsti markaður fyrir bréf sj ávarútvegsfyrirtækj a Ósló. Morgunblaðið. FORSVARSMENN Kauphallarinn- ar í Ósló vonast til að þar verði stærsti markaður heims fyrir hlutabréf sjáv- arútvegsfyrirtækja, að því er fram kemur í tímaritinu Norsk Fiskeopp- drett(NF). Þrátt fyrir aldalanga hefð fyrir fiskveiðum við Noreg eru aðeins þrjú ár síðan hlutabréf fyrsta sjávarút- vegsfyrirtækisins, Pan Fish ASA, var skráð í Kauphöllinni í Ósló. Um þess- ar mundir er verið að búa 10-15 sjáv- arútvegsfyrirtæki undir skráningu í Kauphöllinni. Oddleif Hatlum, deildarstjóri hjá Kauphöllinni í Ósló, segir í samtali við NF að til að auka áhuga alþjóðlegra sjávarútvegsfyrirtækja og íjárfesta, þurfi að fá fjögur til fimm fyrirtæki af sömu stærðargráðu og Pan Fish og Fjord Seafood til að skrá bréf sín hjá Kauphöllinni. Um er að ræða tvö af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum Noregs. Hatleif segir að Norðmenn séu í forystuhlutverki hvað varðar þróun á tækjabúnaði fyrir sjávarút- veg og fiskeldi. Fjármálasérfræðing- ar landsins hafi uppgötvað þetta for- skot og verðbréfamiðlarar og aðrir í viðskiptalífinu hafi stöðugt aukið þekkingu sína á sjávarútvegi. Hatleif segir enda nauðsynlegt að verðbréfa- miðlarar og aðrir fjármálasérfræð- ingar hafi góða þekkingu á sjávarút- veginum ef markmiðið eigi að nást um að í Ósló verði stærsti markaður fyrir hlutabréf sjávarútvegsfyrirtækja. Hatleif leggur áherslu á að skrán- ing á hlutabréfamarkað sé ekki mark- mið í sjálfu sér, eins og margir virðast halda. Hann segir að forsvarsmenn fyrirtækja sem íhuga skráningu verði að gera sér Ijóst hvert markmiðið með skráningunni eigi að vera og bendir jafnframt á að hún kosti sitt. Skráningin verði að vera leið að markmiði, s.s. að gera hlutabréf fyr- irtækis seljanlegri eða að nálgast auk- ið fjármagn. Skráningunni fylgi einn- ig ýmsar skyldur og vegi upplýsinga- skyldan þar þyngst. Kauphöllin í Ösló er lítil í alþjóða- samhengi. Á síðasta ári námu við- skipti með hlutabréf þar um 4.000 mifijörðum íslenskra króna en veltan verður mun meiri á þessu ári þar sem talan var komin í 4.500 milljarða króna í lok október sl. Kauphöllin verður gerð að hlutafélagi á næsta ári samkvæmt nýjum lögum um kaup- hallir sem Stórþingið samþykkti ný- lega. Því hefur verið haldið fram að er- lendir ijárfestar forðist Kauphöllina í Ósló vegna lítils markaðar og meiri hættu á innherjaviðskiptum en á stærri mörkuðum. Innan Kauphallar- innar hefur verið unnið að því að auka traust fjárfesta á norska markaðin- um. Smæð norska markaðarins er einmitt ein ástæðan fyrir aðild Kaup- hallarinnar að Norex-samstarfinu, samstarfi norrænna kauphalla, þ.m.t. Verðbréfaþings íslands. Kinetic Chronograph imþ|oppun sérstakrar tækni og hönnunar Úr sem er engu líkt Enn ein byltingarkennda ný\ungin frá Seiko. KRINGLUNNI FRIHAFNARVERSLUN REYKJAVÍK FLUGSTÖÐ KEFLAVÍK SÍMI: 588 7230 SÍMI: 425 0800 FAX: 588 7232 FAX: 588 7232 WWW.LEONARD.IS Morgunblaóið/Ásdís Jakub Jacobsen, eigandi Rúmfatalagersins, var valinn frumkvöðull ársins 2000 og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hlaut Viðskiptaverðlaunin 2000. JÓN Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., hlaut í gær Viðskiptaverðlaunin 2000 sem Viðskiptablaðið, Stöð 2 og DV standa að. Frumkvöðull ársins var valinn Jákup Jacobsen, stofn- andi Rúmfataiagersins. í erindi Valgerðar Sverrisddttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við afhendingu verðlaunanna kom fram að Jákup Jacobsen og meðeig- andi hans Jákup Purkhus opnuðu sína fyrstu verslun í Færeyjum árið 1987 undir nafninu Rúmfatalager- inn. Skömmu siðar opnuðu þeir tvær slíkar verslanir hér á landi, í Reykjavík og á Akureyri. Á þeim þrettán árum sem liðin eru frá stofnun Rúmfatalagersins hefur verslunum fjölgað ört og eru þær núna nfu talsins: fímm á ísiandi, ein í Færeyjum og fjdrar í Kanada. „Nú síðast vakti Jákup eftirtekt í íslensku viðskiptalífí með þátttöku sinni í uppbyggingu Smáratorgs í Kdpavogi þar sem enn eru metn- aðarfullar fyrirætlanir um frekari uppbyggingu. Með svipuðum stór- hug var ráðist í byggingu Gler- ártorgs á Akureyri, glæsilegrar verlsunarmiðstöðvar sem opnuð var nú i' haust. Það er því óhætt að segja að hvar sem Jákup Jacobsen kemur að at- vinnurekstri megi sjá merki um stdrhug, frumkvæði og dbilandi drifkraft til uppbyggingar og fram- fara. Jákup Jacobsen er því sann- kallaður frumkvöðull,“ að því er fram kom (máli Valgerðar er hún veitti Jákup verðlaunin í gær. Sexföld veltuaukning á þremur árum Að sögn Valgerðar hafa sfðustu tvö ár verið viðburðarík hjá Össuri hf. Árið 1999 var Össur hf. opnað almennum Qárfestum og hlutabréf félagsins voru skráð á aðallista Verðbréfaþings íslands í oktdber 1999. í mars sl. keypti Össur hf. bandari'ska stoðtækjafyrirtækið Flex-Foot fyrir 5,3 milljarða krdna. I oktdber keypti félagið tvö sænsk fyrirtæki, Pi Medical AB og Karls- son & Bergström AB og f lok ndv- ember keypti Össur bandari'ska stoðtækjafyrirtækið Century XXII Innovations. Valgerður sagði að með kaupum á þessum fjdrum fyrirtækjum hefði félagið vaxið ört. Á siðasta ári hefði velta þess verið um 1,3 milljarðar sem væri 22% aukning frá árinu á undan. í ár er áætlað að velta félagsins verði 3,6 milljarðar krdna og á því næsta 6,5 milljarðar krdna. Gangi sú áætlun eftir hefur velta Össurar meira en sexfaldast á þremur árum. „Jdn Sigurðsson tdk við starfí forstjdra Ossurar hf. vorið 1996 og hefur leitt fyrirtækið í gegnum það mikla breytingar- og uppbygging- arskeið sem hér hefur verið lýst. Undir hans forystu er Össur hf. orðið að leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsmarkaði og er komið í hdp stærstu og öflugustu fyrir- tækja landsins. Jdn Sigurðsson er því vel að þvf kominn að hljóta Við- skiptaverðlaunin árið 2000,“ sagði Valgerður Sverrisddttir við veit- ingu verðlaunanna í gær. Seðlabanki íslands Peningastefnan óbreytt ,A- MEÐAN ekki eru ótvfræð merki komin fram um að þenslunni sé farið að linna, þá munum við halda þessari aðhaldssömu peningastefhu sem við höfum haft,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabank- ans, þegar hann var spurður álits á sjónarmiðum sem fram hafa komið að undanfömu, meðal annars frá Hreiðari Má Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Kaupþings hf. í New York, þess efnis að ástæða sé til fyrir Seðlabankann að fara að lækka vexti sína. Beöiö eftir nýjum tölum um útlán banka Birgir íslefur bætti því við að þótt ýmislegt gæti bent til þess að farið sé að draga úr þenslu, séu hinar tölulegu upplýsingar þó ekki nægilega ákveðnar í þá átt, þannig að engin ákvörðun hafi verið tekin um breyt- ingu á peningastefnunni. Vextir séu þó í stöðugu endurmati í bankanum, bæði til hækkunar og lækkunar, eftir því sem nauðsynlegt sé til að uppfylla markmið peningastefnunnar, sem sé fyrst og fremst stöðugt verðlag. Varðandi hinar tölulegu upplýsing- ar nefndi Birgir ísleifur sem dæmi að grannt sé fylgst með útlánaþenslunni í bankakerfinu sem hafi verið býsna mikil til þessa. Nú sé beðið talna fyrir nóvember og þær komi líklega í þess- ari viku. Hagnaður Hluta- bréfasjóðs Búnaðar- bankans 127 milljónir Kaupir 20% í Hlutabréfa- sjóðnum hf. ÍSLANDSBANKI-FBA hf. hefur keypt bréf í Hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 1,2 milljarða króna. Eftir við- skiptin á bankinn 20,6% hlut og er stærsti hluthafinn. í tilkynningu segir að kaupin hafi verið gerð í samráði við stjóm sjóðsins og tilgangurinn sé að taka þátt í nýjum fjárfestingartæki- færum. „Hlutabréfasjóðurinn hf. hef- ur aðallega fjárfest í skráðum hluta- félögum. Hann hyggst nú leggja meiri áherslu á þátttöku í umbreyt- ingarverkefnum, t.d. endurskipulagn- ingu fyrirtækja, sem gætu fært sjóðn- um hærri arðsemi. Eigið fé sjóðsins er nú um 5,4 milljarðar og heildar- eignir ríflega 8,5 milljarðar króna.“ HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðs Bún- aðarbankans á tímabilinu maí til október nam fyrir skatta 176,9 millj- ónum króna og 126,9 milljónum króna eftir skatta. Óinnleystur geng- ishagnaður í lok tímabilsins nam 13,5 milljónum króna en óinnleystur gengishagnaður lækkaði á tíma- bilinu um 580,4 milljónir króna. Heildareignir sjóðsins í lok tímabils- ins námu 3.605,1 milljón króna. Hlutafé sjóðsins nam 2.048,8 millj- ónum króna og eigið fé nam 3.108,5 milljónum króna í lok tímabilsins. í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að verðbréfaeign sjóðsins í lok október nam 3.329 milljónum króna. Verðmæti innlendra hlutabréfa og sjóða sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum í eigu félagsins nam 1.492 milljónum króna í lok október, eða 41,4% af heildareignum. Verð- mæti erlendra hlutabréfa og hlut- deildarskírteina sjóða sem fjárfesta í erlendum hlutabréfum nam 1.140 milljónum króna í lok tímabilsins, eða 31,6% af heildareignum. Verð- mæti skuldabréfa og hlutdeildar- skírteina skuldabréfasjóða í eigu félagsins nam 698 milljónum króna, eða 19,4% af heildareignum. Stærstu einstakir eignarhlutir sjóðsins eru í íslenska Hugbúnaðar- sjóðnum hf. og Fjárfestingarsjóði Búnaðarbankans hf., ÍS-15. Hluthaf- ar í októberlok voru 9.969 talsins, en þeir voru 9.937 í byrjun tímabilsins, og fjölgaði því um 32 á tímabilinu. A tímabilinu greiddi sjóðurinn 7% arð til hluthafa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.