Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 24

Morgunblaðið - 20.12.2000, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nokia stendur að þriðjungi fínnsks útflutnings Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. Tap við sölu Eimskips á eigin hlutabréfum Færist sem lækk- un á eigin fé EKKERT lát er á vexti fjarskipta- fyrirtækisins Nokia í Finnlandi og bendir flest til þess að fyrirtækið standi að baki þriðjungi alls út- flutnings landsmanna á þessu ári. Þá stendur fyrirtækið fyrir um fimmtungi af öllu rannsóknarstarfi í Finnlandi. Nokia vill ekki gefa upp hve mikið það flytur út af far- símum og öðrum símabúnaði í ár en viðskiptablaðið Kauppalehti hefur reiknað út frá tollagreiðslum og öðrum opinberum gögnum að útflutningur fyrirtækisins árið 2000 muni nema um 80.9 millj- örðum finnskra marka. Heildarút- flutningur Finna er talinn munu nema um 300 milljörðum marka á árinu. Útflutningur Nokia á síðasta ári var 68 milljarðar marka og er bú- ist við talsverðri aukningu á þessu ári. Er það mat Pekka Tsupari, deildarstjóra hjá Samtökum iðn- aðar og atvinnurekenda, að Nokia og dótturfyrirtæki þess standi undir tveimur þriðju hlutum þess vaxtar sem orðið hefur hjá fyr- irtækjum sem aðild eiga að sam- tökunum. Iðnframleiðsla í Finn- landi er talin munu aukast um 11-12% á þessu ári en sé Nokia ekki talið með, nemur aukningin um 4%. Þá nemur hlutur Nokia í brúttóþjóðarframleiðslu um 4%. Þrátt fyrir að jafnan sé litið á Nokia sem finnskt fyrirtæki er það eins og flest önnur stórfyrirtæki í greininni alþjóðlegt. Finnar eiga aðeins 10% hlut í Nokia en þó eru um 40% starfsmanna fyrirtækisins í Finnlandi og um helmingur alls rannsóknarstarfs Nokia fer fram þar. TAP Hf. Eimskipafélags íslands vegna sölu hlutabréfa félagsins, sem fram fer dagana 20.-29. des- ember, færist í bókhaldi sem lækk- un á eigin fé á þessu ári, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs félags- ins. Hann segir að þó greiðsla fari ekki fram fyrr en eftir áramót fær- ist lækkun á eigin fé í bókhaldi þessa árs þar sem skuldbinding um sölu eigi sér stað fyrir áramót. Hluthafar í félaginu hafa rétt til kaupa á hlutabréfunum og þurfa þeir að greiða fyrir keypta hluti eigi síðar en 2. febrúar 2001. Þorkell segir að það hefði ekki TELIA getur tryggt sér þátttöku í uppbyggingu og rekstri UMTS- kerfisins í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa ekki hlotið leyfi sem sænsk stjórnvöld útdeildu um helgina. Að- ferðin er einhvers konar samstarf við HI3G eða Orange, að mati dansks fjarskiptasérfræðings sem Dagens Næríngsliv vitnar til. HI3G og Orange hlutu UMTS- leyfi í Svíþjóð eins og kunnugt er, ásamt Europolitan og Tele2. Tvö þau síðarnefndu reka eigin GSM- net og hafa viðskiptavini í Svíþjóð. Þau fyrmefndu hafa hins vegar ekki starfað í Svíþjóð. Þau þurfa sam- breytt miklu fyrir Eimskipafélagið hvorum megin áramótanna sala hlutabréfanna fari fram. Úr því ver- ið sé að selja hlutabréfin um þetta leyti sé betra að gera það fyrir ára- mót en eftir þau. Það geti hugs- anlega komið sér betur fyrir hlut- hafana. „Rök okkar fyrir því að selja hlutabréfin til hluthafa en ekki með útboðsfyrirkomulagi, sem hugsan- lega hefði getað leitt til hærra verðs, eru þau að við teljum eðlilegt að hluthafar hafi forkaupsrétt að þessum bréfum. Það er að okkar mati eðlilegt að gæta hagsmuna hluthafa í þessu efni,“ segir Þorkell. starfsaðila með viðskiptavini til að komast inn á sænska markaðinn og líklegt er að Telia, sem er stærsta fyrirtækið á sænskum farsíma- markaði, velji hvoru þeirra það vilji vinna með. Þetta er skoðun danska fjarskiptasérfræðingsins John Strand. Strand telur mögulegt að Telia fari út í mikil fjárútlát til að tryggja sér yfirráð í HI3G sem er stjómað af Hutchinson Whampoa í Hong Kong og Wallenberg-fyrirtækinu Investor. Önnur möguleg lausn gæti verið að France Telecom, eigandi Orange, kaupi Telia eða Telia Mobil. Norðmenn halda ekki í við útlönd Kaupmannahöfn. Morgunbladið. BLIKUR eru á lofti í norskum út- flutningi og spáir norska útflutnings- ráðið aðeins 4% aukningu á þessu ári á sama tíma og heimsviðskiptin aukast um 13-14%. Hefur Norð- mönnum ekki tekist að nýta sér upp- ganginn á þessu ári og það sem verra er, stöðnunin virðist einkum á sviði tækni, að því er segir í Aftenposten. Olíu- og gasútflutningurinn er það sem heldur Norðmönnum á floti að mati John L. Rogne hjá norska út- flutningsráðinu. „Okkur tekst ekki að halda í við útlönd þar sem samkeppn- in er hörðust. Svo virðist sem miklar tekjur af olíu breiði yfir þau veikleika- merki sem sjást í norskum efnahag auk þess sem þær verða til að vekja óraunhæfar væntingar um hvað hægt er að gera við olíupeninginn. Stöðnun er á tæknisviðinu annað árið í röð en það er ásamt fiskútflutningi talinn lykillinn að framtíðarútflutningi Nor- egs. Þá er nær enginn aukning í út- flutningi á þjónustu og tilbúinni vöru en málm- og efnaútflutningur tekur stökk upp á við. Spáir Rogne því að næsta ár verði erfitt þar sem útlit sé fyrir minni hagvöxt. Þar sem þegar séu merki um það í Bandaríkjunum muni það koma niður á norskum út- flutningi vegna þess hve markaðurinn er háður Bandaríkjamarkaði og hve veik staða hans er. ---------------- Samruna Lycos og Spray frestað KAUPUM Lycos Europe á Spray Networks sem tilkynnt var um í september, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem eigandi Spray Networks hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar, að því er fram kemur á sænska viðskiptavefn- um E24. Bæði fyrirtækin reka vefsvæði eða vefgáttir í Evrópu og samkvæmt samningnum frá í september átti Lycos að greiða fyrir Spray með hlutabréfum og samhliða átti eigandi Spray Networks, Spray Venture, að kaupa Lycos-hlutabréf í fjórum hlut- um til ársins 2002. Lycos hefur tilkynnt að Spray Ventures gæti ekki borgað fyrsta hlutann, um 1,5 milljarð íslenskra króna. Heildarupphæðin nemur um sex milljörðum króna. Á tímabilinu sem liðið er frá sam- runasamningnum hefur gengi hluta- bréfa beggja félaga hrunið. Spray Venture úr 8.000 sænskum krónum í 700 krónur á gráa markaðnum í Sví- þjóð og Lycos Europe úr 9 evrum í 4,6 evrur. Fyrir golfkonuna Gardeur-golfbuxur í jólapakkann! ‘Jthmtv Opiö í dag frá kl. 10—18, . föstudag kl. 10—20 og Þorláksmessu frá kl. 10—22 Fékkstu kartöflu i í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Einsettu þér að læra allt sem hægt er að læra um kartöflur. Á netinu er að finna mörg þúsund greinar, sögur og alls konar tölur sem tengjast kartöflum á einhvern hátt. Haltu síðan erindi um jarðeplin í öllum jólaboðum fjölskyldunnar; segðu þeim frá því að kartaflan kom fyrst til Evrópu 1570, Danir borða árlega að meðaltali um 70 kíló af kartöflum hver meðan Bretinn borðar rúm 100 kíló og 69% af því eru flögur og franskar o.s.frv. o.s.frv. a Pínirvinir W | íslenskir kartöflubændur “4 Telia á enn möguleika HctUaajv Oigp fOtboUOtíVl/ veXsbbiAAYVcvtwv’ 5 % 3 r\ . Matreiðsla a Hatíðarkjúklingum: Ofhsteiking á Hátíðarkjúklingi: Tákið fúglinn úr umbúðunum og Iátíð þiðna í ísskáp í tvo til þrjá sólarhringa. Setjið kjúklinginn í skúffu og steikið í ofni í u.þ.b. 40 mín. á hvert kíló við 170°C. Penslið með smjöri og kiyddi. Bragðbætið kjúklinginn með hvers konar fyllingum sem passa alifuglum. Matreiðsla á Reyktum-Hátíðarkjúklingi: Látið kjúklinginn þiðna í umbúðunum. Setjið fúglinn í pott með vatni og 1/2 flösku af rauðvíni. Sjóðið í 30 mín. fyrir hvert kfló. lákið kjúklinginn gætilega úr pottinum þegar hann er fullsoðinn og berið á hann sykurbráð. Ofnsteikið í 15 mín. við 190°C. Látið kjúklinginn standa í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn. Berið fram með rauðvínssósu, eplasalati og brúnuðum kartöflum. Hátíðarkjúklingurinn er úrvals unghani sem alinn er upp í 3,5 tíl 4 kg þyngd. Kjúklingurinn fær þrenns konar fóðrun afbestu gerð á eldistímanum og er tílbúinn til slátrunar eftir um tólf vikur. Reykjagarðar hf « < «

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.