Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nokia stendur að þriðjungi fínnsks útflutnings Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. Tap við sölu Eimskips á eigin hlutabréfum Færist sem lækk- un á eigin fé EKKERT lát er á vexti fjarskipta- fyrirtækisins Nokia í Finnlandi og bendir flest til þess að fyrirtækið standi að baki þriðjungi alls út- flutnings landsmanna á þessu ári. Þá stendur fyrirtækið fyrir um fimmtungi af öllu rannsóknarstarfi í Finnlandi. Nokia vill ekki gefa upp hve mikið það flytur út af far- símum og öðrum símabúnaði í ár en viðskiptablaðið Kauppalehti hefur reiknað út frá tollagreiðslum og öðrum opinberum gögnum að útflutningur fyrirtækisins árið 2000 muni nema um 80.9 millj- örðum finnskra marka. Heildarút- flutningur Finna er talinn munu nema um 300 milljörðum marka á árinu. Útflutningur Nokia á síðasta ári var 68 milljarðar marka og er bú- ist við talsverðri aukningu á þessu ári. Er það mat Pekka Tsupari, deildarstjóra hjá Samtökum iðn- aðar og atvinnurekenda, að Nokia og dótturfyrirtæki þess standi undir tveimur þriðju hlutum þess vaxtar sem orðið hefur hjá fyr- irtækjum sem aðild eiga að sam- tökunum. Iðnframleiðsla í Finn- landi er talin munu aukast um 11-12% á þessu ári en sé Nokia ekki talið með, nemur aukningin um 4%. Þá nemur hlutur Nokia í brúttóþjóðarframleiðslu um 4%. Þrátt fyrir að jafnan sé litið á Nokia sem finnskt fyrirtæki er það eins og flest önnur stórfyrirtæki í greininni alþjóðlegt. Finnar eiga aðeins 10% hlut í Nokia en þó eru um 40% starfsmanna fyrirtækisins í Finnlandi og um helmingur alls rannsóknarstarfs Nokia fer fram þar. TAP Hf. Eimskipafélags íslands vegna sölu hlutabréfa félagsins, sem fram fer dagana 20.-29. des- ember, færist í bókhaldi sem lækk- un á eigin fé á þessu ári, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar, fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs félags- ins. Hann segir að þó greiðsla fari ekki fram fyrr en eftir áramót fær- ist lækkun á eigin fé í bókhaldi þessa árs þar sem skuldbinding um sölu eigi sér stað fyrir áramót. Hluthafar í félaginu hafa rétt til kaupa á hlutabréfunum og þurfa þeir að greiða fyrir keypta hluti eigi síðar en 2. febrúar 2001. Þorkell segir að það hefði ekki TELIA getur tryggt sér þátttöku í uppbyggingu og rekstri UMTS- kerfisins í Svíþjóð, þrátt fyrir að hafa ekki hlotið leyfi sem sænsk stjórnvöld útdeildu um helgina. Að- ferðin er einhvers konar samstarf við HI3G eða Orange, að mati dansks fjarskiptasérfræðings sem Dagens Næríngsliv vitnar til. HI3G og Orange hlutu UMTS- leyfi í Svíþjóð eins og kunnugt er, ásamt Europolitan og Tele2. Tvö þau síðarnefndu reka eigin GSM- net og hafa viðskiptavini í Svíþjóð. Þau fyrmefndu hafa hins vegar ekki starfað í Svíþjóð. Þau þurfa sam- breytt miklu fyrir Eimskipafélagið hvorum megin áramótanna sala hlutabréfanna fari fram. Úr því ver- ið sé að selja hlutabréfin um þetta leyti sé betra að gera það fyrir ára- mót en eftir þau. Það geti hugs- anlega komið sér betur fyrir hlut- hafana. „Rök okkar fyrir því að selja hlutabréfin til hluthafa en ekki með útboðsfyrirkomulagi, sem hugsan- lega hefði getað leitt til hærra verðs, eru þau að við teljum eðlilegt að hluthafar hafi forkaupsrétt að þessum bréfum. Það er að okkar mati eðlilegt að gæta hagsmuna hluthafa í þessu efni,“ segir Þorkell. starfsaðila með viðskiptavini til að komast inn á sænska markaðinn og líklegt er að Telia, sem er stærsta fyrirtækið á sænskum farsíma- markaði, velji hvoru þeirra það vilji vinna með. Þetta er skoðun danska fjarskiptasérfræðingsins John Strand. Strand telur mögulegt að Telia fari út í mikil fjárútlát til að tryggja sér yfirráð í HI3G sem er stjómað af Hutchinson Whampoa í Hong Kong og Wallenberg-fyrirtækinu Investor. Önnur möguleg lausn gæti verið að France Telecom, eigandi Orange, kaupi Telia eða Telia Mobil. Norðmenn halda ekki í við útlönd Kaupmannahöfn. Morgunbladið. BLIKUR eru á lofti í norskum út- flutningi og spáir norska útflutnings- ráðið aðeins 4% aukningu á þessu ári á sama tíma og heimsviðskiptin aukast um 13-14%. Hefur Norð- mönnum ekki tekist að nýta sér upp- ganginn á þessu ári og það sem verra er, stöðnunin virðist einkum á sviði tækni, að því er segir í Aftenposten. Olíu- og gasútflutningurinn er það sem heldur Norðmönnum á floti að mati John L. Rogne hjá norska út- flutningsráðinu. „Okkur tekst ekki að halda í við útlönd þar sem samkeppn- in er hörðust. Svo virðist sem miklar tekjur af olíu breiði yfir þau veikleika- merki sem sjást í norskum efnahag auk þess sem þær verða til að vekja óraunhæfar væntingar um hvað hægt er að gera við olíupeninginn. Stöðnun er á tæknisviðinu annað árið í röð en það er ásamt fiskútflutningi talinn lykillinn að framtíðarútflutningi Nor- egs. Þá er nær enginn aukning í út- flutningi á þjónustu og tilbúinni vöru en málm- og efnaútflutningur tekur stökk upp á við. Spáir Rogne því að næsta ár verði erfitt þar sem útlit sé fyrir minni hagvöxt. Þar sem þegar séu merki um það í Bandaríkjunum muni það koma niður á norskum út- flutningi vegna þess hve markaðurinn er háður Bandaríkjamarkaði og hve veik staða hans er. ---------------- Samruna Lycos og Spray frestað KAUPUM Lycos Europe á Spray Networks sem tilkynnt var um í september, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem eigandi Spray Networks hefur ekki staðið við skuldbindingar sínar, að því er fram kemur á sænska viðskiptavefn- um E24. Bæði fyrirtækin reka vefsvæði eða vefgáttir í Evrópu og samkvæmt samningnum frá í september átti Lycos að greiða fyrir Spray með hlutabréfum og samhliða átti eigandi Spray Networks, Spray Venture, að kaupa Lycos-hlutabréf í fjórum hlut- um til ársins 2002. Lycos hefur tilkynnt að Spray Ventures gæti ekki borgað fyrsta hlutann, um 1,5 milljarð íslenskra króna. Heildarupphæðin nemur um sex milljörðum króna. Á tímabilinu sem liðið er frá sam- runasamningnum hefur gengi hluta- bréfa beggja félaga hrunið. Spray Venture úr 8.000 sænskum krónum í 700 krónur á gráa markaðnum í Sví- þjóð og Lycos Europe úr 9 evrum í 4,6 evrur. Fyrir golfkonuna Gardeur-golfbuxur í jólapakkann! ‘Jthmtv Opiö í dag frá kl. 10—18, . föstudag kl. 10—20 og Þorláksmessu frá kl. 10—22 Fékkstu kartöflu i í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Einsettu þér að læra allt sem hægt er að læra um kartöflur. Á netinu er að finna mörg þúsund greinar, sögur og alls konar tölur sem tengjast kartöflum á einhvern hátt. Haltu síðan erindi um jarðeplin í öllum jólaboðum fjölskyldunnar; segðu þeim frá því að kartaflan kom fyrst til Evrópu 1570, Danir borða árlega að meðaltali um 70 kíló af kartöflum hver meðan Bretinn borðar rúm 100 kíló og 69% af því eru flögur og franskar o.s.frv. o.s.frv. a Pínirvinir W | íslenskir kartöflubændur “4 Telia á enn möguleika HctUaajv Oigp fOtboUOtíVl/ veXsbbiAAYVcvtwv’ 5 % 3 r\ . Matreiðsla a Hatíðarkjúklingum: Ofhsteiking á Hátíðarkjúklingi: Tákið fúglinn úr umbúðunum og Iátíð þiðna í ísskáp í tvo til þrjá sólarhringa. Setjið kjúklinginn í skúffu og steikið í ofni í u.þ.b. 40 mín. á hvert kíló við 170°C. Penslið með smjöri og kiyddi. Bragðbætið kjúklinginn með hvers konar fyllingum sem passa alifuglum. Matreiðsla á Reyktum-Hátíðarkjúklingi: Látið kjúklinginn þiðna í umbúðunum. Setjið fúglinn í pott með vatni og 1/2 flösku af rauðvíni. Sjóðið í 30 mín. fyrir hvert kfló. lákið kjúklinginn gætilega úr pottinum þegar hann er fullsoðinn og berið á hann sykurbráð. Ofnsteikið í 15 mín. við 190°C. Látið kjúklinginn standa í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn. Berið fram með rauðvínssósu, eplasalati og brúnuðum kartöflum. Hátíðarkjúklingurinn er úrvals unghani sem alinn er upp í 3,5 tíl 4 kg þyngd. Kjúklingurinn fær þrenns konar fóðrun afbestu gerð á eldistímanum og er tílbúinn til slátrunar eftir um tólf vikur. Reykjagarðar hf « < «
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.