Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 20.12.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 49 GUÐRÚN BJARNADÓTTIR + Guðrún Bjarna- dóttir fæddist f Hafnarfirði 16. aprfl 1930. Hún lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði hinn 14. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ása Þuríður Bjarnadóttir hús- móðir og Bjarni Árnason sjómaður. Guðrún ólst upp í Hafnarfirði á Reykjavíkurvegi 24, í hópi átta systkina. Tvö þeirra eru á lífi: Árni Bjarnason, búsettur í Hafn- arfirði og Reynir Bjarnason sem býr í Kópavogi. Guðrún lauk gagnfræðaprófi. Arið 1951 giftist hún Skarp- héðni Helga Kristjánssyni skip- stjóra en hann lést 18. ágúst 1998. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Háabarði 8. Foreldrar Skarp- héðins voru Jó- hanna Elínborg Sig- urðardóttir hús- móðir og Kristján Björgvin Sigurðs- son sjómaður. Guð- rún og Skarphéðinn eignuðust einn son, Ásgrím, f. 1958. Maki er Guðlaug Dröfn Hreiðars- dóttir. Þau eiga fjögur börn: Hafstein Hrannar, f. 1981, Unni Ösp, f. 1986, Davíð Steinar, f. 1992 og Klöru Hödd, f. 1994. títför Guðrúnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Föðursystir okkar Guðrún eða Gunna frænka eins og við kölluðum hana er látin eftir illvígan sjúkdóm, þjáningunum er lokið, eftir stönd- um við hljóð og lítum yfir farinn veg. Við viljum þakka fyrir áratuga vináttu, góðvild og kærleika í okkar garð. Gunna var róleg hæglát og föst fyrir skemmtileg og glaðvær í góðra vina hópi, tryggur vinur og hægt að treysta henni. Ása átti því láni að fagna að búa sem unglingur hjá þeim hjónum og syni þeirra Ásgrími um tíma, þetta var tími sem hún hefði ekki viljað vera án, þá myndaðist sú vinátta sem aldrei slitnaði. Ogleymanlegar eru ferðir með þeim bæði innan- lands og utan. Guðný minnist þess að þau 24 ár sem hún bjó fyrir vestan komu Gunna og Skarpi á hverju ári í heimsókn. Þegar við lítum yfir far- inn veg söknum við stundanna með henni í sólbaði við litla notalega húsið þeirra og góðu pönnukakn- anna sem Skarpi bakaði. Gunna átti sérstaklega góðan lífsförunaut þar sem Skarphéðinn var. Þau hjón voru mjög samrýnd og var það henni mikið áfall þegar Skarpi lést fyrir rúmum tveimur árum eftir mjög löng og erfið veikindi, hún hélt ótrauð áfram, flutti í litla fal- lega íbúð, fékk sér nýjan bfl og byrjaði að keyra aftur eftir ára- langt hlé. Hún bar hag Ásgríms, Drafnar og barnabarnanna mjög fyrir brjósti, og vottum við þeim okkar dýpstu samúð. Gunna mín, við þökkum þér fyrir samfylgdina. Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Ruth, Ása og Guðný. Blómabúðir m öaúðskom v/ Fossvogslot'UjHCjar'ð Sími: 554 0500 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og tengdasonur, EIRÍKUR KRISTINN NIELSSON, Kambsvegi 7, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 17. desmber. Jarðsungið verður frá Áskirkju fimmtudaginn 28. desember kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á deild 11 E Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun. Jónína Eggertsdóttir, Eggert Jóhann Eiríksson, Bergþóra Eiríksdóttir, Sigríður Th. Eiríksdóttir, Atli Örvar, Jónína Valgerður Örvar, Bergþóra Eiríksdóttir Sigríður Th. Árnadóttir t Okkar ástkæra móðir, systir og vinur, PIA ÁSMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum mánudaginn 18. des- ember. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 28. desember kl. 13.30. Ari Rafn Sigurðsson, Steinunn Garðarsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Elín Geira Óladóttir, Egill Ásmundsson, Ólafur Óskar Einarsson og aðrir aðstandendur. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. í f Svcrrir wMBaldur Einarsson ■ '«vrrr,r Frcderiksett útfararstjóri, Wt'wÆS Q^cn Wfé Æm útfararsijóri, W á M sími 896 8242 WÍ.ÁÆKf útfararstjóri. WIK .ÆW sml* $95 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS BLÖNDAHL KJARTANSSON, er látinn og hefur jarðarför hans farið fram í kyrrþey. C Sighvatur Blöndahl, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir, Guðrún Blöndahl, Kjartan Blöndahl, Erla Þorsteinsdóttir, Arngrímur Blöndahl, Bryndís Guðjónsdóttir, Ása Blöndahl, Halldór Guðnason, Friðbjörg Blöndahl, Guðmundur Guðbjörnsson, Einar Einarsson, Alda Ingólfsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORBJÖRNSSON, Árskógum 8, lést mánudaginn 18. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Halldóra Kr. Sigurðardóttir,Guðmundur Heiðar Guðjónsson, Jón Þór Hjaltason, Ragnhildur Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Kær frændi minn, BJARNI SIGURÐSSON frá Hausthúsum, Garði, lést á dvalarheimilinu Garðvangi laugardaginn 16. desember. Jarðsett verður frá Útskálakirkju föstudaginn 22. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bjarni Sigurðsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR BERGSSON, Krókatúni 17, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 17. desember. Guðríður Árnadóttir, Jónína Sigurðardóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, EMILÍA SIGURGEIRSDÓTTIR, Auðbrekku, Húsavík, sem lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík, föstudaginn 15. desember, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 21. desem- ber kl. 14:00. Gunnþórunn Guðrún Þorsteinsdóttir, María Halldóra Þorsteinsdóttir, Stefán Jakob Hjaltason og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGURRÓS KRISTJÁNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju á morgun, fimmtudaginn 21. desember kl. 13.00. Jarðsett verður í Hruna. Fyrir hönd aðstandenda, Rúnar Andrésson, Sólberg Viðarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.