Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 61

Morgunblaðið - 20.12.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2000 61 Opið bréf til samgönguráðherra HEFUR hið opin- bera viðurkennt félagafrelsi á íslandi? Kannski í orði en ekki í verki. Gott dæmi um félagafrelsi er leigu- bílastéttin hér á landi, en hér starfa þrjú félög á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa fengið viður- kenningu og starfsleyfi samgönguráðuneytis. Maður hefði haldið að allar dyr stæðu opnar við að fá starfsleyfi og viðurkenningu sam- gönguráðuneytis en sú er ekki raunin. Ráðu- neytið byrjaði að búa til vandamál á milli þeirra þriggja félaga sem starfandi eru á höfuðborgarsvæð- inu, Átaks, Frama og Andvara. Vandamálið byrjaði með því að ráð- herra skipaði í umsjónarnefnd um leigubíla og þar eiga öll félögin rétt á setu samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 61/1995, sem verður ekki skilin á annan veg en að séu starfandi fleiri en eitt félag leigubíla á sama svæði skuli þeir sameiginlega skipa full- trúa í umsjónarnefnd eða hvert félag fyrir sig, samkvæmt lögunum. Félögin náðu ekki sátt um neinn mann, þá tók ráðuneytið af skarið og útnefndi fulltrúa í umsjónar- nefnd úr einu félagi, Frama, og með því var ráðherra að fara gegn lögum og reglum um leigubíla. Álit Samkeppnisstofnunar átti að skapa samkeppni á milli félaganna, en til þess þurfti að breyta lögum hvað varðar sam- keppnislega mismunun í reglum um leigubif- reiðar. Ekki er búið að breyta þessu enn, þó svo að það séu liðin tvö ár. Það er búið að kæra þetta álit til Sam- keppnisstofnunar en beðið er eftir úrskurði hennar. Þetta er and- stætt ákvæðum jafn- réttisreglu íslenskra stjórnskipunarlaga, að mismuna félögum með þeim hætti sem ráð- herra hefur gert. At- hyglisvert er að sam- gönguráðherra skuli fara gegn áliti Samkeppnistofnunar. Ráðherra ger- ir sér ekki grein fyrir að Frami er Leigubílaakstur Stjórnendur Frama vita ekki hvað samkeppni er, segir Jdn Stefánsson, eða hvernig á að bregð- ast við samkeppni. kominn í einokunaraðstöðu gegn hinum félögunum, með afgreiðslu mála í umsjónamefnd. Þeir ritskoða alla passa sem gefnir eru út af félög- unum þremur. Stjórn Frama hefur haldið uppi áróðri gegn hinum félög- unum og varað menn við að starfa fyrir þessi félög. Formaður Frama hefur haft í hótunum við menn ef þeir færa sig yfir í þessi félög eða eru búnir að því. Stjómendur Frama vita ekki hvað samkeppni er eða hvernig eigi að bregðast við henni eða hvernig eigi að takast á við keppinautinn á þessum markaði. Á fundi sem haldinn var með um- sjónarnefnd hinn 1. nóvember 2000 spurði Jón Magnússon lögfræðingur nefndarmenn hvort nefndin væri ekki ólögleg samkvæmt lögum, og benti á þau ákvæði sem bent er á hér á undan. Umsjónarnefnd taldi að þar sem Frami væri stærsta félagið í leigubílaakstri væri það eðlilegast að meirihlutinn réði en Sigurður Geirdal, sem er fulltrúi höfuðborgarsvæðis, sagði að í ljósi þess að dregið væri í efa réttmæti nefndarinnar skyldi slíta fundi, og fá úrskurð ráðherra svo um. Ráðherra hefur ekki úrskurðað í málinu eða óskað eftir að fá dómkvadda menn til að skera úr um þetta mál. Á með- an verða félögin að fara eftir lögum Frama. Þó svo að Alþingi setji lögin og reglugerðina er Frami leiðandi aðili fyrir umsjónarnefnd í málefnum leigubíla og verða félögin að fara eftir þeim lögum á meðan þau stangast ekki á við landslög eða önnur lög. Ef þetta eru vinnubrögð ráðamanna í stjómkerfi landsins skilur maður af hverju stjómkerfið skilar ekki betri árangri til lands- manna. Höfundur er leigubústjóri. Jón Stefánsson Tilboó á jólapakkasendingum frá 390 kr. fyrir pakkann um land allt Þaó er einfalt og óruggt aó scnda jólngjafirnar i n n a n I a n d s m ed 1. a n d f I u i n i n gu m Sa m ski p u m . I>11 gengur frá sendingunni, skiltii liaiia e 11 i r a na'stu flutningamióstóó og hún er i flestum tilvikum komin a álangastaó innan sólarlirings. Vió hjóðurn auk jiess þrjár stæróir af umbúðum lyrii smsrri sendingar og ei |>á sendingarkost naðtn i n n i f a I i ri n í v e r ó i .u m b ú ó a n n a . Skútuvogi 8, s. S69 8400 ttfciWNSi,* RCD1350 m R GRUnDIG w WT 14.900 sám GRURDIG RR770 Sjónvarpsmidstödin AKAI cnunoic UNITED TENS4I HITACHI KDLSTER harman kardon dfll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.